Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. febrúar 1974. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Ragnar í Smdra Einn mesti stuðningsmaður lista á íslandi, Ragnar Jónsson i Smára, varð sjötugur i gær. Ef þessa ósérhlifna listvinar hefði ekki notið.við á undanförnum áratugum, er vist, að fáskrúðugra væri i dag i islenzku listalifi. Ragnar i Smára hefur rekið bókaforlag, frá þvi er hann veitti Halldóri Laxness liðsinni við erfiðar aðstæður að koma Heimsljósi hans á prent. Siðan hefur hann gefið út verk allra okkar höfuðskálda og rit- höfunda, en hann hefur jafnframt ætið lagt sig fram um að hlúa að nýgræðingi á sviði ritlistar- innar. Tónlistaráhugi og tónmennt væri áreiðan- lega skemmra á veg komin hér á landi nú, ef Ragnar i Smára hefði ekki lagt þar hönd á plóg- inn i uppbyggingarstarfinu. Starf hans i Tónlist- arfélaginu vegur vafalaust þar þyngst. En Ragnar i Smára hefur haft mörg járn i eldinum. Islenzk myndlist hefur einnig átt hauk i horni, þar sem er Ragnar Jónsson. Mörgum myndlistarmanni hefur hann liðsinnt og i útgáfu- starfsemi sinni hefur hann sýnt, að hann vildi aö þjóðin öll mætti njóta þess bezta, sem islenzkir myndlistarmenn hafa afrekað. Þennan áhuga sinn að efla listáhuga og listnautn alþýðu manna sýndi hann svo rækilega i verki, er hann gaf Alþýðusambandi íslands hið dýrmætasta safn málverka, er nú myndar Listasafn Alþýðusam- bands íslands. Þótt Ragnar i Smára hafi sinar ákveðnu skoðanir i þjóðfélagsmálum og fari þar stundum litt troðnar slóðir, svo sem titt er um mikilhæfa og sterka persónuleika, hefur hann aldrei látið þær skoðanir sinar hafa áhrif á störf sin til eflingar lista og listmennta. Það sannar sagan ótal dæm- um. Ragnar i Smára hefur verið einn af grótpálun um i þvi fjölþætta starfi, sem unnið hefur verið til eflingar islenzkum menningarmálum á undan- förnum áratugum. Stefna hans hefur verið, að jafnframt þvi, að hlúð væri að hinum dýrmæta menningararfi islenzkrar þjóðar, bæri að koma upp á íslandi fjölþættu listalifi á nútimavisu og stuðla þannig að nýrri islenzkri listsköpun, um leið og islenzkur almenningur ætti þess kost að njóta þess bezta úr hinum alþjóðlega listaheimi. íslenzkt menningarlif stendur i þakkarskuld við Ragnar Jónsson. Timinn fagnar þeirri ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambands íslands og Listasafns ASÍ að heiðra hann með þvi að láta reisa eitt af listaverkum Sigurjóns ólafssonar i Mundakoti á Eyrarbakka, þar sem stóð æsku- heimili Ragnars Jónssonar. Utankjörfundarkosningar verði auðveldaðar Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrum- varp um breytingu á kosningalögunum. Frum- varpið er samið og flutt i samræmi við þingsályktun frá siðasta þingi, þar sem rikis- stjórninni var falið að leggja fyrir þetta þing frumvarp, er miðaði að þvi að auðvelda kjósend- um kosningu utan kjörfundar frá þvi sem verið hefur. í stjórnarfrumvarpinu er m.a. lagt til,að heimilað verði að utankjörfundarkosning fari fram á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra. I frumvarpinu eru einnig ákvæði, er miða eiga að þvi, að kjörstöðum erlendis, þar sem utankjörfundarkosning fer fram, verði fjölgað verulega, frá þvi sem verið hefur. -TK. ERLENT YFIRLIT Sættist Castro við Bandaríkin? Kúbuför Bresjeffs hefur vakið athygli Bresjneff SÍÐAST LIÐINN sunnudag lauk fimm daga dvöl Leonid Bresjneffs, leiðtoga rússneska kommúnistaflokksins, á Kúbu. För Bresjneffs til Kúbu, sem hann fór i boði Fidels Castros og kúbönsku stjórnar- innar, hafði verið vandlega auglýst fyrir fram, og hleypti það margvíslegum orðrómi af stokkunum. Einkum var þó gizkað á, að Bresjneff færi til Kúbu til þess að greiða fyrir þvi, að stjornmálasamskipti kæmust á að nýju milli Kúbu og Bandarikjanna. Ekkert kom þó beint fram i opinber- um ræðum þeirra Castros og Bresjneffs, sem benti til þessa, og heldur ekki i hinni sameiginlegu yfirlýsingu þeirra, sem gefin var út við brottför Bresjneffs. Þar var þess þvert á móti krafizt, að Kúba yrði leyst úr viðskipta- banni og erlendar herstöðvar á Kúbu lagðar niður, en Bandarikjamenn hafa þar flotastöð samkvæmt gömlum samningi. Þá hefur verið tekið fram, að Bresjneff hafi ekkert rætt um þessi mál við þá Nixon og Kissinger, er hann kom við í Washington á heimleiðinni. Þrátt fyrir þetta allt er það þó skoðun margra blaðamanna, sem til þekkja, að þeir Bresjneff og Castro hafði rætt sérstaklega um það að koma sambúð Kúbu við Bandarikin og Latnesku- Ameriku i betra horf, og þess muni sjást merki innan tiðar. Hins vegar verði það látið dragast nokkuð. M.a vilji Kissinger bæta sambúðina við Panama áður. Ýmsir gizka á, að utanrikisráðherra Mexico, Emilio Rabaza, muni einkum annast milligönguna milli Kúbu og Bandarikjanna. AÐ DÓMI kunnugra blaða- manna var ein setning i einni ræðu Bresjneffs, sem þykir benda til þess, að þessi mál hafi borið á góma i viðræðum þeirra Bresjneffs og Castros. Hún var á þá leið, að fordæma bæri harðlega útflutning á gagnbyltingu, en lika bæri að fordæma útflutning á byltingu. Þetta skýra sum blöð á þá leið, að hætti Bandarikin og önnur amerisk riki að styðja tilraunir til gagnbyltingar á Kúbu, þá mum Kúba hætta að styðja skæruliða og byltingar- tilraunir i öðrum Ameriku- rikjum. Stjórn Kúbu gerði mikið að þessu á árunum 1965—1969,en hefur siðan dreg- ið úr þvi, enda varð árangur- inn viðast litill. Bylting verður að gerast af viðkomandi þjóð sjálfri, sagði Bresjneff i áður- nefndri ræðu, og til áréttingar þvi var helzta vigorðið i sam- bandi við heimsókn Bresjneffs að „byltingarhugsjónir færu eftir þeirri braut, sem októ- berbyltingin opnaði”, en októ- berbyltingin var gerð af rúss- neskum almenningi einum, án utanaðkomandi hjálpar. UM BYLTINGU Castros verður hins vegar tæpast sagt, að hún hafi verið gerð án hjálpar utan frá. Hún heppnaðist, sökum þess að Bandarikin vildu ekki veita Batista, þáverandi einræðis- herra Kúbu, neina aðstoð. Þau drógu þá taum Castros, og honum var nánast lýst i ameriskum blöðum sem upp- rennandi þjóðhetju. Castro komst til valda á Kúbu i árs- byrjun 1959. Hann fór nokkru siðar i heimsókn til Bandarikjanna i boði Eisen- howers forseta og var tekið þar með kostum og kynjum. Það var fyrst nokkrum mánuðum seinna, að Bandarikjamenn uppgötvuðu, að þeir höfðu keypt köttinn i sekknum, þegar þeir kusu heldur Castro en Batista. Ca'stro hóf þá að þjóðnýta jarðeignir og oliuhreinsunar- stöðvar, sem bandarisk auð- félög áttu, og bauð svo lágar skaðabætur, að samkomulag náðist ekki. Bandarikin svör- uðu með þvi að leggja oliu- bann á Kúbu, og siðar hættu þeir að kaupa sykur af Kúbu- mönnum, en sykursalan til Bandarikjanna hafði verið mesta tekjulind Kúbumanna. Rússar komu Castro til hjálp- ar i báðum tilfellum. 1 árs- byrjun 1961 slitu Bandarikin svo stjórnmálasambandi við Kúbu, og i aprilmánuði sama ár gerðu skæruliðar frá Kúbu, sem höfðu verið þjálfaðir i Bandarikjunum, misheppn- aða tilraun til innrásar við Svinaflóa. Bandarikin veittu þeim aðstoð við innrásina, en Kennedy neitaði hins vegar að láta bandariskan her skakka leikinn. Siðan fór sambúð Kúbu og Bandarlkjanna siversnandi. Haustið 1962 fékk Bandarikjastjórn sannanir fyrir því, að Rússar væru byrjaðir að reisa eldflauga- stöðvar á Kúbu. Kennedy for- seti tilkynnti þá Krústjeff, að hann myndi með hervaldi stöðva siglingar rússneskra skipa til Kúbu, nema hætt væri við byggingu eldflauga- stöðvanna. Rússar létu þá undan siga, en fengu i staðinn það loforð Kennedys, að Bandarikin myndu ekki gera innrás á Kúbu. Slðan hefur olt- ið á ýmsu hjá Castro og efna- hagsörðugleikar oft verið miklir, þar sem við viðskipta- bann Bandarikjanna bættist, að Kúba var rekin úr Samtök- um Amerikurikja 1962, og flest þeirra settu þá viðskiptabann á Kúbu. Castro svaraði með þvi að styðja skæruliða I ýms- um rikjum Suður-Ameriku, en það bar litinn árangur, og hef- ur hann nú hætt þvi að mestu. Átta riki Latnesku-Ameriku hafa nú tekið upp stjórnmála- samband við Kúbu, og þykir liklegt að fleiri fari á eftir. Ýmsir stjórnmálamenn i Bandarikjunum hvetja til þess að Bandarikin taki upp venju- leg samskipti við Kúbu að nýju, og i þeim hópi. eru m.a. Fullbright, formaður öldunga- deildarinnar og Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður. HEIMBOÐ Bresjneffs til Kúbu stóð m.a. I sambandi við það, að 15 ár eru nú liðin.sfðan Castro komst til valda, og virðist hann nú kominn yfir helztu byrjunarörðugleikana og hafa sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr. Útilokað er. að hann hefði náð slikum árangri án hinnar miklu að- stoðar, sem Rússar hafa veitt honum. Bresjneff var lika óspart þökkuð aðstoðin,meðan hann dvaldist á Kúbu, og Castro benti jafnan á það i ræðum sinum, að þessi hjálp hefði verið veitt, án þess að Rússar hefðu sótzt eftir að eignast eina einustu verk- smiðju, námu eða jarðarskika á Kúbu. Þetta væri ólikt atferli auðfélaga kaptialisku rikj- anna. Þá hefðu Rússar ekki reynt að koma sér upp herstöð á Kúbu. Castro gat þess að sjálfsögðu ekki, að Bandarikin hefðu hindrað, að Rússar reistu eldflaugastöðvar á Kúbu 1962. Að visu áttu þær að nafninu til að vera undir kúbanskri stjórn. Rússar hafa vissulega sýnt mikið örlæti i skiptum sinum við Kúbu, en ekki er enn sýnt, hver uppskeran verður. Það virðist úr sögunni, að kommúnistisk bylting verði gerð i Suður-Ameriku fyrir at- beina skæruliða frá Kúbu. Helzt gæti Kúba nú haft áhrif þar á þann hátt, að stjórnar- hættir þar þættu til fyrir- myndar. Enn er þetta þó ekki orðið. Rússar hafa reynt það á Kúbu, að það getur verið dýrt og vafasamt fyrirtæki að styðja byltingarstjórnir i öðr- um löndum. Fullreynt er það nefnilega ekki enn, hvernig Castro launar hjálpina, þegar hann verður óháðari aðstoð Rússa. Kinverjar gera sér dátt við hann, en hann stendur þó enn fast með Rússum. Fátt yrði Rússum meira áfall.en ef Castro ætti eftir að snúast á sveif með Kinverjum. Þá mætti með réttu segja, að illa launaði kálfur ofeldi. Ef til vill hefur för Bresjneffs til Kúbu ekki sizt verið farin til að hindra slikt, og eins og er, virð- ist sá tilgangur hafa borið áangur og sambúð Sovétrikjanna og Kúbu vera i góðu lagi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.