Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingadeild TÍAAANS Aðalstræti 7 71. tölublað—Sunnudagur 12. mai—58. árgangur. KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 Enn er heitt í kolunum ÞÓTT langt sé um liðið siðan gosinu i Heimaey linnti, rýk- ur enn úr hrauninu eins og sjá má á þessari mynd, sem er af hrauntanganum viö innsiglinguna. Hraunkvikan er sem sagt enn i meira lagi heit og mun lengi verða, enda er það einmitt á þvi, sem það byggist, að tiltæki- legt er að gera hraunhita- veitu i Eyjum. Einhverjum kynni að visu að þykja iskyggilegt að hafa rjúkandi hraun við bæjar- vegginn, en Vestmanna- eyingar hafa gengið i gegn- um það, sem meira er, og setja ekki fyrir sig svona gufuslæðing. Þeirra hugur er allur við það bundinn að endurreisa bæinn og afla sér sjálfum og þjóðarbúinu tekna, sem hagkvæm lega eyjanna býður upp á. Og úr þvi sem komið er telst það til hlunninda, að hitinn i hraun- inu haldizt, ef unnt verður að hita með honum hús að meira eða minna leyti. Timamynd: Gunnar. RANNSOKN IR í VÍK VEGNA HUGSANLEGRAR HÆTTU AF KÖTLUHLAUPI HHJ-Reykjavik. Að undan- förnu hefur verið unnið aö ýmsum rannsóknum og at- hugunum i grennd við Vik i Mýrdal með tilliti til þeirrar hættu, sem kauptúninu kynni að stafa af Kötiuhlaupi. Nú er verið að vinna úr þeim gögn- um, sem aflað hefur verið, og er álitsgerðar að vænta um næstu mánaðamót. Guðjón Petersen, forstöðu- maður Almannavarna rikis- ins, sagði i viðtali við Timann, að upphaf þessa máls hefði verið, að skipulagsstjóri rikis- ins óskaði álits Almannavarna á þvi, hvort rétt væri að heim- ila byggð austan Vikurár og niðri á sandinum. Þá fór hreppsnefnd Hvammshrepps þess á leit, að Alþingi legði fé til varnargarðs til þess að verja byggðina, og var ætlun- in, að garðurinn næði allt frá Vikurhömrum niður i sjó. — Hættan, sem stafa kann af hlaupinu, er tvenns konar. Annars vegar gæti hlaupið sjálft hugsanlega orðið byggð- inni hættulegt og hins vegar er ekki óhugsandi, að flóðbylgja gæti komið af hafi, sagði Guðjón. Þess vegna voru, að tilhlutan Almannavarna, hafnar rannsóknir eystra. Vegagerð rikisins tók að sér að framkvæma hæðarmæling- ar á sandinum austur með Vikurhömrum allt austur und- ir Höföabrekkujökul, og sjó- mælingarnar hafa mælt sjávardýpi frá Reynisdröng- um austur undir Kötlutanga. Þorbjörn Karlsson verkfræð- ingur er að vinna úr gögnun- um um þessar mundir og er álitsgerðar hans að vænta um næstu mánaðamót. Margir telja, að Vikurkaup- túni stafi litil eða engin hætta af Kötluhlaupi, en auðvitað er sjálfsagt og skylt að rannsaka það mál eins vel og auðiö er. í Kötluhlaupinu 1721 hlauzt til dæmis töluvert tjón af flóð- bylgju, sem gekk allt upp und- ir Höfðabrekkufjall og gekk á land i Vestmannaeyjum og tók þar út hjalla. Þess ber þó að geta, að siðan hefur ströndin við Vik færzt mikið fram, þannig að ekki ætti að stafa jafnmikil hætta af flóðbylgju og þá. Þá hafa menn og bent á það, sagði Guðjón að lokum, að jökullinn hefur minnkað mjög undanfarna áratugi, þannig að e.t.v. verður það hlaup, sem vænta má, ef Katla heldur uppteknum hætti og gýs tvisvar á öld, ekki jafn stórfellt og áður gerðist. En slikt verður ekki séð fyrir og ekki er ráð nema i tima sé tek- ið og þess vegna er nauðsyn- legt talið að rannsaka þetta mál. Norðlenzkt heilsu- hæli í uppsiglingu r A ao rúma 120 manns, en fé vantar enn -hs-Rvik. Náttúrulækningafélag Akureyrar hefur nú látið gera grunnteikningu að heilsuræktar stöð og vinnuteikningar eru á teikniborðinu. Er hugmyndin að fullbyggt eigi þetta heilsuhæli að rúma milli 120 og 130 manns, og starfa i likingu við þá starfsemi, sem fyrir er i Hveragerði, þ.e. sem hressingar- og hvildarheim- iii og jafnvel endurhæfingarstöð. Timinn hafði stutt viðtal við Laufeyju Tryggvadóttur, for- mann Náttúrulækningafélags Akureyrar um þessi mál, og sagði hún að liklega yrði reynt að hef ja framkvæmdir á þessu ári, með þvi litla fé sem félagið á. Þvf fé hefur verið safnað á ýmsan hátt og auk þess hafa borizt gjafir, en sjóðurinn nemur um 5 milljónum. Akureyrarbær hefur lofað að gefa 1 milljón þegar framkvæmdir hefjast og hefur auk þess gefið landið undir stofnunina, sem er Skjaldarvik við Eyjafjörð. Stað- setning mun þó að einhverju leyti fara eftir þvi, hvort unnt verður að fá nóg af heitu jarðvatni, sem er algjör forsenda þess, að heilsu- hælið geti risið. Laufey sagði, að sótt hefði verið um 10 milljóna króna framlag úr fjárlögum fyrir árið 1974, en ekk- ert fengizt, og hefði það valdið mjög miklum vonbrigðum. Þó ekki hefði fengizt nema 5 milljón- ir, auk þeirra 5 milljóna sem fé- lagið á, hefði liklega verið hægt að koma fyrsta áfanga undir þak, en fyrsti áfangi á að rúma um 60 manns. Sagði Laufey, að mjög mikil þörf væri fyrir stofnun sem þessa, en ef kraftur ætti að geta komizt i framkvæmdir, þyrfti meira fjár- magn, meiri skilning og fleira fólk, til að vinna að þessum mál- um. MINKVEIÐAR Á MIÐUM ÚTI KBG—Stykkishólmi — Það er ekkert ofsagt um minkaplág- una við Breiðafjörð. Minkar cru þar ekki aðeins með allri strandlcngjunni kringum fjörð inn og i flestum cyjum og hólmum, heldur einnig á miö- um fiskibáta. Það bar við fyrir skömmu, er vélbáturinn Gisli Gunnars- son var á skelfiskveiðum um fimm milna siglingu frá Stykkishólmi. að skipverjar tóku eftir þvi að veiðibjalla gerjaði niður i eitthvað stutt frá þeim. Bátnum var þá hald- ið þar að, og kom þá i ljós, að þar var minkur á sundi. Og með þvi að minkaveiðar geta gefið tekjur ekki síður en skel- fiskveiðar. þá hófst þarna mikill eltingaleikur við mink- inn. Hann er litill og snar i snúningum og kafar mikið. Báturinn hinsvegar stór og stirður og erfiður i kröppum snúningum, og engin byssa um borð. Leiknum lauk þó þannig, að dýrið var rotað með krókstjaka. Fólk hér vestra veit þess ekki önnur dæmi, að menn hafi komizt i kast við mink i fiskiróðri. og trúlega hefur það ekki heldur borið fyrir sjó- menn i öðrum landshlutum að rekast á þess konar dýr marg- ar sjómilur frá landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.