Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 10. janúar 1974 Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 11 . : \ Guömundur Sigvaldason. Ttmamynd Gunnar. Norræna eldfjallastöðin er enn ung stofnun að árum og þvi hefur tiltölulega litið verið um hana rætt og ritað á opinberum vett- vangi. Það var þvi með nokkurri eftirvæntingu, sem við heimsótt- um Guðmund Sigvaldason jarð- efnafræðing, þegar aðeins lifðu fjórir dagar gamla ársins, en Guðmundur hefur verið ráðinn forstjóri hinnar ungu visinda- stofnunar. Það er bezt að vinda sér strax að efninu og bera upp fyrstu spurninguna. Aðdragandinn — Hver var aðdragandinn að stofnun Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, Guðmundur? Það , sem hér liggur raun- verulega til grundvallar, er áhugi jarðfræðinga á Norðurlöndum á þvi, að stúdentar i jarðfræði geti kynnzt ferskum jarðeldamyndun- um . 1 Skandinaviu hafa menn ekki fyrir augum nein slik fyrir- bæri, en hins vegar mikið af gömlu bergi, sem myndazt hefur við eldgos, en er núna mjög rask- RÆTT VIÐ FORSTJORA NORRÆNU ELDFJALLASTÖÐVARINNAR að vegna jarðlagsbyltinga fyrr á ttmum. Það er þess vegna orðið erfitt að ráða i sögu þessa bergs, nema þvi aðeins að menn hafi einhverja þekkingu á þvi, hvernig það leit út i upphafi. Stofnað var til námsferða norr- ænna jarðfræðinga og jarðfræði- stúdenta til tslands, og hafa nú komið hingað hópar manna á hverju sumri siðustu tiu árin, til þess að skoða landið undir leið- sögn islenzkra jarðfræðinga. t þessum ferðum skapaðist áhugi fyrir þvi að veita norrænum jarð- fræðingum kost á að dveljast eitt- hvað lengur á tslandi og gera ýt- arlegri athuganir en hægt er á stuttu ferðalagi. Þessi áhugi varð meðai annars til þess, að árið 1967 kom fram tillaga i Norðurlanda- ráði um að setja á stofn norræna eldfjallarannsóknarstöð á ts- landi, þar sem nokkrir Norður- landamenn gætu fengið rann- sóknaraðstöðu um skamman tima i einu, til dæmis eitt ár. Þessu máli var visað til jarð- visindamanna á Norðurlöndum, og fékk mjög góðar undirtektir. Það var rætt i nefnd, sem var sér- staklega til þess kjörin að kanna grundvöllinn fyrir slikri stofnun. Sú nefnd skilaði áliti 1971 og það álit var aftur sent stofnunum á öllum Norðurlöndunum til um- sagnar, og þegar jákvætt álit hafði borizt var ákveðið að ganga skrefi lengra og setja upp bráða- birgðastjórn, sem gerði nánari tillögur um það, hvernig stofnun- in skyldi skipulögð. Endanleg ákvörðun um að setja eldfjalla- stöðina á stofn, var tekin árið 1972. Seint á þessu ári, 1973, var svo hafizt handa, stofnuninni skipuð stjórn til næstu þriggja ára, forstjóri ráðinn og annað starfsfólk. Verksvið stofnunarinn- ar. — Hvert er starfssvið þessarar stofnunar, að undan teknu því, sem þú þegar hefur nefnt? — Það má segja, að verksvið eldfjallastöðvarinnar sé tviþætt. Annars vegar er kennsluhlut- verkið, eins og ég gat um hér að framan, það er að segja að leið- beina stúdentum, sem koma til dvalar við stofnunina, og veita þeim þá þjálfun sem getur komið þeim að gagni, hvort heldur sem þeir starfa að rannsóknum á at- vikum eða fornum eldfjallasvæð- um. Hitt aðalhlutverk stofnunarinn- ar eru rannsóknir. Þessi stofnun mun reyna að halda uppi starf- semi sem spannar yfir eins vitt svið innan eldfjallafræðanna og nokkur kostur er á. Að sjálfsögðu verður lögð mikil áherzla á að kanna virk eldfjöll, en með þvi er átt við eldfjöll, sem hafa verið virk á sögulegum tima, en einnig verða eldri eldfjallasvæði rann- sökuð, einkum þó á Norður- Atlandshafi. Við gerum ráð fyrir þvi að sinna verkefnum frá Græn- VISINDALEGAR RANNSÓKNIR ELDGOSUM landi, Færeyjum og hugsanlega einnig frá Skandinaviu. Meg- inhluti starfseminnar verður þó væntanlega bundinn tslandi og rannsóknarverkefnum sem snerta jarðfræði þess. 1 upphafi er gert ráð fyrir að leggja megináherzlu á þá hlið eldfjallafræðinnar, sem lýtur að jarðfræði, bergfræði og jarðefna- fræði, og þau tæki, sem stofnunin hefur fengið nú þegar og mun fá á næstu tveim árum, verða einkum miðuð við þessar greinar. Að tveimur árum liðnum er svo gert ráð fyrir að leggja út i verkefni á sviði jarðeðlisfræði og hefja þá kaup á tækjum og hugsanlega að ráða einnig fólk til rannsókna á þvi sviði. Hvenær eru eldfjöll út brunnin? — A nýliðnu ári hafa hugir manna hér á landi beinzt meira að eldgosum en oft áður, og þarf ekki nánar um að ræða. En urð- uðþiðekki hissa, þegar Helgafell I Vestmannaeyjum var allt i einu farið að gjósa? — Þvi er ekki að neita, að eld- gosið i Vestmannaeyjum kom mjög óvænt. Hins skyldu menn þó minnast, að það má bókstaflega við öllu búast á virkú eldfjalla- svæðunum á Islandi. Við drögum linur frá Melrakkasléttu i norðri suður að Vatnajökli, og aftur frá Vatnajökli til Vestmannaeyja annars vegar og hins vegar frá Vatnajökli um Langjökul og það- an suður á Reykjanestá. A öllu þvisvæði, sem verður innan þess- ara hugsuðu lina, er enginn stað- ur. þar sem ekki má búast við eldgosi hvenær sem er. Það er þvi I sjálfú sér ekki svo mikil ástæða til þess að undrast, — eldgos á borð við Heimaeyjargosið kemur að visu alltaf óvænt og verkar á menn sem reiðarslag, ekki sizt þar sem svo mikið er i húfi sem i Vestmannaey jum. — Hvað töldu menn að langt væri liðið siðan Helgafell hafði gosið siðast? — Þaðeru að likindum fimm til sex þúsund ár, siðan siðast gaus á þessu svæði. Þó getur verið óvar- íegt að binda sig um of við Helga- fell sjálft. Að visu er þaö nokkur spurning, hvað við eigum að kalla eina eldstöð, við getum jafnvel leyft okkur að kalla allan Vest- mannaeyja hópinn eina eldstöð, og samkvæmt þvi væri Surts- eyjargosið siðasta gosið á þessu svæði. — Er þá kannski seint eða aldrei hægt að segja, að eldfjöll séu útbrunnin og óvirk.? — Jú, það getum við sagt. Nú eru uppi nýjar kenningar i jarð- fræði. sem veita okkur mun ná- kvæmari og skýrari mynd en við höfðum áður af þvi, hvar búast megi við eldgosum á yfirborði jarðar. Þessi kenning, sem kölluð hefur verið plötukenningin, geng- ur út frá þvi, að jarðskorpunni sé skipt niður i reiti eða plötur, sem markast af miklum sprungum. Þessar sprungur hrislast um yfir- borð jarðar. Island liggur einmitt á einni slikri sprungu. Mið- Atlandshafssprungunni, eða Mið- Atlandshafshryggnum. Plöturnar, sem liggja sin hvoru megin við Mið-Atlandshafs- sprunguna, eru i sifelldri myndun og myndunin fer fram með þeim hætti, að hraunkvika ryðst upp i sprunguna og bætir sifellt við plötukantana. Við þetta ýtast plöturnar hvor frá annarri með hraða, sem nemur um það bil ein- um sentimertra á ári til hvorrar handar. Við getum sagt, að hér sé ekki aðeins um eina sprungu að ræða, heldur kerfi af sprungum, sem er um fimmtiu til sjötiu kiló- metrar á breidd. Nú myndast eld- fjöli á sprungunum, og þau eld- fjöll, sem á beltinu liggja, eru virk, og má búast við að þau gjósi hvenær sem er. En smám saman færast þau til hliðar, og þegar þau hafa færzt útfyrir þetta sprungu- belti, eru likurnar á þvi að þau gjósi, orðnar fremur litlar. Þann- ig eru eldfjöll, sem liggja upp af Austfjarðahálendinu, til dæmis Snæfellið, sennilega útdauð, þótt ógerningur sé að segja það með öruggri vissu, fyrr en lengra er komið frá sprungubeltinu. En þau eldfjöll, sem liggja innan þessa tiltölulega þrönga beltis, verðum við að telja hugsanlega virk, jafn- vel þótt þau hafi ekki gosið i þús- undir ára. Að sjá eldgos fyrir — Eru einhver tök á þvi að sjá eldgos fyrir? — Eins og stendur er mjög erf- itt að gefa ákveðið svar við þess- ari spurningu. Segja má, að eitt af meginmarkmiðum rannsókna á sviði eldfjallaíræði sé einmitt að finna leiðir til þess að segja fyrir um eldgos. Þar kemur margt til, en þó einkum það, að með þvi að vita um eldgos með nokkrum fyrirvara, má oft bjarga manns- lifum, jafnvel þótt erfitt sé eða ó- gerlegt að bjarga fjárhagslegum verðmætum, að minnsta kosti ekki föstum mannvirkjum. Það verður þannig alltaf ótvirætt gagn af þvi að vita um yfirvofandi eldgos með nokkrum fyrirvara. Til þess að leysa þetta vanda- mál hafa verið reyndar margar leiðir. Flestar eru þær jarðfræði- legar, en nokkrar jarðefnafræði- legar aðferðir, hafa einnig verið reyndar. Fyrsta og einfaldasta leiðin, sem að sjálfsögðu veitir þó ekki neina nákvæma vitneskju um væntanlegt eldgos, er sú að kanna sögu eldfjallsins, Ef saga fjallsins er þekkt með nokkurri nákvæmni langt aftur i timann, er hægt að fá mynd af hegðun þess, og um likurnar á þvi, hvort gos muni verða innan einhvers á- kveðins tima. Við höfum tiltölulega góö dæmi um þetta hér á Islandi, þar sem eru rannsóknir dr. Sigurðar Þór- arinssonar á Heklu, en hún er eitthvert bezt þekkta eldfjall , sem um getur. Við vitum, að Hekla hefur gosið með nokkuö á- kveðnu millibili og viö þekkjum sögu hennar i allt að þúsund ár. Hekla virðist vera það regluleg i hegðun.'að segja megi með nokk- urri nákvæmni um likurnar á eid- gosi. Þessi þekking er þó ekki svo nákvæm, að hún veiti neina hjálp I sambandi við brottflutning fólks frá svæöinu, ef um slika hættu væri að ræða. Hér verður þvi að beita nákvæmari aðferöum, ef við viljum vita hvert hætta er á gosi og hvar það muni koma upp. Jarðskjálftamælingum hefur mikið veriö breitt, enda eru jarð- skjálftar ætið samfara eldgosi og þeir koma oft, — en ekki þó alltaf — fram á mælum einhvern tima áður en gosið byrjar. Þetta bygg- ist á þvi, að hraunkvikan, sem leitar til yfirborðsins, fer af stað á dýpi, sem oft getur numið tugum kílómetra, sennilega nokkrum dögum áður en hún nær til yfir- borðsins. Með nákvæmum jarð- skjálftamælum er hægt að fylgj- ast með hreyfingum kvikunnar til yfirborðsins, og ef hegðun kvik- unnar i einhverju tilteknu eld- fjalli er þekkt frá nokkrum fyrri gosum, aukast likurnar á þvi að hægt sé að segja gosið fyrir með nokkurri nákvæmni. Aðrar aðferðir önnur aðferð, sem lika hefur verið notuð, byggist á þvi, að þeg- ar hraunkvikan leitar upp á yfir- borð jarðar, bólgnar yfirborðið litið eitt, áður en kvikan nær að brjótast upp. Þessi hreyfing jarð- skorpunnar er jafnvel ekki nema nokkrir millimetrar, en nóg til þess, að hægt er að mæla þensluna og fylgjast með henni, unz hún nær hámarki, sem gefur þá væntanlega til kynna, að gosið sé um það bil að brjótast út. Þessi aðferð hefur verið notuð með árangri, en sama máli gegnir hér og um það sem ég nefndi áðan, að menn þurfa heizt að hafa til við- miðunar reynslu af fyrri gosum i sömu eldstöðvum, ef hægt á að vera að segja fyrir um það næsta. Enn er sá möguleiki að kanna samsetningu lofttegunda, sem berast frá eldfjallinu og jarðhita- svæðum, sem þvi eru tengd. 1 sambandi við öskjugosið 1961 varð vart við mjög mikið út- streymi lofttegunda um það bil hálfum mánuði áður en gosið brauzt út. Aður hafði ekki orðið vart við neins konar hveravirkni á þessu svæði og þar af leiðandi er hægt að segja, aö þetta gos hafi gert raunverulega veruleg boð á undan sér. Það er lika hægt að fá hug- myndir um væntanlegt gos með þvi að mæla hita i gigsvæðum. Hækkandi hiti er oft visbending um það, að hraunkvika sé að ber- ast upp til yfirborðsins. En allar þessar aðferðir, sem ég nú hef lýst, eiga það sameiginlegt, að þær verður raunverulega að byggja á reynslu, sem hefur feng- izt i fyrri gosum. Hér á Islandi er þetta sérstak- lega erfitt, þvi að okkar eldstöðv- ar eru svo illa afmarkaðar. Við getum búizt við eldgosi hvar sem er á virkum gosbeltum landsin. Með takmörkuðum fjölda mæli- tækja getur verið erfitt að ákveða hvaða eldfjöll eigi að vakta. Gæti Reykjavik verið i hættu? — Það er þá ekki um neina „stefnu” að ræða i þvi, hvar slik tæki yrðu fyrst sett upp? — Jú, að sjálfsögðu. Vitanlega myndi athygli fyrst og fremst beinast aö þeim stöðum, þar sem eru bústaðir manna, mikil mann- virki og þar af leiðandi mikið i húfi, bæði frá fjárhagslegu sjónarmiði og i sambandi við ör- yggi fólks. — Þú sagðir áðan, að gos gæti orðið „hvar sem er” á svæði inn- an tiltekinna markalina. En hversu bókstaflega má taka þessi ummæli? Gæti eldur komið upp inni i miðri Reykjavik? — Það eru engar likur til þess, að gos komi upp inni i Reykjavik sjálfri. Aftur á móti getur gos hæglega orðið i nágrenni Reykja- vikur. Næstu hugsanlegu gos- stöðvarnar eru Búrfell, ef til vill einhvers staðar i Heiðmörk. — Er ekki óhjákvæmilegt, að gos á þessum slóðum valdi Reyk- vikingum þungum búsyfjum? — Það myndi vafalaust hafa ýmis óþægindi i för með sér, en þó er ekki sennilegt að um yrði að ræða tjón i neinni likingu — hlut- fallslega — við það, sem varð i Vestmannaeyjum. — Er lfklegt, að hraunrennslu frá Búrfelli, til dæmis, næði alla leið inn i Reykjavik? — Við vitum ekki, hvað Reykjavik á eftir að teygjast yfir stórt svæði, en eins og bæjar- mörkin eru núna, eru ekki miklar likur til þess, að hraun frá Búrfelli nái til bygginga. Hins vegar er liklegt, að hraunið gæti rofið allar rafmagnsleiðslur og samgöngur til bæjarins sömuleið- is. Einnig er hugsanlegt, að vatnsleiðslur eyðilegðust. Ef raf- magnið fer, verða dælur. Hita- veitunnar óvirkar og þar með er orðið kalt i flestum húsum bæjar- ins, þeim sem eingöngu eru hituð upp með hitaveitu. Þannig gæti eldgos haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir Reykvikinga, jafn- vel þótt það ógnaði ekki bygging- um, hvað þá mannslifum. Hvar næst? gys — Ef við nú litum á fengna reynslu, hvert islenzkra eldfjalla heldur þú þá að verði liklegast til þess að gjósa næst? — Ja, ég hef lengi veðjað á öskju, að hennar væri von fljót- lega aftur. Hitt hlýt ég að játa, að það er mjög erfitt og i rauninni ó- gerlegt að hafa þar uppi neina spádóma af viti: það er allt eins ltklegt, að næsta eldgos verði álika óvænt og tvd þau siðustu, Surtsey og Heimaey. Hins vegar hefur spákona i Hafnarfirði haldið þvi fram, að Katla muni gjósa núna i desem- ber, Og þótt nú séu að visu að verða siðustu forvöð fyrir þann spádóm að koma fram, þá er hann i sjálfu sér engu verri en minir spádómar. — VS Sagan af AliBaba og ræningjunum fjörutíu Á dögum Saladdins Soldáns, þegar Krossinn og hálfmáninn börðust. skeði margt skemmti- iegt i Austurlöndum nær. Biblian er ein fra“gasta saga heims^og svo er einnig um „Þúsund og eina nótt”, þvi að þar er meira grin en i guðspjiillunum, þótt að Sr. Jakob fengi Doktors- gráðu út á grinið i Bibliunni. En nú er iildin iinnur, en þegar tiaukur bjó á Stiing og hraunið rann yfir byggðir Þjórsárdals, þegar Bólu Hjálmar lysir beina beru Fjallkonunni með fiilar kin nar. En nu hefur þessi fámenna þjóð, i stóru og góðu landi, lilað eins og brjáheðingar frá striðs- byrjun. Það var t.d fra'gt i Gautahorg, þegar einn isl „gull- rass” bjó á Hótel Eggerz, að ef þjónn lyfti tiisku eða snéri sér við iyrir tslendinginn lékk hann Skr. I()() nú isl kr. 1800 þjórlé. Jalnvel ameriskir miiljónerar haga sér ekki eins og Islendingar hala olt gert erlendis Við erum aðeins 200 þús. en eyðslan og óhólið per nef er algert heims mel, nema e.t.v. hja Oliulurstum austurlanda með sin kvennabúr, og vopnaframleiðendum i Ameriku Allar giitur i Reykjavik eru þaktar bilum og siimuleiðis uthverli og iill þorp Suðvestur- lands. A þaki vorugeymslu Eim- skips er bilabreiða, sem allir mega sjá, og ver/.lunarhallir margfaldast. E.t.v bjargar ein- hverju i sumar einvigi aldarinnar" og uppáta'ki Fisehers, og getur það nánast kallast Munehhausen-æfintýri. Aður en þessi vinstri stjórn tók lil starfa voru nelndir hjá „Viðreisn” það margar, að ekki varð tiilu á komið, það var álika og Breiðaljarðareyjar, viitnin i Tvidægru eðá Vatnsdalshólar Við hiilum a.m.k. 9 sendisveitir erlendis og otal ra'ðismenn og flestir þessir herrar búa eins og kalilar i rándyrum húsum, og eru mjiig vel haldnir i mal og drykk slunda boð og hafa boð inni.Þaö másegja: „Miklir menn erum við llrollur minn." Erlendar þjóðir vita um þetta framlerði Islendingar. Allar flug- velar eru lullar um hábjarg ræðistimunn með l'ók, til þess að liggja i sól á slriindum Suður landa og það um vorbjartanótt á lslandi. En á hverju byggist þessi dýrð'’ ()g hvað getur hún staðið lengi ? Vegna legu landsins hiifum við þá aðstöðu að geta slegið lán á lán ofan vestra, og mjólkað hina amerisku Aiiðluimlu eftir vild. Keflavik með sinum framvkæmdum gel'ur hundruöum manna vinnu fyrir litil stiirf, og er i raun l'áta'kra framfa'ri lyrir Islendinga Það eru hundruðir milljóna. sem koma úr þeim digra speuaárlega og engin hættu er á að við hendum honum ut ur okkur, þótt ymsir sóu með kjaftahátt og látaheti. Þeir sem hrópa hæst um her úr landi vilja lyrir hvern mun hafa lier i lanili það er þeirra lifibrauð. Að skaðlausu mætli fækka em- bættismiinnum hins opinbera um fitl'V, og sendiráðsfólki um sömu prósentu. Bankakerlið er hlægi- legt með allri sinni ofboðslegu véíva'ðingu. Ef nú áað fara að leggja Arnahól undir enn einn nyjan hanka, kastar fyrst tólfunum. Fyrir nokkrum árum annaðist útihú Landsbankans á Eskifirði öll viðskipti frá Horna- lirði til Seyðisl jaröar með fjóra starlsmenn. Nú eru á sama sva'ði margir bankar með um 20 30 starfsmenn. Við hiilum 7 raðherra og aðstoðarráðherra, 7 ráðuneytis stjóra fulltrua og undirfulltrúa, velritunardiimur og sendla. allt er þetta lcgio!! Auk þess 60 þing- menn með liist árslaun tyrir liálfsársvinnu!! Svo er búin til Iramkva'indastolnun, sem er aðcins „Bruðuleikhús” fyrir verðuga flokksga-ðinga en ræður liúkstaflega engu. Það eru haukarnirsem eru hið raunveru- lega vald og ihela peningum út, að þvi er virðist fyrirhyggjulaust. Sagt er, að leiga á slórhýsi fyrir frainkva'indaslofnunina, Kauðararstig 31 kosti skattþegna landsins kr 169 þusund á mánuði. llvilik lorsmán! Leggjum slikt „humbug” niður og einnig þjóð- hátiöarncfnd. Báðar þessar stolnanir tnega lara i rusla- kiirfuna. Ilyrl'i þjoðhátiðar- nefndin va'ri e.t.v. unnt að bjarga þjóðinni Irá þvi að haldiö yrði eftir 2ár eitt allsherjar ball og til- heyrandi „fylleri" a Þingvöllum tíl þess að minna á „feðranna Ira'gð og frjalslvndi hetjanna göðu". Það er þess vegna tillaga min að þessi þjöðhátiðarnefiid verði „almunstruö hið fyrsta" og tiver goður islendingur verði heima hja ser eða l'ari i bcrjamó eða a grasafjall. eir.s og Siguröur bondi i Dal i Skugga Sveini lljálintyr l*eiiirsson Linunar á þessu korti geta menn athugaö og haft um leiöíhuga þaösem um þær segir í viötalinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.