Tíminn - 30.10.1973, Page 11
Þriðjudagur 30. október 1973
TÍMÍNN
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan iands,
i lausasöiu 22 kr. eintakið.
Biaðaprent h.f.
Grein Arna Gunnarssonar
Reykjavikurbréf Mbl. á sunnudaginn er að
mestu leyti nið um Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra. Tilefnið er það, að á laugar-
daginn birti blaðið grein eftir Árna Gunnarsson
fréttamann, þar sem hann svarar árásum
Markúsar Arnar Antonssonar á sjónvarps-
viðtal, sem Árni átti við utanrikisráðherra i
sambandi við Allsherjarþingið i New York.
Mbl. gat engar athugasemdir gert við grein
Árna, en sleppir sér þeim mun rækilegar i
sunnudagspistlinum. Þetta er gott dæmi um
hina sérstæðu starfshætti Mbl.
1 grein Árna Gunnarssonar sagði hins vegar
m.a.:
„Markús segir, að Einar Ágústsson hafi það
fram yfir suma fyrrverandi utanrikisráðherra
islenzka, að honum hafi á sinum tima verið
kenndur réttur framburður á enskri tungu,
þannig að ráðherrann hafi komist nokkurn
veginn skammlaust frá flutningi hinnar hefð-
bundnu árlegu ræðu sinnar á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna. Hvernig Markúsi tekst
að tengja þetta þvi máli, sem hann fjallar um,
er mér óskiljanlegt. Stór hluti ræðumanna á
Allsherjarþinginu, þó utanrikisráðherrar séu,
treysta sér ekki til að flytja ræður sinar á
ensku eða frönsku, sem eru hin hefðbundnu
tungumál þessarar alþjóða-stofnunar. Mér er
óhætt að fullyrða,að öllum fulltrúum íslands á
Allsherjarþinginu þótti ræðan vel flutt.og sjálf-
ur get ég sagt i fullri hreinskilni, að þar þótti
mér tala mjög frambærilegur fulltrúi Islands.
— Til fróðleiks má geta þess, að ræðu utan-
rikisráðherra var vel tekið og óvenju margir
fulltrúar voru i fundarsalnum, sem ekki er
alltaf þéttsetinn. Hvort sem Markúsi likaði vel
eða illa við þær skoðanir, er fram komu i
ræðunni, urðu margir fulltrúanna til að þakka
utanrikisráðherra málflutninginn. ’ ’
,,Þá segir Árni ennfremur i greinsinni:
„Markús segir, að utanrikisráðherra hafi i
nefndu sjónvarpsviðtali byrjað á barnalegri
kokhreysti. — Ég byrjaði viðtalið á þvi að segja,
að bandariskir ráðamenn hefðu miklar áhyggj
ur vegna hugsanlegrar brottfarar varnar-
liðsins frá íslandi.og i beinu framhaldi af þvi
spurði ég utanrikisráðherra, hvort hann hefði
létt þessum áhyggjum af Bandarikjamönnum.
Rökrétt svar ráðherrans hlaut að vera nei, ef
miðað er við stefnu rikisstjórnar hans i
málinu. Auðvitað hefði verið hægt að orða
spurninguna á annan hátt. Markús hlýtur að
vita, eftir hverju ég var að fiska, og er þvi
þessi hluti greinar hans orðhengilsháttur og út-
úrsnúningar. Ég læt ósagt hver er barnalegur i
þessi tilviki”.
Þá sagði i grein Árna á þessa leið:
„Það er lika rétt að það komi fram, að utan-
rikisráðherra hafði það á orði i þessari ferð, að
það væri eðlileg krafa, að Islendingar fengju
að fylgjast með þvi.hvað islenzkir ráðamenn
gerðu, þegar þeir væru erlendis i erindum is-
lenzku rikisstjórnarinnar. Þessa afstöðu
mættu margir taka sér til fyrirmyndar.”
Bersýnilegt er, að Mbl. hefur ekki þolað vin-
samleg viðurkenningarorð Árna Gunnars-
sonar um utanrikisráðherra, en manndómur-
inn er ekki meiri en það,að gremjan fær útrás i
bullandi niði i Reykjavikurbréfi blaðsins.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
AAarkar stjórnarmyndun
Ecevits tímamót?
Flokkur Ataturks kemst til valda að nýju
t GÆR voru liðin 50 ár siðan
Ataturk lýsti yfir stofnun tyrk-
neska lýðveldisins. Afmælis-
ins verður að sjálfsögðu
minnzt hátiðlega i Tyrklandi,
þar sem Ataturk er þjóðhetja
hins tyrkneska lýðveldis. Það
getur átt eftir að gera afmælið
sögulegra, að nú er verið að
vinna að stjórnarmyndun i
Tryklandi, sem getur átt eftir
að marka þáttaskil i tyrk-
neskri stjórnmálasögu.
A valdatimum Ataturks var
flokkur hans, Lýðveldisflokk-
ur alþýðu, allsráðandi i land-
inu, enda lengi vel eini flokk-
urinn. Ataturk taldi það fyrir-
komulag ekki heppilegt til
frambúðar, að aðeins einn
flokkur væri i landinu, og lét
þvi nokkra fylgismenn sina
stofna annan flokk, Lýðveldis-
flokkinn. Þessir flokkar
skyldu svo berjast um völdin i
landinu og vera hvor öðrum
heppilegt aðhald. Þegar Ata-
turk féll frá 1938, tók nánasti
samverkamaður hans, Ismil
Inönu, bæði við stjórnarfor-
mennskunni og forustu
Lýðveldisflokks alþýðu. Hann
fór með völd til 1950, en þá
vann Lýðræðisflokkurinn
kosningarnar og varð Bayar,
einn af gömlum samherjum
Ataturks, forseti, en Menderes
varð forsætisráðherra.
Lýðræðisflokkurinn, sem náði
miklu fylgi i sveitunum, fór
siðan óslitið með völd til 1960,
en þá steypti herinn stjórn
Menderes úr stóli fyrir meinta
fjárglæpi og óheiðarlegt
stjórnarfar. Herinn lét hengja
Menderes, en setja Bayer i
ævilangt fangelsi. Herinn setti
nýja stjórnarskrá og var kosið
til þings samkvæmt henni ’61
Lýðræðisflokkur Menederes
var bannaður en nýr flokkur
reis upp af grunni hans,
Réttlætisflokkurinn,undir for-
ustu Suleyman Demirels.
Hann fékk næstum eins mikið
fylgi og Lýðveldisflokkur
alþýðu undir forustu Inönus.
Niðurstaðan varö sú,að Inönu
myndaöi sambræðslustjórn
þessara flokka. I þingkosning-
unum, sem fóru fram 1965,
fékk Réttlætisflokkurinn
hreinan meirihluta og
myndaði Demirel þá stjórn.
Réttlætisflokkurinn hélt
meirihluta sinum i þing-
kosningunum 1969. Margvis-
legir erfiðleikar stefndu að
stjórn Demirels á siðara
kjörtimabilinu, efnahagslegir
og pólitiskir. Einkum létu
ýmis vinstri sinnuð samtök á
sér bera. Herinn taldi stjórn
Demirels ekki vera vandan-
um vaxna. 1 marz 1971 skarst
hann þvi i leikinnn, vfek stjórn
Demirels frá völdum og tók
sér einræðisvald.
FREGNUM frá Tyrklandi
ber yfirleitt saman um, að þar
hafi skapazt hrein ógnaröld
eftir að herinn tók völdin.
Miklar ofsóknir hófust á hend-
ur ýmsum róttækum samtök-
um og voru fangar beittir
hinni hrottalegustu meðferö.
Alls er talið, að herinn hafi lát-
ið fangelsa um 6000 manns af
pólitiskum ástæðum, og sitja
um 4000 þeirra enn í fangels-
um án dóms og laga. Þetta
framferöi hersins vakti mikil
mótmæli viða um heim og þó
einkum i löndum Atlantshafs-
bandalagsins. Innan Atlants-
hafsbandalagsins hefur veriö
mikil og vaxandi gagnrýni á
framferði herstjórnarinnar
tyrknesku, og hafa fulltrúar
ýmissa minni rikjanna ekki
sizt látið það mál til sin taka.
Þetta, ásamt fleiru, átti sinn
Kcevit
þátt i þvi, að herstjórnin
tilkynnti skyndilega i júni-
mánuði siðastliðnum, að hún
myndi efna til þingkosninga
seint i nóvember og láta þær
afskiptalausar. Það gerði hún
að mestu. Erlendum frétta-
mönnum ber yfirleitt saman
um, að þær hafi farið frjáls-
lega fram. Það sannar m.a.
þessa skoðun, að úrslit þeirra
komu talsvert á óvart.
Rétt er að geta þess, að það
kann að hafa haft áhrif á af-
stöðu hersins, aö honum tókst
ekki að koma fram vilja sin-
um, þegar nýr forseti rikisins
var kjörinn i marzmánuði
siðastliönum. Herinn ætlaði þá
að fá Faruk Gurler kjörinn, en
hann átti mikinn þátt i bylt-
ingu hersins 1971. Stærstu
flokkarnir i þinginu komu sér
þá saman um að hindra kosn-
ingu hans, en þingið kýs for-
setann. Eftir þetta varð mikiö
þóf milli leiðtoga hersins og
foringja þingflokkanna og
lauk þvi á þann hátt, að
gamall flotaforingi, Tatiri
Koruturk, var kosinn forseti.
Hann er talinn hafa átt þátt i
þvi aö beina stjórnarfarinu inn
á frjálsari brautir.
ÞVI var yfirleitt spáð fyrir
kosningarnar, að Réttlætis-
flokkurinn myndi ná meiri-
hluta, þar sem það þótt liklegt
til að bæta fyrir honum, að
herinn vék stjórn hans frá
völdum. Úrslitin urðu hins
vegar ekki á þann veg. Flokk-
urinn beið mikinn ósigur i
þingkosningunum og eru tvær
ástæöur einkum taldar valda
þvi. önnur er sú, að flokkurinn
haföi klofnað. Minnihluti hans
unfir forustu Bayars gamla og
Menderes yngri hafði stofnað
nýjan flokk, Nýja lýðræðis-
flokkinn, og fékk hann um 40
þingsæti. Hin ástæðan var sú,
að hinn gamli flokkur
Ataturks, Lýðveldisflokkur
alþýðu, hafði fengið nýjan
glæsilegan foringja. Mikil
átök höfðu orðið á þingi
flokksins 1972 milli hægri
armsins undir forustu Inönu,
sem er kominn yfir nirætt,og
vinstri armsins undir forustu
Bulent Ecevits. Vinstri arm-
urinn sigraði og var Ecevit,
kostinn foringi flokksins. Ece-
vit, sem er 48 ára gamall,
boðaði róttæka stefnu á
mörgum sviðum og lofaði m.a.
að náða alla pólitiska fanga.
(Jrslitin urðu þau, að flokkur
hans vann mjög mikinn
kosningasigur og hlaut 185
þingsæti af 450 alls. Réttlætis-
flokkurinn hlaut hins vegar
ekki nema 149 þingsæti. Næst
kom nýr flokkur, þjóðlegi
Hjálpræðisflokkurinn, sem
fékk 49 þingsæti. Þetta er
flokkur strangtrúaðra
Múhameðstrúarmanna, sem
jafnframt aðhyllist þó ýmsar
sósialiskar hugmyndir i lik-
ingu við skoðanir Gaddafis,
einræöisherra Libýu. Þá fékk
Nýi lýðræðisflokkurinn, sem
er talinn mjög Thaldssamur,
um 40 þingsæti. Aðrir flokkar
fengu miklu minna.
I samræmi við úrslit þing-
kosninganna hefur Koruturk
forseti falið Ecevit
stjórnarmyndun. Ecevit hefur
sagt að hann muni reyna að
mynda samsteypustjórn, en
það geti tekið drjúgan tima.
Liklegast er talið, að
hann muni reyna að mynda
stjórn með Hjálpræðisflokkn-
um, en ekki er þó talið vist, að
það muni takast. Samsteypu-
stjórn þeirra Ecevits og
Demirels er ekki talin með
öllu útilokuð, þvi að persónu-
legur kunningsskapur tókst
meö þeim, er þeir unnu saman
i sambandi við forsetakjörið á
siðastl. vetri. Þá kemur sá
möguleiki til greina, að Ecevit
myndi minnihlutastjórn. Yfir-
leitt hyggja erlendir frétta-
menn, sem verið hafa i Tyrk-
landi, vel til stjórnarforustu
hans.
— Þ.Þ.