Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Föstudagur 8. febrúar 1974.
Verður Pat
Quinn með
FH-liðið?
FH hefur fengið tilboð fró 16 skozkum bidlfurum
Þessi þekkti
knatt-
spyrnumaður
er nú vænt-
anlegur
til landsins
til að spjalla
við FH-inga
x
Miklar likur eru á þvi ab PAT
QUINN, fyrrum framkvæmda-
stjóri skozka 1. deildar liösins
East Fife, komi hingaö til lands-
ins fljótlega til aö spjalla við
FH-inga. FH-ingar hafa fcngið
ein 16 tilboð frá Skotlandi, þar
sem ýmsir kunnir þjálfarar
hafa áhuga á að koma hingað og
þjálfa 2. deildar lið FH i knatt-
spyrnu. Pat Quinn er einn af
þeim mönnum, sem FH hefur
haft samhand viö. Quinn þessi
er mjög þekktur knattspyrnu-
maður, hann hefur leikið me<
Hlackpool, Motherwell og
Hibernian, og þar aö auki lék
liann mcð skozka landsliðinu á
árunum 1961-’H2. Quinn tók
siðan við East Fife-liðinu, en
honum hefur ekki gengið vel
með það á y firstandandi
keppnistimabili og hætti, þcgar
hann fékk ekki að kaupa leik-
menn.
Það eru fleiéi kunnir knatt-
spyrnumenn, sem hafa haft
samband við FH. Menn eins og
Bobby Evans, sem lék um skeið
með Celtic, og Billy McNeill,
fyrrum fyrirliði Celtic og skozk-
ur landsliðsmaður. F’H-ingar,
sem hal'a eingöngu áhuga á
þjálfurum frá Skotlandi, eru nú
að athuga tilboð, sem þeir hafa
fengið, og mun fljótlega koma i
ljós, hvaða þjálfari verður hjá
fh-liðinu i sumar. —SOS
PAT QUINN...tilFH?
Arabar
ætla að
skjóta
eldflaug-
um á HAA
í sumar
Arabiskir skæruliðar frá
Palestinu segjast ætla að
gera usla, þegar heims-
meistarakeppnin i knatt-
spyrnu fer fram í Vestur-
Þýzkalandi i sumar. Þeir
segjast ætla að skjóta eld-
flaugum á ýmsa staði, þar
sem keppnin fer fram. Þaö má
þvi búast við þvi, aö V-Þjóð-
verjar geri miklar varúðar-
ráðstafanir, þegar keppnin fer
fram i sumar, þvi að þeim er
enn i fersku minni, hryðju-
verkin, sem áttu sér stað i
Munchen á OU-leikunum 1972.
HERBEHT LUTKEBOHMERT..hinn 25 ára gamii miðvallarleik-
maður Schalke 04. Hann er talinn eitt mcsta miðvallarmannsefni
V-Þýzkalands
V-þýzka knattspyrnan:
Björgvin og Axel
skoruðu 22 mörk
— og Guðjón varði 4 vítaköst, þegar Fram vann Þór 27:21
BJÖRGVIN Björgvinsson, linu-
maöurinn snjalli hjá Fram, fékk
heldur hetur að leika lausum
hala, þegar Framarar unnu sigur
yfir Þór frá Akureyri 27:21 á mið-
vikudagskvöldið. Hann var
óstöðvandi i leiknum og skoraði
II mörk, sum stórglæsileg. Axel
Axelsson skoraöi einnig 11 mörk i
leiknum, þótt hann liafi verið
tekinn úr uinferö allan leikinn.
Þessir tveir leikmenn. ásamt
Guðjóni Erlendssyni, markvcrði
Fram, voru aðalmenn leiksins,
sem var frekar bragðdaufur.
Guðjón varði fjögur vitaköst i
leiknum og um tima var eins og
cnginn leikmaður Þórs vildi taka
vítaköst, og þegar einhver leik-
maðurinn stillti sér upp til að taka
viti, þá snéru þeir sér undan, leik-
mennirnir. scm sátu á bekknum
hjá Þór.
Það var kannski ekki nema
von, þvi að leikmenn Þórs
misnotuðu sex vitaköst af átta,
sem þeir fengu i leiknum —
Guðjón varði fjögur, eitt fór yfir
markið og eitt vitakastið var
dæmt af, þar sem leikmaðurinn
sem tók það, steig á vitakast-
linuna. Guðjón markvörður Fram
gerði meira en að verja vitaköst,
hann varði oft mjög vel skot af
linu og úr hraðupphlaupum.
Framliðið var allan timann
betra liðið i leiknum. Það komst
i 9:3 sem var sá markamunur,
sem hélzt út fyrri hálfleikinn, en
staðan var 13:7 i hálfleik. t byrjun
siðari hálfleiksins, komust
Framarar i 18:10 og siðan 19:11,
en þá var eins og þeir færu að
slaka á og Þórsarar náðu að
minnka muninn i 20:17, en loka-
tölurnar urður 27:21 fyrir Fram.
Það er ekki hægt að segja, að
leikur Fram og Þórs hafi verið
skemmtilegur. Framarar höfðu
það mikla yfirburði, að leik-
mennirnir gerðu vmislegt, sem
þeir myndu ekki leyfa sér gegn
sterkari liðum. Þórs-liðið byggist
upp á tveimur leikmönnum, þeim
Sigtryggi Guðlaugssyni og
Þorbirni Jenssyni, en það er eins
og þessir tveir leikmenn eigi að
gera nær allt i sókninni hjá Þór.
Þórsliðið er nú komið i alvarlega
fallhættu og það þarf að gerast
kraftaverk, ef liðið á ekki að falla
ofan i 2. deild.
Mörkin i leiknum, skoruðu:
FRAM: Björgvin 11, Axel 11
(5viti), Ingólfur 2, Hannes, Arnar
og Stefán, eitt hver. ÞóR:
Sigtryggur 8 (1 viti), Þorbjörn 8.
Árni 3 (1 viti) og Benedikt, tvö.
—SOS
Valsmenn vöknuðu
við vondan draum
og þó unnu þeir sigur yfir Haukum 18:13.
Þeir skoruðu 5 síðustu mörk leiksins
ÍSLANDS M EISTARAR V a 1 s
vöknuðu við vondan diaum,
þegar fjórar min. voru til leiks-
loka af leik þeirra fiegn Ilaukum.
Þá fóru þcir i ganfi ofi skoruðu
fimm mörk i röð ofi breyttu stöð-
unni úr 13:13 i 18:13. Fram að
Nú kannast menn
við Schalke 04
Mútuþegarnir byrjaðir að leika aftur með liðinu, og strax farnir
að skora mörk
Schalke 04 sýndi stórfióðan leik á
laufiardafiinn, þefiar liðið vann
fióðan sigur yfir Borussi Mönch-
cnfiladbach á heimavelli sínum
Gluekauthampflahn. Um 70.600
sáu leikinn. scm var mjöfi vel
leikinn af bcfigja halfu og
skemmtilegur. Þegar liðin hlupu
inn á völlinn, föfinuðu áhorfendur
fieysilega, og voru það fimm
menn, sem þeir voru að fagna —
þeir Kussmann, Scher, Klaus
Fichter, Herbert Luthebroh-
merktofi Ilans-Jurgen VVittkamp,
en þessir leikmenn léku sinn
fyrsta leik i þýzku „Bundeslig-
unni" — eftir að þeir komu úr
kcppnishanni. Þeir voru settir i
Framhald á bls. 8.
þeim tima hafði Valsliðið verið
mjög dauft, i fyrri hálfleiknum
skoruðu Valsmenn ekki mark i
lieilar 17 mínútur og það var ekki
fyrr en á 10. min. siðari hálf-
leiksins, að þeir skoruðu mark
með langskoti — það var Bergur
Guðnason, sem það gerði og við
það færðist lif i Valsliðið. Með
sigrinum gefin Ilaukum hafa
Valsnienn tilkynnt. að þeir ætla
sér aö vera með i baráttunni um
silfursætið i 1. deildarkeppninni i
handknattleik.
Valsmenn byrjuðu með þvi að
taka forustuna 3:1 á 8. min.
leiksins. en siðan kom daufur
kafli hjá liðinu og tókst þeim ekki
að skora mark i 17 min. Haukar
skoruðu á þeim tima fimm mörk
og komust i 6:3. Valsmönnum
tókst að minnka muninn i 6:5
fyrir leikhlé. I byrjun siðari hálf-
leiksins. jafnaði Bergur Guðna-
son 8:8 og var mark hans skorað
með langskoti, en á þéim hafði
litið borið i leiknum hjá Val.
Siðan komust Valsmenn i 13:10,
en Haukum tókst að jafna 13:13
og voru þá fjórar min. til
leiksloka. Þá fóru Valsmenn i
gang og skoruðu fimm siðustu
mörk leiksins.
Valsliðið var mjög dauft i
þessum leik og sést það bezt á þvi,
að langskot sást ekki hjá liðinu
fyrstu fjörutiu min. Það er ekki
hægt að hrósa leikmönnum Vals
fyrir leikinn. nema þá siðustu
fjórar min. þegar þeir skoruðu
fimm mörk á kostnað Hauka-
liðsins, — sem lék eins og Valur,
mjög illa i þessum leik. Það átti
svo sannarlega við um bæði liðin,
þegar einn áhorfandi kallaði:
„Farið nú að leika handknatt-
leik'’. Markhæstu leikmenn Vals,
voru: Stefán 4. Bergur 4(2 viti),
Gisli 3(2viti), Ágúst 2, Hermann
2( 1 viti), Ölafur 2 og Gunnsteinn,
eitt. Ilaukar: Hörður 7 (2 viti),
Stefán 2. Ólafur Sigurður, Arnór
og Sigurgeir, eitt hver. Þótt að
Hörður hafi skorað 7 mörk i
leiknum, þá átti hann þarna einn
sinn lélegasta leik á keppnistima-
bilinu. llann skaul mörgum
ótimabærum skotum og gaf
margar slæmar sendingar sem
kostuðu það að Haukar misstu
knöttinn. —SOS