Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Fimmtudagur 28. febrúar 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) % Einhver vinur þinn eða kunningi kemur þér £ óþægilega á óvart með fávisi sinni og kunnáttu- leysi á þvi, sem liggur algerlega i augum uppi. En þetta er svo sem ekki nein ný bóla, þú hefur lengi grunað hann um græsku. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er eitthvað að brjótast um i þér og nýjar hugmyndir alltaf að skjóta upp kollinum. Séu þér i sambandi við heimilið, og gagnlegar, skaltu ráðast i framkvæmdir, þvi að þá verða þær þér til ánægju að þessu sinni. Hrúturinn. (21. marz-19. apríl) Þetta er litlitill dagur, og þú skalt ekki hafa mikið umleiðis. Farðu varlega i umferðinni, ráðstu ekki i neinar framkvæmdir og haltu þig heima i kvöld i rólegheitum og slappaðu af. Sumir dagar eru bara svona. Nautið: (20. april-20. mai) Það getur vel vorið, að þér finnist þú ekki þurfa á þvi að halda,en vinur þinn eða ættingi biður eftir að geta orðið þér að liði, og satt að segja biður hann eftir leiðbeiningu frá þér, á hvern hátt það má verða. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú átt einhvern mikinn og góðan vin, sem stendur nærri þér, og þú ættir að muna oftar eftir þvi en þú gerir. Þetta, sem er að brjótast i þér núna, ættirðu alls ekki að framkvæma, nema tala rækilega við hann fyrst. Krabbinn: (21. júni-22. júlí) Það er rétt eins og einhver öfundarmaður þinn sé alltaf á næsta leiti og reyni að villa um fyrir þér. Þú skalt reyna að finna hann, þvi að vilji þinn getur truflazt af undirróðri þessa aðila, og þá fer virkilega illa. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þetta er mikill ágætisdagur, að þvi er virðist, og litur ekki út fyrir annað ennúsé um að gera að taka ákvarðanir fyrir framtiðina, hversu mikilvægar sem þær eru, þvi að dómgreindin á öllum sviðum á að vera i lagi. Jómfrúin: (23. ágúst-22. septj Það litur út fyrir, að það verði talsvert hressilegt á vinnustaðnum i dag, og þér gefst tækifæri til að láta ljós þitt skina. Vertu samt ekki of galvaskur, og hagaðu orðum þinum af þeim hyggindum, sem i hag koma. Vogin: (23. sept-22. oktj Það lítur út fyrir, að tvær heimsóknir til þin i dag hafi varanlegt gildi, þótt þú gerir þér það ekki ljóst fyrr en siðar meir, af einhverjum orsökum. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú verður að fara varlega i að trúa öllu, sem þér ersagt.og þú skalt athuga málin gaumgæfilega. Það er þér affarasælast að rasa ekki um ráð fram i þessum efnum. Það er hætt viö, aö reynt verði að fá þig til einhvers, sem þú skalt forðast. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þaö eru tilfinngamálin og ástamálin, sem þú skalt sýna alveg sérstaka varfærni i dag, og þó sér i lagi undir kvöldið, þvi að þá litur út fyrir, að einhver þriðji aðili standi á milli ykkar, og það boöar ekkert gott. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þú skalt ekki taka þennan dag alvarlega, en hafa hægt um þig. Þú skalt ekki ráðast i neitt og alls ekki sóa kröftunum, þvi að það er til einskis. Það eru ekki allir dagar jafn heppilegir til athafna og framkvæmda. Ford Bronco — VW-sendibílar Land-Rover — VW-fólksbílar | Bíla EKILL J leigan BRAUTARHOLTI 4 Simar 2-83-40 og 3-71-99 ■llilll HIHV BiM.iMllliiilllllM. Hugvekja til alþingismanna... Á siðasta aðalfundi sýslunefnd- ar A-Húnavatnssýslu var sam- þykkt tillaga þess efnis, að odd- vita væri falið að vinna að þvi, að haldinn yrði sameiginlegur fund- ur sýslunefndar og sveitarstjórna með þingmönnum kjördæmisins, áður en Alþingi hæfist i haust, til umræðna um helztu framfara- mál héraðsins. Ýmsum mun hafa þótt þetta timabær samþykkt og horfa til bóta, ef tækist að fá alla fulltrúa kjördæmisins saman til viðræðna við framámenn byggðarlaganna. Ekki sem fulltrúa einstakra stjórnmálaflokka, eins og tiðast er, þegar menn þessir láta til sin heyra, heldur sem sameiginlega fulltrúa fólksins i héraðinu. Siðan leiðarþing lögðust niður, hefur sá háttur komizt á i æ rik- ara mæli, að sendinefndir frá hin- um ýmsu byggðarlögum hafa far- ið i suðurgöngu til að reka erindi sins sveitarfélags. Ég hygg, að á ýmsu hafi oltið, hvernig gengið hefur að ná tali af þingmönnum. Þar sem þingmenn hafa nú sér- staka ferðapeninga, hefði mátt ætla, að með þessu sparaðist hér- aðsbúum timi og fjármunir. Svo kom að þvi, að fundur með alþingismönnum var boðaður, ekki einu sinni heldur brisvar sinnum en alltaf varð af afboða vegna anna okkar ágætu þing- manna. Kann nú að vera, að ein- hverjum finnist það kapituli út af fyrir sig, þegar fulltrúar okkar á Bændur Við seljum dráttar- vélar: búvélar og allar tegundir vörubila BÍLASALAN Bræöraborgarstig 22 Simi 26797. t/erðstaðreyndir! 650x16 negldur kr.4290.- 750x16 negldur kr.4990.- SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 22520. Varablutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Alþingi eru svo timalausir, að þeir mega ekki vera að þvi að hlusta á óskir forráðamanna hér- aðsins i eina kvöldstund. Ætla ég þvi að reyna að ná til ykkar, þing- menn góðir, með hugvekju þess- ari, ef allir eru nú ekki hættir slik- um lestri. Það eru gömul og ný sannindi, að samgöngukerfi þjóða eru slag- æðar þeirra. Þetta gildir einnig um hvert byggðarlag, enda velta afkomumöguleikar ibúanna i nú- timaþjóðfélagi á engu einu atriði meir. Ég vil með þessum orðum minna ykkur á, virðulegu þing- menn, hvernig ástatt er um sam- göngur hér i sveit, það er frá Skagaströnd á Skagatá. Vega- lengd sú, er hér um ræðir, eru 47 km; þar af eru 24 km aðeins rudd- ir skorningar, sem litið hefur ver- ið borið I af möl og eru viðast lægri en umhverfið i kring. Má þvi öllum ljóst vera, að á slikan veg safnast snjór og vatn allt eftir þvi, hvernig veðrátta er hverju sinni. Um 12 km af áðurnefndri leið voru byggðir á áratugunum á milli 1930 og 1950, að sjálfsögðu með handverkfáerum, og eru þessar brautir öldungis ófærar um að gegna þvi hlutverki, sem vegir nú þurfa að gera, vegna þess hve lágar og mjóar þær eru. Einnig má geta þess, að heldur hefur verið litið viðhald á þessum vegaspottum að undanförnu. Það eru þvi aðeins 11 km, sem hafa verið lagðir siðan 1950, og er það eini vegurinn, sem hægt er að segja, að beri nútimaumferð. Af framansögðu má sjá, hve vega- samband er hér afleitt, og ég %gg, að nokkuð langt þurfi að leita til að finna sambærilega vegleysu i einni sveit. Hér með heiti ég á alla alþingis- menn kjördæmisins að bregðast nú vel við og standa saman um að útvega myndarlega fjárveitingu i vetur, þegar vegaáætlun verður endurskoðuð, til að bæta úr þess- um vegleysum og reka þar með slyðruorðið af Skagavegi, að hann sé lakastur allra vega i kjördæm- inu. Ljóst er, að ekki hefur vegagerð á Skaga alltaf verið svo langt á eftir sinni samtið, sem nú er. Þvi hér er enn i góðu gildi elzti vegur sýslunnar, sem lagður var af framtakssömum bónda hér i sveitinni fyrir rúmum 100 árum. Nú finnst mér mikils við þurfa, að ekki verði öllu lengur reynt á þol- rif ibúanna, svo ekki endurtaki sig hér sama sagan og gerðist handan við flóann haustið 1971. Sannfærður er ég um, fleir um en mér lætur illa i eyrum hjal það um jafnvægi i byggð landsins, sem er i þvi fólgið að bæta fyrsta aðstöðu þeirra, sem fleiri eru og betri höfðu hana fyr- ir, svo sem virðist helzta lögmál þeirrar byggðastefnu, sem nú er rekin. Eða hvernig hyggjast for- ráðamenn þjóðarinnar rétta baggann á merinni? Með þvi að bæta stöðugt við farminn á það borðið, sem hún hallast á. Byggðajafnvægi, eins og það hef- ur verið framkvæmt til þessa er innantómt orðagjálfur og óraun- hæft, nema til að gylla skálaræð- ur. Sem dæmi um það vil ég nefna, að óverjandi er að moka hundruðum miljóna i að byggja brú yfir fjörð, sem hægt er að komast fyrir með góðu móti, þeg- ar aðrir hafa alls engan veg til að fara eftir. Vonandi læra ráðamenn þjóð- arinnar eitthvað af reynslu nýlið- ins kuldakafla, er við lá, að stór hluti landsbyggðarinnar yrði raf- orkulaus. Þótt ekki væri sú reynsla, er þá fékkst, sú lakasta, sem hægt er að gera sér i hugar- lund, að upp gæti komið með þeirri kynlegu ráðstöfun i byggð landsins, að staðarval allra stór- virkjana skuli vera I sama lands- hluta, og það á hættulegasta jarð- skjálftasvæðinu. Ekki mun það heldur styrkja búsetuna úti á landsbyggðinni, að þessi vand- fengna' og dýrmæta orka er þar seld af rafveitum rikisins á mun hærra verði en á stór-Reykja- vikursvæðinu. Ég læt þessi þrjú dæmi nægja, sem öll eru i höndum rikisvalds- ins, og eru þvi hæg heimatökin að hafa áhrif á, ef vilji væri fyrir hendi. Mér finnst sama, hvar nið- ur er borið, verkin tala alls staðar á móti skruminu um jafnvægi i byggð landsins. Ólygnasta vitnið um það er, hvert fólksstraumur- inn liggur. Varla trúa boðberar þesss skrums þvi sjálfir, að fólkið geti ekki metið lifsskilyrðin sjálft og stritist við að safnast þangað, sem þau eru lakari. Það ætti að vera öllum mönnum ljóst, að hér er vandasamt verk að leysa og hlýtur að kosta mikið átak, sem óumflýjanlega verður að koma við þá, er á stór-Reykja- vikursvæðinu búa. Fullvist er, að ekki stöðva stjórnvöld þá þróun, sem nú er, með þvi einu að láta fjölmiðla predika, að nú séu þessi mál leyst. Það er sama lausnin og hjá strútnum, að stinga höfðinu i sandinn. Tjörn i jan. 1974 Sveinn Sveinsson Deildartæknifræðingur Öryggiseftirlit ríkisins óskar að ráða bygginga- eða véltæknifræðing. Hann skal hafa umsjón með sérstöku starfssviði i Reykjavik og úti á landi. Laun samkvæmt kjarasamningi rikisstarfs- manna. Umsóknir; ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri stör£ sendist til öryggiseftirlits rikisins fyrir 1. april n.k. Öryggismálastjóri. Lyftaramenn Viljum ráða nú þegar tvo menn til starfa á lyftara. Talið við Halldór i afgreiðslunni. Kassagerð Reykjavikur Kleppsvegi 33.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.