Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 8. febrúar 1974. og virtist byggður upp af draumum, þoku og endurminn- ingum. Það var eins og hann bæri með sér innsta sálarlíf tónlistarinnar, og augnaráð og hugsun áhorf endanna var fastbundið honum. Það var eins og f ramkall, þetta hl jóð- lega klapp, sem heyrðist frá dansendunum. Það voru þeir lifandi að kalla hina dauðu fram, og enginn skáld- skapur í heimi megnaði að lýsa þeim sterku, innilegu til- finningum, sem vöknuðu við þetta hljóð. Það þurfti eng- ar útskýringar til að skilja, hvað þétta merkti. Bæði Pet- it, franski læknirinn, og Eiríkur, íslenzki símamaðurinn, skildu allt. En allt í einu var eins og allt skolaðist í burtu í hugsun Eiriks — dansinn og dansendurnir, musterið og garður- inn. Einhver úr mannf jöldanum hafði þrýst sér upp að honum. Það var unga stúlkan f rá ströndinni. Hinar kon- urnar voru líka komnar fast upp að honum. Aðeins andartaki áður hafði karlmaður staðið við hlið hans, og allt umhverfis hafði hann aðeins séð fólk úr bænum og nálægum sveitum. Það var engu líkara en kvenfólkið hefði sprottið upp úr jörðinni, — ef til vill höfðu þær séð hávaxinn íslendinginn gnæfa upp úr mannf jöldanum, rutt sér braut til hans, ef til vill hafði tilvil junin borið þær hingað. En haf i svo verið, var það að minnsta kosti f urðulegt, að unga stúlkan, en ekki einhver hinna, skyldi endilega lenda við hlið hans. Hún var að horfa á dansendurna og virtist alls ekkert taka eftir honum. Hann fann heitan líkama hennar upp við sinn, andardrátt hennar og handlegg, sem snerti hann. Hann þreifaði eftir hendi hennar og tók um hana, án þess, að hún veitti nokkurt viðnám. Fyrst fannst honum eins og það væri hönd látinnar stúlku, eins og hún væri nýdrukknuð og væri ennþá volg. Hann fann holuna í lófanum, mýktina við þumalfingur- inn: hörundið á milli f ingranna var enn undursamlegra viðkomu en á hendi venjulegrar konu, rétt eins og þessi stúlka væri ein af unaðsverum undirdjúpanna. Fingurnir mjókkuðu fram, án þess að vottaði fyrir þykkildi við liðamótin, og neglurnar voru sléttar og hálar. Það er ekkert land undursamlegra til könnunar en hönd konunnar, sérstaklega þegar farið er um í myrkri, og eiganda handarinnar jafnframt sagt frá því, hvaða staðir eru heimsóttir. Þetta er lófinn og þetta er líflínan. En hvað hún hlýt- ur að vera fögur og unaðsleg, ef hún þá segir allan sannleikann. Og þarna er línan, sem segir frá harðasta hjarta í heimi, ekki satt? Jæja, við fáum nú að ganga úr skugga um það. örlagalínan er tvöf öld, því að mín liggur við hliðina á henni, og hérna er ástarhæðin, sem er eina hæð í heimi, sem er þess virði að klífa. Hann stóð og hélt um máttlausa hönd hennar, þegar fingur luktist skyndilega um þumalfingur hans og kreisti hann. Heitasti koss hefði ekki getað sagt meira. Um leið sleppti hann hendi hennar til þess að leggja arminn um mitti hennar, en á samri stundu missti hann af henni. Hún leið út í mannfjöldann. Hann sá höfuð hennar sem snöggvast og reyndi að elta hana, en hinar konurnar öftruðu honum. Þær hafði áreiðanlega rennt grun í ástæðuna til f lótta hennar, og án nokkurs sýnilegs tilgangs vörnuðu þær honum nú þess að komast á eftir henni, og það svo rækilega, að hún var með öllu horf in, þegar hann komst loks framhjá þeim. Hann fór alla leið að hallarhliðinu og gekk siðan hægt til baka. Hún var hvergi sjáanleg. Dr. Petit stöðvaði hann. Læknirinn hafði ekki tekið eft- ir neinu, en var nú orðinn leiður á dansinum. Nú voru dansendurnir teknir að syngja, og meðan þeir gengu út úr musterisgarðinum á leiðinni til hlaupakerranna, heyrðu þeir skærar og klingjandi raddir stúlknanna syr.gja sönginn um foreldrana, sem eru fjendur barna sinna, af því að þeir lofa þeim ekki að unna þeim, sem þeim eru kærastir. Þeir héldu aftur til skipsins í draumaríki japanskrar nætur. Stórar leðurblökur flögruðu framhjá þeim, og uglurnar svifu út úr skóginum yfir akrana. Frá hinu mikla musteri Kúannons gargaði stór fugl á þá, er þeir fóru f ramhjá, og í kvennaþorpinu voru hálfbrunnin blys við dyr húsanna. Það var líka blys fyrir framan dyr ungu stúlkunnar, og Eiríki datt í hug, hvort það myndi hafa verið tendrað af aðdáanda úr hópi mannvesaling- anna í þorpinu. Hann hafði ekki áhyggjur af því. Honum fannst ósjálfrátt, að hún væri hans og að þau myndu hittast aftur og að allt myndi falla i I júfa löð. Hver endalokin yrðu,hvarflaði ekki að honum fremur en það hvarflar að ölvuðum manni, hvernig ölvíman endar. Við símakofann skutu þeir flugblysi og kveiktu á blá- leitu I jósi. Á næsta andartaki sáu þeir, að yf ir tunglskins- lýstan sjóinn barst eldlína, sem breyttist í ótal rauð Ijós. Þetta var svarið. Áður en báturinn kom og þeir héldu af stað út að skip- inu, sagði Eiríkur japanska vininum sínum, að hann hefði hittstúlkuna aftur og nú væri allt í f ínasta lagi. — Hún er engri annari lík, sagði hann. Japaninn hló. IX. Bauja númer 5 — Hann hefur skipt um vindátt! Þetta voru fyrstu orðin, sem Eiríkur heyrði um morg- uninn, þegar hann staulaðist fram úr kojunni. HVELLl G E I R I D R E K I K U B B U R 3J3 Svo ég missi spilaleyfið. i Allt i lagi, þá er ég kominn ] i flug bransann. Jack ||Hammer félagið, manstu? Það er cella. Þú ^vannst, félagið á þetta svindl borð þitt. Hérna. Þetta gerir meira en að greiða | skuldir Hammers. > | ,Ef þér finnst það ekki nóg, hitt umst við i 'Wrettinum. Ætlarðu að láta þá^ fara svona meðþig? Þeir fá- ekki að yfir gefa Las Vegas á lifi yy Pabbi, þú veizt ■ ekki hver hann er, leðahvað hann vi 11 Selduð þið bæ') vkkar vegna .vampýranna?, |Konan min taldi mig á að selja, hún gat ekki sofið, þeg£ þetta sveimaði um nágrennii iliiiiil Föstudagur 8. febrúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Edward German. Pro Artehljómsveitin leikur þrjá dansa við leikritið „Hinrik áttundi” og dansa úr „Nell Gwyn”, Sir Malcolm Sargent stj. Einsöngvarar kór og Nýja sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum flytja þætti úr „Merry England”, Victor Olof stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 útvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum” eftir Jón Björnsson. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (6). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18. 45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Þingsjá.Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 19.45 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir flytur erindi um safnhauga- gerð eftir Niels Busk garð- yrkjustjóra. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Jussi Jalas frá Finn- landi. Einleikari: Arve Tellefsen frá Noregi. a. „Háry János”, svita eftir Zoltán Kodály. b. Fiðlukon- sert nr 1 i G-moll eftir Max Bruch. c. Sinfónia nr. 2 i D- dúr op. 43 eftir Jean Sibeli- us. —Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. — 21.35 útvarpssagan: „Tristan og isól” eftir Joseph Bédier. Einar Ól. Sveinsson islenzk- aði. Kristin Anna Þórarins- dóttir les (2). 22.05 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — sjö- undi og siöasti hluti. Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur með höfundi: Rúrik Haraldsson, Orn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.40 Draumvisur. Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. lllijliii FÖSTUDAGUR 8. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Aö Heiðargaröi. Banda- riskur kúrekamyndaflokk- ur. 2. þáttur. Sáttagjörð. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.20 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Ólaf- ur Ragnarsson. 22.00 Blóðsuga og Madonna. Sænsk mynd um norska málarann Edvard Munch og æviferil hans. Jafnframt þvi sem sagt er frá listamann- inum, er brugðið upp mynd- um af verkum hans og rakin saga þeirra. Þýðandi og þulur Gisli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.