Tíminn - 19.01.1974, Page 11

Tíminn - 19.01.1974, Page 11
Laugardagur 19. janúar 1974. TÍMINN 11 Omsjón: Alfreð Þorsteinsson Þróttarar leggja land undir fót Þróttarar leggja land undir fót um helgina. Þetta topplið 2. deildar keppninnar i handknatt- leik, leikur tvo leiki á Akureyri, viö KA í dag og Völsunga á morgun. Með því að sigra í báð- um leikjunum og koma með f jögur stig aftur til Reykjavíkur, styrkja Þróttarar stöðu sina í 2. deild gifurlega. Liðið hefur nú fjögurra stiga forustu ideildinni, hefur ekki tapað leik. Sex leikir verða leiknir i 2. deild um helgina, og verða þeir sem hér segir: LAUGARDAGUR: Akureyri, kl. 4.30: Völsungur KA Leika á Akureyri um helgina Markakónga- emvigi Þegar Axel Axelsson og Einar Magnússon mætast í leik Fram og Víkings á morgun SUNNUDAGUR: Akureyri kl. 2: KA Völsungur Njarðvik kl. 3.30: Keflavik Fylkir Þróttur FYLKIR Þróttur KR Seltjarnarnes kl. 4.30: Breiðablik Grótta Suður- nesja kylf- ingar verð- laun- aðir Golfklúbbur Suðurnesja efnir til kvikmyndasýningar og verðlaunaafhendingar fyrir mót á vegum klúbbsins s.l. sumar, i Framsóknarhúsinu i Keflavik á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Sýnd verður nýleg mynd frá golfkeppni á trlandi og afhent verðlaun til sigurvegara i innanfélagsmótum á vegum klúbbsins. Eru allir félagsmenn beðnir um að mæta, svo og þeir Keflvikingar og fleiri, sem áhuga hafa á að kynnast starf- semi klúbbsins og golfiþrótt- inni. Stjórnin. Reykjavíkurmeistarar REYKJAVÍKURMEISTARAR KR ....I innanhúsknattspyrnu 5. llokks. Standandi frá vinstri: SigurOur Björnsson, Ingimar Isagsson, Stefán Arnarsson, Helgi M. Þorbjörnsson, Willum Þ. Þórsson og Atli Helgason, þjálfari. Fremri röð: Guðmundur Albertsson, GIsli Felix Bjarnason, Jón G. Bjanason fyrir- liði og Ólafur H. ólafsson. (Tlmamynd Róbert) Taplausu liðin í sviðsljósinu Þrír þýðingarmiklir leikir í I. deild kvenna á morgun Valur, Fram, Armann og FH, öll tapiausu liðin í 1. deild kvenna í hand- knattleik, verða í sviðs- Ijósinu á morgun. Is- landsmeistarar Vals leika þá gegn Ármanni i Laugardalshöllinni, og má þar búast við baráttuleik. Einnig má búast við hörkuleik, þegar FH mætir Fram í íþróttahúsinu i Hafnar- firði. Þessi fjögur lið koma til með að keppa um íslandsmeistara- titilinn i vetur. Þá verður leikinn einn leik- ur i fallbaráttunni á morgun. Vikingur mætir þá Þór frá Akureyri i Laugardalshöll- inni, en þessi tvö lið hafa ekki hlotið stig i 1. deildar keppn- inni. URSLITA- ORUSTAN í BLAKI Tveir toppleikir í dag Crslitaorustan í blaki veröur háö i Iþróttahúsi háskólans I dag. Tveir stórleikir fara þar fram, og verða þeir örugglega spennandi og tvísýnir. Stúdentar mæta UMF Biskupstungna kl. 14.00, og strax á eftir leika Reykjavíkurmeistarar Vikings við Laugdælinga. Þessi fjögur lið eru nú okkar langbeztu hlaklið, og eru leikir þeirra ávallt spennandi og vel leiknir. Markakóngaeinvígi verður á morgun i Laugardalshöllinni, þegar Víkingur og Fram mætast í 1. deildar keppninni i handknatt- leik. Þá munu þeir Axel Axelsson (49 mörk) og Einar Magnússon (47 mörk) leiða saman hesta sina. Þetta eru tveir skothörðustu hand- knattleiksmenn okkar, og verður örugglega spennandi að fylgjast með þeim, þegar Vikingur og Fram mæt- ast i Laugardalshöllinni. Vikingur vann Fram i skemmtilegum leik i fyrri umferð islands- mótsins, en nú er Fram- liðið í ham, og hafa leik- menn liðsins örugglega hug á að hefna sin. Annað kvöld verður einnig leikur á milli Armanns og Þórs frá Akureyri. Þessi lið eru i fallbaráttunni, og verður örugglega hart barizt, þegar þau mætast. Leikurinn hefst kl. 20.15. Armenningar stefna, að þvi að leggja Akureyringana að velli, en eins og menn muna, sigruðu Þórsarar Armenninga fyrir norðan. Það verða þvi tveir spennandi leikir i Uaugardalshöllinni annað kvöld. • • KORFU- BOLTI UM HELG- INA..... Fjorir leikir í I. deild á Nesinu islandsmótinu i körfu- knattleik verður fram haldið í dag. Ármann mætir KR í 1. deildar keppninni i íþróttahús- inu á Seltjarnarnesi kl. 16.00. Strax á eftir leika iS og Valur. Á morgun heldur svo 1. deildar keppnin áfram, og leika þá á Nesinu kl. 16.00 ÍR og UMFN og strax á eft- ir Valur og Ármann. ★

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.