Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.11.1973, Blaðsíða 24
Auglýsingasími Tímans er fyrir góóan mai ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS "............. Grikkir vonsviknir — stefnuræðan boðaði ekkert NTB-Aþenu — Hinn almenni Grikki er nú oröinn tortryggnari gagnvart nýju valdhöfunum, en i fyrstunni. Astæðan er einkum sú, aö i stefnuyfirlýsingu nýja for- sætisráöherrans vantaði »11 loforö um aö koma á iýöræöislegu stjórnarfari I landinu. Mörgum Grikkjum fannst i_ gær, aö þeir væru komnir aftur i áriö 1967, þegar Papadopoulus tók völdin og hrifningaröldurnar yfir þvi að honum var steypt á sunnudaginn hefur lægt. t stefnuræðunni voru að visu óljós fyrirheit, en engin lof- orö og engin timatakmörk nefnd. Ráðherrann sagði, að gera yrði nýja stjórnarskrá, en nefndi ekkert um, hvort það myndi leiða af sér kosningar. Ekki nefndi hann heldur hvenær" hernaðarástandinu yrði aflétt. Grikkir höfðu vonað, að nýja stjórnin myndi slaka mikið á ströngum ráðstöfunum, en þar sem hernaðarástand er enn i gildi, þýðir það að hægt er að draga óbreytta borgara fyrir her- dómstól, ef þeir brjóta lögin. Ráð- herrann lagði áherzlu á, að nýja stjórnin myndi ekki þola neinum að trufla ró og frið i landinu og var það greinilega ætlað stúdentum til umhugsunar. Fleiri gallar á Watergate-böndunum NTB—Washington — John Sirica dómari hefur komizt aö raun um aö hljóöritun sú, sem áöur hefur veriö getiö i fréttum og 18 minútna kafla vantar á, er meira gölluö en þaö. Leikur nú vafi á aö nokkur fái nokkurn tima aö vita, hvort Nixon vissi um tilraunirnar til aö hreiða yfir hneyksliö eöa ekki. Lögfræðingur Hvita hússins sagði Sirica frá þvi, að fleiri gallar væru á hljóðrituninni af samtali Nixons við Haldeman, en hann bætti þvi við, að þessir gallar skiptu ekki miklu máli og að engin ástæða væri til að ætla, aö hlutar af samtalinu hefðu verið þurrkaðir út. Sérfræöingar bentu á, að Sirica hafi upphaflega beðið um niu Ný Watergateákæra: Sór Chapin rangan eið? NTB—Washington — Einn af fyrrverandi nánustu samstarfs- mönnum Nixons forseta, Dwight L. Chapin, var i gær ákæröur fyrir fjórfalt meinsæri i greinar- gerð sinni fyrir Watergate-nefnd- Dwight L. Chapin — fjórfalt meinsæri? inni. Þetta er fyrsta ákæran, sem kemur frá dómstóli þeim, sem komið var á fót i ágúst til að rann- saka hinar umfangsmiklu póli- tisku njósnir, sem áttu sér stað viö kosningabaráttuna i fyrra. Chapin hafði þann starfa með höndum hjá Nixon, aö hafa röð og reglu á viðtalaskrá forsetans. Hann hafði nána samvinnu við Haldemann, yfirmann starfsliðs Hvita hússins og Ehrlichman, ráögjafa i innanrikismálum. Chapin yfirgaf starf sitt i Hvita húsinu fyrr i ár og starfar nú hjá United Airlines i hárri stöðu. I ákærunni er Chapin sagður hafa svarið rangan eið i þau fjögur skipti, sem hann ræddi við Watergatenefndina i april i ár. Veröi hann sekur fundinn um meinsæri, á hann yfir höfði sér fimm ára fangelsi og tiu þúsund dollara sekt fyrir hvert skipti. Málið gegn Chapin er tengt starf- semi þeirri, sem annar sam- starfsmaður Nixons, Donald Segretti hefur verið dæmdur fyrir. Hann var sekur fundinn um aö hafa breitt út sögusagnir og dreift fölskum upplýsingum um frambjóöendur demókrata i for- setakosningunum i fyrra. Sakharov ætlar vestur um haf NTB—Moskvu — Sovéski kjarn- eölisf ræðingurinn Andrej Sakharov hefur sótt um út- flytjendaleyfi til Bandarikjanna fyrir sig og fjölskyldu sina. Hann hefur tekið tilboði um að flytja fyrirlestra við bandariska há- skóla, þrátt fyrir að sovézk yfir- völd muni liklega neita honum um að fá að koma aftur til Sovét- rikjanna. Sakharov hefur verið ófsóttur af sovézkum yfirvöldum siðan hannhóf að gagnrýna þjóðfélags- málin þar fyrir opnum tjöldum. Hann sagði á blaöa- mannafundi á heimili sinu igær, að hann vonaðist til að komast úr landi strax i desember. Tilboðið um að koma til Banda- rikjanna, nær til Sakharovs sjálfs, konu hans, Helenu, og tveggja barna hennar frá fyrra hjónabandi, sonar og dóttur, eiginmanns dótturinnar og barns þeirra. íranska olían seld hæst- bjóðanda NTB—Teheran — Iran hefur ákveðið að selja sinn hluta af oliu- framleiðslu landsins hæst- bjóðanda, að þvi að áreiðanlegar heimildir sögðu i gær. Magnið er að minnsta kosti 100 milljónir lesta á ári á næstu 20 árum. Aðeins alþjóðaoliufélög,sem eiga hreinsunarstöðvar og hafa dreif- ingarkerfi geta boðið i oliuna. I gær var undirritaður 20 ára samningur Irans við vestræn oliufélög. Samkvæmt honum fá oliufélögin 29,3 milljarða tunna, sex milljarða notar Iran sjálft og 7,2 milljarðar verða boðnir upp. Á uppboði á oliu, sem haldið var 1 Nigeriu nú i mánuðinum, var hæsta boð 18,20 dollarar fyrir tunnuna af hráoliu og er það hæsta, sem fengizt hefur. Talið er að iranska olian verði allmiklu verðhærri, ef svo heldur fram, sem nú horfir i oliumálum. Þá var kátt i Grænlandi: Bjór rann úr vatnskrönum! NTB—Góðvon — Um 200 þúsund bjórdósir, sem sendar voru frá Danmörku til græn- lenzku bæjanna Nanortalik, Narssaq og Julianeháb, reyndust innihalda of mikið ger og urðu yfirvöld þvi ásátt um að koma þeim fyrir kattarnef. i Nanortalik var gerð mikil gryfja og 43 þúsund dósir grafnar i jörð, En það dugði litið, þvi bæjarbúar fóru á stjá um nóttina með allar sinar skóflur. í Narssaq gekk aðeins betur, þvi að þar var ákveðið að fleygja dósunum i sjóinn. Þá fengu allir ógnaráhuga á fiskveiðum næstu dagana, en dósafiskiriið var heldur tregt. En ibúar Julianeháb þurftu ekkertfyrir þvi að hafa, að ná I bjórinn. Þar var 150 þúsund dósum fleygt i gamla grjót- námu rétt við vatnsbólið og þangað rann bjórinn og nú var bara að skrúfa frákrönunum. Að visu hafði drykkurinn eftir- sótti þynnzt dálitið á leiðinni. hljóðritanir, en hafi aðeins fengið sjö. Lögfræðingurinn sagði i rétt- inum, að gallarnir, sem nú hefðu fundizt á bandinu, ættu rætur að rekja til hávaða frá flutninga- bilum fyrir utan Hvita húsið. 1 fyrradag sagði Rose Mary Woods, að verið gæti, að hún hefði af slysni þurrkað úr hluta af samtalinu, meðan hún var að vélrita af þvi. Hún kvaðst hafa þrýst óvart á upptökutakkann, en þó væri ómögulegt, að við það hefðu eyðilagzt heilar 18 minútur. Hún kvaðst ekki vita, hver hefði eyðilagt afganginn. l<3t7tUchadl Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást i Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. % m I É te r w'- Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild SambandshúsiÖ Rvík sími 17080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.