Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 23
Föstudagur 30. nóvember 1973. TÍMINN 23 Alþingi framlag á fjárlögum 1974 til þess að byggja nýjan snyrtiskála við Gullfoss. 5. Hafa ráðstafanir verið gerð- ar til að kynna alþjóðlegum fjár- málastofnunum urnræddar áætlanir og hugsanlega þörf á lánveitingum vegna fram- kvæmda á ferðamálum? Ráðherra kvað svo ekki hafa verið gert. Eysteinn Jónsson sagði, að nauðsynlegt væri, að skýrt væri fram tekið, að það sem sumir kölluðu áætlun um ferðamál á Is- landi og gerð hefði verið af ame- risku fyrirtæki, væri ekki heildar- áætlun um ferðamál á Islandi, þar sem þar væri aðeins fjallað um einstaka þætti, og fyrst og fremst miðað við erlenda ferða- menn og ráðstafanir til þess að fá þá til landsins. — Frá minu sjónarmiði séð, sagði Eysteinn, getur ekki komið til að ákveða verkefnaröðun i ferðamálum, fyrr en allir þættir hafa verið skoðaðir, þeim raðað upp og þeir bornir saman, þar á meðal aðstaða og möguleikar viðsvegar um landið til þess að koma upp ferðaþjónustu fyrir innlent ferðafólk og erlent — en min skoðun er sú, að gætilega og hóflega verði að fara i að fjölga erlendum ferðamönnum, en vinna sem bezt að þvi, að Islendingar geti ferðazt sem mest um land sitt og dreift sér um það. Ég vil þvi fara þess á leit við samgönguráðherra, að hann beiti sér fyrir heildarskoðun þessara mála á þann veg, að sem flest sjónarmið komi til, þ.á.m. byggðarsjónarmið og umhverfis- sjónarmið og hin mikla nauðsyn þess að dreifa ferðalögum um landið. Sem sé, að hæstvirtur ráð- herra beiti sér fyrir þvi, að ferða- málaáætlun verði gerð, þar sem stefnan verður mótuð. Ég vænti þess, að engar meiri- háttar ákvarðanir verði teknar i þessum málum, sagði Eysteinn, án ákvarðana Alþingis — né er- lendar lántökur undirbúnar fyrr en stefnan hefur verið mótuð á Alþingi. Þá benti Eysteinn á, að sáralit- ið virtist ætlað i amerisku til- lögunum til framkvæmda úti um landið,en meiginhlutanum hingað á þéttbýlissvæðið. Heimir Hannesson sagði, að mörg atriði i skýrslunni þyrfti að kanna betur, og benti m.a. á, að á fiskeldisrannsóknir skorti mjög. Þá gagnrýndi Heimir, aö af rúm- lega tveggja milljaröa króna fjárfestingarhugmyndum væri gert ráð fyrir, að meginhlutan- um, eða yfir 90%, yrði varið við þéttbýlissvæðið við Faxaflóa. Eölilegt væri að visu, að miðstöð ráðstefnuuppbyggingarinnar yrði i Reykjavik, en umrædd skiðaiðk- ana- og heilsuræktarmiðstöð, sem kosta á stórfé og nýtast af erlend- um ferðamönnum, og ekki siður landsmönnum sjálfum, ætti hik- laust aö koma upp annars staðar á landinu. Þar væri byggða- sjónarmiöið þungt á metúnum, en hagkvæmnisjónarmiö mæltu einnig með þvi. Þá sagði Heimir, að orsökin fyrir slæmu hrein- lætisástandi á ferðamannastöð- um væri sú, að litlar og viða eng- ar ráðstafanir hefðu veriö gerðar til að bæta þar úr. 0 íþróttir son. A, sem aldrei hefur verið sterkari en einmitt núna, og er von til þess aö hann setji Norðurlandamet i þungavigt. Þá mun Gústaf Agnarsson A. reyna að veita honum keppni, en hann á möguleika á þvi að ná 700 kg. samanlagt og verður þá þriðji tslendingurinn, sem þeim árangri nær, hinir eru þeir Óskar og Björn R.' Lárusson. 1 millivigt verður hat- römm barátta milli þeirra Einars Þorgrimssonar K.R. og Skúla Óskarssonar U.I.A., sem keppnir sem gestur, og hætta er á að nokkur met falli i þeim darraðardansi. Einnig mun Friðrik Jósepsson i Í.B.V. keppa sem gestur og verður gaman að sjá hvernig viðskiptum hans og lyftingamannsins góð- kunna úr K.R., Ólafs Sigur- geirssonar, reiðir af. En sjón er sögu rikari. Kökubasar Verzlunarskólans: Bæði kynin baka 0 Lektorsembættin var Páll Skúlason skipaður i. lektorsstöðuna 2. nóvember s.l. Um ástæður fyrir skipun Þorsteins Gylfasonar i fyrri lektorsstöðuna, er fljótsagt, að sú ákvörðun var reist á tveimur forsendum: 1. Af fimm umsækjendum um stöðuna hlutu tveir atkvæði i heimspekideild, Páll Skúlason 7atkvæðiog Þorsteinn Gylfason 5 atkvæði. Stóð þvi hið raun- verulega val á milli þeirra tveggja. 2. Þeir tveir menn, sem heim- spekideild hafði fengið til að meta umsóknir um stöðuna, Páll S. Ardal og.Jóhann Páll Arnason, skiluðu álitsgerðum sinn i hvoru lagi. Alitsgerð Jóhanns Páls fjallaði fyrst og fremst um rit umsækjenda, svo sem fyrirsögn hennar ber með sér: „Athugasemdir við nokkur rit umsækjenda um lektors- stöðu i heimspeki við Háskóla Islands”. I lok álitsgerðarinnar segir: „Niðurstaða min af athugun á ritverkum hinna fjögurra (áður er tekið fram, að ekkert verði sagt um fimmta umsækjandann, þar sem engin rit fylgi umsókn hans — innskot hér) er sú, að traustust tök á heimspekilegri hugsun komi fram hjá þeim, sem fyrst er talin (þ.e. Páli Skúlasyni — innskot hér): fleira ber auðvitað að taka til greina, þegar skipað er i kennarastöðu, en það er þessari umsögn óvið- komandi”. Páll S. Árdal gerir hins vegar grein fyrir átta atriðum, sem hann leggi til grundvallar mati á hæfni umsækjenda til að takast lektorsstöðuna á hendur, og fjallar siðan um þá hvern og einn með hliðsjón af þeim kröfum. 1 upphafi ályktunar- orða hans segir á þessa leið i þýðingu (álitsgerðin er rituð á ensku): „t huga minum er enginn efi um það, að ég tel Þorstein Gylfason langbezt fallinn umsækjendanna til að takast á hendur lektorsstöðuna við Háskóla íslands”. („There is no doubt in my mind that I consider Þorsteinn Gylfason by far the most suitable candidate for the post of lecturer at The University of Iceland”.) Telur Páll þessum dómi til stuðnings bæði framlag Þorsteins til að efla áhuga á heimspekilegum fræðum á íslandi, ritfærni hans og prýöilega háskólamenntun. Mér er engin launung á því, að rækileg álitsgerð Páls S. Ardals réö úrslitum um ákvörðun mína varðandi ráðstöfun fyrri lektorsstöðunnar. Aö lokum skal vikið að lektors- stöðu við námsbraut i almennum þjóðfélagsfræðum, þar sem Þorsteinn Gylfason kom einnig við sögu. Sú staöa var auglýst i júli s.l. sem „lektorsstaöa i stjórnmálafræði, einkum á sviöi stjórnmálaheimspeki eða al- þjóðastjórnmála”. Þrir menn sóttu um starfiö, þeirra á meðal Þorsteinn Gylfason. Hann var þó samtimis meðal umsækjenda um tvær lektorsstöður i heimspeki við heimspekideild, og var ekkert er benti til annars en áhugi hans beindist fyrst og fremst að öðru hvoru þeirra starfa. Með bréfi háskólarektors 21. september s.l. var ráðuneytinu tjáð, að stjórn námsbrautar i almennum þjóð- félagsfræðum hefði mælt með þvi, að Þorsteinn Gylfason yrði settur um eins árs skeið til að gegna lektorsstöðu þeirri, sem laus var við námsbrautina. í greinargerð námsbrautar- stjórnar kom fram, að tillagan um þennan skammtimahátt á ráðstöfun stöðunnar var ekki beinlinis reist á þeim forsendum, að ekki væri séð, hver verða mundu afdrif umsóknar Þor- steins um lektorsstööu i heim- speki. Bréf þetta er sent dag- blöðunum til birtingar, þar sem hið „opna bréf” stjórnar Félags stúdenta i heimspekideild var birt þar. Magnús T. ólafsson. O Á víðavangi þarna um að ræða 16-17 milljónir á fjórum árum. Um þetta sagöi Heimir m.a: „Nær hefði veriðyað þetta fé hefði runnið til Ferðaskrif- stofu rikisins eða hreinlega til islensku flugfélaganna, sem hafa háö haröa baráttu á þessum sömu mörkuöum. Ég skal við öll möguleg tækifæri lýsa yfir stuðningi minum við norræna samvinnu og nor- rænt samstarf, en I þessum málumverða menn að átta sig á þvi, aö viö okkar ágætu frændur á Norðurlöndum eigurn viö i samkeppni I flug- málum og þar meö ferða- málum, þannig að þar liggja okkar leiðir alls ekki saman. Ég vil þess vegna halda þvi hér fram, að þessi opinbera ráðstöfun á þetta miklum upp- hæðum og enn þá hærri upp- hæð fyrir áriö 1974 séu hrein mistök og mjög óeölileg eyösla á opinberu fé " —TK o 1. des. fylkingar S-Vietnama. Sá frá Chile Rafael Carero er stúdent og kemur hingað frá Osló, en hann er fulltrúi útlaga frá Chile (útlögum herforingjastjórnarinnar), en þeir eru um þessar mundir að hefja fyrirlestraferðir um allan heim. Þetta er i fyrsta skipti, sem Le van Ky kemur hingað til lands, og mun hann dvelja hér i eina viku. Le van Ky er forstöðumaður upp- lýsingaskrifstofu bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar ((BBS), sem er i Osló. Mun hann i heim- sókn sinni eiga fund með utan- rikisráðherra og fleiri þingmönn- um. Þá mun fyrirhugað, að hann heimsæki vinnustaði. Loks mun Vietnam-nefndin á Islandi halda stuðningsmannafund meö Le van Ky i næstu viku. Rafael Carero mun koma fram á opnum fundi, sem 1. des- nefnd stúdenta gengst fyrir i Norræna húsinu á mánudagskvöld 3. des. ki. hálf niu og fjalla þar um valdarán herforingjanna i Chile og svara fyrirspurnum fundar- gesta þar að lútandi. A fundinum mun ennfremur Dagur Þorleifs- son blaöamaður ræöa um Chile og baráttuna i rómönsku Ameriku. Þá verða fluttar hljómplötur með siöasta ávarpi Allendes heit- ins forseta Chile til þjóöar sinna.r i útvarpi en þær tók upp mexi- kanskur fréttamaður að morgni 11. september s.l. og tókst að smygla þeim út úr landinu. Loks verða almennar umræður um á- standið I Chile og baráttu útlaga þaðan. Rafael Carero mun ræða við ýmsa forystumenn félagssam- taka, meðan hann dvelur hér (hann fer héðan 4. des.), meðal annars A.S.I. Þá ætlar hann einn- ig að hitta að máli fulltrúa stjórn- málaflokka og fréttamenn. , —Step o Hvító Hrunamannaafrétt að virkiunar- stað skammt austan við Dæinn Haukholt. A vetrum yröi lítið vatn i farvegi Hvitár við Gullfoss og þar fyrir ofan og neðan, en á sumrin mætti hafa þar niutiu þúsund sekúndulitra rennsli, sem ekki er óalgengt vatnsmagn i ánni eins og hún nú er á þeim árstima. Hefði Gullfoss einskis I að sakna að sumarlagi, og sæjust hvergi i námunda við hann merki þess, að áin hefði verið beizluð. Hvitárvatn yrði vatnsforðabúr orkuversins, og myndi yfirborð þess hækka um fimmtán til tuttugu metra vegna stiflugerðar, svo að Hvitárnes færi að mestu leyti undir vatn. Sennilega yrði stórt uppistöðulón á Búrfells- mýrum, sem eru inni á afréttinum vestan viö upptök Leirár og inntakslón á Hegra- mýruín fyrir ofan bæinn Foss i Hrunamannahreppi. A fundinum voru bornar fram fyrirspurnir um áhrif slikra vatnsflutninga á jarðvatn og skil- yrði til búsetu, veðrun á fossbrún Gullfoss i vatnslitlum farvegi að vetrarlagi og stóriðnað i sam- bandi við þessa virkjun. Létu margir I ljós efasemdir um rétt- mæti svo stórbrotinna breytinga NEMENDUR 4. bekkjar Verzl- unarskólans efna til kökubasars að Hallveigarstööum kl. 2-6 i dag. Með þessu móti ætla nemendur að afla fjár til þess að geta hér eftir eins og hingaö til haldið hátiö- legan peysufatadaginn, sem svo er nefndur, en þá ganga Verzlunarskólanemendur um bæinn og gera sér glaðan dag. Til þessa hafa nemendur 4. bekkjar, notið ágóðans af skólaböllum, en nú hafa þeir verið sviptir þeirri tekjulind. Ennfremur er þeim fjár vant til útgáfu á árlegri minningabók úr skólalifinu, en á náttúrufari og ótta um örlög Gullfoss, og var vitnað til þess, að enn hefur aðeins 7-8% virkjan- legrar vatnsorku verið beizlað. Var samþykkt á fundinum að fela stjórn náttúruverndarsamtak- anna að vinna að könnun og upplýsingasöfnun um þessi virkjunarmál. Að stóriðju i sambandi við Hvitárvirkjun er ekki farið að huga, enda langur timi til stefnu og margt breytingum undirorpiö á þeim tima. Um önnur atriði, sem þarna bar á góma hefur Timinn leitaö álits þeirra Jakobs Björnssonar orkumálastjóra og Háuks Tómassonar jaröfræðings. — Eitt af þvi, sem hvetur okkur tii þess að kanna þennan virkjunarmöguleika, er sú stað- reynd, sagði Jakob Björnsson, aö Hvitá er vestan viö eldfjalla- svæöiö , en allar stórvirkjanir i Þjórsá og Tungná eru á þvl, nema sú virkjun i efri hluta Þjórsár, sem margrætt hefur orðið um vegna þess, að þá yrði Þjórsár- verum að einhverju leyti fórnaö. — Þaö er ekki fullráðið, sagði Haukur Tómasson, að uppistöðu- lón veröi gert á Búrfellsmýrum, en þær eru á svæði, þar sem nú er uppblástur. Innar á afréttinum er uppblásturinn um garð genginn og gróður að sækja á að nýju, en nær byggö er land að blása upp. Um jarðvatniðer það að segja, aö staöa þess mun að sjálfsögðu hækka á afréttinum og á flatlendi á svæðinu milli Hvitár og aöfærsluskurðarins. En það ætti aö stuöla að þvi að stöðva upp- blástur og leiöa til þess, að nýjar mýrar mynduöust með timanum. þetta kostar hvort um sig nokkur hundruð þús. kr., að þvi er nem- endur áætla. Þá mun verða efnt til happdrættis i fjáröflunarskyni. Aðalvinningar eru tvær utan- landsferöir, en auk þeirra eru 20 aukavinningar. Nemendur fjórða bekkjar vænta þess, að hvoru tveggja verði vel tekið, menn kaupi miða i happdrættinu og fjölmenni á kökubasarinn. Þess má geta, að bæði piltar og stúlkur i skólanum baka kökurnar sem til sölu verða, svo að fullnægt sé sjálfsögðum jafnréttiskröfum. Ég held til dæmis, að nýtt mýrlendi verði til viö Hvitárvatn i stað þess gróðurlendis, sem fer undir vatn i Hvitárnesi. A búsetu manna I Hrunamannahrepi ættu vatnsflutningarnir ekki að hafa áhrif. Um Gullfoss sagöi Haukur, að ráðgert væri að hafa Sandvatn og Hagavatn að vatnsgeymum vegna fossins, og þó aö vatn yrði lltið i ánni á vetrum, lágmark um fimm þúsund sekúndulitrar, teldi hann, að frost og önnur veðrun mvndi ekki valda meiri sköddun á fossbrún heldur árflaumurinn gerir ella með jakaburði á vetrum — jafnvel hið gagnstæða. Vantar bílinn 1 fyrrinótt var stolið bifreið af gerðinni Ford Consul árgerð 1965, þar sem hún stóð viö Laugarnes- veg. Bifreiðin er ljós blá að lit og með númeriö R-19988. Þeir, sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þessa bifreið, eru beðnir um að láta rannsókn- arlögregluna vita, sem allra fyrst. I I I Dagblaðið Timinn Aðalstræti 7 Reykjavik Má leggja ófrimerkt i póst. I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.