Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. ■ Frumvarpið um gjaldið til niðurgreiðslu á olíu að lögum Frumvarpiö um gjald til að draga úr áhrifum oliuverðhækk- ana var til 2. umræðu í neðri deild i gær. Vilhjálmur Hjálmarsson gerði grein fyrir áliti fjárhags- og viðskiptanefndar, sem var sam- mála um að mæla með samþykkt þess, þótt sumir nefndarmanna hefðu fyrirvara á um fylgi við breytingatillögur. Ingólfur Jónsson kvað ástæðu- laust að flytja breytingatillögu við þetta frumvarp, heldur frum- varpið um ráðstöfun gjaldsins, sem siðar yrði flutt. Kvaðst hann hafa áhuga á að gjaldinu yrði einnig miðlað til atvinnurekstrar- húsnaÆis. Lúðvik Jósefsson sagði, að kveðið væri á um ibúðarhúsnæði i þessu frumvarpi, en engu slegið föstu um útdeilingu fjárins. Ellert Schram sagðist myndu greiöa atkvæði gegn frumvarpinu vegna þess að hann teldi, að stjórnarandstaðan væri sundruð og forystulaus i andstöðu við rikisstjórnina, þ.e. að hann vildi nota þetta tækifæri til að fella rikisstjórnina. Inn i þessar umræður blönduð- ust orðaskipti um sjónvarpið, og tóku þátt i þeim Jónas Arnason, Pétur Sigurðsson, Eysteinn Jóns- son og fl. Frumvarpið var siðan sam- þykkt eftir aðra umræðu að við- höfðu nafnakalli með 35 atkvæð- um gegn einu, og var Ellert Schram einn á móti. Það var sið- an afgreitt gegnum 3ju umræðu með 34 samhljóða atkvæðum. Efri deild tók frumvarpið þegar til afgreiðslu i gegnum þrjár um- ræður siðdegis i gær, og var það samþykkt þar samhljóða sem lög frá Alþingi. Tollskrárfrumvarpið að lögum Tollskrárfrumvarpið var samþykkt umræðulaust i gegnum eina umræðu i efri deild Alþingis i gær með sam- hljóða atkvæðum sem lög frá Alþingi. 10 aurar — 50 aurar Lúðvik Jósefsson mælti i efri deild i gær fyrir frumvarpinu um breytingu á gjaldmiðli íslands, þ.e. að tieyringar og 50 aurar verði lagðir niður. Gerð var grein fyrir frumvarpinu i blaðinu i gær. Skattameðferð verð- bréfa Halldór E. Sigurðsson mælti fyrir frumvarpinu um skatta- lega meðferð verðbréfa i efri deild i gær. Frumvarpið felur ekki I sér neina efnisbreytingu varðandi meðferð á rfkis- skuldabréfum og öðrum verð- bréfum rikisins, heldur aðeins formbreytingu. ÆR UTI I EYÐIEY EITT af eyðibýlunum i Breiðafjarðareyjum eru Gvendareyjar i Skógar- strandarhreppi. Þær fóru i eyði 1946. Vegna flæðihættu i heimacyjum þar verða þær ekki nýttar til beitar fyrir sauðfé án eftirlits daglega. Þar hefur þvi ekki komið sauðkind i 27 ár. Það bar til 5. október s.l. er Brokeyjarbændur voru áleið til Stykkishólms og fóru framhjá Gvendareyjum, að þeim sýndist vera þar kind, sem kom þeim mjög á óvart. Þann 7. s.m. fóru þeir svo að kanna þetta nánar, ogþá fannst þarna hvit fullorðin ær. Hún brá hart við er hún varð manna vör og tók á rás fram af allháum klettum við svo nefndan Brattastraum og hafnaði þar niðri i fjöru. Þar var henni náð. Hún hafði alla limi heila og virtist ómeidd, þrátt fyrir fallið, en sjáanlega var sjón hennar ekki i i lagi, og hefur það liklega verið ástæð- an til dirfsku hennar við klett- ana Við eyrnaskoðun kom i ljós, að eigandi kindarinnar var Gunnar Sverrisson, Straumi á Skógarströnd. Þetta var myndarær, 7 vetra gömul. Hún lét tveimur lömbum siðast liðið vor, og var sleppt nokkru siðar. Til rúnings kom hún ekki, en hefur þó á ein- hvern hátt losnað við reyfið i sumar. Menn hafa mjög velt þvi fyrir sér, á hvaða hátt ærin hefur komizt fram i eyjarnar. Engar likur eru á þvi, að hún hafi verið flutt þangað. Vega lengdin er á að gizka 1,5-2 km. Þess vita menn ekki dæmi, að kind hafi synt svo langt. Harð- ir straumar eru á þessari leið, mótstraumur frá landi fram i eyjarnar um aðfall. Hún hefur þvi ekki farið i sjóinn af þeim sökum, að hana hafi flætt á skeri, sem þvi miður hendir stundum sauðkindur. Um útfall hlýtur hún að hafa farið i sjóinn, og hafi þá verið sléttur sjór, er ekki útilokað, að straumurinn hafi beinlinis fleytt henni út i eyjarnar. En hvað hefur komið henni til að fara i sjóinn af grænni jörðinni I sumar? A þvi virðist bara ein skýr- ing — sú, að vegna sjóndepru hafi hún einnig þá gengið fram af klettum, og ekki þá, lent i fjörunni, heldur beint niður i sjó, og flotið siðan frá landi eins og korktappi. Þau urðu örlög þessarar mætu skepnu, að hún lézt í sláturhúsinu i Borgarnesi nokkru siðar. — K.B.G. J Frá búnaðarþingi: Rafmagnsmál í sveitum komist í fast horf 1976 BÚNAÐARÞING starfar af kappi, enda ærnum verkefnum að sinna, þar eð fjöldi mála liggur fyrir þvi til afgreiðslu, en starfs- tima þess reistar skorður. I fyrradag voru eftirtalin mál afgreidd með ályktunum þeim, sem hér birtast: Erindi allsherjarnefnd- ar um dreifingu raforku Búnaðarþing skorar á rikis- stjórnina að láta vinna að áætlun um rafvæðingu allra þeirra býla, sem ekki voru tekin með, er gerð var þriggja ára áætlun um raf- væðingarframkvæmdir haustið 1971, og að þeirri áætlunargerð verði hraðað, svo að unnt reynist að leggja hana fram á Alþingi haustið 1974. Ráð verði fyrir þvi gert, að framkvæmdir sam- kvæmt áætluninni hefjist vorið 1975 og verði lokið fyrir árslok 1976. Búnaðarþing telur eðlilegt og sjálfsagt, að sem allra flest þessara býla verði tengd sam- veitukerfi landsins, en einstök býli, sem kunni að verða utan þess kerfis sakir mjög mikillar vegalengdar frá öðrum býlum, verði rafvædd með disilstöðvum, er Rafmagnsveitur rikisins stofni og reki, eða veiti til þeirra stofn- og rekstrarstyrk, þannig að not slikra stöðva verði sem allra sambærilegust við not rafmagns frá samveitukerfi og orkan ekki dýrari en frá samveitum. Jafnframt skorar Búnaðarþing á rikisstjórnina að vinna að því i samræmi við málefnasamning sinn, að smásöluverð á raforku verði sem allra jafnast um landið allt. Erindi Snæþórs Sigur- björnssonar um orma- iyf- Búnaðarþing mælist til þess, að yfirdýralæknir beiti sér fyrir þvi, að ætið séu nokkrar tegundir af virkum ormalyfjum á boðstólum, svc að fjárbændur eigi þess jafnan kost að breyta til um ormalyf og þannig útiloka hættu á, að vissum ormategundum fjölgi þrátt fyrir reglubundna ormalyfsinngjöf. Ennfremur er mælzt til þess við yfirdýralækni, að hann fari þess á leit við innflytjendur ormalyfja, að lyfin verði seld i skömmtum af hæfilegri stærð, þannig að ekki þurfi, þegar ormahreinsun fer fram, að gefa nema eina inngjöf hverri kind Erindi Stefáns Halldórs- sonar og Hjartar E. Þórarinssonar um tæmingu og byggingu haughúsa við fjós. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Islands i samráði við bútæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins að taka nú þegar upp auknar tilraunir með tæmibúnað i haughúsum og áburðarkjöllurum fjárhúsa, og vinna jafnframt að þvi i samráði við Byggingarstofn- un landbúnaðarins, að allar nýbyggingar verði framvegis hannaðar með það fyrir augum, 'að tæming þeirra verði sem auðveldust og hagkvæmust. Þá verði einnig kannað á hvern hátt megi aðstoða þá bændur, sem þegar eru með byggingar, sumar nýlega>'; þar sem ekki er hægt að beita þeirri tæmitækni, sem bezt er fáanleg^ Erindi jarðræktardeild- ar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um inn- flutning sáðkorns. Vegna þeirrar kalhættu, sem stafar af miklum svellalögum um • mestan hluta landsins nú i vetur, felur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélags tslands að beita sér fyrir þvi, að bændum verði tryggt nægilegt fræ af heppileg- um grænfóðurtegundum til sáningar á komandi vori. Ennfremur, að kannað verði, með hvaða hætti unnt verði að tryggja til frambúðar nægilegar sáðvörur til grænfóðurræktar, sem unnt yrði að nota i kalárum. Erindi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar um innflutningstoll af snjó- blásurum Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að inn i frumvarp til laga um breytingu á lögum um tollskrá, sem nú liggur fyrir Alþingi, komi ákvæði um, að tollur af snjóblás- urum á dráttarvélar verði 7% eins og af öðrum landbúnaðar- vélum, i stað 35%, eins og er samkv. gildandi lögum. Ókeypis kílóvöruverðlisti yfir margar áhugaverðar kilóvörur og liknarfrlmerki frá Sviss, Berlin, Sviþjóð, Finnlandi, Nýja Sjálandi, o.fl. o.fl. Greiðsla getur farið fram I skiptum fyrir Islenzk frímerki Tungumái: Danska, enska, þýzka. SCANDINAVIAN PHILATELIC CO Italiensvej 74, 2300 Köbenhavn S. Danmark. Fró Fimleikasambandi íslands Námskeið fyrir íþróttakennara og þjálf- ara hefst laugardaginn 2. marz n.k. og verður alla laugardaga i marz. Kennslugreinar: Stigakerfi i áhaldafim- leikum. Kennarar: Olga B. Magnúsdóttir, Þórir Kjartansson. Upplýsingar á skrifstofu FSI fimmtudag 28. febrúar og föstudag 1. marz kl. 3-5 e.h. Simi 8-34-02. Stjórnin. Hannes Pétursson: TIL HILMARS f KEFLAVÍK Gamli kunningi. Ég var að lesa pistil þinn, sem birtist i Timanum nú á þessum sunnudegi og stilaður er til min i bréfsformi. Þvi miður er ég skakkur viðtakandi, þú áttir að senda þetta klögumál Drottni en ekki mér, það er einna helzt hans sök, að þú skulir ekki vera i þvi Skáldatali, sem kom út fyrir sið- ustu jól. Rökin eru þessi: Láttu þér ekki detta i hug, að Helgi Sæmundsson hefði bægt nafni þinu frá bókinni, ef eftir þig lægju verk, sem skipuðu þérá bekk með skáldum. Ég var Helga samdóma um, að þú ættir ekki heima i bók- inni, eins og hún er úr garði búin, og það geturðu séð sjálfur með þvi að lesa formálann. Sá er mun- ur á þér og Sigurði Nordal, Snorra Sturlusyni og Þórbergi Þórðar- syni, að þeirra verður allra getið i siðara bindi Skáldatalsins, þótt þú haldir annað, sem aftur bendir til þess, að þú hafir orðið svo hringavitlaus, þegar þú fannst ekki nafn þitt i bókinni, að þér hafi annaðhvort láðst að lesa for- málann eða ekki getað skilið hann rétt. Hitt er lika til, að þú sért svo illa að þér i verkum ofangreindra höfunda, að þú skiljir ekki, hvernig þeir fái inni i bókinni, fyrstdyrum er skellt i lás á ykkur Jónas frá Hriflu. I allsherjar rit- höfundatali fengir þú sjálfsagt að spegla ásjónu þina i stuttri klausu um sjálfan þig, og ég vona, að þú lifir svo lengi að fá i hendur slikt rit, þvi mér hefur oft virzt af skrifum þinum, að þú eigir marg- ar súrar stundir i lifinu. Ég fæst ekki um skoðanir þinar á mér. Ég held þér sé ekki of gott að hafa þær eftir þinu höfði. Og þess vegna læt ég hér við lenda. En þegar ég verð (sbr. bréf þitt) kominn i tugthús fyrir að telja þig ekki skáld, þá hef ég betri tima til bréfaskrifta, og hver veit nema þú fáir þá frá mér linu, þótt mér sé þvert um geð að eiga orðastað við annálaða bullukolla. Reykjavik 24.2. 1974 Með kveðju Hannes Pétursson Erindi Búnaðarsam- bands Strandamanna um varnir gegn svart- bak og öðrum vargi í varplöndum. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að hlutast til um það við menntamálaráðu- neytið,að þegar á þessu ári verði gert stórátak til eyðingar svart- baks og hrafns vegna tjóns, sem þessi flugvargur veldur á varp- löndum og búfénaði. Jafnframt felur þingið stjórn Búnaðarfélags Islands að vinna að þvi við fjármálaráðherra, að á næstu fjárlögum verði tekin upp rifleg fjárveiting til rannsókna á eftirtöldum atriðum. 1. Hve miklu tjóni flugvargur veldur i æðarvarpi. 2. Hvaða veiðiaðferðir séu Hklegastar til fækkunar á flug- vargi. 3. Hve mikil brögð séu að þvi, að æðarfugl farist i fiskinetum. 4. A hvern hátt muni árangurs- rikast að fækka gæsastofninum i landinu. 5. Hvort ekki sé ástæða til að fækka álftum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.