Tíminn - 10.01.1974, Page 20

Tíminn - 10.01.1974, Page 20
g3ðí fyrirgóðan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS MeOal þess, sem skemmdist er sjór kom inn i kjaliara húsa I miö- bænum voru gamlir árgangar af Timanum, sem geymdir voru I kjallara hússins Aöalstræti 7, en sumt af þessu átti eftir aö binda inn. Myndin til hliöar er tekin I kjallara viö Tcmplarasund, og á veggnum fyrir aftan manninn má sjá hvaö sjórinn hefur náö hátt upp á veggina. (Timamyndir: Gunnar). Sjór flæddi inn í kjallara í Reykjavík Klp—Reykjavik — Margir kjallarar í gamla miðbænum i Reykjavik fylltust af sjó i flóðinu i gær og fyrri- nótt. Sumstaðar urðu allverulegar skemmdir á vörum og ýmislegu dóti, sem geymt var i þessum kjöllurum, aöallega, þar sem nýir eigendur höfðu flutzt inn og ekki vitað um þessa hættu. Það er alvanalegt þegar háflæði er, aö sjór komi inn i kjallara i miðbænum, ogerþaö á svæðinu allt frá Tryggvagötu og út I Aðalstræti og jafnvel vlöa I elztu húsunum á þessu svæði. t gærdag mátti sjá dælur í gangi við sum þessara húsa og i öörum var unnið að þvi að koma út vör- um og öðru, sem skemmzt hafði. Ekki er okkur kunnugt um inn i hve marga kjallara flæddi, né hvað tjónið hefur orðið mikið að þessu sinni. LAUSNARGJALDS KRAFIZT FYRIR NIEDERMAYER NTB—Belfast— Maður, sem gat ekki nafns sins, hringdi i gær til Grundig-umboðsins og krafðist lausnargjalds fyrir hinn v-þýzka framkvæmdastjóra Grundig, Thomas Niedermayer, sem rænt var i Belfast fyrir tveimur vikum. All góðar heimildir segjá, aö maðurinn hafi krafizt 250 þús- und punda, u.þ.b. 42 milljóna isl. fyrir Niedermayer, en þaö hefur ekki veriö staðfest. Niedermayer var rænt frá heimili sinu og hefur lögregla haldið uppi itarlegri leit, en án árangurs. 1 fyrrinótt var kveikt i þremur Ibúðarhúsum i Belfast og tvö litil hótel sprengd i loft upp. BREZKA STJÓRNIN SJÁLF VÖLD AÐ ÁSTANDINU — en ekki verkamenn, segir Wilson NTB—London — Edward lleath, forsætisráðherra Breta, sagöi i þinginu I gær, aö þeir 20 þúsund kolanámamenn, sem nú vilja hærri laun, muni eyöileggja land- iö, ef þeir haldi áfrani að þvinga fram kröfur sinar. Hann sagöi jafnframt, aö stjórnin ætlaöi alls ekki aö koma til móts við þá. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Harold Wilson, mótmælti Heath harðlega og sagði að stefna stjórnarinnar i málinu væri sú, að kenna námaverkamönnum um allt, sem aflaga færi þessa dag- ana og reyna að beina almenn- ingsálitinu gegn þeim. — Stefna stjórnarinnar hefur ekki beinzt i þá átt, að reyna að komast að samningum og nú situr hún föst i þvi feni, sem hún hefur sjálf álpast út i, sagði Wilson. Neðri deild brezka þingsins var kölluð á aukafund i gær til að ræða ástandið i landinu, sem Heath kvað hið alvarlegasta siðan á striðsárunum. Heath sagði i ræðu sinni, að stjórnin mundi ekki vikja frá ætl- an sinni að halda i verðbólguna og ef komið yrði til móts við kröfur kolanámamannanna. væri það að bregðast trausti milljóna annarra verkamanna, sem stæðu með stjórninni og heimtuðu ekki hærri laun. Friðardúfan Kissinger enn á ferð með tillögur um aðskilnað Súez-herjanna NTB—San Clemente og Kairó — Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, mun heimsækja Israel og Egyptaland nú i viku- lokin til að ræða tillögu Israels- manna um aðskilnað herja land- anna við Súez-skurðinn. Það var talsmaður Nixons forseta, sem tilkvnnti þetta i gær. Kissinger og nokkrir háttsettir embættismenn munu fljúga frá Washington i nótt. Nixon hefur tilkynnt Sovétrikjunum, Wald- heim og bandalagsrikjum i Evrópu um ferðalag þetta. Kissinger og Sadat Egypta- landsforseti munu hittast i bæn- um Aswan og ræddi Sadat við Fahmy, utanrikisráðherra sinn i gær um undirbúning fundarins. Þetta er i þriðja sinn á þremur mánuðum, sem Kissinger kemur til Egyptalands og er tilgangur- inn nú að reyna að flýta viðræð- unum i Genf, þannig að hægt verði að fara að snúa sér að mikilvægum stjórnmálalegum málum. Hershöfðingjar Egypta og Israelsmanna áttu með sér klukkustundar fund i Genf i gær og verður sá næsti á þriðjudag- inn, þar sem þeir vilja biða og sjá til á meðan, hvað Kissinger hefur að segja. Israelskar heimildir i Genf segja, að tsraelsmenn séu fúsir til að kalla heri sina til baka að stað 30 km austan Súezskurðar, ef Egyptar fjarlægi skriðdreka- sveitir sinar af austurbakkanum og opni skurðinn fyrir umferð skipa. Egyptar krefjast þess hins vegar, að Israelsmenn fari til fjallaskarðanna og að þeirra eig- in skriödrekar fái að vera áfram á austurbakkanum. Bandariski ambassadorinn i Kairó ræddi i fyi;radag við Fahmy, skömmu eftir að hann kom frá Washington. Segja áreiöanlegar heimildir, að bandariska stjórnin sé að hluta sammála tillögum Israelsmanna, en vilji þó gera einhverjar breytingar, ef þær mættu verða til að Egyptar samþykktu tillög- urnar. Aukinn vörður um alla flugvelli NTB—London— Hermenn og lög- regla halda enn vörð um flesta stæistu flugvelli V-Evrópu, vegna hættunnar á þvi, að palestinskir skæruliðar reyni að skjóta niður farþegaflugvélar með sovézk- smiðuðum SAM-7 flugskeytum. Heimildir brezku leyniþjónust- unnar segja, að alls hafi niu slik- um eldflaugum verið smyglað til V-Evrópu undanfarið og sé ætlun- in að skjóta þar niður farþega- flugvélar. Talið er liklegast, að hryðju- verkamennirnir muni láta til skarar skriða i löndum, þar sem félagar þeirra sitja i fangelsum eftir misheppnuð flugrán, eða i löndum, sem standa meö tsrael. Samkvæmt athugunum, sem UPI hefur gert, er það aðeins við Helsingfors-flugvöll, sem engar varúðarráðstafanir hafa verið Fjórar sprengjur í flugvél NTB-Paris — Fjórar bréfa- sprengjur fundust um borð i flugvél frá TWA i gær, eftir að vélin lenti i Paris. Voru sprengjurnar strax geröar óvirkar. Flugvélin var aö koma frá Heathrow i London og fengu starfsmenn þar tilkynningu um sprengjurnar, þegar vélin var lögð af stað þaðan. Þegar var tilkynnt til Orly-flugvallar og þar voru gerðar varúðarráðstafanir. Til London kom vélin frá Los Angeles og San Fransisco. gerðar. Aukinn vörður er við alla stóra velli i V-Evrópu og á nokkr- um stöðum eru skriðdrekasveitir tiltækar. Mestar eru ráðstafan- irnar við Heathrow. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Hdteigsvegur AAelar Löndin Laugarnesvegur Efstasund Skipasund Skerjaf jörður Bragagata SÍAAI 1-23-23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.