Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 8
V TÍMINN 8 Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. TÍMINN 9 birtir hér i heild kjarasamninga þá sem náðust í gær, ramma- samning, sem nær til kjara aðildarsambanda Alþýðu- sambands Islands svo sem frá er greint i inngangi samningsins. Auk ramma- samningsins gerðu hinir ýmsu aðilar margskonar sérsamninga um kaup og kjör. SAMNINGUR milli Alþýðusam- bands Islands vegna félaga, er beina aðild eiga að sambandinu, Verkamannasambands tslands, Málm- og skipasmiðasambands íslands,, Sambands byggingar- manna, Rafiðnaðarsambands ts- lands, Landssambands vöru- bifreiðastjóra, Landssambands iðnverkafólks, allt samkvæmt sérstökum félagaskrám og enn- fremur vegna Iðnnemasambands Islands og Vinnuveitendasam- bands Islands, Vinnumálasam- bands sam vinnufélaganna, Félags Isl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka Islands, Verslunarráðs Islands og Reykjavikurborgar. 1. gr. Siðast gildandi samningar aðila framlengjast með þeim breyting- um, sem þessi samningur og sér- samningar fela i sér. 2. gr. 1. Mánaðarlaun, kr. 35.000.00 eða lægri (K-visitala 149.89 er inni- falin og umsamdar láglauna- hækkanir), hækki frá undir- skrift samninga um 8% og kr. 1.200.00. Laun, sem hærri eru en kr. 35.000.00, hækki um sömu krónutölu og laun kr. 35.000.00 þ.e. kr. 4.000.00. 2. Laun samkvæmt lið 1 skulu hækka um 3% frá 1. desember 1974 og þau laun skulu hækka um 3% þann 1. júni 1975. 3. önnur laun, svo sem viku- og timakaup hækki tilsvarandi. 3. gr. Núgildandi laun, miðað við visitölu 149.89 að viðbættum þeim breytingum sem 2. gr. ákveður skulu vera grunnlaun og kaup- greiðsluvisitala sett = 100. Um K- vísitölu fer að öðru leyti sam- kvæmt ákvæðum síðustu samn- inga, með þeirri breytingu, sem leiðir af yfirlýsingu samninga- nefnda Alþýðusambands Islands, Vinnuveitendasambands tslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna dags. 19. febrúar 1974 um útreikninga K-visitölu á samningstimabilinu. 4. gr. Samkomulag um kaup- tryggingu verkafólks í fiskvinnu. Þegar starfsfólk i fiskvinnu hefur unnið samfellt hjá sama at- vinnurekanda i 4 vikur skal þvi gefinn kostur á að gera sérstakan ráðningarsamning, sem feli i sér eftirfarandi atriði: 1. Starfsfólk skal halda dagvinnu- kaupi fyrstu 3 atvinnuleysis- daga i viku hverri. Frá 1. mars 1976 skal starfsfólk halda dag- vinnukaupi fyrstu 4 atvinnu- leysisdaga i viku hverri og frá 1. mars 1978 5 atvinnuleysis- daga. Starfsfólk, sem ráðið er til hálfsdagsvinnu, nýtur hlut- fallslega sömu réttinda. 2. Starfsfólki ber að vinna öll al- geng störf i fiskvinnsluhúsum samkvæmt fyrirmælum verk- stjóra. 3. Starfsfólki ber að hlýða útkalli, nema lögmæt forföll hamli. 4. Neiti starfsfólk vinnu sam- kvæmt tölulið 2 eða komi ekki til vinnu, þegar vinna er fyrir hendi, falla réttindi þau, sem samningur þessi gerir ráð fyr- ir, úr gildi þá viku 5. Með samfelldri fjögurra vikna vinnu er átt við, að unnið hafi verið hjá sama vinnuveitanda full dagvinna i fjórar vikur, enda jafngildi fjarvistir vegna veikinda, slysa, hráefnisskorts eða sambærilegra orsaka fullri vinnu. 6. Heimilt er að segja kaup- tryggingu verkafólks upp með viku fyrirvara, ef fyrirsjáanleg er vinnslustöðvun. Eftir að vinnsla hefst á ný nýtur yerka- fólk áunninna réttinda. 7. Sextiu af hundraði greiðslu, sem vinnuveitendur greiða vegna þessarar tryggingar, skal Atvinnuleysistrygginga- sjóður endurgreiða viðkomandi fyrirtæki mánaðarlega, enda hafi triínaðarmaður og annar launþegi, er trúnaðarmaður eða stéttarfélag velur, staðfest framlögð gögn með daglegri uppáskrift. Þann 1. mars 1979 lækkar greiðsluhlutfail Atvinnuleysis- tryggingasjóðs i 50% og siðan um 10% á ári næstu 5 ár, þann- ig, að greiðsla sjóðsins fellur niður frá og með 1. mars 1984. 8. Samkomulag þetta tekur gildi við undirskrift samnings þessa, enda hafi rikisstjórnin lofað að beita sér fyrir, að breyting á lögum um Atvinnuleysis- tryggingasjóð verði gerð á Al- þingi þvi, er nú situr, er heimili greiðslu til vinnuveitenda sbr. tölulið 7 hér að framan. Reglugerð um framkvæmd og eftirlit verði gerð i samráði við Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasamband Is- lands. Yfirlýsing Rikisstjórnin mun beita sér fyr- ir að breytt verði á yfirstandandi þingi iögum um Atvinnuleysis- tryggingasjóð þannig, að greiðsl- ur skv. framanskráðu samkomu- lagi geti farið fram. Reykjavik, 25. febrúar 1974. Lúðvik Jósepsson sign. Björn Jónsson, sign. Halldór E. Sigurðsson, sign. 5. gr. Tryggingar Skylt er vinnuveitendum að tryggja launþega þá, sem samningur þessi tekur til, fyrir dauða eða varanlegri örorku af völdum slyss i starfi eða á eðli- legri leið frá heimili til vinnustað- ar og frá vinnustað til heimilis. Ef launþegi hefur vegna starfa sins viðlegustað utan heimilis, kemur viðlegustaður i stað heimilis, en tryggingin tekur þá einnig til eðlilegra ferða milli heimilis og viðlegustaðar. Dánarslysabætur verða: 1. Ef hinn látni var ógiftur og læt- ur ekki eftir sig barn og hefur ekki séð fyrir öldruðu foreldir (67 ára eða eldri) kr. 200.000.00 2. Ef hinn látni var ógiftur en lætureftirsig barn (börn) und- ir 17 ára aldri og/eða hefur sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum (67 ára eða eldri) kr. 500.000.00 3. Ef hinn látni var giftur, bætur til maka kr. 700.00000 4. Ef hinn látni lætur eftir sig barn (kjörbarn, fósturbarn) innan 17 ára aldurs/fyrir hvert barn kr. 100.000.00 Bætur greiðast aðeins skv. einum af töluliðum nr. 1, 2 eða 3. Til viðbótar með töluliðum nr. 2 og nr. 3 geta komið bætur skv. tölulið 4. Rétthafar dánarbóta eru: 1. Lögerfingjar. 2. Viðkomandi aðilar að jöfnu. 3. Eftirlifandi maki. 4. Viðkomandi börn, en greiðist til eftirlifandi maka, ef hann er annað foreldri, ella til skipta- ráðanda og/eða fjárhalds- manns. Bætur vegna varanlegrar ör- orku greiðast i hlutfalli við vá- tryggingarfjárhæðina , kr. 1.000.000, þó þannig að hvert ör- orkustig yfir 75% verkar tvöfalt, og geta heildarbætur þvi orðið kr. 1.250.000 við 100% örorku, en fyrir varanlega örorku 5% og minni greiðist ekkert. Ákvæði þessi valda I engu skerðingu á áður umsömdum hagstæðari tryggingarrétti laun- þega en þeim, sem um getur i rammasamningi milli Alþýðu- sambands Islands og Vinnuveit- endasambands Islands frá 4. desember 1971. Tryggingin tekur gildi um leið og tryggingarskyldur launþegi hefur störf (kemur á launaskrá), en fellur úr gildi um leið og hann hættir störfum (fellur af launa- skrá). Skilmálar séu almennir skil- málar, sem i gildi eru fyrir at- vinnuslysatryggingar launþega hjá Sambandi islenskra tryggingafélaga, þegar sam- komulag þetta er gert, með með breytingum skv. neðanskráðum drögum. Verði vinnuveitandi skaðabóta- skyldur gagnvart launþega, sem slysatryggður er skv. samningi þessum, skulu þær slysabætur, sem greiddar kunna að verða vegna samnings þessa koma að fullu til frádráttar þeim skaða- bótum, er vinnuveitenda kann að verða gert að greiða. Hlutaðeigandi samtök vinnu- veitenda lýsa þvi yfir, að þau muni beita áhrifum sinum fyrir þvi, að félagsmenn þeirra tryggi alla launþega sina og haldi tryggingunni i gildi. Framan- greind trygging taki gildi við undirskrift samnings þessa. Samkomulag er um að á samningstimabilinu skuli endur- skoða vátryggingarupphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. Slika endurskoðun skal miða við ára- mót. Drög að breytingum á vátryggingaskilmálum fyrir atvinnuslysatrygg- ingar (launþegatryggingar). 1. Við 1. gr., 3. mgr. Málsgreinin orðist svo: Bætur greiðast þvi aðeins, að slysið sé aðalorsök þess, að sá, sem tryggður er, missir lifið eða verður fyrir varanlegum starfs- orkumissi að hluta eða að öllu leyti. II. Við 6. gr. Orðin ,,eða sá sem tryggður er” falli brott i 2. mgr. 7. gr. falli niður, en inn komi ný 7. gr. þannig: Takmarkanir á bótaskyidu vegna náttúruhamfara. Ef jarðskjálfti, eldgos, flóð, skriðuföll eða aðrar náttúruham- farir valda slysi i einum og sama atburði á fleiri en 50 einstakling- um, sem vátryggðir eru i at- vinnuslysatryggingu launþega, takmarkast bætur við meðal- dánabótaupphæð 50 einstaklinga. Meðaldánarbætur eru þær dánar- bætur, sem iðgjald er reiknað af ár hvert. Bætur skiptast hlutfalls- lega á milli bótaþega. Takmörkun sú á bótaskyldu, sem um getur i 1. málsgrein þessarar greinar, gildir sameiginlega fyrir öll vátryggingarfélög i Sambandi slysatryggjenda. Skiptir þvi ekki máli þótt hinir slösuðu séu ekki allir slysatryggðir hjá sama félagi innan sambandsins. IV. Við 8. gr. 1) Siðarimálsliðuristafliða) falli niður. (I staðinn kæmi hin nýja 7. gr.). 2) Orðin „eða vátryggðs” falli burt úr staflið c). 6. gr. Samningsaðilar eru sammála um, að fá á samningstimabilinu starfi fastanefnda með sama hætti og á liðnu samningstima- biii. Gerð verði sérstök skrá yfir þau mál, sem samkomulag er orðið um, að nefndin taki til með- ferðar .vegna núverandi samningsgerðar. 7. gr. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi til 1. april 1976 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Sé samningnum ekki sagt upp fram- lengist hann um sex mánuði i senn með sama uppsagnarfresti. Verði veruleg breyting á gengi islensku krónunnar er samningurinn uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem er. Reykjavik, 26. febrúar 1974 Það var mikill fjöldi plagga, sem undirrita þurfti, en þess var vel gætt, að allir rituðu nöfn sín,þar sem þeim var ætlað. Samtals voru það um 50 manns, sem staöfestu samningana með undirritun, og hér er yfirlitsmynd af hópnum. Viö vinstri væneinn sitia fulltrúar ASt en við þann hægri fulltrúar VSÍ. Sáttanefnd með óundirritaðan samningahlaðann fyrir framan sig, t.f.v. Halldór Jakobsson, Torfi Hjartarson og Ólafur Björnsson. Undirritun er hafin, en á myndinni eru talið frá vinstrhSnorri Jónsson, forseti ASl, Eðvarð Sigurðsson, form. samninganefndar ASÍ, sáttasemjararnir Halldór Jakobsson, Torfi Hjartarson og Ólafur Björns- son, Jón H. Bergs, formaður VSt og Ólafur Jónsson.framkvstj. VSt. Tirfi H3artarson,aðalsáttasemjari,er hér brosleitari en marga undanfarna daga enda einum erfiðustu, lengstu og fjölmennustu samningaviðræðum lokið. Hann og Snorri Jónsson takast ihendur. AAyndir: Gunnar V. Andrésson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.