Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 12
leiðinni, sem ungi meistarinn frá Nazareth visaði, og hann hefði áreiðanlega rekið upp stór augu, ef hann hefði séð, til hvers nafn hans var notað. Jesús var maður upprunninn i fátækrahverfi og hann dordæmdi jarðnesk gæði og hélt sig i návist annarra fátækra. Hann rak vixlarana og kaup- mennina úr musterinu og sagði: Það er auðveldara fyrir úlfaldann að komast gegnum nálaraugað en rikan mann inn i guðs riki. Það voru aflátsbréf páfa, sem gerðu mönnum kleift að kaupa sér syndafyrirgefningu, sem komu af stað uppreisn Martins Lúthers gegn kirkjunni. Greinilegur stuðningur við hina kúguðu Áhrif páfa á konunga og keis- ara heyra nú sögunni til, en samt er ekki hægt að tala um að póli- tisk völd páfans og Vatikansins séu ógreinileg. Það kemur i ijós (neikvætt, finnst mörgum) i áhrifum Vatikansins á þróunina á italiu. Þetta kemur i ljós i vax- andi mæli (og i þessu tilfelli jákvætt) i þjóðfélags og pólitiskri framfarastefnu varðandi þróun- ina i kaþólskum löndum, eins og Spáni, Portúgal (og nýlendum Portúgals) og sérstaklega i þróunarlöndunum. Það eru kaþólskir (ekki mótmælendur) prestar og biskupar, sem ganga harðast fram i að verja mann- réttindi og þá kúguðu i mörgum þróunarlöndum, einkum i Rómönsku-Ameriku. Það sitja tugir kaþólskra presta I fangelsi vegna meintrar „undirróðursstarfsemi”. Þessir framfarasinnuðu prestar og biskupar njóta siðferðilegs og pólitisks stuðnings Vatikansins. Maður eins og brasiliski erki- biskupinn Helder Camera hefur orðið fyrir banatilræðum og prest ur, sem var einkaritari hans, var pyndaður til dauða, og tveir nán- ustu samstarfsmenn hans sitja i fangelsi hjá leynilögreglunni. Þegar greinarhöfundur heimsótti hann i Rio de Janeiro, stóðu tveir leyniiögreglumenn fyrir utan heimili hans og mynduöu þá, sem komu i heimsókn með myndavél- um, innpökkuðum i jólapappir. Tveir seinustu páfarnir, Jóhannes XXIII og Páll VI, hafa með umburðarbréfum sinum — nokkurs konar pólitiskum yfirlýs- ingum — gert greinilega tilraun til að skapa þolanlegri kjör fyrir þær milljónir kúgaðra i heimin- um. Rómversk-kaþólska kirkjan er stærsta trúsamfélag heimsins, og orð páfans hafa þýðingu ,,siö- ferðilegt vald” i þeim löndum, sem kalla sig kaþólsk. (Sem sérstaklega afturhalds- samt umburðarbréf má nefna, Humanæ Vitæ Páls páfa, sem bannaði notkun getnaðarvarna og leysti úr læðingi mikla mótmæla- öldu). Þegar páfinn gefur yfirlýs- ingar um alþjóðamál, birtast for- siðufréttir um það i dagblöðum margra stórþjóða. Páfinn er „embættismaður” og vald hans jafnast á við völd eins af tiu þekktustu stjo’rnmálaleiðtoga heimsins. Smáríki meö mikil sumsvif Vatikanið er eitt af minnstu smárikjum veraldar. En það er ekki óverulegt riki á borð við San Marino, Monako eða Andorra. Það eru fleiri sendiherrar frá erlendum rikjum i Vatikaninu en t.d. i Kaupmannahöfn. Vati- kanska rikið i miðri Rómaborg hefur sinn eigin her ( svissneska lifvörðinn) og lögreglu, það hefur brunaliö, heilbrigðisþjónustu, póstþjónustu, ásamt utanrikis- ráöuneyti, menntamálaráðuneyti o.s.frv. Það hefur eigin útvarps- stöð, sem sendir út á meira en tuttugu tungumálum og eigin dagblöð, sem koma út á sex tungumálum, og hafa meðal áskrifanda sinna Hvita húsið og Kreml. Skriffinnskuveldi Vatikansins hefur stjórn að meira eða minna leyti yfir 3000 biskupum, 450.000 prestum og munkumog einni milljón nunna innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Corrado Pallenberg hefur gert eftirfar- andi „skýrslu”: Það eru 5 milljónir, sem vinna fyrir kaþólsku kirkjuna (prestar, munkar, nunnur, og aðrir starfs- menn, svo sem kennarar, læknar, og hjúkrunarkonur) meira en 20 milljónir drengja og stúlkna fá kennslu i kaþólskum skólum, allt frá leikskólum, (barnaheimilum) til háskóla. 13 milljónir manna, bæði barna og fullorðinna fá hjálp frá kaþólskum velgerðastofnun- um. Hvaðan koma allir peningarnir, sem eru nauðsynlegir fyrir þessa griðarstóru stofnun? Peningarnir frá Mussolini koma enn til góöa Undirstaðan undir auðæfum Vatikansins eru þær hundruð milljóna króna, sem Mussolini gaf Vatikaninu, þegar hann gerði samkomulag við það árið 1929. Þessa peninga festi Vatikanið i viðskiptum og fyrirtækjum. Vatikanið keypti einnig jarð- eignir. Margir ibúar fátækra- hverfanna i Róm búa i ibúðum, sem Vatikanið á. Mussolini veitti Vatikaninu skattfrelsi, og það var misnotað af rikum „vinum” Vatikansins, þangað til fyrir nokkrum árum siðan. Vatikanið hefur sitt eigið „fjármálaráðuneyti”, sem hefur yfir sér leyndardómsblæ, sem ýt- ir undir sögusagnir um hin gifur- legu auðæfi Vatikansins. Er Vati- kaniðnæstum eins auðugt og sjálf Bandarikin? Af og frá. En Vati- kanið á mikið af hlutbréfum i stærstu fyrirtækjum Evrópu og það á hagsmuna að gæta i mörg- um auðhringjum. Fjármálaráðherrar Vatikans- ins eru eins vel að sér á sinu sviði eins og leiknustu fjármálamenn i Paris, London eða New York. En hvað segir meistarinn frá Naza- reth um allt þetta? Páll páfi er i varnarstöðu: „Kirkjan kemur fram eins og hún er, eins og hún skóar og vera kirkja allra og einkum kirkja hinna fátæku”. Græöa peninga á P-pillunni Fyrir skömmu sendi páfinn yfirlýsingu til hinna 3000 biskupa kaþólsku kirkjunnar um, að þeir skuli lifa i samræmi við boðorðið um „kirkju hinna fátæku”. Burt með allan ytri munaö, dýrar ibúðir, glæsilega bila og dýrar máltiðir. En áður en páfinn getur búizt við að fá þessa ósk uppfyllta, verður hann að breyta venjunum, sem viðgangast kringum hann sjálfan. Til dæmis sú siðvenja,að hann sé borinn i hásæti við opin- berar athafnir. Verðir Vatikansins heilsa aö hermannasið einum af lúxusbílum þess (Vatfkansins), merktum SCV-Stato della Citta del Vaticano. Páfarikið —Vatikanið— d margar ibúðir í fátækrahvcrfum Rómaborgar og það á hlutahréf i mörgum auðhringjum. „Fjármálaráðhcrrar” Vati- kansins cru alveg jafnslyngir og hinir frcmstu fjármálamenn i London og i New York. Hversu miklar jarðeignir og fjármuni á Vatikanið? Þessi spurning hefur leitað á marga, bæði kaþólska og þá.sem ekki eru kaþólskir, kannski sérstaklega þá, sem finnst Vatikanið og auðæfi þess brjóta i bága við kenningar kristninnar. Þegar ibúar Rómaborgar sjá einn af lúxusbilum Vatikansins með bilstjóra við stýrið og klerk i aftursætinu, segja þeir: „Si Cristo vedesse”, en upphafsstafir þessarar setningar eru þeir sömu og einkennisstafir Vatikansins á bilum þess, SCV (Stato della Citta del Vaticano). Setningin þýðir: Ef Kristur sæi þetta. Spurningunni um, hversu auð- legð Vatikansins er mikil, er ósvarað. Að minnsta kosti er enginn, sem treystir sér til að segja til um hversu mikið Vatikanið á i krónum og aurum. En ein ágæt tilraun hefur verið gert til að svara spurningunni. Það gerði italski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Corrado Pallenberg i litilli bók „Peningar Vatikansins”. A 148 siðum kemur Pallenberg viða við, hann segir ekki aðeins frá, hvar Vatikanið geymir fjár- muni sina, heldur gefur einnig góða mynd af allri hinni furðu- legu sögu Valtikansins. Norkkrir af páfum fyrri tima höfðu slik veraldleg völd, að t.d. hinn ein- valdi páfi Innocensius III (1198- 1216) gat ráðið.hverjir urðu keis- arar og konungar i Evrópu.og gat þvingað konungana i Þýzkalandi, h’rakklandi, Spáni, Póllandi og Englandi til að hlýða fyrirmælum sinum. Páfinn Leo X < 1513-21) hafði 683 hriðmenn og þjóna við hirð sina, sem ekki stóð að baki nokkurri evrópskri keisarahirð. Leikhús hans sýndi verk eins og gaman- leikinn „Mandaragola” eftir Machiavelli. A veiðiferðum sin- um, sem stóðu yfir i viku, hafði hann 200 manns i fylgdarliöi sinu, þar á meðal kardinála, gaman- leikara og tónlistarmenn. Við hirð hansstarfaði kardináli sem páfa- legur ölmusu-úthlutari, og einnig voru þar hirðfifl og filatemjarar. Allt var þetta ótrúlega langt frá Frá Tiber liggur glæsileg gata aö Péturstorginu, sem er myndað frá hvolfþaki kirkjunnar. Byggingar Vatíkansins eru báðuni megin við torgiö. Einar Bragi: ÞÁ VAR ÖLDIN ÖNNUR isafoldarprentsmiðja I þessari bók Einars Braga eru fjórir þættir, er svo heita: Siðasta aftaka á Austfjörðum og tildrög hennar. Sumardagar i Suðursveit. Galdra-Fúsi. Samantekt um séra Vigfús Benediktsson. Sumardagar á Hornbjargs- vita. Þetta eru mjög misjöfn og Verð kr. 1073,00 sundurleit söguefni, og sjálfsagt eitthvað misjafn fengur að frá- sögnum þessum. Fyrsti þáttur- inn er fullur af óhugnaði. Sú saga hefur komið á prent áður, en Einar Bragi hefur kannað frumheimildir, svo að hér er sagan sjálfsagt eins nákvæm- lega rétt og hægt er að rekja hana, úr þvi sem komið er. -etta er saga um unga menn, sem ætluðu sér að bjargast i neyð móðuharðindanna með gripdeildum, og jafnvel þvi að leggjast út. Sjálfsagt er það rétt hjá Einari Braga, að kannski hefðu þeir, sem þar er sagt frá, allir oröið nýtir menn við hlið- hollar ástæður. Þó bendir margt til þess, aö Eirikur hafi verið næsta ófyrirleitinn, og þvi hefur verið trúað snemma, að hann væri hörkutól og illmenni. En þó að þessi þáttur sé allt annað en hugljúfur lestur, er þetta þó þáttur úr islenzkri mannlifs- sögu. Um Galdra-Fúsa eru til ýms- ar þjóðsögur, og Einar Bragi rekur þær ýmsar i léttum og liprum stil, jafnframt þvi sem hann rekur sögu Vigfúsar svo sem unnt er eftir samtima bréf- um. Það, sem mér er hugstæö- ast eftir þann lestur, er sú ráð- stöfun yfirvaldanna að láta prestinn á Stað i Aðalvik flytja sig að Einholti i Suðursveit 1776. Naumast mun hægt að finna meiri vegalengd milli tveggja prestakalla á landinu, enda mun prestur hafa verið nokkuð á þriðja mánuð á ferðinni og sumarið að mestu hafa farið i þennan búferlaflutning. Sumardagar á Hornbjargs- vita er létt og skemmtileg frá- sögn af þriggja vikna dvöl höfundar þar sumarið 1968, ferðinni þangað og ýmsu, sem kemur i hugann i sambandi við þá ráðabreytni og atvik ferðar- innar. Sumardagar i Suðursveit er sá þáttur bókarinnar, sem mér þykir vænzt um. Höfundur kom þar til dvalar fermingarvorið sitt 1935. Frá þeim tima er sag- an, en ýmislegt rifjast þö upp frá fyrri dögum þeirra, sem við söguna koma. Þetta er sönn og glögg þjóðlifslýsing, rituð af næmri samúð og nærfærni. Það er náttúrlega rugl hjá höfundi, að árið 1935 hafi verið bannár, en það er lika eina sögulega skekkjan, sem ég varð var við í bókinni. Þessi bók er þjóðleg i bezta lagi. Þættir þeir, sem eru frá samtið höfundar, eru þrungnir af þjóðlegri dulhyggju. Þar koma við sögu draumar og fyrirburðir — jafnvel huldu- maður vitjar höfundar i draumi og sýnir honum bústað sinn, svo að hann þekkir steininn, þegar hann sér hann daginn eftir. Frásögnin af ferð höfundar i bjargið með Jóhanni vitaverði minnir nokkuð á Þórberg, og er ekki leiðum að likjast, en mjótt er mundangshófið og vandfarið með, svo að sögumaður verði bæði skoplegur og eðlilegur. Einar Bragi kemst vel frá þvi, þó að stórmeistarinn hefði e.t.v. getað gert enn betur. Ég hygg, að menn hafi yfir- leitt gaman af að lesa þessa bók, með þeim fyrirvara þó, sem á k viö efni fyrsta þáttarins. Jafn- framt ætla ég, að þessi lestur geri menn fróðari ogglæði skiln- ing lesandans á þjóð sinni og sögu. H.Kr. TÍMINN 13 Hvort Vatikanið á einn mill- jarð, tiu milljarða eða hundrað milljarða. er ekki sérstaklega mikilvægt. Rómversk-kaþólska kirkjan hefur svo mikiar fjár- hagslegar skyldur, að hún er neydd að hafa geysistóran banka- reikning til að mæta þeim. Fjármunir kaþólsku kirknanna koma ekki frá rikinu, eins og t.d. hjá þjóðkirkjunum á Norðurlönd- um, með örfáum undantekning- um (Spánn, Portúgal, Argen- tina). Það, sem gefur tilefni til gagn- rýni,er, að margar af fjárfesting- um Vatikansins eru i fyrirtækj- um, sem eru i augljósri andstöðu við boskap páfanna. Skemmtilegt er að athuga, að það hefur lagt fjármuni i italska verksmiðju, sem m.a. framleiðir P-pillur. — En, bætir Corrado Pallen- berg við háðslega — það er eins og rómverski keisarinn Vespasi- an sagði einu sinni: „Það kemur ekki lykt af peningum”. (þýtt og endursagt. — gbk). Hancodi Roma (á iniftri myndinni) er ein af þeirn itölsku peningastofnunum, sem Vatfkanift stjórnar. Otal spurningar leita á tróðleiksfúsan nútímamanninn, sem lifir i heimi malbiksog steinsteypu: Hver er munur borga og sveita? Hvaö veldur f lótta fólks úr strjálbýlinu? Hvernig er stéttaskipting og fjölskyldu lif borgarbúa? Hvernig hafa borgir oröið til og þró- azt? Hver eru vistfræðileg, félagsleg og skipulagsleg vandamál borgarbúa? Hver er staða þeirra í nútímanum? Jónas Kristjánsson, ritstjóri Vísis, er kunnur af óvenjulegum forustugreinum i blaði sínu. Hann er sagnfræðingur að mennt og stundaði að auki félags- fræði um tveggja ára skeið. Bók hanser nauðsynleg öllum þeim, sem áhuga hafa á félagsmálum og stjórn- málum. Þetta er bókin um islenzkt þéttbýli. HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Enn ein jdciluk frá Elilmí I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.