Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 2
2’
TÍMINN
Föstudagur 8. febrúar 1974.
Föstudagur 8. febrúar 1974
Vatnsberin (20. ian.—18. febr.)
Þú skalt rifja upp fyrir þér, hvort þú hafir ekki
fengið tilboð frá einhverjum ættingja þinum ný-
lega, og þú skalt ganga að þvi. Það bendir margt
til þess, að ef þú beitir þér að ákveðnu verkefni,
þá getir þú aukið mjög þroska þinn.
Fiskarnir (19. febr.—20. marz)
Það litur helzt út fyrir, að i dag opnist þér ein-
hver ný leið, sem þig hefur lengi dreymt um.
Það er ekki að vita, nema þú ættir að halda þig
heima i kvöld. Lestur fræðandi bóka er þér mjög
hagstæður um þessar mundir.
Hrúturinn (21. marz—rl9. april)
t dag og i kvöld ættir þú að taka einveruna fram
fyrir samkvæmislifið og mannfjöldann. Sérstak-
lega skaltu taka lifinu með ró, þegar fer að liða
að kvöldi, og huga þá að áhugamálunum eða
tómstundaiðjunni heima fyrir.
Nautið (20. april—20. mai)
Þú kemur á einhvern stað, þar sem þú kynnist
mörgu fólki. Fæst þessara kynna munu vara
nokkuð, en það er þó aldrei að vita, nema þú
kunnir að hafa af þeim einhverja ánægju. Farðu
varlega i fjármálunum — venju fremur.
Tviburar (21. mai—20. júní)
Þú skalt ekki hafa mikið um þig i dag og reyna
aö fresta þvi til morguns, sem þú þarft ekki al-
veg bráðnauðsynlega að gera i dag. Það eru sér-
stakar ástæður fyrir þvi, að þú skalt láta fara
eins litið fyrir þér og þú getur.
Krabbinn (21. júni—22. júli)
Það er rétt eins og þú sért ekki i sem beztu skapi
i dag, og þú munt þó nokkrum sinnum verða að
halda aftur af þér. En það litur nú samt ekki út
fyrir, að þessi dagur hafi sérlega slæm áhrif,
nema þú sleppir þér alveg.
Ljónið (23. júli—23. ágúst)
Þetta er hálf-varhugaverður dagur, sérstaklega
ef þú ert að fara til fundar við ástvin þinn. Þú
gerðir viturlega i þvi að eyða nokkrum tima i
það að lagfæra að nýju verk, sem gengið hefur
úr skorðum, jafnvel þótt ekki sé af þinum völd-
um.
Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.)
Kunningi þinn einhver kemur að máli við þig i
dag, og þú skalt veit þvi eftirtekt, sem hann seg-
ir, þvi að það litur út fyrir, að hann sé að reyna
að opna augu þin fyrir nýjungum, sem gætu orð-
ið þér til bóta við áhugamál þin — á ýmsum svið-
um.
Vogin (23. sept.—22. okt.)
Það er hætt við, að þú verðir fyrir einhverjum
vonbrigðum i dag, sem þú tekur talsvert nærri
þér. Það litur út fyrir, að einhverjar breytingar
verði á næstunni á högum þinum, ef til vill i sam-
bandi við starf, jafnvel flutningar.
Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.)
Allt, sem þú gerir á þessum degi, skaltu hugsa
þig vandlega um, sérstaklega það sem þú skrif-
ar. Samningsgerðir eru sérstaklega varasamar,
og ef þú gáir ekki þvi betur að þér, er hætt við,að
þú verðir fyrir afleitu skakkafalli.
Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.)
Þér hefur verið falið að reka eitthvert erindi, eða
koma fram fyrir einhvers hönd, og þaö tekst þér
alveg með ágætum. Likur eru á þvi, að þú fáir
heimsókn einhvers kunningja þins, sem flytur
þér góð tiðindi.
Steingeitin (22. des.—j-19. jan.)
Þú heldur, að þú getir afkastað miklu meira en
raun ber vitni, og þetta kemur niður á þinum
nánustu, þvi að þú verður úrillur og uppstökkur.
Veltu þessu fyrir þér af fullkominni gagnrýni, og
þá er aldrei að vita, nema þú finnir lausn.
Auglýsið í Tímanum
1 14444 -M
muam
*■ 25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTUIM
Vökustaurar
Einn ábúðarmesti sjónvarps-
þátturinn er VAKA, þar sem
menn stynja undan gáfum og
talað er við „útvalda” listamenn,
eins og heilaga menn. Hver þátt-
ur er þannig eins konar upprisu-
hátið.
Þegar fjallað er um myndlist i
Vöku, skilur undirritaður oft
minnst. Þó skal undanskilinn
Björn Th. Björnsson, sem er
ágætur, þótt skoðanir okkar fari
ekki alltaf I sama farveg, er þvi
illt til þess að vita, að hann hættir
i Vöku.
Þú situr undir lestri og á
skerminum birtist kommi eftir
komma, endalaus röð af heilög-
um mönnum og við þá er oftast
rætt i oflofsstil og fjálgleik. Nú er
það svo, að mér er hjartanlega
sama, hvað sagt er i sjónvarpinu
um listir — á ekki von á neinu af
viti, þvi ég er vist orðinn gamall
SAMVIRKI
AA/s Hekla
fer frá Reykjavik fimmtu-
daginn 14. þ.m. vestur um
land i hringferð.
Vörumóttaka:
mánudag, þriðjudag og
miðvikudag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Sigiu-
fjarðar, óiafsfjarðar, Akur-
eyrar, Húsavikur, Raufar-
hafnar, Þórshafnar, Bakka-
fjarðar, Vopnafjarðar og
Borgarfjarðar.
HALLDÓEI
Skóla vörðustig 2 — Simi 1-33-34
(43) og sit oftast einn i minu
myrkri og „sem” persónur, sem
eru svo hræðilega gamaldags að
þær hafa ekki einu sinni
getnaðarlim út úr bakinu eins og
barnið hafði hjá honum þessum,
sem kom seinast og eldaði bækur.
(Hann var nú annars skemmti-
legur). Það skiptir mig i rauninni
engu máli hvað kommar skrifa og
hvernig kommar mála. Það heitir
formyrkvun.
En það má brýna deigt járn svo
biti. Reykjavikurborg tekur niður
málverk af snögum útum allt og
hengir upp á Kjarvalsstöðum. Til
þess arna voru fengnir þrir
menn: Einar Hákonarson, Guð-
mundur Benediktsson, og Sigur-
jón Ólafsson. Þessar myndir
hafði borgin keypt, þegið að gjöf,
ellegar tekið upp i skuldir á lög-
boðnum gjöldum, þvi listamenn
greiða lika opinber gjöld — og
eiga að gera.
Satt að segja þá undraðist ég,
er ég sótti þessa sýningu, hversu
góða mynd hún gaf málaralist
seinustu áratuga. Þarna voru
þeir allir: Jón Stefánsson,
Asgrimur Jónsson, Höskuldur
Björnsson, Engilberts, Kristin
Jónsdóttir, Júliana Sveinsdóttir
og meistari Kjarval svo hinum
megin I húsinu með ef til vill
sina mestu dýrgripi. Það sem
maður undraðist þó hvað mest.
var hversu góð eintök borgin átti
af verkum þessara látnu snill-
inga. — Svo voru abstrakt-
mennirnir, sem nú eru liklega aö
verða gamlir lika og þvi ef til vill
ekki móðins lengur, Þorvaldur
Skúlason, Valtýr Pétursson,
Jóhannes Jóhannesson, Kristján
Daviðsson, Karl Kvaran, Kjartan
Guðjónsson og Svavar Guðnason.
Lika margir aðrir, sem ekki er
hægt að nefna hér — og svo allt
unga fólkið, Súmarar og
sýningarhópurinn frá þvi i fyrra
vetur, Einar Hákonarson,
Sigurður örlygsson, Magnús
Kjartansson, Þorbjörg Höskulds-
dóttir og fleiri og fleiri.
Reykjavikurborg hefur keypt
og eignazt myndir á löngum tima.
Hún hefur reynt margt til að
hlynna að listum, ekki þá sizt
myndlist, og nú er borgin
gagnrýnd harðlega og ómaklega i
sjónvarpinu fyrir listaverka-
kaupin, af þvi að sýningin gefi
ekki rétta mynd af „formbylting-
unni” i myndlist á Islandi. Það
getur vel verið að þeir i VÖKU
haldi að tslendingar hafi fundið
upp abstraktið, eins og maðurinn,
sem hélt að Borgfirðingar hefðu
fundið upp kartöflurnar! Ég skal
að visu taka undir það, að borgin
mætti eiga meira af málverkum
Þorvaldar Skúlasonar, meira af
málverkum eftir alla mögulega
menn, en hræddur er ég um að
„nefnd sérfræðinga” myndi litið
bæta úr. Visast þar t.d. til lista-
verkakaupa Listasafns tslands,
þar sem hver tekur i nefið á
sjálfum sér. (Að visu er farið með
þau listaverkakaup, eins og
mannsmorð) og ekki hefur sú
„sérfræðinganefnd” tryggt það,
að „keypt væri grafik” þvi meðan
hundruðum þúsunda hefur verið
varið til kaupa á málverkum, til
að sanna „formbyltinguna” og
varðveita hana, hefur verið keypt
grafik eftir útlendinga fyrir nokk-
ur þúsund krónur, og ef farið er
tvö til fimm ár aftur i tlmann, má
telja grafikmyndir eftir islenzka
listamenn á fingrum sér og
þúsundirnar lika. Guð forði þvi
Reykjavikurborg frá enn einni
sérfræðinganefndinni af þessu
tagi!
Þá vil ég einnig mótmæla
árásinni á Ásmund Sveinsson
myndhöggvara, sem var
smekkleysa.
Að lokum vil ég þakka aðstand-
endum sýningarinnar fyrir ágæta
vinnu og þá auðvitað þeim, sem
valið hafa myndirnar á sýning-
una, nefndinni. Ég er lika sam-
mála um það, að „Þytur”, hin
fræga mynd Þorvaldar Skúla-
sonar átti þarna ekki heima. Hún
hangir fyrir augum þúsundanna
og enga opinbera mynd á tslandi
ber eins oft fyrir sjónir manna,
þvi hún er hengd upp á bezta stað
i Laugardalshöllinni, þar sem
hundruð þúsunda sjá hana á
hverju ári, og hefur hún nú
eignazt álika marga vini og
sápuklukkan á Lækjartorgi.
Sýningin er borginni til mikils
Sóma. Jónas Guðniuiidsson.
Fyrstir á
morgnana
HVERAGEROI
•nnheimto Tímons f Hv®
Simi 4225. nveragerð/.
blo8ið fromvegis verðo
Hl haupenda doje^
pjwíiiÍiÉiÍllilÍ^ ^