Tíminn - 30.10.1973, Qupperneq 23
Þriðjudagur 30. október 1973
TÍMINN
23
O Selfoss
þvi svipt sig sem svarar öllu fylgi
Sjálfstæðisflokksins á Selfossi
með Votmúlakaupunum.
Fréttaritari Timans á Selfossi,
Hjalti Þórðarson, sagði, að nú
gengi niðurstaðan á ný til oddvita
sýslunefndar, en að sjálfsögðu
væri það aðeins formsatriði, þar
sem hvort tveggja er um var
spurt á atkvæðaseðlunum, væri
endanlega útkljáð af Sel-
fyssingum sjálfum með atkvæða-
greiðslunni, svo sem til hefði
verið ætlazt.
Fólk lætur ekki
bjóða sér allt
Timinn leitaði eftir þvi i gær,
hvað þeir, sem börðust i fremstu
viglinu að þessu sinni, vildu segja
um úrslitin.
— Mér finnst þetta sýna svo
glöggt sem verða má, að fólk
lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Það hefur ekki viljað láta bjóða
sér, að milljónatugum sé sóað á
þann hátt, er hér stóð til, og fjár-
munir almennings notaðir til þess
að sprengja upp verð á jörðum
langt umfram það, er áður hefur
þekkzt. Allt það moldviðri, sem
reynt var að þyrla upp, til þess að
gera okkur, sem risum gegn
þessu, sem tortryggilegasta,
hefur reynzt árangurslaust, ef
það hefur þá ekki haft öfug áhrif
við það, sem til var ætlazt.
Þar með basta
Guðmundur Á. Böðvarsson
sveitarstjóri var i skrifstofu sinni.
Hann var næsta stuttur i spuna:
— Ég visa þessu öllu til odd-
vitans, sagði hann, er leitað var
eftir áliti hans.
Við spurðum, hvort hann teldi,
að hreppsnefndarmeirihlutanum
bæri að segja af sér eftir þá
útreið, er hann hefði fengið.
— Ég læt ekkert hafa eftir mér
um það, svaraði hann.
— Komu úrslitin þér á óvænt?
spurðum við.
— Ég er búinn að segja, að ég
læt ekkert hafa eftir mér og þar
með basta!
Við segjum auðvitað
ekki af okkur
Óli Guðbjartsson oddviti var
heima hjá sér, og tók spurningum
okkar þægilega.
— Úrslitin eru ótviræð, að
minni hyggju, sagði hann. Þar af
leiðir, að þessu tvö mál, Votmúla-
kaupin og kaupstaðarréttindi eru
úr sögunni. En við þetta vil ég fá
að bæta þessu:
Byggðin hér hefur þróazt á
skömmum tima. Hún var upphaf-
lega eins og tjaldbúð hér á
árbakkanum, en er nú orðin mikil
og á eftir að veröa meiri. Hér
verður framvinda, sem þjóðin
mun taka eftir, og sjálfir eiga Sel-
fyssingar seinna eftir að sjá betur
en nú, hverjir hagsmunir þeirra
eru. Ég óttast ekki dóm
framtiðarinnar.
Við spurðum Óla, hvort hrepps-
nefndarmeirihlutinn myndi ekki
telja sér skylt að segja af sér,
eftir þann áfellisdóm, er gerðir
hans hefðu fengið:
— Nei auðvitað segjum við ekki
af okkur, sagði Óli. Það voru
ekki greidd atkvæði um stöðu
okkar, heldur þessi tvö mál —
Votmúlakaupin og kaupstaðarrétt
indin. Það var þessu tvennu, sem
fólk hafnaði.
—JH
o Eldvarnir
þennan hátt megi koma tækjum
þessum fyrr á brunastað en nú er,
og nota þau samhliða slökkvibil,
ef þörf krefur. Eins og sakir
standa leita Vestur-Eyfellingar
til slökkviliðs i Hvolsvelli, en
þangað eru 30-50 km, og ogt reyn
ist erfitt að ná simasambandi aö
næturlagi.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmd þessa varð um 17 þúsund
krónur, svo auðvelt ætti að vera
fyrir aðra að nota sér þessa
ágætu hugmynd. Eyjafjalla-
hreppur lagði til 5.000 krónur til
kaupanna, en hitt slysavarna-
deildin Bróðurhöndin. 1 stjórn
hennar eru nú: Séra Halldór
Gunnarsson i Holti, Ólafur
Sveinsson i Stóru Mörk og frú
Marta Kristjánsdóttir á Eystra-
Seljalandi.
o Ted Willis
irnir séu alveg ábandilslendinga,
en samúðin með þeim fer vax-
andi. Sama er aðsegja um brezka
togarasjómenn. Andstaða útgerð-
armannanna er mikil, en sjó-
mennirnir kæra sig ekkert um að
veiöa undir herskipavernd og
vilja samninga.
Það hafði mikil áhrif i Bret-
landi, þegar stjórnin sendi her-
skipin til Islands. Fór ekki á milli
mála, að þar var verið að ráðast á
lltilmagnann. Þegar Frakkar
sprengdu kjarnorkusprengjur
sinar á Kyrrahafi i sumar tóku
þeir sér miklu stærra lögsagnar-
umdæmi en Islendingar. Þeir
bönnuðu öllum skipum að koma
nær en 75 milur frá sprengju-
staðnum. Brezka stjórnin hreyfði
ekki minnsta fingur til mótmæla.
Ég hef spurt, hvort Bretar mundu
senda herskip, ef Sovétrikin
færðu sina landhelgi út I 50 milur.
Auðvitað yrði það ekki gert.
Ted Willis sagðist vona, að
samningar milli Breta og Is-
lendinga gætu tekizt hið fyrsta.
Hann kvaðst ekki i vafa um, að á
hafréttarráðstefnunni fengju
tslendingar allar sinar vonir i
sambandi við fiskveiöilögsögu
uppfylltar. Hann kvaö einnig von
sina, að þegar eftir að deilan
verður til lykta leidd muni Bretar
og Islendingar taka upp vinsam-
leg samskipti eins og góðum
grönnum sæmir.
Aðspurður um ritstörf sin,
sagðist lávarðurinn búast við, að
brátt verði hann viðurkenndur
sem heimsmethafi i þvi að semja
þætti fyrir sjónvarp , en hann hef-
ur skrifað fleiri slika þætti en
nokkur maður annar. Alls hefur
hann skrifaði 21 leikrit fyrir svið
milli 30 og 40 kvikmyndahandrit
og 21 sjónvarpsleikrit. Nú segist
hann vera með leikrit i smiðum,
sem sýnt verður i vor og um
svipað leyti kemur út eftir hann
skáldsaga, — hálfgerður reyfari,
segir höfundurinn. Það f jallar um
skæruliða, sem ræna forsætisráð-
herra Bretlands. Meira segi ég
ekki um efni þess að svo stöddu.
Með sanni má segja, að Ted
Willis hafi mörg járn i eldinum. I
sumar dvaldi hann i Ástraliu og
aðstoðaði gamlan vin sinn i
kosningabaráttunni þar Skrif
aði hann ræður og lagði á
ráðinum kosningabaráttuna. Það
gekk ekki verr en svo, að vinurinn
Gough Whitlam, er nú forsætis-
ráðherra Ástraliu. Eitt aðalbar-
áttumálið var: Kaupum Astraliu
fyrir Astraliumenn. Það er ekki
úr lausu lofti gripið, þvi að erlend
auðfélög, aðallega brezk og
japönsk hafa keypt upp gifurleg
landflæmi i álfunni. Eru sum
svæðin i eigu útlendinga stærri en
Island að flatarmáli. Mun nýja
stjórnin beita sér fyrir þvi, að
kaupa þessi svæði aftur og setja
lögum takmarkanir á eignarrétti
útlendinga á landi.
Við skulum vona, að fleiri af
baráttumálum Ted Willis komist
farsællega i höfn. — Oó
© Tass
heimild til að lýsa yfir, að slikar
útskýringar eru fáránlegar, þar
eð athafnir Sovétrikjanna miöa
eingöngu að þvi, að ákvarðanir
Sameinuðu þjóöanna um vopna-
hlé og frið i Mið-Austurlöndum
verði i heiöri hafðar.
Þessi ráðstöfum Bandarikj-
anna, sem er alls ekki i þágu
bættrar sambúöar á alþjóðavett-
vangi, hefur greinilega verið gerð
i þvi skyni aö ógna Sovétrikjun-
um. En þeim, sem standa á bak
við þessa ráöstöfun skal sagt, að
þeir hafa valið skakkt númer,
segir I skeytinu.
Sinfóníu-
tónleikar
3. reglulegu tónleikar Sin-
fóniuhljómsveitarinnar á þessu
starfsári verða næstkomandi
fimmtudag 1. nóvember, og
kemur þar fram sem einleikari á
lágfiölu WALTER TRAMPLER,
og leikur Violukonsert Béla
Bartoks. Walter Trampler er
þýzkur að uppruna, og var þegar
orðinn þekktur i heimalandi sinu,
er hann fluttist til Bandarikjanna
I byrjun siðari heimsstyrjaldar.
Hann er i dag einn virtasti lag-
fiðluleikari i heimi fyrir frábæra
leikni og næma túlkun.
Stjórnandi veröu hinn kornungi
finnski hljómsveitarstjóri OKKO
KAMU, sem heimsækir okkur nú
i annað sinn, en hann stjórnaði
tónleikum hljómsveitarinnar 24.
mai siðastl. Má teljast mikill
fengur að fá Okko Kamu hingað
öðru sinni, þar sem hann er meðal
mest eftirsóttu hljómsveitar-
stjóra eftir að hann vann
Karajan-verðlaun fyrir hljóm-
sveitarstjórn, þá aðeins rúmlega
tvitugur.
Satt að segja
færðu ótrúlega mikið fyrir peningana
í Heilsuræktinni
TÖKUM T.D. ALMENNA ÞJÁLFUN 2 X í VIKU —
í ÞVÍ NÁMSKEIÐI FELST:
50 min. líkamsþjálfun ásamt jógaæfingum og jógaslökun og
síðan frjáls afnot að eigin vild af kerlaugum með hvera-
vatni# sauna, sturtuböðum, háfjallasól, infrarauðum Ijósum,
hvíldarbekkjum, hvíldartækjum og þrekþjálfunartækjum.
Og hvað kostar svo þetta allt saman?
Jú, 3ja mán. námskeið kostar fyrir einstaklinga kr. 2 þús. á
mánuði ef allt námskeiðið, kr. 6 þús., er greitt i einu eða
tvennu lagi, og fyrirhjón aðeins3.l67.00á mánuði.
HEILSURÆKTIN
GLÆSIBÆ SÍMI 85655
Málarinn með djöfsa sinn
AAólar djöf-
ulinn á vegg
JÓNAS GUÐMUNDSSON, list-
málari og rithöfundur, hefur ný-
iega lokið við að mála „djöfulinn
á vegg” cins og hann orðar það,
fyrir verzlunina Casanova I
Bankastræti.
— Þctta er ekta Rubcns, sagði
Jónas, en hann lagöi til fyrir-
myndina i þetta popp-verk.
Myndin myn sýna sjálfan Bakkus
konung og einhvern fulltrúa
istöðuleysisins.
Ég hafði afskaplega mikla
ánægju af að vinna þetta verk
fyrir strákana, en myndin er
146x97 sentimetrar, en verst þótti
inér að sjá ekki svipinn á stúlk-
unni I Sendibilastööinni, þegar ég
sagði henni að billinn yrði að vera
stór, þvi að ég þyrfti að flytja
djöful milli húsa.
— A þetta að teljast málverk,
eða skrevting?
— Ég veit að Ilubens tekur ekki
i mál að þetta sé málverk. Eiguin
við ckki að ncfna þetta skraut.
Síldveiðarnar:
Selt fyrir 90 millj.
í síðustu viku
Loftur Baldvinsson hefur selt fyrir
60 milljónir í sumar
EINS og áður hefur komiö fram,
náðu sfldveiðiskipin að selja afla
úr Norðursjónum fyrir einn millj-
arð fyrir helgina, eða nákvæm-
lcga 1.00(1.880.624.-. A sama tiina i
fyrra var þessi tala tæpar 445
milljónir. Munar þar mestu, að
mcðalverðið í ár hefur verið
meira cn 10 kr. hærra, eða kr.
24.88 á móti 14.31 i fyrra. I sumar
hcfur verið landaö um 9 þús. lest-
um mcira en á sama tima I fyrra,
þ.e. 40.236 lestum á móti 31.453
lestum.
I siðustu viku var sfld seldfyrir
hvorki meira né minna en rúmar
90 milljónir, nákvæmlega
90.391.374,- kr. meðalveröiö i vik-
unni var kr. 28.48 pr. kg. Hæstu
sölu hafði Faxaborg GK, sem
seldi fyrir 6.1 milljón eftir einn
túr.
Þrjú hæstu skipin á vertiðinni
eru Loftur Baldvinsson, sem selt
hefur fyrir rúmar 60 milljónir.
Guðmundur RE, fyrir 48 milljónir
og Súlan EA fyrir 44 milljónir.
Þrjú skip seldu afla i gær, en
það voru Vörður ÞH, sem seldi
fyrir 1.5 milljónir, Isleifur VE
fyrir 1.9millj., og Súlan EA fyrir
rúmar tvær, þannig að alls er
skipið búið að selja fyrir 46 millj-
ónir.
Sildveiðarnar i sumar hafa
gengið afbragðs vel og hátt verð
fengizt fyrir aflann. Búastmávið
þvi, að skipin verði á veiðum
fram i byrjun desember, en upp
úr þessu má fara að búast við þvi
að veðrið fari versnandi á veiði-
svæðinu og sölur verði þvi stop-
ulli . — hs—
tannduftið
sem gerir
tóbaks-
litaðar
tennur
HVÍTAR
I 1 KRISTJAN JÓHANNESSON. heildvarzlun, Simi 32399