Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. TÍMINN 3 Fjórir unnu Forintos á Akranesi UNGVERSKI stór- meistarinn Forintos tefldi fjörtefli á Akranesi á þriðjudaginn á vegum Tafl- félags Akraness. Forintos vann 17 skákir, gerði 6 jafntefli og tapaði 4 skákum. Hann hafði hvitt gegn helmingi keppenda, en svart gegr. hinum. Þeir, sem unnu meistarann voru Guðmund- ur Guðnason, Þráinn Sigurðsson, Páll Leó Jónsson og Leó Jóhannesson. HÆTTA A, AÐ HOLSFJOLL FARI SENN í EYÐI — verði ekki spornað gegn því í tæka tíð „HIN sérstæða byggð á Hólsfjöll um I Norður-Þingeyjarsýslu og á Efra-Fjalli I Norður-Múlasýslu á sér merka sögu að baki. Um lang- an aldur hafa myndarleg fjárbú verið rekin þar, svo að sögur fóru af. Bændurnir þar hafa nytjað og helgað sér hin viðáttumiklu, kjarngóðu heiðalönd, sem liggja að baki annarra byggðarlaga... Byggingar, búfé f högum og mannlif í Fjallabyggðinni hefur frá öndverðu vakið öryggiskennd þeirra fjölmörgu vegfarenda, sem lagt hafa leið sina um hina löngu öræfaleið mitli sveita og landsfjórðunga. Margur þreyttur ferðalangur hefur þegið þar húsa- skjól og beina.” Þannig var upphaf greinar- gerðar sem fylgdi ályktun, er búnaðarþing samþykkti nokkru áður en þvi var slitið. Þeir Þórarinn Kristjánsson og Sigurjón Friðriksson höfðu lagt fram erindi um stuðning við byggð á Hólsfjöllum, og bar erindi þetta þann árangur, að búnaðarþing skoraði á Landnám rikisins að hlutast til um, að Reykjavíkurborg: Erlend milljónalán vegna hitaveitu og rafveitu BH—Reykjavik. — Samþykkt hefur verið í borgarráði Reykja- vfkur að heimila borgarstjóra að taka lán að upphæð 9 milljónir dollara vegna hitaveitunnar og 4.8 milljónir doilara lán vegna rafmagnsveitunnar, en lán þessi hefur viðskiptaráðuneytið heimil- að, að tekin verði í Bandarikjun- um. Lánin verða til allt að 15 ára og boðin út á fjármagnsmarkaði til valinna aðila með milligöngu First National City Bank og Smith Barney & Co I New York, i samráði við Landsbanka Islands og með þeim skilyrðum, sem Seðlabanki Islands setur. Lán hitaveitunnar er m.a til lagnar hitaveitu i Kópavog, Hafnarfjörð og Garðahrepp, og (j lán rafmagnsveitunnar er til þess að greiða eignarframlag til Landsvirkjunar og breyta greiðslutima áður tekinna er- lendra skammtima lána. treyst verði til frambúðar búseta á Hólsfjöllum, i Möðrudal og Viðidal. Fór þingið þess á leit, að hafizt yrði handa um heildar- aætlun, um það, hvernig búseta yrði þarna bezt tryggð, og henni lokið svo fljótt, að hún yrði fullgerð áður en næstu fjárlög verða samin. Fjögur atriði benti búnaðarþing sérstaklega á: Að býlin verði raf- vædd og orka seld á liku verði og frá samveitum, hraðað gerð nýs vegar frá Grimsstöðum i Mývatnssveit og öxarfjörð, stór- aukið óendurkræft framlag til byggingar ibúðarhúsa á þessum stað og viðurkennd i verki nauðsyn byggðarinnar til aukins öryggis fyrir ferðamenn og bættrar þjónustu við þá. í Fjallahreppi eru ibúar nú tuttugu og sex á fjorum bæjum. en i Möðrudal og Viðidal, eiga að- eins fimm menn heima. Hefur fólki þarna i fjallabyggðinni fækkað hin siðari ár og vofir sú hætta yfir, að hún fari i auðn, ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana af hálfu samfélagsins. Við slikar ráðstafanir þarf þó að taka hið fyllsta tilit til vilja fólks- sin, sem enn býr þarna. Þakfauk á Fáskrúðsfirði Klp—Reykjavík. 1 fyrradag gerði sunnanstorm á Fáskrúðsfirði og vindhviðurnar allkrapDar. 1 einni hviðunni fauk hálft þakið af söltunarstöðinni Hilmi og lenti á þrem bifreiðum. Eyðilagðist ein þeirra með öllu, en hinar tvær skemmdust litið. Engin slys urðu á fólki, en tjónið varð mikið. Er það lauslega áætl- að nema þrem milljónum króna. BII-Reykjavik. — Borgarráð Reykjavikur hefur samþykkt að gefa færeyska sjómannaheimil- inu kost á lóð fyrir félagsmiðstöð við Brautarholt norðan Skipholts, en sjómannaheimili fyrir Fær- eyinga hefur verið starfrækt um margra ára skeið við Skúlagötu. Viðlagasjóðsgjaldið: Sumir kaupstaðir skulda milljónir Fimm hafa ekki borgað neitt Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags tslands, slær fundar- hamrinum iboröið: Búnaðarþingi er slitið. — Timamynd: Gunnar. Búnaðarþingi slitið í gær: 37 mál afgreidd á stytzta þinginu SP—Reykjavik. — Búnaöarþingi, hinu 56. i röðinni, iauk laust fyrir klukkan tvö i gærdag að Hótel Sögu, þar sem það hefur farið fram, og sleit formaður Búnaðar- félags tslands, Ásgeir Bjarnason þinginu. Þakkaði Ásgeir þing- fulltrúum og starfsmönnum þings vel unnin störf. Gisli Magnússon I Eyhildarholti i Skagafirði lét þess getið, að liklega yrði þetta siðasta þingið, sem hann sæti. Þakkaði Asgeir honum sérstaklega vel unnin störf gegnum árin, en Gisli hefur verið fulltrúi á búnaðar- þingi 3 kjörtimabil, auk þess sem hann hefur nokkrum sinnum setiö það sem varafulltrúi. Asgeir minnti einnig á hið feikimikla starf, sem Gisli hefur innt af hendi i sambandi við félagsmál i heimahéraði sinu og utan þess. Fram kom, aö þetta er stytzta búnaðarþing sem haldið hefur veriðtil þessa, enda þótt það tefð- ist vegna þess, að nokkrir fulltrú- anna urðu veðurtepptir nokkra daga fyrir norðan og vestan. 40 mál voru á dagskrá þingsins, og voru 37 þeirra afgreidd. Sagöi Asgeir, að mörg þeirra væru þýðingarmikil, eins og tillögur um orkumál, jarðræktarmál, bættar sauðfjárveikivarnir, til- laga um stuðning við byggð á Hólsfjöllum og tillaga um kjöt- rannsóknastöð og fleira. Klp-Reykjavik. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá sveitarfélögin til að standa I skilum við Viðlaga- sjóð á viðlagasjóðsgjaldinu, sem lagt var á brúttótekjur manna i fyrra. Bæjar-og sveitarfélögin áttu að innheimta gjaldið fyrir sjóðinn, en þau námu alls 674 milljónum króna. Um áramótin höfðu aðeins borizt 169 milljónir af þessari upphæð, þrátt fyrir þrjá greiðslu- daga. Eftir áramótin hefur aðeins komizt skriður á málið, en þó er langt frá þvi að bæjar- og sveitarfélögin standi sig vel. Af 13 kaupstöðum, sem eiga að greiða 513 milljónir, hefur aðeins borizt greiðsla frá 8 stöðum, eöa samtals 245 milljónir. Fimm kaupstaðir hafa enn ekki greitt krónu, en það eru Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Ólafsfjörður, Sauðárkrókur og Isafjörður. Hreppsfélögin hafa ekki staðið sig betur. Mörg þeirra hafa enn ekkert greitt inn á skuldina, þótt þau séu búin að innheimta gjaldið af ibúunum eins og önnur opinber gjöld. Þarna er um 217 hreppsfélög að ræða, en aðeins 33 þeirra hafa greitt sina skuld að fullu. Þarna er ekki um eins stórar upphæðir að ræða og hjá kaupstöðunum, en þó skipta þær sums staðar nokkur hundruð þúsundum króna. Lægsti greiðandinn er Selvogshreppur með fjóra gjaldendur, sem eiga að greiða til Viðlagasjóðs sam- tals 21.200 krónur. Cargolux flytur áhöld og vistir: BORAÐ EFTIR VATNI Á ÞURRKASVÆÐUM EÞÍÓPÍU S.l. mánudag sendu Hjálpar- stofnanir kirkna á Noröurlöndum tvær fullhlaðnar flugvélar til Eþiópiu með nýstárleg hjálpar- gögn til hjálpar fórnarlömbum þurrkanna þar. Tveir stórir borar voru i þessum flutningum, með þeim verður freistað að ná vatni úr iðrum jarðar tii svölunar lang- hrjáðum ihúum og eftirlifandi bú- peningi. Það eru Hjálparstofnarnir kirkna i Sviþjóð, Danmörku, Nor- egi og íslandi er hafa samvinnu um þetta verkefni, sem er liður i umfangsmiklum hjálparaðgerð- um Lúterska heimssambandsins á þurrkasvæðunum i Norður- Eþiópiu. Flugvélarnar fóru frá Stokk- hólmi og Osló. Frá Stokkhólmi voru fluttir tveir stór jarðborar, sem borað geta niður á allt að 250 metra dýpi. Vonir standa til, að á næstu 2-3 mánuðum verði unnt að ná vatni upp á 20-30 stöðum i Wollo-héraði, þar sem milljónir þjást nú vegna þurrkanna undan- farin ár. Sænskur verkfræðingur frá framleiðanda mun hafa umsjón með uppsetningu og tilfærslu boranna jafnframt þvi að kenna innfæddum,m.eðhöndlun þéirra. Frá Osló fóru einnig tæknimenn, ásamt miklum mat- vælum o.fl. nauðsynjum til þessa verkefnis, i flugvél frá Cargolux undir stjórn islenzkrar áhafnar. Þessi hjálparaðgerð er nýmæli og tilraun þarna, sem fylgzt verð- ur með i eftirvæntingu. Ef vel gengur má vænta þess, að unnt verði á næstu árum að bjarga þúsundum og jafnvel að ,;oma i veg fyrir hörmungar eins og þarna eiga sér stað nú. Heildarkostnaður Hjálpar- stofnananna vegna þessa verk- efnis næstu 2-3 mánuði mun nema u.þ.b. 13 milljónum islenzkra króna. Heilsuræktar- miðstöð Heimir Hannesson, lögfræð- ingur, ritar grein i Dag á Akureyri 20. þ.m. um heilsu- ræktarmiðstöð á Akureyri. t grein sinni segir Heimir m.a. um málið: „Eins og menn vita, hefur lengi verið brýn þörf heiisu- hælis á Norðurlandi, þar sem fullkomin aðstaða væri til endurhæfingar þeirra er veik- indihafa hrjáð, sem og alhliða heilsuræktar fyrir almenning. Forystumenn Náttúrulækn- ingafélaganna ganga hér i far- arbroddi, og er þegar fyrir- huguð slik heilsuhælisbygging I nágrenni bæjarins og upphaf framkvæmda áætlað á þessu ári. Þrátt fyrir mikla vinnu og lofsverðan áhuga eru sjóðir af skornum skammti og hrökkva skammt. Hér skal i þessu samhandi komið fram með þá hugmynd, hvort ekki beri að skoða það sem fyrst og ræða i fullri alvöru við stjórnvöld og áhugamannasaintök, hvort ekki geti komið til greina að sameina átökin á þann hátt er lýst hefur verið hér að framan og reyna þannig að gera draumana töluvert fyrr að veruleika en ella hcfði orðið, eða jafnvel aö gera þá drauma að veruleika sem annars hefðu ekki rætzt. Að sjálfsögðu skal ekkert um það sagt hér, hvort þetta er hug- mynd sem slik áhugamanna- samtök gætu sætt sig við, en ekki sakar að ræða máiin og kanna hvort slikur grundvöll- ur er fyrir hendi. Það hefur þá að minnsta kosti verið kannað. Að sjálfsögðu cr skylt að leggja á það áherzlu, að af hálfu stjórnvalda hefur enn engin ákvörðun verið tekin um neina stefnumörkun i þessum málum i heild, en að þvi mun koma innan tiltölulega skamms tima að þau verða að gera upp sinn hug um hvaða leiðir skal fara. Varla þarf að skýra það nánar, að enginn staður utan Reykjavikur hefur nú þegar upp á jafn góða að- stöðu að bjóða og Akureyri og nágrenni að þvi er þessi mál varðar. Skiptir þar mestu máli sú margvislega þjónusta, sem þegar er fyrir hendi, og nægir þar að minna á sam- göngur, gisti- og veitingaað- stöðu, margra ára reynslu á fjölmörgum sviðum, fullkom- ið sjúkrahús og margt fleira svo scm landfræðilega stöðu bæjarins á miðju Norðurlandi. Tímabært að hefjast handa Ymsum kann e.t.v. að finn- ast, að þessar hugleiðingar beri meiri keim af framtiðar- hugmyndum en tilhlýðilegt sé i dag, þegar erfitt cr að maitna bátana og fá fólk i frystihúsin. Það er rétt, svo langt sem það nær. En þvi má ekki gleyma, að ennþá búum við islcnding- ar við mjög einhæft atvinnulif og grundvöll þess þarf að breikka og þróa á næstu árum og áratugum. Og hvort tvcggja i senn, þurfa lands- menn og gestir þeirra i vax- andi mæli, að njóta hvildar og heilsuræktar og kemur þar bæði til aukinn skilningur og vaxandi þörf samfara aukinni spennu hraðaþjóðfélagsins. Og á meðan þróunin cr sú aö tómstundunum fjölgar, verður þörfin enn brýnni. Með þvi að tcngja uppbyggingu þessa að hluta við innlenda og erlenda ferðamenn skapazt fjárhags- legur grundvöllur, en allt ntál- ið i heild er að sjálfsögðu háð stærð þess og framkvæmda- lengd. Að mfnu mati væri eðli- leg timaröð þannig, að að þvi yrði miðað að taka ákvörðun á þessu ári, framkvæmdir hæf- ust á þvi næsta, og að þvi mið- að að Ijúka þeim áður en ára- tugurinn er á enda.”— TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.