Tíminn - 10.01.1974, Page 9

Tíminn - 10.01.1974, Page 9
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 9 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Eddubúsinu við Lindargötu, simar 18300-18(106. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. —..- -- ■ ,/ Brjóstumkennanleg stjórnarandstaða Stjórnmálaskrif ritstjóra Morgunblaðsins um þessar mundir vitna um óhraust sálar- ástand, svo að ekki sé meira sagt. Svo virðist, sem vonarglæta sú, sem Bjarni Guðnason kveikti um skeið i brjóstum þeirra, sé alveg að slokkna. Helzta ráðið er nú aftur orðið það, að reyna að vekja sundrungu milli stjórnar- flokkanna innbyrðis. Broslegt dæmi um þetta er að finna i forustugrein og Staksteinum Morgunblaðsins i gær. I forustugreininni er þvi haldið fram, að Framsóknarmenn geti látið leiðtoga Alþýðubandalagsins kyngja hverju sem er, þvi að svo mikils meti þeir sæti sin i rikisstjórninni. 1 Staksteinum er þvi hins vegar haldið fram, að Framsóknarmenn séu dauð- hræddir við Magnús Kjartansson, og þori ekki annað en sitja og standa eins og hann vill! Þannig stangast orðið á fullyrðingar rit- stjóranna i sama blaðinu. Taugaveiklunin er orðin svo mikil, að vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Ekki tekur betra við, þegar rætt er um einstök málefni. Þá standa leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins sig heldur ekkert betur en rit- stjórar Mbl. Á Alþingi flytja þeir tillögur um miklar skattalækkanir, en i borgarstjórn Reykjavikur heimta þeir miklar skatta- hækkanir. Morgunblaðið er látið fárast út af miklum og sihækkandi opinberum útgjöldum, en á Alþingi styður Sjálfstæðisflokkurinn allar útgjaldahækkanir og i borgarstjórn Reykja- vikur setja Sjálfstæðismenn met i útgjalda- hækkunum. Þá hrópa bæði forkólfar Sjálf- stæðisflokksins og ritstjórar Morgunblaðsins hátt og stöðugt um ráðstafanir gegn verðbólgunni, en á sama tima styðja þeir nær allar kaupkröfur og segja verðlagseftirlitið alltof strangt. Þá reyna bæði forkólfar Sjálf- stæðisflokksins og málgögn þeirra að gera sem allra minnst úr þeim erfiðleikum, sem verðhækkun oliunnar muni valda íslending- um, enda þótt forstjóri Skejungs h.f. upplýsti i Mbl., að þær verðhækkanir á heimsmarkaði, sem þegar er vitað um, muni hækka útsöluverð á olium hér um þrjá milljarða króna á árs- grundvelli. Þannig mætti halda áfram að rekja mál- flutning forkólfa Sjálfstæðisflokksins og rit- stjóra Mbl Ónefnt er m.a. það, sem er nú að taka á sig einna broslegastar myndir, en það er málflutningur Mbl. i sambandi við varnar- málin. Nú fér Mbl. ekki lengur dult með, að það vill aðeins hafa hér erlenda hersetu á viðsjárverðum timum, heldur varanlega, og höfuðrökin fyrir þessu eru Tyrkjaránið og Jörundur hundadagakonungur. Kjörorð Mbl. i varnarmálunum eru nú orðin: Meiri her og alltaf her. Það er þvi ekki undarlegt þótt Alþýðublaðið komist að þeirri niðurstöðu, að ritstjórar Mbl. séu orðnir bandariskari en Bandarikjamenn sjálfir. Fyrir stjórnarsinna er sannarlega ekki ástæða til að kvarta undan svona stjórnarand- stöðu. Þvert á móti er ástæða til að kenna i brjósti um hana og bera fram þær óskir, að sálarástand hennar megi batna. ERLENT YFIRLIT Deilt um hyggðasjóð Efnahagsbandalagsins Samstarfið heldur þó dfram að styrkjast Grái liturinn sýnir þau svæfti I löndum Kfnahagsbandalagsins, sem Thomsonsnefndin telur vanþróuft. Vcstur-Þjóftverjar telja hins vegar viftkomandi svæði I Danmörku, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Norftur-Englandi ekki vanþróuft. RÚMT ár er nú liðið siðan þrjú riki, þ.e. Bretland, trland og Danmörk, bættust i Efna- hagsbandalag Evrópu. Fyrir voru sex riki, eða Vestur- Þýzkaland, Frakkland, ltalia, Holland, Belgia og Luxem- burg. Miklam vonir voru bundnar við stækkun banda- lagsins, þótt mönnum væri ljóst, að efling þess og vaxandi samstarf innbyrðis tæki sinn tima. 1 skrifum flestra þeirra, sem rætt hafa nú um áramótin um fyrsta starfsár hins stækk- aða bandalags, kennir tals- verðra vonbrigða, sem stafa m.a. af þvi, að flestar fyrir- ætlanir um aukið samstarf innan bandalagsins hafa gengið hægar en gert hafði verið ráð fyrir. Sérsjónarmið og sérhagsmunir hinna ein- stöku þátttökurikja hafa stað- ið i veginum. Þvi hefur þokazt heldur i einingarátt þegar á allt er litið. Hinu, sem hefur valdið sundurlyndi, er hins vegar veitt meiri athygli. MARGIR, sem skrifað hafa um fund æðstu manna banda- lagsins, er haldinn var i Kaup- mannahöfn dagana 14.-15. desember siðastliðinn, að frumkvæði Pompidous, hafa t.d. gert heldur litið úr honum. Þetta má til sanns vegar færa, ef horft er á það, að þar voru gerðar litlar meiriháttar endanlegar ályktanir um auk- ið samstarf innan bandalags- ins, heldur málum visað til frekari athugunar hinna ýmsu stofnana bandalagsins. A fundinum voru hins vegar samþykktar stórmerkar vilja- yfirlýsingar, t.d. um stefnu- mið i utanrikismálum og um afstöðu til annarra rikja. Þar er t.d. lögð áherzla á að þátt- tökurikin komi sem oftast fram sem heild, ef um meiri- háttar alþjóðlega samninga sé að ræða, en semji eitt þeirra við annað eða önnur riki utan bandalagsins, beri þvi að taka fullt tillit til áðstööu og hags- muna bandalagsins. Lögð er áherzla á að styrkja tengslin við Bandarikin, en það verði gert á þann hátt, að banda- lagsrikin komi fram sem heild gagnvart þeim. Þá er lögð áherzla á hliðstætt samstarf við önnur iðnvædd vestræn lönd, t.d. Kanada og Japan. lögð er áherzla á, að unnið sé áfram að bættri sambúð við riki Austur-Evrópu, og að þátttökurikin vinni að þessu sameiginlega. Hliðstæð áherzla er lögð á bætta sam- búð við Kina. Þá er samstarfið við þróunarlöndin talið mjög mikilvægt, og að þátttökuriki Efnahagsbandalagsins vinni sameiginlega að þvi að efla hag þeirra og framfarir, ekki sizt með aðgerðum á sviði verzlunar og annarra við- skipta. Þannig beri að stuðla að jafnari efnahag þjóða i heiminum. 1 umræddri stefnuyfirlýs- ingu er komizt svo að orði, að áður hafi sum þátttökuriki bandalagsins gegnt mikilvægu hlutverki á sviði alþjóðamála, en aðstaðan sé orðin sú, að þau hafi ekki sömu áhrif og áður, nema þau vinni saman og komi i vaxandi mæli fram sem ein heild. Þvi er lögð áherzia á vaxandi samstarf á sviði al- þjóðamála. Til áréttingar þvi var samþykkt sérstök yfir- lýsing i niu liðum, þar sem verkefni þessa samstarfs er að ýmsu leyti nánar skil- greint. Þar er m.a. tekið fram, að æðstu menn bandalagsins skuli hittast sem oftast, og þó einkum á timamótum, þegar viðhorf i alþjóðamálum hvetja til slikra fundahalda. Fullvist má telja, að þessar stefnuyf irlýsingar Kaup- mannahafnarfundarins eigi eftir að verða upphaf miklu nánara samstarfs bandalags- rikjanna á sviði alþjóðamála. Þess sjást nú viða merki á al- þjóðaráðstefnum, að þátttöku- rikin niu eru larin að mynda sérstakan hóp, og að litið er á þau sem slik. T.d. kom þetta i ljós á setningarfundi haf- réttarráðstefnunnar. ÞAÐ gerðist svo rétt eftir Kaupmannahafnarfundinn, aö utanrikisráðherrum banda- lagsins tókst ekki að ná sam- komulagi um hinn fyrirhug- aða þróunarsjóð bandalags- ins, sem öllu réttara mun þó að kalla byggðasjóð, en verk- efni hans á að vera að veita framlög til uppbyggingar i þeim landshlutum þátttöku- landanna, sem taldir eru van- þróaðir. Sérstök nefnd hefur unnið að undirbúningi þessa máls á vegum bandalagsins undir forustu Thomsons, sem er annar fulltrúi Breta i stjórnarnefnd bandalagsins. Bretar hafa bundið miklar vonir við þennan sjóð, þvi aö þeir hafa vænzt þess að geta fengið mikið framlag úr hon- um til uppbyggingar i Skot- landi og Wales. Samkvæmt til- lögum þeirra átti. sjóðurinn að fá til umráða næstu þrjú árin þrjá milljarða reikningsein- inga, eða sem svarar 22.3 milljónum danskra króna. Thomsonsnefndin skar þetta niður i 2.25 milljarða reikn- ingseininga, eða sem svarar 7.5 milljörðum danskra króna. Afstaða þeirra byggist m.a. á þvi, að þeir yrðu að leggja fram mest til sjóðsins. Þá eru þeir einnig ósammála Thomsonsnefndinni um, hvaða landshluta beri að telja vanþróaða. Vestur-Þjóðverjar telja aðeins Italiu, trland og Bretland (vegna Skollands og Wales) eiga rétt á framlög- um úr sjóðnum. Thomsons tel- ur hins vegar, að viss svæði i Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi séu vanþróuð, auk Norð- ur-Jótlands og Grænlands. Þessi ágreiningur varð þess valdandi, að samningar um stofnun sjóðsins fóru út um þúlur á utanrikisráðherra- iundi, sem haldinn var rétt lyrir jólin. Aðaldeilan var milli Breta og Vestur-Þjóð- verja. Af þessu draga ýmsir blaðamenn þá ályktun, að illa gangi að jafna ágreiningsmál innan bandalagsins. Undan- l'arið hafa Bretar og Vestur- Þjóðverjar unnið að þvi á bak við tjöldin að jafna þennan ágreining. Liklegt þykir, að Vestur-Þjóðverjar hafi nú sér- stakan áhuga á þvi, þar sem þeir tóku við formennsku i ráðherranefnd bandalagsins nú um áramótin, og gegna henni næstu sex mánuðina. Stórblaðið Times vekur ný- lega athygli á þvi, að raun- verulega beri ekki eins mikið á milli og ýmsir ætla, þar sem Bretar fengju um 40% af framlögum sjóðsins sam- kvæmt þýzku tillögunni, en 25% samkvæmt Thomsonstil- lögunni. Sé hins vegar farið eftir þýzku tillögunni, fá Frakkar og Danir ekki neitt, og gæti það valdið nýjum ágreiningi. Það er hins vegar Bretum metnaðarmál að fá sem mest, þar sem talið er, að hingaö til hafi þeir tapað á þátttökunni í Efnahagsbanda- laginu. Liklegt má telja, að deila þessi jafnist með málamiðlun fyrr eða siðar. Hún sýnir vel, að það tekur sinn tima að koma á jafn viðtækri sam- vinnu og stefnt er að með Efnahagsbandalaginu. En þrátt fyrir allt miðar alltaf nokkuð i sameiningaráttina. Þ.Þ. ---- --- --- — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.