Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Tæknifróður hugsanalesari ttalskir visindamenn voru alveg furðu lostnir yfir Giorgio Rozzi, itölskum töframanni, sem sagðist geta lesið hugsanir þeirra. Hann bauð þeim að rannsaka sig f vitna viðurvist. Giorgio sat heima hjá sér> i Milanó, en visindamennirnir voru i öðru húsi, siðan áttu þeir að velja spil úr spilabunka, og eftir nokkrar sekúndur þá gat Giorgio tilkynnt, þar sem hann sat heim hjá sér — hvaða spil það væri, sem þeir höfðu dregið og hélde ú, og skeikaði ekki nokkurn tima. En leyndar- dómurinn uppgötvaðist, þegar einn visindamannanna mundi eftir-þvi.að Giorgio hafði áður verið sérstakur tæknimaður i sambandi við sjónvarpsútsend- ingar. Nú var farið að rannsaka málið tæknilega, og fannst ör- smá sjónvarpsmyndavél falin i veggfóðri i herberginu, þar sem þeir drógu spilin, og svo mót- tökutæki i húsi Giorgio Rozzi, þar sem aðstoðarmaður hans var, og talaði sá i hljóðnema,en móttökutæki var falið i hárkollu ,,'töframannsins”, svo hann fékk jafnóðum upplýsingar um, hvaða spil aumingja visinda- mennirnir drógu.Þeir urðu auð- vitað sárir og reiðir yfir þessum svikum og prettum, en um leið fullir aðdáunar yfir þessum tæknilegum brögðum. 1 00 þúsund mynt- safnarar í Svíþjóð Rikisminjasafnið i Sviþjóð segir, að i landinu séu nú eitt htmdrað þúsund myntsafnarar. Þessar upplýsingar, eru fengnar úr könnun, sem gerð var i Danmörku, en i sömu könnun kom i ljós, að mynt- safnarar i Danmörku eru um 50 þúsund talsins. I Rikisminja- safninu á innan skamms að opna sýningu á myntsöfnum, sem eru allt að þvi 500 ára gömul, og er sýningin haldin i tilefni af hundrað ára afmæli sænska myntsafnarafélagsins. í þessu félagi voru 100 félagar fram til 1930, en fyrir tiu árum komst tala þeirra upp i 400 og nú eru félagsmenn orðnir eitthvað um 1400. Fyrstu mynt- safnararnir, sem vitað er um i Sviþjóð, voru uppi um 1600. Skref í ótt til fullrar sjónvarpsvæðingar t smábænum Balej i gullnámu- héraðinu i Austur-Siberiu hefur verið reist endurvarpsstöð sem er hlekkur i sjónvarpsneti, sem nær yfir meginhluta 400 þús. ferkilómetra svæðis, sem er sums staðar mjög stjrábýlt, svo jafnvel eru mörg hundruð kiló metrar milli byggðarlaga. Ná- lega 70% af ibúum alls svæðisins frá Kaliningrad við Eystrarsalt til Kúrileyja i Kyrrahafi — en vegalengdin er 10.000 kilometrar — hafa nú möguleika á að sjá sjónvarp, ýmist dagskrár, vsmáhéraða- stöðva eða sendingar aðalsjón- varpsstöðva hinna ýmsu sam- bandslýðvelda, svo og mið- stöðvarinnar i Moskvu. Einnig er um að ræða dagskrár, sem endurvarpað er um gervihnetti. Alls eru nú i Sovétrikjunum 280 stórar og yfir 1000 smærri sjón- varpsstöðvar. Fyrir árslok 1975 á aðreisa 60 öflugar sjónvarps- sendistöðvar til viðbótar. Hún Inge ætlar að verða fyrirsæta Þessi fáklædda danska stúlka heitir Inge Hansen, sem er m jög algengt og þykir ekki neitt sérstakt nafn i Danmörku, en stúlkan er hin myndarlegasta og ekki feimin við að kasta klæðum, ef ljósmyndari nálgast, sem vill taka mynd af henni. Hún segist vera orðin leið á því að vinna á skrifstofu hjá málflutningsmanni, eins og hún hefur gert að undanförnu, og er ákveðin i að freista gæfunnar sem ljósmyndafyrirsæta — og virðist ekki ósennilegt eftir þessari mynd að dæma, að það muni takast ágætlega hjá henni (Mynd af fáklæddri stúlku) Lærir að tala með aðstoð sjónvarpstækis Ann Parker, sem stundar nú framhaldsnám við University College i London, en er útlærður talkennari, vinnur nú að þvi að kenna Trevor, sem er niu ára gamall og heyrnarlaus, að tala. Aðferðin er nokkuð nýstárleg. Fyrst segir kennarinn eitthvað einfalt, og sérstakt tæki tekur niður hreyfingar talfæranna og raddbandanna og færir þessar hreyfingar yfir á sjónvarps- skerm. Siðan er heyrnarlausi drengurinn látinn segja sömu setninguna aftur og aftur, þar til tækið hefur framleitt nákvæmlega sömu mynd af hans framburði á setningunni eins og komið hefur á skerminn, eftir að kennarinn hefur sagt setninguna. A þennan hátt getur nemandinn lært réttar áherzlur og framburð . Hér sjáið þið svo Ann og Trevor sitja fyrir framan tæki sin, og Trevor reynir að ná sem beztum árangri. Sá, sem fann upp þessa óvenjulegu aðferð til þess að kenna heyrnleysingjum að tala, er dr. A.J. Fourcin, sem er kennari við sama skóla og Ann stundar nú nám sitt við. DENNI DÆMALAUSI Þegar þú varst litill, VVilson, er ég viss um, að þú varst stór litill strákur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.