Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 30. nóvember 1973. Illllllíllll PEGI I ■ fx haú. Tvíburavandamál Austur- og vestur-þýzk stjórn- völd reyna nú aö finna lausn á miklu vndamáli. Upphaf erfið- leikanna var það, að tvibura- systur, sin hvorum megin viö landamærin, ákváðu að skipta um hlutverk i sumarleyfinu. Þetta gekk allt samkvæmt' áætlun, og þær systur, sem báð- ar eru giftar, voru svo ánægðar með skiptin, að þær ákváðu að skipta um hlutverk til frambúð- ar. Þær voru nefnilega báðar orðnar bálskotnar i eiginmönn- um sinum, þ.e.a.s. hvor i ann- arrar eiginmanni. Næst gerðist það, aö sú systir- in, sem upphaflega hafði búið i Vestur-Þýzkalandi, fékk bréf frá ættingjum vestra. Þar sagði, að ástandið á fyrrverandi heimili hennar væri ekki sem bezt, systir hennar hugsaði lil dæmis litið sem ekkert um börnin. Nú voru góð ráð dýr. Hún var þegar búin að afsala sér vestur- þýzka vegabréfinu og bókstaf- lega skipta um nafn og persónu. Hún var ekki lengur hún sjálf! Samkvæmt upplýsingum vest- ur-þýzka utanrikisráðuneytisins hefur vesalings konan, sem nú sér sárlega eftir öllu, sent vestur-þýzkum yfirvöldum hjálparbeiðni, en þau segjast ekkert geta gert vegna banns austur-þýzku stjórnarinnar við þvi að flytjast ylir um. Austur-þýzk yfirvöld segjast einungis geta gef ið henni flutningsleyfi með þvi skilyrði, að hin systirin komi aítur sjálf- viljug til sinna fyrri heimkynna og allt verði eins og áður. En þar stendur hnifurinn i kúnni. Hún er svo ánægð i Vestur- þýzkalandi, að hún harðneitar að flytja. ()g við það situr enn. Hún hefur lítið breytzt með aldrinum Lauren Bacall hefur alltaf þótt aðlaðandi kona, enda þótt tæp- ast sé hægt að segja að hún sé falleg. Hún er háfætt og beinhoruö, en samt er eitthvað, sem fólk tekur eftir i fari henn- ar, og það hefur það alltaf gert. Lauren hefur komið fram sem sýningarstúlka og auglýsinga- manneskja fyrir tizkukónga i Paris og viðar, og sumir segja að hún gæti allt eins veriö kjörin Ungfrú 1973, eins og hún varð Ungfrú 1945. Laurent var gift Humphrey Bogart i tólf ár, og þau voru sögð einstaklega hamingjusöm, en svo lézt þessi frægi leikari úr krabbameini. Siðar giftist hún Jacon Robards, og með honum á hún einn son. Þið sjáið þau saman með litla soninn, Sam, hér á einni mynd- inni. Svo er hér lika mynd af Lauren með börnin sin þrjú. Susan er dóttir hennar og Humphrey,og sama er að segja um unga piltinn, hann er sonur hennar og Humphrey og heitir Steve. Litli strákurinn er Sam, sem nú er 11 ára gamall. Susan likist móður sinni að mörgu leyti, hún er leggjalöng eins og móðirin og glæsileg útlits og hefur lika komið fram sem sýningarstúlka og vakið mikla athygli sem slik. Að lokum er svo mynd af Humphrey og Lauren með soninn Steve. Sú mynd er tekin nokkru áður en leikarinn dó. ◄ Ríka frúin hans Richards Burton Richard Burton hefur sézt i fylgd með konum, eins og eðli- legt má teljast, eftir að hann skildi við konu sina Elisabeth Taylor. Auðvitað velur hann konurnar ekki úr hópi neinna fátæklinga, og hér sjáum við hann með einni slikri, Monique van Doren. Þau hafa mikið sézt saman að undanförnu, þegar Richard er ekki að vinna. t vinnunni skemmtir hann sér hvað mest við að tala við Sophiu Ijoren. Þau hafa verið að leika saman i kvikmynd, en vonandi endurtekur ekki sama sagan sig og þegar Richard og Liz hittust fyrst við leik i kvikmyndinni Cleopatra. Ég held mamma þurfi á frii aö halda. Hún hrekkur við, við allra minnsta hávaða. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.