Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 12
12 •TÍMINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. rann á flúðum, grunn og freyðandi, en annars staðar speglaðist heiðríkjan í djúpum laxahyljum. Það var hérna, sem mest bar á virkismúrunum. í sólskininu sáust greinilega lóðréttar og láréttar sprungur í klettunum, og stóðust þær svo nákvæmlega á, að það virtist ógjörningur annað en björgin hefðu verið lögð þarna í ákveðnum tilgangi. Stöku sinnum brá fyrir svörtum veifum uppi á virkjunum, það voru vængir hrafnsins— stóra, íslenzka hrafnsins, sem drepur lömb og étur. Þegar veturinn er kominn og norðurljósin leiftra yfir snæviþöktum tindum, og niður árinnar lætur eins og brjálæðingsóp í eyrum, þá veigrar maður sér við að fara f ram í dalinn. Doré einn gæti lýst honum í mynd. Og þó er auðnin ef til vill en óhugnanlegri, þegar áin ryður sig og brýzt fram með jakaruðningi. Þá er það, sem Fata Morgana birtist með töf ra sína og kemur öllu til að skjálfa og nötra, þangað til allt virðist æpa upp eftir klettunum og f jöllin steðja fram og aftur meðfram nötrandi sjóndeildarhringnum. í dalverpinu sáu þeir híbýli Ólafs Guðmundssonar. Þau voru grámáluð og stóðu niðri við ána. Út að ánni var veröndin, og þegar þeir komu nær, sáu þeir Ólaf Guðmundsson sitja þar i tágastól, og reykti hann langa pípu með postulínshaus. Þetta var stór og fyrirferðarmikill maður, sem hreyfði sig hægt. Jakkinn var orðinn slitinn, en skyrtan var skjannahvít, og hann leit ríkmannlega út. Hann hafði unnið sig upp úr sárustu fátækt. Þegar hann var drengur, hafði hann handleikið árarnar og línuna i báti f öður sins, en það var honum ekki nóg. Hann var framagjarn og þar að auki gæddur góðum gáfum. Fyrstu peningana notaði hann til að sjá sig um í heiminum, í Danmörku og Frakklandi, og hann tók eftir því, að þeir, sem komust áf ram i þessum heimi voru ekki þeir, sem strituðu, heldur þeir, sem létu aðra strita fyrir sig. Hann var nú kominn á sextugsaldurinn, og við fyrsta tillit sýndist manni svipur hans fallegur, líkastur gömlum herforingja, sem unnið hefði sig upp frá þvi að byrja sem dáti. En við nánari kynni hvarf þessi svipur, og á einhvern óskiljanlegan hátt leystust upp þeir drættir, sem maður tók f yrst eftir. Lítil augun voru ekki í samræmi við stórt nefið, og heldur áttu óákveðnir, slepjulegir drættirnir við munninn alls ekki við myndar- lega hökudrættina. Drættirnir í andliti hans háðu stríð hverjir við aðra, og það voru ekki þeir göfugustu, sem báru sigur af hólmi. Þegar Ólaf ur sá þá f élaga, stóð hann á fætur og gekk á móti þeim. Hann þekkti Jónas, því að hann hafði séð hann er Jónas var síðast heima. Jónas skalf allur og titraði. Hann hafði aldrei áður talað við þennan mann, sem vegna stærðar sinnar, skipandi framkomu og talsmáta, og þeirrar staðreyndar, að Svala var trúlofuð honum, blátt áfram dáleiddi hann. Allt öðru máli gegndi um Eirík, sem vissulega hafði ekki til að bera viðkvæmni Jónasar og skáldlegt innsæi, en var hins vegar ekki lengi að mynda sér skoðun um karlmenn. I Ólaf i Guðmundssyni sá hann bara feitan, gamlan svindlara með órólegt augnaráð, svíðing og þrælahaldara, sem vakti andúð í sjómannssál hans. Jónas kom strax að efninu. — Ég var að frétta, að þér hefðuð hús til leigu, sagði hann. Ég er systursonur Stefáns Gunnarssonar.... — Félagi minn og ég höfum unnið við símalagningu, greip Eiríkur fram í. Við höfum nú fengið nóg af þessu starfi, og þar svið sjáum, að hér eru miklar f iskveiðar, gerum við ráð f yrir, að hér sé lika starf handa okkur. Ólafur leit á kraftalegan vöxt Eiríks og kinkaði kolli. Hann hafði alltaf þörf fyrir vinnukraft yf ir sumarið, og því meiri vinna, sem var á staðnum, því betra. Sjómennirnir tveir, sem farið höfðu um borð í Botníu, voru tveir beztu mennirnir í Skarðsstöð, en hröktust á brott vegna fjandskapar við Ólaf og harðra vinnuskil- yrða hans. — Og þið viljið leigja húsið? sagði hann. — Já, sjáið þér til, hélt Eiríkur áfram, það verður ódýrara fyrir okkur að hafa okkar eigið hús í stað þess að búa í Gistiheimilinu. Þá getum við fengið okkur kvenmann til þess að annast húsverkin, og raunar getum við sjálfir eldað ágætismat. — Það verða f jórar krónur á viku, sagði Ólafur. Það fylgir því talsvert land, annars væri það ódýrara. — Fjórar krónur á viku, sagði Eiríkur, sem fannst hann endilega verða að reyna að prútta um verðið til þess að fá Ólaf til þess að bíta á krókinn. Er það ekki nokkuð mikið? — Nú, ekki er ég að biðja yður að taka húsið á leigu. Hann settist, sló öskuna úr pípunni og kveikti í henni að nýju. l rauninni var hann ákafur í að leigja húsið, þar sem það stóð autt, og auk þess vildi hann gjarna fá fleiri sjómenn til Skarðsstöðvar, sérstaklega, þegar um úrvalsmenn eins og þessa var að ræða. En hann gerði sér mæta vel Ijóst, hvað ósvífni og uppgerðar kæruleysi hafði að segja. Hann þekkti ekki Eirík. — Jæja, þá er víst ekki um meira að tala, sagði Eiríkur og tók í handlegginn á Jónasi. Skarðsstöð er þá ekki okkar staður. Við hefðum getað borgað þrjár krónur á viku, en það borgar enginn meira en hann hef ur. HVELli Dalla er að undirbúa stjörnuflug frá Mars. Hvernig / gat ég misst af þessu. Þurfa þeir flugstjóra? Því miðurhafaþeir T Seinna, þakíTa fengið mann. En ég býð þér fyrir. mig fram að hjálpa^r.Geturðu bökaðl þér aö eyða timanurn, mig til Mars? 1 hpO or» Viiin or forin Á Mars. .. Kenoma, Steini Key!' , Lin. Þið verðið að fara.'Verkefnið er ab / Nú ætla ég að | kynna fyrir ykkur vfirmanninn. iii liffli I I Fimmtudagur 28. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Eiturneyzla og ungling- arnicSéra Arelius Nielsson flytur erindi 15.00 Miðdegistónleikar: Sænsk tónlist Saulesco- kvartettinn leikur Strengja- kvartett op. 11 eftir Kurt Atterberg. Jussi Björling syngur nokkur lög. Arve Tellefsen og Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarpsins leika tvær fiðlu- rómönsur op. 28 eftir Wilhelm Stenhammar; Stig Westerberg stj. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur dansa- svitur úr „Orfeusi” eftir Hilding Rosenberg; Westerberg stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 16.45 Barnatimi: Hrefna Tynes stjórnar þætti i tilefni af æskulýðs- og fórnarviku þjóðkirkjunnar: Leikþáttur. Sögulestur. Frásögn og söngur frá Konsó. Katrin Guð'laugsdóttir o.fl. flytja 17.10 Heimsmeistaramótið i handknattleik: Island — Tékkóslóvakia. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik frá Karl-Marx- Stadt i Austur-Þýskalandi. 17.45 Framburðarkennsla i ensku 18.0Ö TannlæknaþáttucHörður Einarsson tannlæknir talar um tannlækningar aldraðs fólks. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Til- kynningar. 19.25 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. • flytur. 19.30 Bókaspjall. Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnússon. 19.50 t skimunni. Myndlistarþáttur i umsjá Gylfa Gislasonar. . 20.30 Konscrtaria op. 65 (Ah, perfido) eftir Beethoven Regine Crespin syngur með Filharmóniu9eitinni i New York:: Thomas Schippers stj. 20.45 Leikrit: „Eigi má sköpum renna” (Mourning becomes Electra) eftir Eugene O’Neill. (áður útv. i nóvember 1960). Annar hluti: „Verðandi” (The Hunted) Þýðandi: Arni Guðnason. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Kristin Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lavinia ... Helga Bachmann, Orin ... Helgi Skúlason, Brant ... Róbert Arnfinnsson, Haxel Kristbjörg Kjeld, Pétur ... Guðmundur Pálsson, Borden...Jón Aðils, Frú Borden....Þóra Borg, frú Hills...Herdis Þorvaldsdóttir, Hills ... Steindór Hjörleifsson, Blake Gestur Pálsson. Forsöngvari „....Rúrik Haraldsson, Set ... Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lcstur Pasiusálma (16) 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höfundur les (3) 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.