Tíminn - 10.01.1974, Síða 6

Tíminn - 10.01.1974, Síða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 10. janúar 1974 GÓÐTEMPLARAREGLAN Á ISLANDI 90 ÁRA P’riöbjörn Steinsson. EINN af heilladögum is- lenzku þjóðarinnar var 10. janúar 1884. Þann dag komu saman tólí' menn i húsi Friðbjarnar Steinssonar, bóksala á Akureyri, til þess að stofna stúku al alþjóða- reglu góðtemplara. Fundarsalurinn var aðeins litið kvisther- bergi. Stúkan hlaut nafnið isafold nr. 1. Imssi stúka hefur starfað æ sið- an og haft forystu i bindindis- starfinu. t dag minnumst við 90 ára starfs hennar með þakklátum huga og sendum henni bróður- kveðju, um leið og við litum yfir starf allra góðtemplara á tslandi með þökk og virðingu fyrir ómet- anleg störf þeirra að ýmsum mannúðarmálum i þágu þjóðar- innar, öll þessi 90 ár, sem liðin eru frá stofnun fyrstu góðtemplara- stúkunnar. Á þessum árum var almennur drykkjuskapur hór á landi, meðal karlmanna, en slikt þótti ekki sæma konum, og voru þær þvi að mestu fausar við áfengisnautn. Aður en góðtemplarareglan barst hingað til lands, voru ýmis bindindisfélög bUin að starfa viðsvegar um landið, fyrst allan fimmta tug nitjándu aldarinnar, og siðan frá l«64-'84, en urðu flest skammlif. !->au plægðu þó jarð- veginn, og ber að þakka það. Einnig framlag einstakra manna, sem af mikilli elju skrifuðu, töl- uðu og unnu i félögunum að bindindismálunum. T.d. séra Magnús Jónsson i Laufási, séra Brynjólfur Jónsson i Vestmanna- eyjum. afi séra Björns MagnUs- sonar, o.fl. þeirra samherjar. þar á meðal séra Jón Bjarnason. siðar höfuðprestur þeirra i Vesturheimi. Hann og Laura Pétursdóttir Guðjónssen, kona hans, komu til Seyðisfjarðar vestan um haf árið 1880. Séra Jón gerðist prestur á Dvergasteini, og þau hjónin urðu þegar máttarstólpar bindindis- félagsins á Seyðisfirði. Frúin vann að bindindi meðal kvenna austanlands. Óhætt mun vera að telja frú Lauru fyrstu islenzku konuna, er beitti sér fyrir bind- indisfélagsskap á tslandi. ,,Um þessar mundir”, þ.e. á ár- unum 1864-’84, segir Brynleifur Tobiasson, ,,voru ritaðar margar góðar greinar um bindindismálið i öll blöðin. Höfundum blöskrar áfengiseyðslan og drykkjuskap- urinn. Heita þeir á góða menn að styðja bindindisfélagsskapinn. enda varð þeim töluvert ágengt. Enginn þeirra er um þessi mál skrifar. að kalla má, getur talið annað koma að fullu haldi en al- bindimli.” ..Hófdrykkjan leiðir alltaf til of- drykkju”, segir þeir. jón Árnason, biskupi Skálholti, einn mesti kennimaður á siðari ötdum, er talinn ,,fyrsti bann- maður á tslandi”. í vigsluför sinni veturinn 1721-'72 ympraði hann á þvi, að bannaður yrði að- flutningur á brennivini til Islands, eða a.m.k. stórum takmarkaður. Hann sendi hvað eftir annað bænaskrá lil konungs um að banna innflutning áfengis, og hafði til þess stuöning ýmissa mætra embættismanna, en það náði ekki fram að ganga vegna hagsmunabaráttu kaupmann- anna, sem höfðu áfengissöluna. Þessar tillögur Jóns biskups eru þeim mun merkilegri, þar eð eng- inn vottur var um bindindis- hreyfingu á lslandi i þá daga. Jón biskup Árnason var „fulltrúi _ þeirrar þrár, sem ekki var enn t vöknuð með islenzku þjóðinni, að verja landið fyrir áfengum drvkkjum". Þó að bindindisfélögin yrðu ekki langæ, voru hugir manna 1884 sæmilega undirbúnir til að taka á móti góðtemplarareglunni, sem hafði algjört og ævilangt bindindisheit á stefnuskrá sinni og tók strax upp þá stefnu Jóns biskups Árnasonar að banna innflutning og sölu áfengis. Fljótlega breiddist góðtempl- arareglan út meðal þjóðarinnar, og „stúkurnar lágu eins og kögur um allt landið”, eins og Guðmundur frá Gufudal orðaði það. Góðtemplarareglan varð móðir félagshyggjunnar i landinu. Til hennar sóttu önnur félög starfshætti og stjórnar- fyrirkomulag. Má þar til nefna verkalýðshreyfinguna, og einnig ungmennafélagsskapinn, sem tóku þar að auki bindindismálin á stefnuskrá sina. Út frá reglunni spruttu svo ýmis félög og stofnanir beint og óbeint, sem templarar stúkurnar og einstakl- ingar innan þeirra áttu hlutdeild að svo sem Dýraverndunarfélag Islands, Glimufélagið Ármann, Elliheimilið Grund, Sjúkra- samlag Reykjavikur, Kumbara- vogur, Skálatún, Leikfélag Reykjavikur o.fl. Áhrifa reglunrtar gætti þvi á ýmsum sviðum. Reglan var i upphafi alþýðuskóli þjóðarinnar. Þar lærðu menn fyrst og fremst félags- og fundastörf. Talið var sjálfsagt á almennum borgara- fundum að fá menn úr góðtemplarareglunni fyrir fundarstjóra. 1 reglunni lærðu menn framsögn og hispurslausa framkomu. bæði við upplestur og ræðuhöld. Einnig við flutning á leikritum, en af þvi var meira gert áður fyrr en nú að æfa leikrit. Innan reglunnar leystust þvi kraftar úr læðingi. sem annars hefur blundað ónotaðar. og þjóðin vaknaði til meiri sjálfsvitundar og þroska. Elins og hjá Fjölnismönnum fór saraan bindindishugsjónin og sjálfstæöisbaráttan. enda fór það svo. að samhliða stærsta-sigri, er templarar hafa unnið, vann þjóðin sinn mesta sigur i sjálf- stæðisbaráttunni. Góðtemplarareglan hefur frá upphafi verið félagsskapur allra jafnt. bvggð á bræðralagshug- sjóninni og kristilegum grund- velli, félagsskapur karla og kvenna.ungra og gamalla. rikra og fátækra. Og þegar reglan áorkaði mestu, stóðu hlið við hlið i henni æðstu menn þjóðarinnar. bæði á andlega og veraldlega sviðinu. og þeir, sem skipuðu neðstu tröppu þjóðfélagsins. Það liðu ekki nema rúm tvö ár frá stofnun fyrstu stúlkunnar. þar tii Stórstúka Islands var stofnuð. Þá strax hófst baráttan á opin- berum vettvangi, samhliða út- breiðslunni. Arið eftir að stórstúkan var opnuð. var samþykkt frumvarp til laga um veitingu og sölu ▲ IfJLYniNGAOIvlLL) I IMAN Barnaskíði, gönguskíði og allur annar skíða- útbúnaður Mesia úrval landsins SPORT&4L ^HEEMMTORGi SKIÐI SKIÐI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.