Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 30.. nóvember 1973. Örlagaríkar lokasekúndur — jafntefli virtist í höfn, en fyrir óaðgætni og klaufaskap slapp Lennart Eriksson laus og skoraði sigurmark Svía, 13:12 íSLENZKA landsliðið í handknattleik fór illa að ráði sínu í gærkvöldi. Það hefði sem hægast átt að geta sigrað slappt sænskt landslið/ en mátti bíta í það súra epli að tapa leiknum með eins marks mun, 12:13. Það grátlegasta var, að Sviar skoruðu sigur- markið á síðustu sek- úndum leiksins fyrir óað- gætni ------ eða hreinan klaufaskap islenzku varnarinnar. Lennart Eriksson, leikreyndasti og bezti maöur sænska liðsins brunaði upp vinstra kantinn, og eitt augnablik sýndist flestum, að honum hefði fatast, misst knöttinn út af. islenzku leikmennir- nir hættu, en Eriksson hélt áfram óhindraður upp og skoraði framhjá ólafi Benediktssyni, markverði, sem ekki tókst að verja á þessu þýðingarmikla augnabliki, en fyrr í leikn- um hafði ólafur varið stórkostlega og verið bezti maður islenzka liðsins. Og þegar það er haft í huga, hve ólafur varði vel og hve slappt sænska liðið var eftir erfiða keppnisför til Bandaríkjanna, er næstum óafsakanlegt, að þessi leikur skyldi tapast. En þrátt l'yrir allt var þcssi leikur islenzka landsliðsins þd snöggtum skdrri en lyrri leik- urinn gegn Svium. Hvort tveggja var, að sóknarleikurinn var beittari og vörnin harðari, auk þess sem mikið munaði um markvörzlu Olafs. En hvað var það þá, sem olli þvi, að leikurinn tapaðist? Hvi er auðsvarað, fyrst og fremst fyrir óþarfa kæruleysi. I leik eins og þessum hefur islenzka landsliðið ekki efni á á að missa knöttinn hvað eftir annað lyrir vafasamar linusendingar, ótimabær skot eða misheppnaöar sendingar manna á milli. Eða þá að sofna á verð- inum i vörninni annað veifið, eins og gerðist á lokaminútunni ör- lagariku. Sviar höfðu eins marks forustu, er rúmar fjórar minútur voru til leiksloka, 12:11. Og þrátt fyrir góð tækifæri til að jafna, m.a. var Björgvin i dauðaíæri á linu, tókst islenzka liðinu ekki að jafna Iii»l»iiMVÍðMki|>ii leid líl láiisviöski|tlii BIMÐARBANKI ÍSLANDS VII.BEKG SIGTHYGGSSON.. lók sinn fyrsta landsleik I gærkvöldi, hann kom inn I íslenzka liöiö fyrir ólaf H. Jónsson, sem er meiddur. llór á myndinni sést hann f skotfæri, cn honum tókst ekki aö skora. lyrr en 40 sekúndur voru til leiks- loka. l>að gerði Viðar Simonarson með skoti af linu. Skömmu áður hafði risanum i sænska liðinu, Birni Anderson, verið visað af leikvelli, þannig, að islenzku leik- mennirnir voru einum fleiri. Og það átti að nægja til að koma i veg iyrir sænskan sigur. l>ess vegna var alger klaufaskapur að hleypa Lennart Eriksson lausum á siðustu sekúndunum. Hvað voru varnarmennirnir eiginlega að hugsa? í>að eru mistök af þessu tagi, sem skilja milli sigurs og ósigurs, og sem valda þvi, að hætist við ósigrana i landsleikja- skránni. Mikill áhugi var á leiknurh I gærkvöldi, og Laugardalshöllin nær troðfull. Til að byrja með lék allt I lyndi þvi að islenzka liðið skoraði fjögur l'yrstu mörk leiks- ins. Langt siðan að slikt hefur gerzt i landsleik. A þessu timabili var vörnin mjög sterk með Olaf Benediktsson fyrir aftan sig. En staðan átti el'tir að breytast til hins verra. Sviarnir, sem virtust mjög ráðvilltir i byrjun, fóru að átta sig á hlutunum og höfðu jafn- að stöðuna, 5:5, er 25 minútur voru liðnar af hálfleiknum. t hálf- leik var staðan 7:6 tslandi i vil. Siðari hálfleikurinn var mjög jafn og skildi aldrei meira en eitt rnark á milli. Markvarzla Ólafs var hreint- snilldarleg og hefði átt að nægja islenzka liðinu til sigurs, ef leikmenn hefðu vandað sig. Hápunktur markvörzlu Ólafs var. þegar hann um miðjan siðari hálfleikinn varði vitakast frá Birni Anderson. Lokakafla leiksins hefður áður verið lýst. Jafnteflið virtist öruggt, þegar islenzku leik- mennirnir, einum fleiri, létu Lennart Eriksson skora. Þá voru aðeins örfáar sekúndur eftir, nógu margir til þess að hefja leik aftur á miðju. En V-þýzku dóm- ararnir sáu endanlega fyrir sænskum sigri, er þeir dæmdu ruðning á Gísla Blöndal, en ekki var nokkur fótur fyrir slikum dómi. Þrátt fyrir að svona færi, var leikur islenzka liðsins snöggtum skárri en i fyrri leiknum gegn Svium. Gisli Blöndal hafði já- kvæð áhrif á liðið, var beittur i sókninni og harður i vörn. Hann skoraði 3, mörk. Viðar átti einnig góþan leik og skoraði 4 mörk. Axel Axelsson var eins og fyrri daginn helzta skytta liðsins og skoraði 5 mörk, þar af 2 úr vita- köstum. Hins vegar vekur at- hygli, að linumenn liðsins skora ekkert mark. Einhvern tima hefði það þótt saga til næsta bæjar, að Björgvin skoraði ekki mark i leik. En á það ber að lita , að Sviarnir höfðu sérstakar gætur á (Tlmamyndir Róbert) honum, svo og Axel, sem þeir eru farnir að þekkja. Þrátt fyrir, að Lennart Eiriks- son væri talsverður liðsstyrkur fyrir sænska liðið — hann lék ekki fyrri leikinn — þá virtist liðið vera þreytulegt eftir Bandarikja- förina. Eriksson var bezti maður liðsins og skoraði 5 mörk auk þess sem hann átti hættulegar linu- sendingar. Auk hans átti sænski markvörðurinn Lars Karlsson góðan leik. V-Þýzku dómararnir dæmdu leikinn yfirleitt vel. —alf Ungmennafélagið Leiknir, Fáskrúðsfirði óskar að ráða þjálfara fyrir sumarið ’74 — Allar upplýsingar i sima 91 á Fáskrúðsfirði alla virka daga frá kl. 9-6. Liðið var i úrslitum 3. deildar sumarið 1973 Hver vill koma góðu liði i 2. deild? Leiknir HART BARIST... Dan Eriksson, stöðvar Glsla Blöndal, án þess að sleppa Björgvini Björgvinssyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.