Tíminn - 10.01.1974, Qupperneq 19

Tíminn - 10.01.1974, Qupperneq 19
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 19 V Fimmtudagurinn 10. janúar 1974 Vatnsberinn (20 jan.-18. febr) Faröu aö öllu meö sérstakri gát i dag. Þótt þú bramboltir eitthvaö i málum þinum, kemur þaö þér ekki aö neinu haldi, — og gættu þess, aö skapiö hlaupi ekki með þig i gönur. Reyndu aö komast sem átakaminnst i gegnum dagleg störf. Fiskarnir (19. febr.-20. marz) Hafiröu vanrækt eitthvað upp á siökastiö, þá er þetta alls ekki rétti dagurinn til þess aö fara aö hefjast handa i þeim efnum. Ef þú ferö hóglega aö öllu, má vera, að dagurinn veröi þér sæmileg- ur, en alls ekki meir. Hrúturinn (21. marz-19. april) Varstu að láta reita þig til reiði. Ef þú hittir gamlan vin, skaltu varast að brydda upp á nokkru, sem deilum eða sársauka gæti valdiö, og vertu heimaviö i kvöld, sizt af öllu i samkvæmi eða á skemmtistað. Nautiö (20. april-20. mai) Ef þú ert búinn að gera ráðstafanir til að fara i ferðalag, þá láttu ekkert aftra þér, en þurfir þú ekki nauðsynlega aö fara, skaltu halda sem mestu kyrru fyrir. Akir þú sjálfur, skaltu fara sérstaklega varlega, ekki sizt ef eitthvað er aö veöri. Tviburar (21. mai-20 júni) Þú skalt búa þig undir aö fá tiöindi, sem koma ekki allskostar vel við þig. Hitt er annað mál, aö þau kunna að draga dilk á eftir sér, og þaö er ekki vist, að þér falli þau alls kostar illa, þegar öllu er á botninn hvolft. Krabbinn (21. júni-22. júli) Einhvers staðar i námunda viö þig, og telur sig liklega i kunningjahópi þinum, er aðili, sem hef- ur skrökvað upp á þig, og er hætt við þvi, að i dag berist þér eitthvað varðandi það til eyrna. Ekki skaltu þó búast við, að sannleikurinn komi strax i ljós. Ljónið: (23. júli-23. ágúst.) Einhver viðskipti, sem þú stendur i, fara öðru visi en til var ætlazt, enda mest likindi til, að lögð hafi verið fyrir þig einhvers konar gildra, sem þú hefur gengið i. Spurningin er, hvort þú ert nógu snjall til að losna af eigin rammleik. Jómfrúin (23. ágúst-22. sept.) Það getur stundum verið gott að hafa það hug- fast, að maður er ekki alltaf sanngjarn i dómum sinum og gerðum, og þér hættir til að brjóta af þér i þessum efnum, og það talsvert alvarlega, i dag — ef þú ferð ekki að öllu með gát. Vogin (23. sept.-22. okt.) Þú skalt ekki láta mikið fara fyrir þér i dag. Þú ert þvingaöur i framkomu við vinnufélaga þina út af einhverju, sem komið hefur fyrir, — en þetta er ekki rétti dagurinn til að kippa i liðinn. Það yrði of sársaukafullt. Sporðdrekinn (23. okt.-21. nóv.) Óvæntir atburðir gerast i dag, og svolitið erfitt er að átta sig á honum. Þú færð óvæntar fréttir, sem þó er óvist, að verði þér til ánægju, en þaö er ekki vist, að öll kurl varðandi þær komi til grafar fyrr en siöar, — jafnvel löngu siðar. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des) Þetta er ekki þinn dagur, og nú er um að gera að fara að öllu með gát. Þú skalt meira að segja humma fram af þér að borga reikninga, sem komið er með til þin i dag, — þeir gætu verið til orðnir af misskilningi. Steingeitin (22. des.-19. jan) Ef dagurinn veröur þér erfiður, skaltu gæta þin um kvöldið, og þó sérstaklega, ef eitthvað er að veöri. Ef snjóar, skaltu halda þig heima og hafa sem minnst um þig. Slikir dagar koma blessun- arlega sjaldan á ári. Patreksf jörður: Fengu ekki jóla- póstinn fyrr en 6. janúar SJ—Patreksfir-ði — Tiðarfar hefur verið slæmt á Patreksfirði eins og annars staðar á landinu og flugsamgöngur verið bágar. Patreksfirðingar fengu ekki jólapóstinn sinn fyrr en núna á sunnudaginn, en þá komu tvær vélar frá Flugfélagi fslands. Um 150 manns voru veðurtepptir á Patreksfirði eftir áramótin, en eitthvað af fólkinu komstmeð tog- ara til Reykjavikur áður en flug- samgöngur komust i eðlilegt horf. Fimm bátar frá Patreksfirði eru nú byrjaðir á vertið og komu þeir með frá 4 og upp i 8 lestir s.l. mánudag.Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði var á sildveiðum i Norðursjó fram i miðjan desember, en er nú á útilegu með linu og siglir sennilega með afl- ann. Reglugerðir og nefnda- skipanir FRA 1. janúar 1974 tóku gildi eftirfarandi reglugerðir gefnar út af heilbrigðis- og trygginganiála- ráðlierra. segir i frétta- tilkvnningu frá heilbrigðisráðu- neytinu: 1. Reglugerð um starfsmannaráð sjúkrahúsa. 2. Reglugerð um lyfjaeftirlit rikisins. 7. Reglugerð um landlækni og landlæknisembættið. 4. Reglugerð um leyfi til vátrygg- ingastarfsemi og skráningu i vá- tryggingafélagaskrá. 5. Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 7/1964 um iðgjöld slysatrygginga. 6. Reglugerð um iðgjöld atvinnu- rekenda til lifeyrisdeildar almannatrygginga. árið 1974. Þá hefur ráðherra skipað i eftirfarandi nefndir: 1. Tryggingaeftirlit: Erlendur Lárusson, tryggingafræðingur, formaður, Haraldur Steinþórs- son. kennari. og Ragnar Aðal- steinsson, hrl. 2. Stjórnarnefnd rikisspitalanna: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, formaður, Gisli Blöndal. hag- sýslustjóri. og Margrét Margeirs- dóttir, félagsráðgjafi. varamenn: Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri varaformaður, Orn Marinósson, deildarstjóri og Guðrún Helgadóttir. deildar- stjóri. Starfsmennaráð rikisspitala kýs 2 menn til viðbótar og 2 varamenn i stjórnarnefnd. 3. Nefnd til að meta hæfni um- sækjenda um læknisstöður: Óiafur Olafsson, landlæknir, formaður. Guðmundur Jóhannes- son, læknir, tilnefndur af Lækna- félagi Islands og Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, læknir, til- nefndur af læknadeild Háskóla ts- lands. j—iii 591 Akureyri Fundur Framsóknarfélaganna verður n.k. mánudag, þann 14. janúar, kl. 8.30 e.h. á Hótel KEA, niðri. Ingvar Gislason, alþingismaöur, verður frummælandi. Aðrir þingmenn flokksins i kjördæminu mæta á fundinn. Stjórnir félaganna. Tíu menn fá A-bandalagsstyrki ME.NNTAM ALAK ADUNKYTH) hefur úthlutaö fé þvi, er kom i hlut lslendinga til ráðstöfunar til visindastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins á árinu 1973. Umsækjendur voru 3(1, og hlutu 10 þeirra styrki, sem hér segir: 1. Gissur Pétursson augnlæknir, 100 þúsund krónur til að kynna sér barnaaugnlækningar o.fl. við háskólasjúkrahúsið i Little Rock i Arkansas i Bandarikjunum. 2. Guðmundur Valur Magnússon B.A. Hon., 100 þúsund krónur, til framhaldsnáms i sálfræði við Birkbeek College i London. 3. Halldór Halldórsson læknir, 50 þúsund krónur, til að kynna sér gigtlækningar við sjúkrahús i lieinola i Finnlandi. Sinfóníuhljómsveitin: Askenazy stjórn- ar í kvöld SJÖUNDU reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands hinir næstsiöustu á þessu misseri verða haldnir i kvöld i Háskóla- biói og hefjast klukkan hálf-niu. Vladimir Askenazy vcrður stjórnandi, en einleikari John Williams gitarleikari. A efnisskránni verða sinfónia nr. 1 eftir Prokofieff, fatasia fyrir gitar og hljómsveit eftir Rodrigo og Manfreð-sinfónian eftir Tsjækoffski. Vladimir Askenazy stjórnaði sinfóniuhljómsveitinni fyrst i desember 1971 og siðan aftur i april 1973, og enn fremur á Minni- Borg 1972 og 1973. Húsafell: Fullskipað í húsin næsta sumar AD SÖGN Kristleifs Þorsteins- sonar á Húsalelli er nú alveg fullskipað næsta sumar i hús þau, sem liann leigir út á Húsafelli. Einnig má hcita fullskipað yfir páskana, en þó er áætlað að liafa skiöalyftuna i gangi og verður mönnum gefinn kostur á ferðum á Langjökul. Ef vel viðrar að vetrinum dveljast alltaf einhverjir i húsun- um um helgar. Um áramótin dvöldust þar fjórar fjölskyldur. S.l. sumar dvöldust um 7000 manns f leiguhúsunum á Húsa- felli, en þau eru milli 20 og 30. Verð á gistingu er frá 600 krónum, en lúxushúsnæðið á 2500 krónur og er þá innifalið i veröinu aðgangur að sundlaug og böð. — gbk. Einleikarinn að þessu sinm, John Williams, er fyrir löngu orð- inn einn þekktasti gitarleikari samtimans og er islenzkum hljómleikagestum i fersku minni frá tónlistarhátiðinni árið 1972. 4. Magnús Jóhannesson B. Sc., 100 þúsund krónur, til að vinna að rannsóknaverkefni varðandi oliu- mengun við háskólann i Manchester i Bretlandi. 5. Ófeigur J. Ófeigsson læknir, 100 þúsund krónur, til að sækja al- þjóðlegt læknaþing um bruna- skemmdir i Buenos Aires og flytja þar erindi um rannsóknir sinar á meðferð brunasára. 6. Dr. óttar P. Halldórsson verk- fræðingur, 100 þúsund krónur, til að kynna sér, einkum i Banda- rikjunum, aðferðir við mælingar á jarðhræringum og áhrifum þeirra á mannvirki. 7. Páll B. Helgason, læknir, 100 þúsund krónur, til framhalds- náms i endurhæfingar- og orku- lækningum við Mayo Graduate School of Medicine i Banda- rlkjunum. 8. Sveinn Ilallgrimsson ráðu- nautur, 100 þúsund krónur, til framhaldsnáms i búfjárerfða- fræði og kynbótafræði við háskóla i Bandarikjunum. 9. Þórarinn E. Sveinsson læknir, 100 þúsund krónur, til framhalds- náms i krabbameinsrannsóknum við Niels Finsen-stofnunina i Kaupmannahöfn. 10. Orn Guðmundsson tann- læknir, 100 þúsund krónur, til framhaldsnáms i tannlækningum við Björgvinjarháskóla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.