Tíminn - 10.01.1974, Síða 14

Tíminn - 10.01.1974, Síða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 10. janúar 1974 geimnum, sem við köllum jörð. Oft virtist hann bera ljáinn niður þar sem engan grunaði að hann gerði það, eins og þegar Ella lézt ung að árum eða þegar Elisa féll i valinn en nýfæddur sonur hennar grét án þess að vita neitt um það. En oftast réði hið gamla lögmál sláttumannsins, að hinir gömlu dóu. Sumum virtist dauðinn þó gleyma. Constance frænku t.d. Hún hugsaði oft með sér að i rauninni væri líf hennar tilgangs- laust með öllu, þvi að hún gerði ekkert gagn. Móðir hennar var löngu látin. Júllus frændi og Hanna líka, svo að ekki sé minnzt á bróður hennar og konu hans, sem bæði dóu tiltölulega ung að árum — og svo auðvitað frænkur hennar sem létust i hárri elli en þeim hafði hún ætið reynt að vera góð. Auðvitað lifði unga fólkið enn, fyrst og fremst Manúela og litla dóttir hennar. Manúela var henni ákaflega góð og Constance þótti firna vænt um barnið, Helle litlu. Constance var mjög i mun að vera ekki fyrir og þess vegna hafði hún ekki verið um kyrrt heima hjá Manúelu eftir að hún giftist, þvi að hún var feimin, jafnvel dálitið hrædd við Jan, þótt hún kynni vel að meta hann. Hann var nýtizkulegur. Hugsanir hans og hugmyndir virtust heimi hennar og tima svo framandi og auk þess var hann svo einrænn og þungur á bár- unni og hafði verið það allt frá barnsaldri eins og Fritz — þótt þeir væru ólikir að öðru leyti. Constance var dálitið hrædd við hann, þvi að hún skildi hann ekki. Hún hugsaði oft um það hvort Manúela væri fullkomlega hamingjusöm með honum. Hún vonaði að svo væri. Manúelu hafði lika þótt mjög vænt um Fritz en það var samt gott að hún hafði fengið þann yngri þeirra. Fritz lokaði sig alveg inni i stóra húsinu sinu, las og skrifaði og hitti fáa. Jan var þó félagslyndari, þótt alvörugefinn væri. Hann átti sér svo mörg áhugamál og hitti þess vegna marga, sem virtust hafa miklarmætur á honum. Sumar af hugmyndum Jans fannst Constance að væru i uppreisnar- gjarnra lagi, jafnvel „rauðar” eins og fólk kallaði það. Heima- fyrir vildi hann vera einráður. Oft vorkenndi Constance Manúelu, þótt hún kvartaði aldrei. Nei, það varð að segja Manúelu til hróss að hún kvartaði aldrei undan skaplyndi Jans sem virtist vera svipað og Fritz. t rauninni var Constance orðin mjög einmana siðustu árin þvi veikindi Jean Pierres tóku allan tima Lenu, svo að hana sá hún sjaldan, blessunina, — og ekki gat hún orðið henni að liði, þótt hún fegin vildi. Æ já, hugsaði Constance, þegar hún sat i stofunni sinni, sem var alveg eins það herrans ár 1898 og þegar hann Edward hennar bað hennar fyrir 50 árum, æ já, ég vildi óska þess að Herrann færi nú að taka mig til sin, þvi að ég er hvort sem er ekki til neins gagns og hef aldrei verið... En svo tók hún i hnakka- drambið á sjálfri sér. Nei, hún ætlaði ekki að vera bitur, siður en svo, enda hafði hún margt að þakka fyrir. Fyrst og fremst árin, sem hún hafði haft Manúelu hjá sér, þeim mátti hún aidrei gleyma. Og svo hafði henni veitzt sú gleði að fá að vera móður sinni stoð og stytta i ellinni. En nú var þessu öllu lokið. Constance fannst sem tið hennar væri á enda runnin og óskaði þess innra með sér að „Drottinn gleymdi henni ekki alltof lengi”. En það fór nú samt svo að Drott- inn mundi fyrst eftir Jean Pierre. Jean Pierre sofnaði að eilifu eina haustnóttina. Siðustu árin hafði Lena þurft að gæta hans eins og litils barns. Hún varð að hafa auga með þvi að hann borðaði matinn sinn, þvi að annars snerti hann ekki á honum og svipaða sögu var að segja af fataskiptum, þvotti og rakstri og i rauninni öllum likamlegum þörf- um hans. Þunglyndið, sem hafði þjakað hann fyrstu árin eftir lát Ellu og sjálfsásakanirnar og hinar eilifu vangaveltur hans um syndina og hegninguna, hinn blinda og miskunnarlausa leik tilviljunar- innar með örlög mannanna, hið blóðuga óréttlæti, sem olli þvi að sumum var refsað grimmilega fyrir gerðir sinar en aðrir sluppu refsingarlaust, þótt þeir hefðu framið hin mestu ódæði — allt þetta hafði smám saman breytzt i sljóleika, svo að hann virtist ekki verða þess var hvað gerðist umhverfis hann. Hann lifði i sinum eigin hugarheimi. t upp- hafi þessa sljóleika ástands hafði hann þó gælt við hinar mörgu hugmyndir sinar og tilraunir, án þess þó að það leiddi til neins og um leið gekk hann um gólf og talaði við sjálfan sig eða annað fólk sem aðeins Lena vissi hversu nátengt var honum. Jan var samt farið að gruna margt. Hin börnin gerðu sér ljóst, að faðir þeirra sem var svo góðum gáfum gæddur, væri orðinn geðveikur, og það fékk mjög á þau. Lena bar kross sinn með þolin mæði. Hún annaðist Jean Pierre, sem hún hafði elskað svo mjög i æsku sinni, vegna glæsileika hans, með þeirri bliðu og tryggð, sem henni var eiginleg, þótt hann væri nú gamall, grár og lotinn. Lena var þeirrar skoðunar að allt I veröldinni þyrfti að borga fyrr eða siðar. Hamingja eins og sú, sem hún hafði notið með Jean Pierre varð að greiðast og greiðast dýru verði. Það var eitt lögmála lifsins. Sá, sem aldrei hafði notið hinnar dýpstu gleði og hamingju hafði heldur enga skuld að gjalda. Constance t.d. Gleði- og áhyggjuefni hennar höfðu ætið verið litilfjörleg, allt lif hennar hafði verið grátt og tilbreytingar- litið. En var það betra? Nei, Lena var ekki þeirrar skoðunar.Hún greiddi fúslega fyrir hina miklu hamingju, sem hafði fallið henni i skaut á fyrstu hjónabandsárunum, þótt gjaldið væri hátt. Enn elskaði hún Jean Pierre og hún hélt styrkri hendi um stjórnvöll heimilisins, þótt oft blési kaldan. . Svo var guði fyrir að þakka að börnin voru komin á fullorðinsár. Edvard var kvæntur og hafði nóg að gera sem yfirréttarlög- fræðingur. Victor kenndi klassiska heimspeki i háskólanum. Hann var fluttur að heiman, þótt hann væri ekki kvæntur. Og Jan átti Manúelu að. Engin tengdamóðir gæti óskað sér betri tengdadóttur, enda hafði Lena miklar mætur á henni. Þá var aðeins Beata eftir. Hún bjó enn heima, en lifði sinu eigin lifi. Hún annaðist nú bókhaldið i stóru vöruhúsi og var orðin sjálfstæð kona um þritugt, sem sá um sig sjálf og var næstum aldrei heima, þvi að hún var sifellt á kven- réttindafundum. önnur áugamál átti hún ekki. Lena hafði smám saman sætt sig við lifnaðarhætti dóttur sinnar, sem þeyttist um borgina á reiðhjóli, var stutt- klippt með stifan flibba og bindi eins og karlmaður og reykti vindla. Beata virtist njóta þessa, sagði Lena við sjálfa sig og þá sat ekki á henni að vera að fetta fingur út i það. En svo dó Jean Pierre. Hann hafði um nokkurra ára skeið þjáðst af slæmum hósta, sem Jan sonur hans sagði að fylgdi. ellinni og svo kvefaðist hann. t upphafi virtist Lenu engin ástæða vera til ótta. Hún gaf hon- um kamillute, berjasaftog dúðaði hann i bak og fyrir og lét hann halda kyrru fyrir i rúminu, af þvi að hún hélt að það væri honum fyrir beztu. Það hefði hún ekki átt að gera en hún vissi ekki betur og raunar ekki Jan heldur. Hóstinn jókst, slimið safnaðist fyrir i lungunum og hann dó af þvi sem kallaö var lungnabólga. Hann sofnaði svefninum langa með hönd sina i hendi Lenu, en áður en hið sólarhringslanga meðvitund- arleysi, sem var undanfari dauðans náði tökum á honum, var þvi likast sem bráði af honum sljóleikinn, sem hafði þjakað hann hin siðari ár. Hann leit á Lenu og brosti gamla töfrandi brosinu og sagði hljóðlega: — Lená litla, þú hefur verið mér alltof góð og ég verðskuldaði ekki konu eins og þig — þakka þér fyrir... Hún strauk hinum um hrukkótt ennið og sagði: — Nei Jean Pierre, nei — þvi að ég hef alltaf elskað þig. — Og fyrirgefið mér? spurði hann, en röddin var orðin svo veik að hún heyrði vart hvað hann sagði. — Ég hef ekkert að fyrirgefa, Jean Pierre, þvi að þú hefur veitt mér svo mikla hamingju. Jean Pierre sagði ekki fleira. Hann brosti aðeins og af andliti hans stafaði sama ljóma og i æsku hans. Brosið lék um varir hans allt þar til hann var látinn.... Að útförinni lokinni var skotið á fjölskyldufundi. Börnin voru öll sammála um að Lena ætti að búa áfram i húsinu þeirra ef hún æskti þess. Börnin vildu öll, m.a.s. hin þrjóskufulla Beata, varðveita æskuheimilið eins lengi og hægt væri og haga þessu þannig. Lena vildi það auðvitað lika og langaði raunar mjög til þess, en kom samt með mótbárur. Hafði hún i fyrsta lagi efni á þvi? — Auðvitað hefur þú efni á þvi, mamma, þú hefur ekki minna fjárráð, þótt pabbi sé dáinn, sagði Edvard... — Já, en arfurinn ykkar... Edvard leit mynduglega á hin þrjú systkini sin og sagði: — Eg tel vist að við séum öll sammála um að þú sitjir áfram i óskiptu búi, mamma min. Að visu er ekki um neina erfðaskrá að ræða, svo að þeir sem vilja geta krafizt arfsins, en mér finnst.... — Auðvitað sagði Beate og kveikti sér i vindi. Hin létu sér nægja að kinka kolli, þvi að engum hafði dottið annað i hug en að móðir þeirra fengiað njóta peninganna hér eft- ir sem hingað til. Fjárhæðin var heldur ekki sérlega mikil, svo að ekki veitti henni af. — Það er bara eitt, sagði Viktor lágum rómi. Þér finnst kannski einmanalegt i þessu stóra húsi, mamma, og þá datt mér i hug að þú hefðir kannski ekkert á móti þvi að innréttuð væri litil ibúð á annarri hæðinni... — Ekki ókunnugt fólk sem leigjendur — nei, þá vil ég heldur flytja, sagði Lena óttaslegin. — Lofaðu mér nú að tala út, mamma. Ég átti við að þá gæti ég kannsk i fengið þá ibúð leigða. Það þarf bara að flytja fáeinar dyr, það er allt og sumt, sem þarf að gera. Þá getið þið Beate búið á neðstu hæðinni. — Það væri gaman, Viktor minn, en heldurðu ekki að þig mundi iðra þessa... — Nei, ég er orðinn hundleið- ur á að borða á veitingastöðum. Mig er farið að langa i góða mat- inn þinn mamma.... — Já, en ef þú kvænist? — Það geri ég ekki. — Drottinn minn, þú ert enn ungur, Viktor. Það er aldrei að vita... — Jú, það veit ég, sagði Viktor, ég kvænist aldrei og mér finnst 0, fyrirgefðuA /Það er þá satt, að^ þú gerðir mérJ þeir séu á eftir biltvið.-' y þðr. 111 liiil I FIMMTUDAGUR 10. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram lestri sögunn- ar „Villtur vegar” eftir Oddmund Ljone (5). Morgunleikfimi kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Morgunpoppkl. 10.40: Alvin Lee og Mylon Le Ferve syngja. Hljómplötu- safnið kl. 11.00: Cendurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir" eftir Valentfn Katajeff. Þýðandinn, Ragn- ar Jóhannesson cand. mag., les (4). 15.00 M iðdegistónleikar: Christoph Esvhenbach pianóleikari og Köckert- kvartettinn leika Kvintett i A-dúr op. 114 eftir Franz Schubert. Geza Anda leikur á pianó Sinfóniskar etýður op. 13 eftir. Robert Schu- mann. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphronið. 16.45 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Sin ögnin af hverju.a. Smáleik- þættir og samtöl, sem börn flytja. b. „Cosetta”, stuttur kafli úr Vesalingunum eftir Victor Hugo, lesinn af Eiriki Stefánssyni. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir, 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.30 i skimunni. Myndlistar- þáttur I umsjá Gylfa Gisla- sonar. 19.50 Gestir i útvarpssal. Andrej Kersakoff og Jolanda Mríósjnikova frá Sovétrikjunum leika verk fyrir fiðlu og píanó eftir Sarasate. 20.20 Leikrit: „Mannvinur- inn” eftir Christopher Hamton. Þýðandinn: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Sigmundur örn Arn- grimsson. Persónur og leik- endur: Philip: Þorsteinn Gunnarsson. Don: Þórhall- ur Sigurðsson. John: Kjartan Ragnarsson. Celia: Steinunn Jóhannesdóttir. Braham: Gunnar Eyjólfs- son. Araminta: Margrét Helga Jóhannsdóttir. 21.40 Pianólög eftir Schu- mann, Brahms og Chopin. Christoph Eschenbach, Wil- helm Kempff, Geza Anda og Stefan Askenase leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (20). 22.35 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.