Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 10. janúar 1974
■
Furstinn og
tengdamamma
Nú viröist friöurinn úti i
Grimaldi-höllinni 1 Monakó.
Móöir Grace furstaynju er
komin i heimsókn, og allt útlit
er fyrir aö sú heimsókn veröi i
lengra lagi.
Rainer fursta rak i rogastanz,
þegar tengdamóðir hans birtist
skyndilega, komin alla leið frá
Ameriku, með kynstrin öll af
farangri.
Frúin hefur veriö ekkja árum
saman og búið ein i griöarstóru
'húsi f jölskyldunnar i
Philadelphia. 1 mörgum og
löngum simtölum við dótt-
ur sina i Monakó, hefur hún
kvartað sárlega undan ein-
manaleik sinum, og árangurinn
varð auövitaö sá, aö Grace bauö
henni aö koma og búa i fursta-
höllinni. Hún gleymdi bara að
segja manni sinum frá heim-
boðinu.
Rainer fursti tók vel á móti
tengdamóöur sinni og lét útbúa
handa henni nokkur herbergi til
einkaafnota. En frúin er vön þvi
að hafa rúm um sig. Og smám
saman hefur hún lagt undir sig
hvern salinn á fætur öörum. Og
ekki nóg meö það. Af fádæma
dugnaði og áhuga er hún þegar
búin aö snúa flestu við i höllinni,
láta gera breytingar og lag-
færingar að eigin smekk.
Þótt Rainer fursti sé manna
gestrisnastur.finnst honum
vist einum of langt gengið. Sögu
sagnir herma, að upp á
siökastið hafi þau hjónin hvaö
eftir annað hnakkrifizt út af
gömlu konunni, og furstinn hef-
ur siður en svo haldið þvi
★
Berjast
gegn hjótrú
f Englandi hafa þrettán
þjóökunnir menn stofnað félag
til þess aö berjast gegn hjátrú.
Þeir hafa skuldbundið sig til að
sitja ávallt 13 yfir borðum, að
mölva spegla, þegar tækifæri
gefst, og berja ekki neðan i
borðið, þegar þeir hafa gumað
af heilsu sinni, að velta salt-
kerum, að drekka kaffi með
skeiðina i bollanum, að kveikja
þrir á sömu eldspýtunni og þvi
um likt.
leyndu fyrir konu sinni, aö hans
heitasta ósk sé, aö tengda-
mamma hafi sig á brott hið
skjótasta.
En það er ekkert útlit fyrir aö
Rainer fursta verði að ósk sinni
i náinni framtið. Frúin er sögð
una sér fádæma vel i Monakó,
svo að annað hvort verður
furstinn að taka á honum stóra
sinum og reyna að umbera
tengdamömmu, eða þá að draga
eitthvað úr gestrisninni!
★
Svaf í tuttugu
og eitt ór
Sovézka blaðið Trud sagði á
dögunum frá konu, sem vaknað
hefði af tuttugu og eins árs
svefni. Kona þessi á heima i
Úkrainu, og þessi langi svefn
hófst haustið 1952 er hún lá veik
af inflúenzu. Siðan hefur hún
ekki brugðið blundinum og hef-
ur fæðuefnum henni viðhalds
verið dælt i æðar hennar.
Nú er konan farin að tala og
er að byrja að læra að ganga á
nýjan leik.
Jarðfræðingar
úti d rúmsjó
Reiknað hefur verið út, að ekki
minna en þriðjungur oliu- og
gasbirgða heimsins sé saman-
kominn úti fyrir ströndum
meginlandanna, og þar eru
einnig miklar birgðir af platinu,
gulli, tini, járni, titani, geisla-
virkum efnum og demöntum.
Miklar hráefnabirgðir eru
einnig fyrir hendi á djúpum
hafssvæðum. Úr brotinni
jarðskorpu neðan-
sjávarhryggjanna streyma heit
efni, sem innihalda járn,
mangan, sink, blý, kopar, silfur
og gull. Neðansjávarljósmyndir
hafa sýnt, að viðáttumikil svæði
hafbotnsins eru bókstaflega
þakin járn- og mangan-mynd-
unum, kóbolti, nikkel og
molýbden. Það er þvi nauðsyn-
legt aö nýta þessi auðæfi
hafsbotnsins. Og til þess þarf
fyrst og fremst sérfræðinga.
Fjallarannsóknastofnunin i
Leningrad hefur frá og með
árinu 1970 veitt menntun sér-
fræðingum i nýrri grein, sem
áður var óþekkt, og er þar um
að ræða jarðfræðinga, sem hafa
að sérgrein uppgötvun auðlinda
hafsbotnsins.
Jarðfræðistúdentar, sem
ákveða að helga sig sjávar-
rannsóknum, þurfa einnig að
stunda nám við kafaraskóla. Til
þess að stunda sérgrein þina
þurfa þeir að hafa lokaprófs-
skirteini frá Fjallarannsókna-
stofnuninni og kafararéttindi.
Sérstök deild sjávarbotns-
rannsókna var stofnuð við
jarðfræðideild stofnunarinnar.
Jarðefnafræðideildin mun
einnig útskrifa jarðefna-
fræðinga, sem hafa hafsbotninn
að sérgrein Sama þróun á sér
stað við aðrar deildir stofnunar-
innar. I LGI hefur verið komið á
fót visindaráði, sem sér um að
samræma hafrannsóknirnar.
Nú þegar er mikið stundað af
slikum rannsóknum, og má þar
nefna t.d. jarðefnafræöilegar
rannsóknir á botni Baretns-
hafs, rannsóknir á aðferðum
við borun meö neðansjávar-
tækjum, sköpun nýrrar tækni til
vinnslu á hráefnum neðan-
sjávar og leit að neðansjávar-
birgðum rafs í Eystrasalti.
★
4,6 milljónir
stúdenta í
Sovétríkjunum
Haustið 1973 voru innritaðir
930.000 stúdentar i sovézka há-
skóla og æðri menntastofnanir i
Sovétrikjunum. Aðsóknin hefur
verið mest að þeim námsgrein-
um, sem eru tengdar nútima
visindum og tækni, og er orsökin
hin öra þróun i efnahagslifi
Sovétrikjanna Nú eru alls rúm
lega 4.6 milljónir stúdenta i
Sovétrikjunum. Þeir eru úr
öllum þjóðfélagshépum, og fá
allir námslaun frá rikinu. Þvi
má bæta hér við, að sl. ár
hækkuðu námslaun almennt um
25%. I þessu sambandi má
einnig bæta við, að i Frakklandi
fær aðeins fimmti hver stúdent
styrk og Bandarikjunum
sjöundi hver stúdent.
*
Stærsta bókasafn
í Síberíu
Siberiudeild Visindaakademiu
Sovétrikjanna hefur aðalað-
setur sitt i Novosibirsk, og þar
er aðalbókasafn deildarinnar.
Það er eitt stærsta bókasfan i
Sovétrikjunum, og nýlega hefur
bók nr. 7000000 verið skráð i
bókasafninu.
Næstum helmingur bókanna i
safninu er á erlendum tungum.
★
Jólasveinninn
flaug yfir
Norðurpól og
vildi koma við
ó Islandi
Það er viðar en hér á Islandi
talað um, að jólasveinar séu á
ferð. Frá flugstjórnarstöð i
Kanada kom á jólanótt skeyti til
flugeftirlits á fslandi, þar sem
segir, að ,,Santa Claus” —
alheimsjólasveinninn — fljúgi
yfir tsland á tilsettum tima. í
skeytinu (sem var jólagrin
þeirra, sem voru þarna á vakt á
jólanótt sagði, að farkosturinn
gengi fyrir 8 fljúgandi
hreindýrum og Rúdólf rauðnef-
ur væri lika með i ferðinni. Eins
og flugvélarnar, sem hér fara
um, þá bað jólasveinninn um
eldsneyti eða orkugjafa handa
sinum farkosti. Hann vildi fá 20
bagga af heyi, en spurði hvort
nokkur hækkun hefði orðið hér i
sambandi við oliun hækkunina.
Hann fékk svarskeyti frá vakt-
mönnum i Gufunesi á jólanótt
og var honum þar sagt, að hann
gæti fengið alla afgreiðslu hérna
a íslandi — en heyið hefði
hækkað geysimikið hér — sögðu
þeir. Siðan sendu þeir honum
beztu jólaoskir og óskuðu hon-
um góðrar ferðar.