Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 12. maí 1974. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga XXII ............ ii ii i ii i i Á feröalagi 1932. Flestar myndir i þáttum þess- um hefur undirritaður tekið i grasafræði- og grasaskoðunar- ferðum um landið. Annarra myndahöfunda er getið sér- staklega. í þessum þætti koma fyrir sjónir myndir úr eigu Hallgrims heitins Hallgrims- sonar bókavarðar. Fjórar myndanna tók Guðjón Runólfs- son bókbindari, en ókunnugt er mér um höfund myndanna af Guðlaugsstöðum og Siðumúla. Elzt ermyndinaf Siðumúla i Borgarfirði, tekin 1922, og sýnir gamlan torfbæ með burstum. Hvenær skyldi hann hafa verið rifinn? Hefur Andrés frá Siðumúla um skeið átt heima i honum? Myndin af Guðlaugsstöðum i Blöndudaler tekin 1924. Sá bær stendur enn litt breyttur hið ytra, en allmjög breyttur innan- bæjar. Upphaflega var mjög þykkur torfveggur þar sem litla burstin er, én veggurinn var siðar rifinn og þar gert her- bergi i staðinn. Erfitt reyndist að verja það fyrir leka. A Guðlaugsstöðum hefur sama ættin búið siðan um 1600, og mun slikt fágætt. Þar hafa á okkar öld slitið barnsskónum Pálsbörnin: Hulda, frú á Höllu- stöðum, Björn, alþingismaður á Löngumýri, Hannes stjórnar- ráðsfulltrúi, fyrrum kenndur við Undirfell, og Halldór búnaðarmálastjóri. Föður- bróðir þeirra var hinn þjóðkunni læknir Guðmundur Hannesson. A Guðlaugsstöðum hefur löngum verið mikið f járbú, enda viðlengt haglendi á heiðunum. Til hægri á myndinni er gömul smiðja. Ekki veit ég, hve marg- ir ættliðir hafa staðið þar við aflinn. Hallgrimur, eigandi myndarinnar, vann á Guðlaugsstöðum á sumrin á námsárum sinum. Litum á mynd af blæjubil, Ford, árgerð 1927 eða 1928, eign Auðuns i Dalseli, merki RA 5. Myndin er tekin á ferðalagi norðuriland 1932, og standa hjá bilnum (talið frá vinstri): Magnús Valdimarsson, Guðmundur Runólfsson, Hallgrimur Hallgrimsson, með hattinn, og Olafur Auðunsson. Fimmti ferðafélaginn, Guðjón Runólfsson, tók myndina. Hin myndin sýnir þá félaga i tjalddyrum. A myndinni frá Silfrastöðum sést hin sérkennilega áttstrenda kirkja, og einnig hallandi skemmuþilið og hluti af gamla bænum. Einn félaginn styður við þilið i gáska! Hann er klæddur samkvæmt tizku þeirra tima — pokabuxunum. Gömul torfhús vildu hallast undan veðrum og veggir missiga með timanum. Hið fyrsta, sem ég heyrði um Silfrastaði var visan þessi: ,,1 hriðarveðri harð- fengur himir yfir uxum — Silfrastaða-Steingrimur, stend- ur á tiu buxum.” Þótti karl sá dugnaðarbóndi á sinni tið. Þeir ferðafélagar komu á Hólahátiðina, á fimmtiu ára afmæli bændaskólans 1882-1932 og var þar mikið um að vera, sjá mynd. Siðan héldu félagarnir til Eyjafjarðar og austur i Mývatnssveit i stöðugu sólskinsveðri. Verða i næsta þætti m.a. birtár myndir af sumu þvi, sem þar bar fyrir augu, fyrir rúmum 40 árum. Margt hefur breytzt siðan. 1 tjalddyrum 1932. Á Silfrastöðum 1932.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.