Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 8. febrúar 1974.
Alþingi
vegar var umframgjaldið 1.4
sinnum hærra samtals, en fasta-
gjaldið. Siðan fer þetta hlutfall
stöðugt hækkandi. Arið 1973
byggt á upplýsingum fyrir hálft
ár, eru umframgjöld á höfuð-
borgarsvæðinu nokkurn veginn
þau sömu og fastagjöld, en i
dreifbýlinu hins vegar eru um-
framgjöldin orðin tvisvar og
hálfum sirinum hærri heldur en
fastgjaldið.
Árið 1972 eru umframgjöldin á
höfuðborgarsvæðinu 1420 kr. á
hvern ibúa, en 2343 kr. á hvern
ibúa í dreifbýlinu, en hækka
siðan, byggt á hálfsárs upp-
lýsingum 1973, upp i 2700 kr á
hvern ibúa i dreifbýlinu. Viða
mun þetta vera hærra. T.d. hef ég
þær upplýsingar frá Isafirði, að
þar munu umframgjöld vera um
3300 kr. á hvern ibúa.
Ég hygg, að þetta nægi til þess
að sýna, að ójöfnuður ermikillog
stafar að sjálfsögðu fyrst og
fremst af þvi, að á höfuðborgar-
svæðinu er safnað saman flest
öllum opinberum stofnunum.
Þangað þurfa allir landsmenn að
leita i rikum mæli og það ætti að
vera skylda þjóðfélagsins, að sjá
þeim öllum fyrir svipaðri aðstöðu
til þess að ná til þessara opin-
beru stofnana. Á höfuðborgar-
svæðinu eru einnig fjölmargar
aðrar þjónustumiðstöðvar, sem
allir landsmenn þurfa að leita til.
Um það var rætt við póst- og
simamálastjóra, á hvern máta
unnt væri að jafna þennan
ójöfnuð, sem ég hef nefnt svo. t
ljós kemur, að erfitt er að ná, án
mjög mikillar fjárfestingar i
langlinu- og skiptistöðvum,
fullum jöfnuði með lands-
mönnum, sem ég fyrir mitt leyti
tel þó vera það markmið, sem
beri að stefna að. Talið er,að
langlinur yrðu svo ofhlaðnar með
slikum fullkomnum jöfnuði, að
þær þyrfti að margfalda frá þvi,
sem nú er.
Sums staðar erlendis virðist að
þessu stefnt. T.d. hef ég þær upp-
lýsingar frá Sviþjóð, að þar hafi
verið samþykkt að simgjöld i
dreifbýliskyldu lækkuð um bað bil
50% að jafnaði og var þá talið, að
þau yrðu svipuð simgjöldum á
þéttbýlissvæðinu i kringum
Stokkhólm. En vera má, að lang-
linukerfi þeirra Svia sé allmiklu
öflugra en okkar og þvi sé þetta
þeim fremur kleift en okkur. Að
vandlega athuguðu máli taldi
nefndin þvi ekki fært að marka
þá stefnu, að fullur jöfnuður
næðist og kemur það fram i
þessari þingsályktunartillögu
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórn að haga endurskoðun
gjaldskrár Landssimans þannig,
að sem fyrst verði náð sem
mestum jöfnuði með lands-
mönnum i kostnaði við notkun
simans og dreifbýli og höfuð-
borgarsvæði beri hlutfallslega
sömu byrði hinna sameiginlegu
heildarsimgjalda. Sérstaklega
ber að stefna að þvi að
1) simgjald innan eins svæðis-
númers eða landshluta verði hin
sömu um land allt.
2) gjöld fyrir simtöl úr dreifbýli
til höfuðborgarsvæðisins lækki
verulega”.
Eins og þarna kemur fram, er
fyrst og fremst um stefnumörkun
að ræða. Við töldum rétt að binda
þá stefnumörkun að verulegu
leyti við endurskoðun á gjaldskrá
Landssimans, sem að sjálfsögðu
þarf annað slagið að fara fram.
Virðist okkur, að við slika endur-
skoðun eigi ávallt að stefna að þvi
að ná vaxandi jöfnuði með lands-
mönnum. Ýmsar tæknilegar
breytingar má jafnframt fram-
kvæma til þess þessi jöfnuður
verði meiri en n% er.
0 Þin^pallur I
3. Verður wiðað ein-
vörðungu við árið 1973 við út-
hlutun fjárins i ár, eða verður
höfundum gefinn klpstur á að
sækja um viðbóttorritlaun
vegna bóka útgefirnia 1972?
Til menntamála^áðherra
um reglur við úthlutuii viðbót-
arritlauna. Frá Hipldóri
Blöndal.
Eftir hvaða reglum var
farið við úthlutun viðbðtar-
ritlauna, og hvað áttu margir
höfundar rétt á viðbótarrit-
launum samkvæmt þeim: a)
árið 1972, b) árin 1970 og 1971?
Concorde
skoða hana nánar á eftir, en hún
fer kl. 16:30.
Concorde fer héðan til Fair-
banks i Alaska. Sagði Ólafur, að
flugtimi hennar þangað væri
áætlaður um 2 klukkustundir, en
þessa sömu vegalengd færi
Boeing 707 t.d. á um 5 timum.
Þessi Concordeþota mun vera
sú, er aðallega er notuð til hinna
mörgu og margvislegu tilrauna út
um allar trissur. 1 þessu tilfelli er
um að ræða tilraunaflug á
Norðurleiðinni svokölluðu, þ.e.
Frakkland-Keflavik-Vestur-
strönd Bandarikjanna. Concorde
þota hefur eigi áður lent hér á
landi.
Þríggja manna áhöfn var með
þotunni, tveir flugstjórar og
vélamaður en auk þess 20 sér-
fræðingar, sem gera alls konar
tilraunir.
Hvenær og hvar þotan rauf
hljóðmúrinn á leiðinni hingað,
vitum við ekki, en alla vega var
ekki ætlunin að slikt yrði yfir
landinu. Trúlega, miðað við
stefnuna, er hún kom hingað,
hefur hún flogið framhjá
Bretlandseyjum og þvi getað
verið yfir hljóðhraða megnið af
leiðinni yfir hafinu.
Flugstjórinn á leiðinni var
André Turcat, en hann var sá
fyrsti, sem flaug Concorde 1969 og
hefur verið aðal-reynsluflug-
maður Concorde frá upphafi.
Hann skýrði frá þvi að fimm-
tán minútur hefðu liðið frá þvi að
vélin rauf hljóðmúrinn þar til hún
náði farflughraða. Á blaðsfðu 8 i
blaðinu i dag er grein, þar sem
fjallað er itarlega um Concorde.
Þar er rakin saga vélarinnar,
greint frá tæknilegum atriðum i
sambandi við hana og grein gerð
fyrir framtiðarhorfum flugvéla af
þessu tagi.
0 Þjóðhátíð
sveit, 6. júli að Reykholti i
Borgarfirði, 20.-21. júli að
Hólahólum á Snæfellsnesi, 21.
júli i Búðardal, 13.-14. júli
Vatnsfirði á Barðaströnd, 6.-7.
júli i Kirkjuhvammi við
Hvammstanga, 23. júni að
Hólum i Hjaltadal, 17. júni i
Ólafsfirði, 20.-21. júli að
Kjarna við Akureyri, 17. júni
að Laugum i Reykjadal, 7. júli
að Asbyrgi i Kelduhverfi, 6.-7.
júli að Eiðum i Eiðaþinghá, 17.
júni á Höfn i Hornafirði, 17.
júni að Sytrastapa á Siðu, 23.
júni að Merkjaá i Fljótshlið, 7.
júli á Selfossi, 2.-7. ágúst i
Vestmannaeyjum, 21. júli i
Hafnarfirði, 20.-21. júli á Rúts-
túni i Kópavogi og 3.-5. ágúst i
Reykjavik.
011 byggðarlög á Vest-
f jarðakjálkanum
standa sameiginlega að
hátiðinni i Vatnsfirði og Múl-
sýslungar allir að Eiðahá-
tiðinni.
Grænl.
við hlaðvarpann hjá okkur er
land sem svipað er ástatt
með”. Sagðist Bjarni vonast
til þess, að styrkur til Græn-
lendinga yrði fastur liður i
fjárhagsáætlun bæjarins.
„Akureyrarbær er eini opin-
beri aðilinn á öllu Islandi, sem
hefur bein samskipti við
Grænlendinga, og það er von
min, að styrkurinn verði þess
valdandi að fleiri aðilar gefi
Grænlendingum gaum. Það er
skammarlegt að rikið skuli
ekki hugleiða þessi mál”,
sagði bæjarstjórinn.
Bæjarstjórn Akureyrar
hefur nú sent bæjarstjórn
Narssak tilkynningu um
styrkinn, en siðan er það
Grænlendinganna að ákveða á
hvern hátt þeir verja upp-
hæðinni.
Sigurður Karlsson viðskipfanemi:
Concorde og
framtíðin
VEGNA þess hve mikill áhugi
er á flugmálum almennt hér-
lendis, hafa menn oft rætt um
Concorde, og heldur þar hver
sinu fram. i grein þessari koma
fram ýmsar staðreyndir um
Concorde, sem flestir, er hafa
áhuga á flugmálum, ættu að
kynna scr.
Sutt saga.
A árunum upp úr 1950 gerði
hin Konunglega flugmálastofn-
un i Englandi rannsókn á mjó-
um delta-væng og hegðan hans i
lofti. Þessi rannsókn varð siðan
grundvöllurinn að frumútliti
Concorde. Svo var það hönnun
arsamkeppni milli British Air-
craft Corporation og Hawker
Siddeley um hina hagstæðustu
eiginleika langdrægrar, hljóð-
frárrar farþega-flugvélar, sem
leiddi til hinnar eiginlegu lýs-
ingar á Concorde. Á flugsýning-
unni i Paris 1961 sýndi Sud-
Aviation likan af svipaðri flug-
vél og var hún kölluð Super-
Caravelle. Næstu 18 mánuðina
fóru fram viðræður milli Eng-
lendinga og Frakka, þar sem
möguleikarnir á samvinnu á
þessu sviði voru athugaðir.
Þann 29. nóvember 1962 var
undirritaður samningur á milli
Englendinga og Frakka þess
efnis,að smiða skyldi 2 flugvélar
og 2 strokka til rannsókna og til-
rauna. Sú vél átti að geta flogið
með arðvænlega hleðslu frá
Paris til New York á Mach 2.2,
sem er rúmlega tvöfaldur hraði
hljóðsins. Á árinu 1964 var
ákveðið að lengja hana og gera
hana hæfa til að fljúga frá
höfuðborgum Mið-Evrópu til
austurstrandar Bandarikjanna.
1 upphafi var ákveðið að vélin
skyldi hafa sæti fyrir 128
farþega, en nú er talið liklegt að
þau verði aðeins 108. Vélin var
skirð Concorde, og er nafnið
bæði enskt og franskt og þýðir
samhugur.
Fyrsta flug Concorde var frá
Toulouse i Frakklandi 2. marz
1969 og var André Turcat
flugstjóri. Þann 26. september
siðast liðinn flaug hún i sýning-
arflugi frá Washington til Paris-
ar á 3 timum 33 minútum. Til
gamans má geta þess, að
Douglas DC-6 hefði þurft 16-18
tima og nútima farþegaþotur
þurfa 7-8 tima, til að fljúga
sömu leið.
Tæknilegar
upplýsingar.
Þegar athugaðar eru tækni-
legar upplýsingar um flugvélar,
ber að geta þess, að um ægi-
legan sæg upplýsinga er að
0 íþróttir
keppnisbann fyrir mútumál, sem
þeir flæktust i fyrir þremur árum.
Þessir fimm leikmenn léku þá
allir með Schalkc 04, og það gerðu
þeir einnig á laugardaginn, nema
Ilans-Jurgen Wittkamp, sem hef-
ur verið seldur til Mönchenglad-
bacli. Sher og Fichter, sem er
fy rrverandi landsliðsmaður,
skoruðu mörk Schalke.
Urslit leikja i „Bundesligunni”
á laugardaginn urðu þessi:
Frankfurt—VfL Bochum 3:1
Wuppertalet—B.Munchen 1:4
Hannover 96—Hamburg S.V. 2:2
W. Bremen—Offenbach 0:2
Schalke
04—Mönchengladbach. 2:0
KölnF.C,—Stuttgard 5:2
Herta Berlin—Fort. Köln 1:1
Duisburg—Kaiserslautern 2:1
F. Dusseldorf—R.W. Essen 3:0
ræða, og vil ég þess vegna
aðeins geta þeirra helztu hérna.
Lengd 203 fét, vænghaf 83 fet,
tómaþyngd 92 tonn, þyngd full-
hlaðinnar vélar 194 tonn.
Vélarnar eru 4 af tegundinni
Rolls-Royce Bristol/Snecma
Olympus og hefur hver vél
38.000 punda þrýsting.
Eldsneytisbirgðir eru 117.000
litrar. Brautarþörf við
lendingu eru 3000metrar og við
flugtak 4000 metrar, og er þá
miðað við heitt og þunnt loft.
Farflughraði er 2.180 kilómetr-
ar á klst. Hámarks-arðhleðsla
er 12.700 kiló.
Concorde hefur átt i erfiðleik-
um vegna hinna miklu
eldsneytisbirgða, sem
farþegaflugvélum er skylt að
hafa til vara, fyrir utan það
eldsneyti, sem notað er á
leiðinni. Hefur þetta leitt af sér
að fækka verður farþegum úr
128 i 108. Talið er mögulegt að fá
þessum reglum breytt Concorde
i hag, en það er enn óvist.
Einnig hefur þurft að lækka far-
flughraðann úr Mach 2.2 i Mach
2.05, til að tryggja 45.000 klst
endingu vélarskrokks.
Aðaltæknivandamál
Concorde er hins vegar
hávaðinn. 1 þann mund er hún
byrjar þjónustu mun hún vera
álika hávaðasöm og Boeing 707
og Douglas DC-8, en mun
hávaðameiri en Tristar, DC-10
og Boeing 747. Nú er verið að
gera ýmsar tilraunir til að gera
hana hávaðaminni, einkum
vegna strangra takmarkana
sem vænta má i framtiðinni.
Frárfesting og rekstur,
1 upphafi var áætlað að verðið
á Concorde til flugfélaga yrði
25-30 milljónir dala. En siðan
hefur margt breytzt og er áætl-
að söluverð hennar i dag 37-42
milljónir dala. Hækkunin stafar
aðallega af auknum rannsókn-
arkostnaði, ófyrirsjáanlegum
verðhækkunum og gengis-
breytingum. Verð hennar er
talið svo hátt og áhættan svo
mikil, að liklegt er, að ýmis flug-
félög muni einungis leigja hana
til skamms tima á meðan
reynsla fæst á hinn eiginlega
rekstrarkostnað.
Færustu sérfræðingar British
Airways telja að Concorde sé
arðvænleg, sé henni flogið með
60% hleðslunýtingu á leiðinni
London-New York, og að
farmiðaverðið sé 15% yfir
fyrsta klassa verði með venju-
legri farþegaþotu. Þá er það
bara að sjá, hversu góð
söluvara hraðinn er.
Eiris og sést á markatölu leikj-
anna, þá er alltaf skorað mikið af
mörkum i „Bundesligunni”, og
það gerir það að verkum, að
áhorfendur flykkjast á leikina,
eins og sést á leik Schalke 04 og
Mönchengladbach, en þann leik
Concorde og
flugfélögin.
Rikisstjórnir Frakklands og
Englands komu þvi til leiðar, að
Air France og Britsh Airways
gerðu pantanir strax i upphafi á
9 vélum samtals. önnur flug-
félög gerðu ekki fastar pantan-
ir, en tryggðu sér forkaupsrétt i
vissan tima. Pan Am afsalaði
sér forkaupsrétti siðasta vor og
fylgdu ýmis önnur bandarísk
fíugfélög þvi fordæmi, t.d. TWA.
Bretar og Frakkar reyna nú sitt
ýtrasta til að selja Concorde.
Siðasta haust var farið i
sýningarferð með hana til
Suður-Ameriku og Bandarikj-
ánna, en engin pöntun fékkst,
aðeins vilyrði fyrir mögulegri
leigu til skamms tima. Yfirleitt
má segja, að hin stóru flugfélög
ætli að biða og sjá, hvernig
British Airways og Air France
gengur að reka hana og hversu
vinsæl hún verður, þegar hún
verður tekin i notk«n vorið 1976.
Þau flugfélög, sem talin eru
liklegust til að panta Concorde i
framtiðinni, eru: Pan Am,
TWA, Japan Air Lines, Braniff
og Eastern.
Concorde og
eldsneytiskreppan.
Hinar öru hækkanir á
flugvélaeldsneyti eru hlutfalls-
lega verri fyrir Concorde en
aðrar farþegaþotur. 1 þessu
sambandi má geta þess, að
Boeing 747 flýgur 32 farþegakiló-
metra á hvern litra af eldsneyti,
en Concorde flýgur aðeins 15
farþegakilómetra á hvern litra.
1 framtiðinni má þó vænta betri
eldsneytisnýtingu af Concorde
vegna tækniframfara. Þegar
Boeing 707 og Couglas DC-8 þot-
urnarbyrjuðufarþegaflug.flugu
þær ca 14-15 farþegakilómetra á
hvern litra, en hafa nú bætt
afköst sin verulega.
Lokaorð.
1 grein þessari hef ég reynt að
lýsa kostum og göllum
Concorde, eins vel og mér er
unnt. Efláust er hægt að bæta
við þetta miklu magni af tækni-
upplýsingum, en óvist að hinn
almenni lesandi hafi áhuga á
þeim. Að lokum vil ég láta það
koma fram, að ég er þess
fullviss, að Bretar og Frakkar
gerðu rétt i þvi að leggja út i
þessa áhættu, þvi að þótt
Concorde komi ekki til með að
borga sig beint, þá mun hið
visindalega framlag hennar
margborga allt fjárhagslegt
tap skattþegna Englands og
Frakklands, sem þegar hafa
veðjað 1.065 milljónum
sterlingspunda á þetta tákn
samvinnu og bræðralags.
sáu 70.600 áhorfendur. Josef
Meynckes, Mönchengladbach, er
nú markhæstur i 1. deildar keppn-
inni, hann hefur skorað 20 mörk.
Gert Muller, markaskorarinn
mikli i B. Munchen, hefur skorað
19 mörk. — SOS.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, sendibifreiðar og
jeppabifreiðar er verða sýndár að
Grensásveg 9 þriðjudaginn 12. febrúar kl.
12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala varnarliðseigna.