Tíminn - 12.05.1974, Page 21

Tíminn - 12.05.1974, Page 21
Sunnudagur 12. mai 1974. TÍMINN 21 o ættum af húsagerðarlist, og þannig byrjaði þetta. Það er nefnilega ekki nóg að boða nýjar hugmyndir, maður þarf lika að gera sér ljósa grein fyrir hinum islenzka bakgrunni. Hver er hann? Það var búið að segja mér, eins og flestum öðrum, að hér hafi engin byggingarlist verið til, en þegar ég fór að rannsaka málið, kom i ljós, að þetta var alrangt. Ég var einu sinni á ferð norður i landi (ég vil ekki segja hvar), en ég hafði mikinn hug á gömlu húsi, sem ég taldi mig vita,að væri þar. Ég ók heim að bænum og gekk siðasta spölinn, þvi ekki var hægt að aka heim. Þar skimaði ég á glugga og barði húsið utan, en enginn kom til dyra. En um það bil er ég var að snúa frá bænum, vissi ég ekki fyrr til en kona stóð við hliðina á mér. Mér fannst sem hún hefði sprottið upp úr jörðinni og eftir útlitinu að dæma hefði hún vel getað verið úr huldu- heimum. Ég áræddi þó að ávarpa hana og biðja um leyfi til þess að fá að skoða þetta gamla hús. Þvi neitaði hún. Ég fór eitthvað að tala um það, að mikilsvert væri að varðveita gamlar menningar minjar. Liklega hefur henni leiðzt þetta tal, þvi hún sagði að lokum. „Heyrðu góði minn. Hvað varðar mig um fortiðina? Það er framtiðin ein, sem skiptir máli.” Að einu leyti get ég verið þessari konu sammála: Það á ekki að einangra hlutina. Þegar ég kem með nemendur mina upp i Þjóð- minjasafn, er ég vanur að segja við þá: Blásið safnarykið af þess- um gömlu hlutum. Þeir eru gerðir af lifandi fólki eins og okkur. Þeir hafa verið búnir til af sama áhuga og við leggjum i okkar verk. Þetta er ekki eitthvað „gamalt og skrýtið”, heldur lifandi listaverk fólks, sem skapaði þau i lifanda lifi. Við eigum að nota þessi lista verk til þess að læra af þeim og mæla okkar verk við þau, fremur en að leggja allt kapp á að hólfa þau niður i bása ákveðinna tima- skeiða. Slysin — Hvað um slysin, eru þau ekki langtum fleiri en fram komu áð- an? — Jú mikil ósköp, en hitt má lika segja, að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Mér dettur ekki Húsagerð heldur i hug að halda þvi fram, að ég sé syndlaus i þessum efnum, þótt tækifæri min til slikra hluta hafi verið færri en margra ann- arra. Eitt hið allra versta sem Is- lendingar hafa tekið upp á að gera er hin svokallaða forskralln ing. Það þekkja allir þetta fyrir- bæri, þótt orðið sé bæði ljótt og óislenzkulegt. Það er múrhúðað i virnet utan á timbur. Að hnoða sliku óbermi utan á timburhús er slikt hneyksli, að varla er hægt að hafa um það nein prenthæf orð. Hvað ætli við segðum, ef Gunnarshólmi Jónasar Hallgrimssonar eða Þú vorgyðja svifur eftir Steingrim Thorsteins- son yrðu „forskrölluð”? Steingrimur Thorsteinsson er samtimamaður arkitektsins Helga Helgasonar, sem frægastur er fyrir ágætar tónsmiðar sinar,en er, auk þess, einn af frumkvöðlum islenzkrar byggingarlistar. Hans beztu verk voru kvennaskóli Þóru Melsted, sem á siðari árum hefur verið kallaður Sjálfstæðishúsið, og Amtmannshúsið við Amtmanns- stig, sem áreiðanlega var eitt- hvert merkilegasta hús sins tima. Orlög þessara tveggja húsa urðu þau, að annað var múrhúðað en hitt rifið. — Ég vildi gjarna láta birta mynd af gamla Kvenna- skólanum — Sjálfá?æðishúsinu — eins og húsið var i upphafi, og eins og það er núna. Nú er Amt mannshús horfið, og það lá svo mikið á að rifa það, að við i húsa- friðunarnefnd vorum ekki einu sinni látnir vita. Þetta eru einhverjir mestu skaðvaldar islenzkrar húsagerð- arlistar. Annars vegar múrhúð- unin, hins vegar sú nútima skipu- lagning, sem engu eirir. Þegar Pólverjar höfðu lifað hörmungar styrjaldarinnar, þeg- ar búið var að sprengja Varsjá i rúst — hvað var það þá er hin striðshrjáða þjóð tók sér fyrst fyrir hendur? Að byggja upp hina gömlu Varsjá i þeirri mynd, sem hún hafði áður haft. Á sama tima og hin örþreytta, fátæka þjóð Pól- lands er að lima saman brotin hús sin eftir ógnir ófriðarins, eru Is- lendingar, feitir og pattaralegir, að keppast við að rifa niður sin gömlu gagnmerku hús. Er þetta ekki átakanlegt? Vetrargluggarnir eru að gleymast Til viðbótar múrhúðun og skipulagningu kemur það, sem ég kalla blindun húsa. Sú var tiðin, að menn voru blindaðir á öðru auga eða báðum, ef þeir þóttu hafa gert eitthvað af sér, nú eru hús blinduð, án þess að þau hafi gertá hluta nokkurs manns. Það, sem ég kalla „blindun húsa” er þegar innri glugginn er tekinn i burtu. Auðvitað er þetta gert af vanþekkingu og vist erum við ekki saklausir, sem vitum hvað verið er að gera, að við skulum ekki hafa haft orð á þessu fyrr. Islendingar eru ákaflega nýjungagjarnir. Þeir þykjast vera bundnir af sinni gömlu þjóð- menningu, en eru, þrátt fyrir það, óskaplega ginnkeyptir fyrir öllu nýju. Ein nýjungin er tvöfalda glerið Nú þykist enginn maður með mönnum, nema hann láti tvöfalt gler I timburhúsið sitt. Oft er einangrun þessara húsa lit- il sem engin, en þó rjúka menn til og láta i þau tvöfalt gler, en vinna iðulega ekki annað með þvi en að ganga á hlut listaverka. Fyrir svo sem fimmtiu árum kunnu skynsamir trésmiðir að afgreiða þetta mál á miklu einfaldari hátt. Þeir gerðu það með þvi að hafa sérstaka vetrarglugga. A hverju hausti gengu menn hér um bæinn og settu upp vetrarglugga fyrir fólk, rétt eins og menn láta nagla- dekk undir bilana sina núna. Þetta þótti sjálfsagður hlutur, og mér er kunnugt um að minnsta kosti tvo vetrarglugga i Reykjavik, sem enn hanga uppi. En svo hratt vinnur tðhn timans, að mér heyrist ekki betur, en flest- ir séu að verða búnir að gleyma þessari einföldu og sjálfsögðu að- ferð til þess að verjast vetrar- kuldum. A suðurhlið Alþingishússins hafa upprunalegu gluggarnir ver- ið teknir burtu og tvöfalt gler sett i i staðinn. Sama máli gegnir um austurhlið þess húss. A Eimskipafélagshúsinu voru allir ] innri gluggarnir teknir i burtu, án þess að nokkur maður segði I neitt. Alþingishúsið er listaverk og það á að njóta virðingar sem slikt. Ég hef stundum sagt við ts- lendinga: Hvað mynduð þið segja, ef farið væri að snúa okkar fegurstu ættjarðarljóðum upp á Andskotann? En það er varla hægt að kalla það neitt annað, þegar gömlum og ágætum hús- um, sem hafa ótvirætt listrænt gildi, er spillt með alls konar hálf- káki. Tökum laridverndarmenn okkur til fyrirmyndar — Við höfum nú gert fortið og nútið allrækileg skil. En hvað er um framtiðina að segja? — Við eigum fyrir höndum allsherjarsókn i húsafriðunarmál um. Ég vil ekki nefna nein einstök dæmi, en það mun koma I ljós, hversu óhemjumikið það er, sem þarf að sinna. Ég bendi á friðunarárið 1975, þegar Evrópa ætlar að gera stórátak i þvi að friða sina gömlu, merkilegu arf leifð. Þar eigum við Islendingar að sjálfsögu að vera með og ég legg áherzlu á,að allir leggi sitt af mörkum, en hugsi ekki sem svo, að rikið eigi að hafa það allt á sin- um herðum. Rikið er ekki annað en fulltrúi okkar, og við eigum að taka höndum saman, eins og til dæmis hefur verið gert mjög myndarlega i landverndarmál- um. Ég er nýbúinn að heyra Eystein Jónsson skýra frá áætlun um uppgræðslu landsins og mér finnst hún vera eitt hið merkileg- asta, sem ég hef heyrt á siðustu timum. Auðvitað er landið sjálft, gögn þess og gæði, forsenda þess, að hér verði lifað menningarlifi. Sams konar áætlun og land- verndarmenn leggja fram, þyrft- um við að gera, sem ætlum að halda menningargeymd okkar til haga. Og um leið og við gerum það, erum við að reyna að opna augu íslendinga fyrir þýðingu listarinnar i daglegu lifi. Við þurfum að taka höndum saman við þá ungu menn, sem eru að vernda hið manneskjulega um- hverfi og forða fólki frá hinni margumtöluðu firringu. Einn lið urinn i þvi er, að þjóðin læri að þekkja sjálfa sig og sinn menningarlega bakgrunn. — VS. Útboð Tilboð óskast i frágang lóða við Tjarnar- ból 2-12 Seltjarnarnesi. Útboðsgögn afhent á Verkfræðistofunni Opus, Skólavörðustig 12 (simi 25999) gegn 4000 króna skilatryggingu. X Hafnfirðingar Þar sem áhrif mænuveikibólusetningar kunna að verða óvirk að liðnum 5 árum frá bólusetningu, er fólk eindregið hvatt til að láta bólusetja sig á ný, þannig að aldrei liði meira en 5 ár milli bólusetninga. Mænusóttarbólusetning fer fram á Heilsu- verndarstöðinni, Strandgötu 8-10, 4. hæð, þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn mai n.k. kl. 18-19. Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar. gHúsfroyjustóll Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum. Hlýlegur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er. 0Holsingi Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi. Velja má um stál eða tréfætur. Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega. °6ommoda Sófasettið, sem endist helmingi lengur. Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir viðsnúanlegir. FtOSM. 3 SkSIFM' MIKLARRaui <Pomino Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar birgðir. HUSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Sími 82898

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.