Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur :((). nóvember 1973. TÍMINN 3 Líkantilraun með höfnina á Húsavík Nytsamasta leikfang á Islandi, sagði hafnarstjórinn í Reykjavík HAF N A K FRA MKVÆMDIR eru mjög dvrar og mikið er i húfi, að ekki verði gerð mistök i þeim efn- um. Áður fvrr voru þess háttar verk næstum eingöngu unnin eftir reikningslegum forsendum og ágizkunum, en á seinni árum hafa verið gerðar likanatilraunir, en með þeim má fá mjög mikilvægar upplýsingar unt gerð hafnar- mannvirkja. Leysir þessi aðferð mörg og erfið viðfangsefni og kemur i veg fyrir misskilning og misklið. Mörgum finnst ef til vill tilraunir nteð likön hálfgerður leikaraskapur. Blaðamönnum var boðið að sjá likan af Húsavik- urhöfn, sem gert hefur verið að Keldnaholti af straumfræðistöð Orkustofnunar og Hafnamála- stofnuninni, og fullyrti Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, við það tækifæri að ef mcnn litu á þetta likan sent leikfang, þá væri það nytsamasta leikfang á ís- landi. t upphafi blaðamannafundarins rakti Jakob Björnsson, orku- málastjóri, forsögu þessa mál.s og kom m.a. eftirfarandi fram: Árið 1966 var byggð straum- fræðistöð að Keldnaholti með styrk Sameinuðu þjóðanna og ''ustofnun falinn rekstur •tnar. Við hönnun stöðvarinnar var tekið tillit til þess, að einnig væri hægt að gera þar likantilraunir með hafnir. Af þessu varð þó ekki fyrr en á s.l. ári að gert var sam- komulag við Per Bruun, prófessor i Þrándheimi, um að annast, i samráði við hann, likan tilraunir af tveim höfnum i Puerto Rico. Þetta gat orðið vegna þess, að með próf. Bruun hafði starfað i Þrándheimi Gisli Viggósson, verkfr., nú starfs- maður Hafnamálastofnunarinn- ar, og þekkti þvi til verka, ásamt þvi að mögulegt var að útvega vélar á hagstæðu verði til þess að mynda ölduhreyfingar i hafna likönum. Tekið var upp samstarf Hafnamálastofnunar og Orkustofnunar um gerð þessara tilrauna og litur út fyrir að sá hagnaður verði af þeirri fram- kvæmd, að hin nýju tæki muni fást greidd að verulegu leyti af þeim ágóða, auk þeirrar reynslu sem fékkst i gerð hafnalikana. Þessar likantilraunir voru unnar undir eftirliti próf. Bruun, en dag- lega umsjón hafði Gisli Viggós- son. Björn Erlendsson, tæknifr. á Orkustofnun, framkvæmdi mæl- ingar og sá um daglegan rekstur. Með stofnun prófessorsembætt- is við Verkfræðideild Háskóla ISL i straumfræði og hafnagerð, verður væntanlega gerður samn ingur um, að prófessorinn, Jónas Jónas Eliass. starfi við Straum fræðistöð Orkustofnunarinnar. Verður þvi framtiðarskipan mála sú, að likantilraunir með hafnir, sem gerðar verða hérlendis, munu unnar á Straumfræðistöð i samvinnu við Hafnamálastofnun rikisins. Endanlegt samkomula^ um fyrirkomulag er þó ekki gert enn. Likan það, sem hér er til sýnis, er af Húsavikurhöfn og er fyrsta likanið af islenzkri höfn, sem unnið er hérlendis, en á und- anförnum 15 árum hefur Hafna- málastofnunin oftlega látið gera likantilraunir með hafnir og þá ávallt á hafnatilraunastofnuninni dönsku. Meðal verkefna, sem þar hafa verið unnin, má nefna: Rifshöfn, ölafsfjörð, Akranes, Eldeyingar selja kerti í Kópavogi FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbnum Eldey munu ganga i hús i Kópa- vogi laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. desember og selja jólakerti. Allur ágóði rennur til liknarmála i Kópavogi. Njarðvik og Bolungarvik, auk ýmissa verkefna, sem þar hafa verið levst án tilrauna. Likantil- raunir vegna Húsavikurhafnar voru hafnar i haust og voru fram- kvæmdar á svipaðan hátt og áðurnefndar tilraunir undir stjórn Gisla Viggóssonar. Siðan útskýrði Aðalsteinn Júiiusson, vita- og hafnarmála- stjóri, nánar vandamálin sem við er að glima á Húsavik og niður- stöður þessara rannsókna'. Þau vandamál, sem við er að etja á Húsavik, eru fyrst og fremst þau, að lægi fyrir minni báta er mjög slæmt, svo að leggja verður þeim út á legufæri nema yfir há-sumartimann. Við- legurýni er of litið og afgreiðsla flutningaskipa allmiklum erfið- leikum háð, þar sem öll af- greiðsla verður að fara fram á til- tölulega mjóum hafnargörðum. Hafnarframkvæmdir á Húsa- vik hafa ekki verið miklar á und- anlörnum 10 árum. Fjárhagur hafnarinnar hefur ekki leyft meiriháttar framkvæmdir og hefur þess verið beðið, að fjár- hagur hafnarinnar leyfði að stigið yrði allstórt skref i þá átt að bæta aðstöðu. Það hefur lengi verið ljóst, að til þess að sómasamleg aðstaða fengist fyrir minni báta og opna vélbáta, yrði að gera innri höfn á Husavik. Var það megin verkefnið, sem vinna átti i likaninu, að finna hagkvæmustu gerð og legu sliks mannvirkis. sem gæfi nægilegt skjól inni i höfninni. auk þess sem ákveðið var að kanna áhrif lengingar hafnargarðanna, bæði þess nyrðri og syðri á kyrrðina i höfninni. Telja má, að svör hafi fengizt við flestum þeim spurningum er leit- að var svara við. og á grundvelli þessara rannsókna niegi fá ódýr- ustu og hagkvæmustu lausn á þörfum flota llúsvikinga, lausn, sem án likantilraunanna hefði e.t.v. ekki íundizt. eða hönnuðir orðið að treysta á sitt innsæi, ef ráðizt hefði verið i framkvæmdir án tilraunanna. Fyrirhugað hafði verið að byggja þvergarð út frá miðjurn halnargarði. en augljóst var þegar frá upphafi að nokkur vandkvæði mundu af þvi hljótast, ef garðurinn yrði þannig gerður úr grióti, svo að hann endurkast- aði allri öldu er á hann skylli. Við tilraunir kom i ljós, að erfitt var að gera slikan garð og að þver- garður olli talsverðum óróleika við nyrðri hafnargarðinn, þar sem nú er aðal hafskipaaf- greiðslan. Einnig kom i ljós, að takmarkað gagn var af mikilli lengingu á hafnargörðunum. Sem meginniðurstöðu likantil- raunanna má telja, að fundin hali verið ný gerð hafnarinnar, sem Þrir áhugasamir: Aðalsteinn Júlíusson hafnarmálastjóri, Jakob Björnsson orkumálastjóri og Björn Erlendsson tæknifræöingur, sem —Tlmamyndir: Gunnar annast störf i stöðinni. Jónas Kllasson prófessor. ekki hafði áður verið hugsað, þ.e. hafskipabryggja á ská inn lrá enda núverandi syðri garðs, sem mun gefa mest rými fyrir báta i höfninni, góða kyrrð á báta- svæðinu, ágætis aðstöðu fyrir haf- skip, og á engan máta koma i veg lyrir frekari þróun á útbyggingu hafnarinnar, sérstaklega með til- liti til stækkunar vöruhafnar við n.vrðri hafnargarðinn. Þess má að lokum geta, að lík- anið af hölninni er i mælikvarð- anum 1:80 og hafa ráðandi menn á Húsavik séð það og talið það gela góða mynd af raunveruleik- anum, en þessar rannsóknir voru gerðar að beiðni Húsvikinga og koma þeir til með að greiða að nokkru kostnaðinn við þessar til- raunir. Ef af framkvæmdum verður mun rikið væntanlega greiða 75% en bæjarlélagið 25% af kostnaðinum. Aðalsteinn Júliusson, sagðik sagöi, að með núverandi verðlagi, myndu fram- kvæmdir þessar kosta um 100 milljónir. Mjög ódýrt hefur reynzt að byggja likanið og breyta þvi, en eins og áður helur komið fram, er þetta fyrsla likanið af islenzkri höln, sem unnið er hérlendis. Nú þegar er hafin gerð likans af Reykjavikurhöfn, en það er næsta verkelnið, sem straumfræðistöðin tekur fyrir. Það er augljóst hversu mikill hagur er af þvi, að geta gert svona likön og séð með þeirra hjálp áður en Iramkvæmdirnar sjálfar eru hafnar, hvernig mannvirkjunum verður bezt lyrir komið. Þessi aðferð gefur miklu raunhæfari mynd af vanda- málum heldur en teikningar og pappirsvinnan ein — hs — KLAPPARSKYRSLAN TIL SAKSÓKNARA INNAN TÍÐAR EFTIR oliuslysið að Klöpp I sumar var metið það tjón, sem orðið hafði á fjörunni, að þvi marki sem það er hægt, og rann- sakað, hvort hreinsun væri við- hlitandi. Skýrsla um þetta efni er nú i athugun hjá Siglingamála- stofnun rikisins og verður innan tiðar send saksóknara — Það er stöðugt fylgzt meö fjörunni, sagði sigiingamálastjóri i viðtali við Timann. Eftirlitið annast mengunarsérfræðingur Siglingamálastofnunar i samráði við hafnaryfirvöld. Enn má sjá oliu sums staðar á fjörugrjótinu. Auðvitað væri hægt að beita kemiskum efnum á oli- una, en þau eru tvieggjað vopn, einsog fram hefur komið og þess vegna er álitamál hvort rétt er að nota þau, sagði siglingamála- stjóri. Þess vegna höfum við beð- ið átekta. Hugsanlegt er, að vetr- arbrimið sleiki oliuna af klöppun- um, þannig að ekki þurfi að gripa til hreinsiefna. — IIIIJ Gosmynjasofn í Eyjum NÝI hraunkanturinn I Vest- mannaeyjum vægði einu húsi, húseigninni nr. 35 við Heimagötu, og rann satt bezt. að segja fram- hjá henni. Bergur Sigurbjörnsson lagði þvi fram þá tillögu, á 100. fundi stjórnar Viðlagasjóðs, að láta breyta og endurbæta þessa húseign Viölagasjóðs og afhenda hana siðan bæjarstjórn Vest- mannaeyja að gjöf til varðveizlu, sem gosminjasafn. Skyldu öll náttúruleg vegsummerki I ná- grenni hússins verða látin haldast óbreytt. Var þessi tillaga samþykkt og fundurinn sendi frá sér eftirfarandi greinagerð. Það er sem betur fer fátitt, að náttúruhamfarir á borð við gosið i Heimaey, sém hófst aðfaranótt 23. jan 1973, eigi sér stað i jaðri jafnmikilvægrar byggðar og Vestmannaeyjar eru. Það mun einnig og ekki siður talið frá- sagnavert, hvað vel og giftusam- lega tókst til um björgun ibúa Heimaeyjar þessa sögufrægu nótt. Fjölmargir aðrir hlutir, sem gerzt hafa i sambandi við þessar náttúruhamfarir munu vafalaust siðar taldir þess eðlis, að sjálf- sagt sé að halda til haga til minja og minninga fyrir kynslóðir kom- andi tima. Virðist þvi ærin ástæða til að hefjast nú þegar handa um að halda til haga ýmsu, sem geymt gæti minningar um þá atburði alla, sem á Heimaey gerðust, eru daglega að gerast og munu halda áfram enn um sinn. Þegar gengið er með nýja hraunkantinum hlýtur það að vekja athygli, hvernig nraun- rennslið hefur satt að segja „gengið frá” húsinu, sem var nr. 35 við Heimagötu. Er það hús, öðrum húsum fremur, eins og kjörið til að varð- veitast, eins og það nú er, sem minjagripur um það, hvernig náttúruhamfarir leika mannlegt samfélag, en um leið virðist það sjálfkjörið til að varðveita minjar um þá atburði alla, sem þarna gerðust. Eðlilegt virðist að fá fróða menn á ýmsum sviðum til að skipuleggja slikt minjasafn. Sem útlinur fyrir safnið mætti hugsa sér neðri hæð hússins notaða sem veitingasölu og minjagripaverslun fyrir ferða- menn, en á efri hæð safn, þar sem t.d. væri safnað flestum myndum, sem teknar voru af gosinu, upp- lýsingum um gjafir, sem með einum eða öðrum hætti hafa borizt vegna gossins, lögum, reglugerðum, dagbókum, skýrslum, fundargerðum og svo frv. sem snerta þessa atburði, gripum, tækjum og tólum, o.s.frv. Með tilliti til framanritaðs, sér- stöðu náttúruhamfaranna sjálfra, svo og þess, hve oft menn hafa vaknað of seint til að varðveita það, sem þeir hefðu gjarna viljað varðveita, er þessi tillaga flutt”. kr Athugasemd ritstjóra Tímans Vegna þess, aö farið hefur fram hjá ýmsum lesendum blaösins athugasemd, sem ritstjórar Tintans gerðu við grein ólafs Ragnars Grlms- sonar, sem birtist á SUF- siðunni sl. miðvikudag þykir rélt aðbirta hana hér að nýju: ,,1 grein Ólafs Ragnars Grimssonar, sem birtist á slðu S.U.F. i dag, cr svo mikið af rangfærslum og niissögnum, að það myndi taka mikið rúm I blaðinu, ef hnekkja ætti þvi öliu. Ritstjórar blaðsins telja rúini þess betur variö til annars en elta ólar við slika hugaróra. Grein þessari verður þvi ekki svarað frekar en fyrri grein saina höfundará SUF-siðunni um ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra, Kristin Finnbogason og laugardagsbyltinguna, enda af sama toga spunnin. Þess skal aðcins getið, að það var gerð samþykkt af hlaðsljórninni með öllum at- kvæðum gegn einu að birta ekki ávarp og fréttalilkynn- ingu Möðruvallahreyfingar- innar.” Fy rirspurn Heimis Hannessonar lleimir llannesson har fram fyrirspurn til Bjiirns Jóns- sonar, samgönguráðhcrra, sl. þriðjudag um þaðfé.sem lagt hefur verið fram af islenzkri liálfu til að standa straum af hluta af kostnaði við norrænar kynningarskrifstofur i Banda- rikjunum og I Þýzkalandi á undanförnum þremur árum, og liversu miklu fé er áætlað að ráöslafa til þessara crlendu kynningarskrifstofa á næsta ári. I þvi samhandi spurðist lleimir einnig fyrir um það fjármagn, sem Ferðaskrif- stofu rikisins va’ii ætlað til landkynningarstarfscmi á næsta ári. I svari ráðherrans kom fram að þessi fjárframlög islenzka rikisins til þcssarar starfsemi á vegum útlendinga hefðu verið sem hér segir: 1970: kr. 603.580,70. 197 1: kr. 1.743.962.40, 1972: kr. 3,763,453,20, 1973: kr. 5.0 millj. kr., þar af til Bandarikjanna 4,4 millj. kr. 1971 er áællaö, að til þess- arar starfsemi fari 5,3 millj. kr., eða um 64% af landkynn- ingarfénu i hcild, þar af 4,7 niillj. kr. tii Bandarikjanna. Fé til þessara sameiginlegu landkynningarskrifstofu I Bandarikjunum fer fyrst og fremst til norrænnar kynn- ingarskrifstofu I New York, þar sem lslendingar hafa starfsmann , en nokkurt framlag einnig til kynningar- skrifstofu i Los Angeles. A meginlandi Evrópu tökum við þátt I kynningarskrif- stofum i fjórum borgum, i llamhorg, Múnchen og Róm ásamt Diinuni og i Zúrich ásamt Dönum og Svium. 1 sérstakri athugun er nú, hvort eða að hve miklu leyti þessari þátltöku okkar verður haldið áfram. Ileimir Hannesson benti á, að tslendingar hefðu engin yfir- ráð um það á þessum skrif- stofum, hvcrnig þessari kynn- ingarstarfssemi væri háttaö, eða aö hve iniklu leyti hún gæti oröið islendingum tii góðs. Hér væri þvi vægast sagt um óeölilega ráðstöfun á opinberu fé að ræða til starfs- semi, sem við hefðum hæpinn ávinning af á sama tima og Ferðaskrifstofa rikisins er svelt, en henni eru ætlaðar 8 milljónir á næsta ári. Þcssar erlendu skrifstofur hafa fengið yfir 12 milljónir á sl. þremur árum, og á næsta ári á enn að auka við þær og verður þá Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.