Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 17 LIVERPOOL AFRAM liðið sigraði nú Doncastle 2:0 í ensku bikarkeppninni „Ungverjar sterkir" — segir Karl Benediktsson, landsliðsþjólfari „UNGVERJARNIR eru geysilega sterkir núna og það er mikill kraftur i þeim”... sagði Karl Benediktsson, landsliðsþjálfari i handknatt- leik, þegar við spurðum hann, hvort okkur tækist ef til vill að hefna fyrir tapið i heims- meistarakeppninni i Tékkó- slóvakiu 1964. Þá voru fslend- ingar nálægt úrslitaleiknum, þeir máttu tapa fyrir Ung- verjum með sex marka mun til þess að komast i úrslita- keppnina. En leikurinn gegn Ungverjurr varð að martröð og Islendingar töpuðu i Bratislava 21:12, eða með niu marka mun. Islenzku leikmennirnir voru geysilega spenntir fyrir leikinn gegn Ungverjum i Bratislava, sagði Karl — úr- slitin blöstu við. Ef við hefðum sigrað Ungverja, hefðum við komist i riðil með Svium, A- og V-Þjóðverjum og hefðum ' . farið i riðilinn með tvöstig, sem við fengum gegn Svium i undankeppninni. En Ungverjar stöðvuðu okkur og Sviar léku úrslitaleikinn gegn Rúmenum — úrslitaleik, em við misstum af á siðustu stundu. Markvarzlan brást hjá okkur og leikmenn isienzka liðsins höfðu enga reynslu að baki, þvi fór sem fór. SOS UVERFOOU Iryggði sér rétt til að lcika i 4. umferð ensku bikarkeppninnar, þegar meistaraliðið lagði 4. deildar- liöið Doncastle að velli f öðr- um leik liöanna á þriðjudags- kvöldið i Doncastle. I.eikmenn Liverpool átti ekki i erfiðleik- um með nesta liðið i 4. deild og sigurinn varð þeirra 2:0. Steve lieighway .skoraöi fyrra markiö og Peter Cormack, bætti siðara markinu við. Úrslitin i bikarkeppninni á þriðjudagskvöldið, urðu þessi: Doncastle—I.iverpool 0:2 Coventry—Sheff. Wed. 3:1 Hull—BristolCity 0:1 Scunthorpe—Millwall 1:1 Oldham—Cambridge 3:3 Coventry átti ekki erfitt með að sigra Sheffield Wednesday. David Cross skoraði fljótlega fyrir Coventry og var staðan 1:0 fyrir 1. deildarliðið i hálf- leik. 1 siðari hálfleik jafnaði Sunley fyrir miðvikudagsliðið. Hutchinson kom Coventry yfir 2:1 og rétt fyrir leikslok innsiglaði fyrirliði Coventry, Mike Coop, góðan sigur Coventry-liðsins, þegar hann skoraði úr vitaspyrnu. TREVOR TAINTON...Bristol City, sést hér skalla að marki Ilull City. Hann skoraði sigur- markið gegn IIull. Hörður kemur inn fyrir Geir íslenzka landsliðið í handknattleik, sem leikur gegn Ungverjum, valið HÖRÐUR Kristinsson tekur stöðu Geirs Hallsteinssonar i is- lenzka landsliðinu i handknattieik, sem leikur gegn Ungverj- um i Laugardalshöll- inni á laugardaginn. Hörður leikur sinn 20. landsleik á laugar- daginn og það verður i annað skiptið, sem hann leikur gegn Ung- verjum,hann lék gegn • • HOFUM ATT I ERFIÐLEIKUM MEÐ UNGVERJA ÍSLENZKA landsliðið I handknattleik hefur fjórum sinnum leikið landsleik gegn Ungverjum. Ungverjar hafa ávallt borið sigur úr býtum. island lék fyrst gegn Ungverjum i heimsmeistarakeppninni i Austur-Þýzkalandi 1958. Ungverjar unnu leikinn, sem fór fram I Magdeburg 19:16. Annar leikur islands gegn Ungverjalandi var leikinn i HM-keppninni i Tékkóslóvakiu 1964 og fór hann fram I Bratislava. Honum lauk með sigri Ungverja 21:12. Þriðji leikur íslands og Ungverjalands var leikinn I heimsmeist- arakeppninni I Frakklandi 1970. Leikurinn fór fram i Mulhouse og lauk 19:9 fyrir Ungverjaland. Siðast léku tslendingar gegn Ungverjum I alþjóölega handknatt- leiksmótinu I Rostock i Austur-Þýzkalandi. Þá unnu Ungverjar 24:21. Ungverjum 1 HM-keppninni i Tékkóslóvakiu 1964. tslenzka liðið verður nær óbreytt frá lands- leikjunum gegn Bandarikjamönnum, en liðiö verður skipað þessum leikmönnum: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Gunnsteinn Skúlason, Val Björgvin Björgvinsson, Fram Viðar Simonarson, F’H Ólafur Jónsson, Val Axel Axelsson, Fram Gisli Blöndal, Val Sigurhergur Sigsteinsson, Fram Hörður Kristinsson, Armanni Einar Magnússon, Vlkingi Auðunn Óskarsson, FH ÞakkarTím- anum fyrir drengilega afstöðu . . . ÞAÐ ER ekki venja iþróttasiöu Timans að flagga með það, þó ein- staklingar hafi samband við blaðið með einum eöa öörum hætti i þeim tilgangi að þakka fyrir þaö, sem vel er gert á iþróttasiðunni. Ýmsir aðrir munu vera sérstaklega sólgnir i slika viðurkenningu, og vila sér þá ekki við þvi aö hvetja fólk beinlinis til að skrifa les- endabréf, og ef ekki vill betur til, þá skrifa þeir hólbrefin bara sjálf- ir. Iþróttasiða Timans ætlar að bregða út af vananum og birta örstutt bréf frá einum fræknasta iþróttamanni landsins um þessar mundir, Erlendi Valdimarssyni, en bréf hans er svohljóðandi: „Um leiö og ég lýsi yfir furðu minni á afstöðu iþróttafréttaritara VIsis til iyftingaafreks Gústafs Agnarssonar, vil ég nota tækifæriö til að þakka íþróttasiðu Timans, og þá alveg sérstaklcga Alfreö Þor- steinssyni, er ritaði undir „opiö bréf” til VIsis, rúm á iþróttasiðunni, þegar sýnt þótti, að nokkrir Iþróttafréttamenn höfðu bundizt sam- tökum um að þegja þaö i hei. Að minu áliti eiga iþröttafréttaritarar ekki að vera undanþegnir gagnrýni frekar en viö iþróttafólkið. Erlendur Valdimarsson.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.