Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. febrúar 1974.
iTÍMINN
9
iiíliinlllliii
B
Þjóðaratkvæði
skilnað á Ítalíu
um
Italir eru að búa sig undir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Liklega
fer hún fram fyrsta sunnudaginn i
mai og efnið eru hin umdeildu
hjónaskilnaðarlög. Þetta
skilnaðarstrið á Italiu á sér orðið
tiu ára sögu, en sjálf lögin voru
samþykkt fyrir þremur árum.
Undanfarin tvö ár hafa farið i að
togast á um hvort
þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin
skuli fara fram eða ekki. Ógnin
um atkvæðagreiðsluna hefur
legið eins og mara á italska
stjórnmálalifinu og vissulega
mun öllum létta, þegar loks er séð
fram á einhver úrslit i málinu.
t fyrri viku varð ljóst, að ekki
verður komið á neinni mála-
miðlun og eins og oftast eru
það stjórnmálamennirnir, sem
ráða þessu öllu. Astandið i
sumum flokkunum er orðið
þannig, að við klofningi liggur
vegna málsins. Sósialistar lögðu
fram málamiðlunartillögu, sem
fékk þó nokkurn stuðning
jafnaðarmanna og republikana,
en hægriflokkurinn var andvigur.
Kommúnistaflokkurinn var lengi
á báðum áttum, en ákvað svo
fyrir skömmu, að greiða atkvæði
með þvi, að þeir sem væru
borgaralega giftir, gætu fengið
skilnað, en ekki þeir sem væru
kirkjulega vigðir. En I öllum
flokkum voru hópar, sem voru
háværir gegn málamiðlun og
sögðu það hrein og bein svik.
Skilnaðarlögin voru drifin
gegnum þingið eftir áralangar
þvinganir frá hreyfingu, sem
kallaðist „Samtök um hjóna-
skilnað á ttaliu” skammstafað
LID. Leiötogi samtakanna var
sósialistinn Loris Fortuna. Þegar
ljóst varð, að kaþólikkar voru að
safna undirskriftum gegn
lögunum, færði LID út baráttuna
og barðist nú einnig fyrir þvi að
fellt væri úr gildi allt
samkomulag milli rikis og kirkju
(konkordatið) og auk þess fyrir
frjálsum fóstureyðingum.
LID hefur gengizt fyrir
mörgum skoðanakönnunum og
var sú siðasta birt fyrir nokkrum
dögum. Sýna úrslit, að aðeins
29,7% vilja afnema skilnaðar-
lögin, 63,7% vilja halda þeim, en
7,2% hafa enga skoðun. Hlutfallið
milli kynjanna er mjög jafnt um
allt landið. Einnig. er jákvætt
fyrir skilnaðarlögin, að hæsti-
réttur landsins hefur úrskurðað,
að leyfi til skilnaðar brjóti ekki i
bága við hvorki stjórnarskrána
né samkomulag rikis og kirkju.
KOSNINGAR í
LIECHTENSTEIN
Um þessar mundir ganga menn
tilkosninga i smárikinu Liechten-
stein. Karlmenn einir hafa
kosningarétt, en likast til verða
þessar kosningar hinar siðustu,
sem konum leyfist ekki að taka
þátt i. Þrir flokkar, sem kallaðir
eru hinir „rauðu, „svörtu” og
„grænu” bitast um 4500 atkvæði
að þessu sinni, en þeir hafa allir
lýst sig fylgjandi kosningarétti
kvenna, þannig að sennilega fá
þær næst að kjósa þá fimmtán
þingmenn, sem eiga sæti á þing-
inu.
Liechtenstein, sem er i ölpun-
um á landamærum Sviss og
Austurrikis, er eina landið i
Evrópu, sem ekki hefur enn leitt i
lög almennan kosningarétt.
S.l. 26árhefur samsteypustjórn
tveggja flokka, Föðurlands-
flokksins, sem almenningur nefn-
ir hina „rauðu” og Framfara-
sinnaða borgaraflokksins, sem
kallast hinir „svörtu”, verið við
vold i Liechtenstein. Þessir flokk-
ar eru báðir ihaldssamir.
í kosningunum nú býður
Kristilegi flokkurinn, hinir
„grænuý einnig fram og stefnir
að þvi að fá einn þingmann eða
tvo, ef byrlega blæs. Til þess að
flokkurinn komi manni að, þarf
hann að fá a.m.k. átta hundraðs-
hluta atkvæða samkvæmt
kosningalögunum.
Þá varð heldur engin skilnaðar-
skriða eftir samþykkt laganna
eins og kirkjan hafði spáð. Aðeins
50 þúsund hjón skildu fyrstu þrjú
árin i 55 milljóna þjóð.
Kaþólikkamegin er nú verið að
undirbúa strið. Leiðtogi kirkju-
legra samtaka þar er Luigi
Gedda, sem eitt sinn var kallaður
„hljóðnemi Guðs” Hann var bar-
áttuhetja kirkjunnar 1947 og
færði kaþólskum mikinn
kosningasigur 1948. En timarnir
hafa breytzt siðan þá og nú þorir
kirkjan varla að bannfæra
andstæðinga sina, eins og þegar
Pius Páfi bannfærði kommúnista
1948.
Opinberlega er það ekki
kirkjan, sem krafizt hefur þjóðar-
atkvæðagreiðslu, þó að Vatikanið
Framhald á bls. 23
OLÍUKREPPAN
STÓRJÓK GRÓÐA
OLÍUHRINGANNA
FREGNIR frá Bandarikjun-
um herma, að ágóði hinna
stóru alþjóðlegu oliuhringa
hafi að meðaltali aukizt um
50% s.l. ár. Þá sýna árs-
reikningar hringanna, að
gróðinn varð mestur siðasta
fjórðung ársins, þ.e. þá
mánuði, sem Arabarikin
minnkuðu oliuvinnsluna og
oliukreppan s.k. skall á.
Agóði Standard Oil óx um
54% á árinu i heild og um 94%
siðasta fjórðung þess miðað
við sama tima 1972. Gróði
Exxon var var 59% á árinu i
heiid og 59% siðasta fjórðung
þess. Texaco jók ágóða sinn
um 45% á árinu i heiid og 70%
siðasta fjórðung þess. Gróðinn
hjá Mobil var 47% á árinu i
heild og 68% siðasta fjórðung
þess.
Þær upphæðir sem hér um
ræðir eru ósmáar. Reiknað i
dollurum græddi Exxon 1973
hvorki meira né minna en 2,44
milljarði. Texaco græddi 1.292
milljarði dollara, Mobil 843
milljónir dollara, Shell 333
milljónir dollara og Standard
Oil 843,6 milljónir dollara.
Oliuhringarnir gera ekkert
til þess að ieyna þvi að gróði
þeirra sé mikill, en halda þvi
fram, að gróðinn sé
nauðsynlegur. Margir oliu-
hringanna hófu nýlega mikla
auglýsingaherferð i Banda-
rikjunum, sem ætlað er til að
fá fólk á band oliuhringanna i
þessu efni. 1 einni auglýsing-
unni er t.d. spurt tveggja
spurninga. Hin fyrri hljóðar
svo: Er gróði oliufélaganna
mikill? Svar: Já. Siðan er
spurt: Er gróði oliufélaganna
of mikili? Svar: Nei. Sfðan
segir, að oliufélögin þurfi á
einni billjón dollara að halda
næsta áratuginn til rannsókna
og vinnslu nýrra oliulinda.
Bandarisku oliuhringarnir
njóta mikilla skattfriðinda i
heimalandi sinu. Áætlað hefur
verið að með þvi móti geti þau
á löglegan hátt dregið tvo
milljarði undan skatti.
Stjórn Suður-Kóreu
riðar til falls
„Stjórn Suður-Kóreu getur ekki
haldið áfram á sömu braut. Hún
stefnir beint að árekstri við ibúa
landsins. Búast má við að átökin
verði innan eins árs;og þá verður
annar hvor aðilinn undir, stjórnin
eða þegnarnir.” Þetta eru orð
leiðtoga stjórnarandstöðunnar,
Kim Dae Jung, og lét hann sér
þau um munn fara, tveim
mánuðum eftir að hann hlaut
frelsi sitt á ný eftir ellefu mánaða
varðhald, en honum var á sinum
tima rænt i Tokió af KCIA, sem er
öryggisþjónusta stjórnar Suður-
Kóreu. A þeim tveim mánuðum
siðan leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar var sleppt.hafa áhrif KCIA
farið mikið minnkandi i landinu.
Á sama tima hafa stúdenta-
samtökin eflzt mjög og eru orðin
svo sterkt pólitiskt afl, að ekki
verður við annað jafnað en þegar
þau komu 'þvi til leiðar, að
Syngmann Rhee hrökklaðist frá
völdum 1960. Mótmælagöngur,
hungurverkföll og setuverkföll
breiðast út sem eldur i sinu frá
háskólanum i Seoul til nær aiira
menntastofnana i landinu.
Kirkjufélög, sem áður voru hlut-
laus i stjórnmálaátökum. safna
nú saman fé til varnar stúdentum
i fangelsum og skipuleggja eigin
mótmælagöngur. Hundruð blaða-
manna styðja mótmælaaðgerð-
irnar og krefjast þess að rit-
skoðun KCIA verði afnumin.
Meira en orðin tóm.
Viðbrögð stjórnarinnar voru
þau, að i desember s.l. lét hún
loka mennta- og háskólum til að
stöðva flóðbylgju óánægjunnar.
Park Chung Hee íorseti hefur
varað við og sagt, að brugðizt
verið við gagnrýni á stjórnina af
hörku. Eigi að siður halda
stúdentarnir áfram að tala um
endalok Park-stjórnarinnar, ekki
siðar en i april. Þóunin siðan i
desember sýnir að þetta eru ekki
orðin tóm.
Áður gat KCIA reiknað með að
fá upplýsingar hjá vissum hópum
stúdenta og prófessora. en nú eru
þessir aðilar þögulir sem gröfin
og óttast hefndaraðgerðir
stúdentasamtakanna. Einnig
þykir ekki ráðlegt að veita
öryggisþjónustunni fulltingi
lengur, þar sem hún hefur veikzt
mjög á siðustu mánuðum.
Blaðamenn mótmæla.
Greinilegt er að samtök
stúdenta eru nú mun betur skipu-
lögð en áður og aðgerðir þeirra
samhæfðar. Ýmsir hópar i röðum
þeirra, sem áður létu mótmæla-
a'ðgerðir afskiptalausar. svo sem
eldri stúdentar og hinir kristnu,
hafa nú skipað sér opinberlega i
sveit með mótmælendum.
1. des. sl. brutust út mótmæla-
aðgerðir meðal blaðamanna.
Starfsmenn stærsta dagblaðsins i
Seoul fóru i verkfall til að mót-
mæla ritskoðuninni. Og skömmu
siöar sendi Biaðamannasamband
Kóreu út yfirlýsingu til enn
frekari mótmæla.
Ný aðferð.
Jafnvel stjórnarandstæðingar i
þinginu, sem lengi höfðu þagað.
Framhald á bls. 23
ER LEYSIGEISLINN AÐ
VERÐA AÐ VOPNI?
SIFELLT er verið að gera
tilraunir með leysigeislann og
þó að hann verði tæplega
nokkurntima dauðageisli úr
byssu eins og sjá má i teikni-
myndum, er liklegt að á næsta
áratug verði hann notaður
sem „ljós-fallbyssa” gegn
árásarflugvélum I litilli hæð.
Tilraunir hafa verið gerðar
bæði austan hafs og vestan við
að gera leysigeislann að
nothæfu vopni og þrátt fyrir
mikið leynimakk og strang-
lega ritskoðaðar visinda-
greinar um efnið, er nokkurn
veginn ljóst, hvernig málin
standa nú.
Kapphlaup
Ljóst er að Sovétrikin taka
þátt i kapphlaupinu um fram-
leiðslu á leysivopni. Banda-
riskt visindatimarit spurðist
fyrir hjá varnarmála-
ráðuneytinu og fékk þau svör,
að af þeim þremur visinda-
mönnum, sem fengið hefðu
Nóbelsverðlaun fyrir leysi-
geislarannsóknir, væru tveir
frá Sovétrikjunum.
Eftir þvi sem bandarfskir
visindamenn þekkja nú til
eiginleika leysigeislans, telja
þeir, að hann megi nota til
varnar lágfleygum flugvélum,
eldflaugum og öðrum árásar-
tækjum úr lofti, einnig i loft-
bardögum.
t landher, flugher og flota
Bandarikjanna er unnið að
rannsóknum á leysigeislanum
og eiginleikum hans. Flugher-
inn virðist hafa náð einna
lengst og hefur þegar innrétt-
ar Boeing-flugvél sem til-
raunastofu i lofti.
Gagn fiughersins af
„dauðageislum” liggur i aug-
um uppi. Með venjulegum
varnartækjum þarf að athuga
skotmark um vissan tima frá
mörgum sjónarhornum, áður
en hægt er að reikna út. hvar
skotmarkið verður. þegar
sprengja eða eldflaug á að
hitta það. Leysigeisli fer hins
vegar með hraða ljóssins og
notar þá tæplega mælanlegan
tima á leið sinni.
Vantar orkulind
Yfirmaður þróunaráætlunar
bandariska hersins, William
Gribble, hershöfðingi, taldi
fyrir tveimur árum, að það
tæki sex til tiu ár að skapa
nothæft leysivopn.
Samkvæmt nýjustu
upplýsingum kemur i ljós, að
Bandarikjamenn hafa nú gefið
upp á bátinn þá hugmynd, að
geta innan skamms beint
leysigeisla gegn eldflaugum,
sem skotið er milli megin-
landa, þegar þær eru á leið
niður i gegn um þéttari loftlög
gufuhvolfsins.
Bandarisk tækni ræður
greinilega ekki enn yfir orku-
lind, sem getur framleitt ljós-
geisla. sem varðveitir næga
orku til að eyðileggja hlut.
eftir að hafa farið gegnum
gufuhvolfið. Þess vegna hafa
Bandarikjamenn nú eingöngu
snúið sér að þvi i bráðina, að
framleiða leysi-fallbyssur til
notkunar i návigi i lofthernaði.
— SB.
Kim Dae Jung. leiðtogi stjórnarandstöðu Suður-Kóreu