Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 24
 fyrirgóÓan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ðl Brezkar kosningar um mdnaðamófin NTB—London — Edward Heath forsætisráðhcrra Bretlands ákvað i gær, að rjúfa þing og láta fara fram kosningar 28. febrúar. Jafnframt fór hann þess á leit við kolanámumenn, að þeir frestuðu boðuðu verkfalli sinu þar til eftir kosningar. Heath tilkynnti ákvörðun sina eftir tveggja klst, langan rikis- stjórnarfund i embættisbústað sinum i Downingstræti 10. Hann sagði einnig, að hann i bréfi til formanns sambands námuverkamanna, Joe Gormley, hefði beðið um, að verkfalli , sem boðað hefur verið, verði frestað vegna þjóðarhagsmuna. Gormley sagði siðar, að hann hefði kallað saman fund til að ræða málið, en sjálfur kvaðst hann vera hlynntur þvi að fara að ósk Heaths. Margir af stjórnarmeðlimum sambandsins hafa þó sagt, að þeir séu mótfallnir frestuninni. Eru það einkum fulltrúar Wales og N- Englands. Kosningabaráttan næstu þrjár vikurnar verður að likindum ein hin harðasta, sem verið hefur i Bretlandi á þessari öld. Verkamannaflokkurinn mun byggja baráttu sina á harðri gagnrýni á fjármálastefnu stjórnarinnar undir slagorðinu „Verkamannaflokkurinn aftur til verks”. Ihaldsstjórnin mun hins vegar biðja kjósendur að velja hverjir eiga að stjórna landinu, rikisstjórnin eða stéttarfélögin. St jórnm álasérfræðingar i London halda þvi fram, að Heath tefli á mjög tæpt vað nú, er hann vill dóm kjósenda um stjórnar stefnuna, þegar stjórnin á eftir tæplega hálft annað ár af kjörtimabilinu, Heath hefur sjálfur að miklu leyti mótað stjórnarstefnuna og ýmsir eru þeirrar skoðunar að hann veröi að segja af sér formennsku flokksins ef hann biður ósigur. Segir Pompidou af sér vegna veikinda ? NTB—Paris — Sögusagnir i Frakklandi um að Pompidou for- seti myndi ef til vill segja af sér vegna veikinda, fengu byr undir báða vængi í gær, þegar tilkynning kom frá Elysee-höll um að forsctinn væri rúmliggj- andi vegna inflúensu. t tilkynningunni, sem var frá læknum forsetans, segir, að han sé með 38 til 39 stiga hita og að hann verði að liggja i rúminu nokkra daga. Franskir fjölmiðlar hafa haft miklar áhyggjur af heilsufari Pompidous síðan 1972 og siðasta hálfa mánuðinn hafa alls kyns sögusagnir um það verið á kreiki. Tilkynningin um veik- indi forsetans i gær, hafði sérlega mikil áhrif, þar sem þetta er i fyrsta sinn, siöan Pompidou tók við embætti árið 1969, að læknar hafa sent út slfka tilkynningu um heilsufar hans. Skömmu eftir að tilkynningin var birt, skrifaði hið vel upplýsta blað Le Monde, að frá forsetahöll- inni hefði verið haft samband við rikisráöið til að kanna, hvort ráð- ið gæti skipulagt for- setakosningar á skömmum tíma, ef Pompidou segði af sér eftir tvo mánuöi. Ráðgjafar forsetans hafa ekkert viljað segja um heilsufar hans, annað en það, að hann mundi fara i þau ferðalög sem þegar hefðu verið áætluö m.a. til Sovétrikjanna nú i lok febrúar. Pompidou kom seinast fram opinberlega fyrir hálfum mánuði og sögðu blaðamenn þá, að hann hefði verið illa útlitandi og veikindalegur og hefði fitnað mikið, einkum i andiiti. 1 fyrra var sagt, að forsetinn gengist undir kortison-meðhöndlun við gigt og leiddi það oft til þess aö fólk fitnaði. Rætt um nýtt tilboð V.S.Í. — 3 félög hafa boðað verkfall HS Rvik. —Sáttafundur hófst með samninganefndum vinnu- veitenda og A.S.Í. kl. 14 i gær, en siðasti fundur stóð frá kl. 16 i fyrradag og til ki. 02 um nóttina. A fundinum á miðvikudaginn lögðu atvinnurekendur fram nýtt tilboð og var verið að ræða það á fundinum i gær. Torfi Hjartarson, sáttasemjari, sagði I viðtali við blaðið seinni- partinn i gær, að hann byggist ekki við löngum fundi og var heldur dauft I honum hljóðið. Meginatriði hins nýja tilboðs vinnuveitenda munuvera þau, að lægstu laun hækki um 17% i áföngum, þannig að 11% hækkun komi til framkvæmda strax, en 3% 1. marz 1975 og 3% 1. marz 1976. Gert mun ráð fyrir að öll laun hækki um 5% strax, auk 1200 króna hækkunar, en hundraðstalan fari siðan stig- hækkandi með lægri flokkum.Eins og lægstu launin, munu öll laun eiga að hækka um 3% i marz 1975 og 1976. Undanfarið hefur sjö manna nefnd frá A.S.l. átt viðræður við rikisstjórnina um mögulegar breytingar á beinum sköttum lág láunafólks, og hefur verið skipuð Allsherjarverkfall V-Þýzkalandi? NTB—Bonn — Verkalýðs- samband V-Þýzkzlands tilkynnti i gær, að mikil þátt- taka væri I atkvæðagreiðslu um verkfall, eftir að viðræöur um kaup og kjör rúmlega tveggja milljóna opinberra starfsmana höfðu siglt i strand. Búizt er við, að um það bil ein milljón félagsbundinna manna muni hafa greitt atkvæði áður en atkvæða- greiðslu lýkur i kvöld. Orslitin munu hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en á sunnudaginn. Þeir, sem ekki eru félags- bundnir, greiða ekki atkvæði. Flestir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að úrslitin verði á þá lund, að verkfall verði og er það þá I fyrsta sinn, sem opinberir starfs- menn i flest öllum greinum gera verkfall. Arið 1967 munaði litlu að verkfall yrði hjá opinberum starfsmönnum i V-Þýzkalandi, en á siðustu stundu lagði rikisstjórnin fram launatilboð. Kuwait lét undan NTB—Kuwait — Rikisstjórn Kuwait samþykkti i gær, að jápönsk flugvél með f jóra hryðju- verkamenn innan borðs, fengi að lenda i Kuwait. Þar með er ljóst, að vopnuðu hryðjuverkamennirnir, sem halda japanska sendiráðinu i Kuwait fá framgengt kröfum sinum um að fjórmenningarnir, sem rændu ferju i Singapore éftir misheppnaða tilraun til að sprengja oliuhreinsunarstöð. Sheil þar, fái að fara frjálsir ferða sinna úr landi, áður en gislunum 13 i sendiráðinu verður sleppt. Snæfjallaströnd: 11 brotnuðu GS-lsafirði — Um siðustu lielgi brotnuðu 11 staurar af isingu i Bæjarlinunni i Snæfjallahreppi. Háspennulfna þessi er fyrir fáa bæi. Eru þeir hitaður upp með rafmagni, en hafa allir varahitun. Fór rafstraumurinn af sjónvarpi, FM-býglju útvarps og einnig af sima. Sjónvörp ganga þó fyrir geymum eins og er, en simi og FM-bylgja eru óvirk. Rafveita tsafjarðar brá við og sendi strax tvo menn inneftir til viðgerðar, og er vonazt til, að lirian komizt i lag um næstu helgi. En viögerð er erfið', ba;ði vegna mikilla snjóa og rysjóttar tiðar, en austanáttin er anzi hvöss niður af hliðinni. Aðalveiðisvæðið undari Reykjanesi —hs—Rvik. — Ennþá veiða þeir loðnuna i stórum stil og var aðal- veiðisvæðið i gær á svæðinu frá Þorlákshöfn og vestur undir Grindavík. Allt geymslurýni fyrir loðnu á Suðvesturlandinu er fullt og skipin landa jafnóðum og brætt er úr þrónum. Eitthvert geymslurými var i gær laust á Seyðisfirði og á Norðfirði, en búast mátti við að það fylltist á skömmum tima. Börkur fór til Norðfjarðar með 800 tonn og Sigurður, sem eins og kunnugt er var breytt i loðnuskip, fór þangað einnig með 700 tonn. Samtals eru þar komin 1500 tonn og munar um minna. Heildaraflinn var um kl. 18 i gær orðinn 167.370 tonn, en aflinn frá kl. 19 i fyrradag til kl. 18 i gær var orðinn 9120 tonn. Frá þvi kl. 19 i fyrradag og til miðnættis tilkynntu eftirtalin skip um afla: Eldborg 550, Surtsey 120, Jóhannes Gunnar 100, Skagaröst 70, Albert 320, Loftur Baldvinsson 320, Ólafur Magnús- son 180, Hamar 230, Sigurður 700, Ingibjörg 357 Gullberg 70, Ólafur Sigurðsson 170. Frá miðnætti og fram til kl. 18 i gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Höfrungur III 220, Súlan 430, Fifill 320, Hilmir 400, Sæunn 50, Heimaey 160, Heimir 450, Gull- berg 135, Hamravik 140, Járn- gerður 190, Haraldur 150, Helga 130, Ólafur Tryggvason 100, Ottó Wathne 100, Sigurbjörg 45. Asberg 410, Rauðsey 300, Frið- þjófur 200, Svanur 315, Harpa RE 340, Dagfari 280, Skagaröst 55, Alftafell 200, Sandafell 140, Jón Garðar 290, Bára 200, Árni Kristjánsson 200, Baldur 220. Hurðarlæsing bilaði - Hinrik KÓ lagð- ist á hliðina hs-Rvik. — Um klukkan 9.20 i gærmorgun varð það óhapp, að Hinrik KÓ 7, sem var á leið til Eskifjarðar með um 220 tonna loðnufarm, lagðist á hliðina skammt undan Vattarnesi. Skinney SF, sem einnig er loðnu- skip og var statt á Reyðarfirði er óhappið skeði, og lagði samstundis úr höfn með dælur. tókst að dæla sjó úr Hinriki og rr.ikið mátt út af bera til þess að svo yrði. Ef til dæmis lestarlúgur hefðu verið eitthvað illa skálkaðar niður, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, en sem betur fer reyndist allur annar öryggis- búnaður skipsins i lagi. og seinni- partinn i gær lá Hinrik við bryggju á Eskifirði. oma honi ingin meðs im til Eskif jaröar. 1 urðu á mönnum. Skák mót ið Óhappið r nun hafa orðið með 4. umfe :ro Ke> k javikurskák- •eim hætti^ að huröarlæsing á mótsins i /ar tefl d i gærkvöldi. iakborftsgai rgi bilaði'með þeim | Þegar bla ðið fór i prentun var að- fleiðingum , að ganginn fyllti af eins einni skák lok ið, Bronstein og nefnd fjögurra manna til að kanna það mál nánar. 1 þeirri nefnd eru þeir Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson, hágrannsóknastjóri, Björm Þór- hallsson, form. Landssambands isl. verzlunarmanna og Guðmundur J. Guðmundsson, varaform. Dagsbrúnar. Fundinum i gær lauk um kl. 18 og gerðist ekkert markvert. Nú hafa 3 verkalýðsfélög boðað verk- föll þann 19. febrúar þ.e. Mjólkur- fræðingafélag Islands, Iðja i Reykjavfk og Verkalýðsfélag Akraness. Engin út- varpsdag- skrá í dag ÞVt MIÐUR getur Timinn ekki birt að þessu sinni dag- skrá útvarpsins næstu viku, svo sem venja hefur verið á föstudögum, þar eð við fengum hana ekki í hendur i tæka tið. Blaðið biður lesendur sina velvirðingar á þessu og leyfir sér að vona, að henni seinki ekki svo eftirleiðis, að það útiloki birtingu hennar þennan vikudag. Ofviðri á Frakklandi NTB—Paris — Fjórir biðu bana og sex særöust I miklum stormi, sem gekk yfir Frakkland i fyrradag. Við Ermasundsströnd- ina fór vindhraðinn upp I 55 metra á sekúndu f verstu hryðjunum, og er það næstum tvöfalt á við það sem kallað er fellibylur. I Savoi köstuðust nokkrar flugvélar á flugskýli og brotnuðu og 3000 vöruflutningabilar festust i snjósköflum fyrir utan Chamon- inx. Margir vegir i Alpafjöllum lokuðust og er mikil hætta á snjóflóðum viða i ölpunum og Pyreneafjöllum. Blaðburðar fólk óskast ,S]Ó c Leit óttuð sökk skipi etta : timabili m að Hinri aðnum. He illa elimi leins sidur agriús itntefh móti Timann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Stórholt, Skipholt, Há- teigsveg, Laugarnes- veg, Suöurgötu, Hverf- isgötu og Laugaveg. Ennfremur vantar SENDLA fyrir hádegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.