Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN SUnniidaéúr 12.mai 1974. Dúnmjúk hraðlest milli Leningrað og AAoskvu Hann skiptir sér ekki af syni sínum Veggirnir i litlu ibúðinni i Róm eru hreint og beint veggfóðraðir með myndum af kvikmynda- leikaranum Omari Sharif. t þessari ibúð býr Paola de Luca með syni sinum Reuben, sem er þriggja ára og sönn eftirmynd föður sins, Sharifs. En faðir hans vill ekkert um hann vita. — Omar veit, að Reuben er sonur hans. Hann hefur hitt hann mörgum sinnum og furðar sig alltaf á þvi, hversu likir þeir eru. En honum þykir vænna um uppáhaldshundinn sinn heldur en um drenginn. Þegar við heilsuðum eitt sinn upp á hann, þar sem hann var að leika i kvikmynd, hafði hann mestar áhyggjur af þvi, að hundurinn gat ekki verið þar með honum. Paola hefur aldrei fengið nokkra aðstoð frá Omari, þrátt fyrir það, að hún missti vinnuna, þegar hún átti Reuben. Það er enn mjög alvarlegt áfall fyrir italska konu að eignast barn, sé hún ógift. — Ég vil einskis krefjast af Omari. Ég kemst af án hans aðstoðar, en það sem mér sviður, er að hann skuli ekki hugsa neitt um drenginn sinn. Hér sjáið þið mynd af Reuben litla, og svo aðra þar sem móðir hans heldur á honum i fanginu, en bak við þau er mynd af föðurnum. Skammt frá Moskvu, á hring- braut, sem ætluð er til tilrauna með járnbrautir, er nú verið að reyna nýjar aðferðir við spor- skipti. Ætlunin er að koma sem allra fyrst upp þessum nýja út- búnaði til sporskipta við allar járnbrautastöðvar á leiðinni milli Moskvu og Leningrad, sem er 650 km. A þessari leið á nú að taka i notkun járnbrautarlestir sem ganga með allt að 200 km hraða á klst. Búið er að leggja járnbrautarteina, sem eru þannig úr garði gerðir, að ekkert finnst fyrir samskeytum, en þverstokkarnir eru steinsteyptir. Á þessari braut er svo verið að prófa sérstaka gerð af hraðskreiðum lestar- og dráttarvögnum. Fínt skal það vera! Við hér á íslandi höfum fengið aö sjá og heyra hljómsveitina frægu Led Zeppelin. Þeir eru mjög vinsælir í Bandarikjunum og fá stórar upphæðir fyrir að koma fram á skemmtistöðum. Þessu fylgja auðvitað heilmikil ferðalög — og slikir herramenn eru ekki að kúldrast i rútubil eða áætlunarflugvélum, eins og almenningur lætur sér nægja. Nei, fint skal það vera! — Þeir leigja sér iðuleg einkaþotu, Boeing 720, sem þeir greiða fyrir í leigu 5 dollara á hverja flugmilu. Þotunni fylgja i leigunni þrjár flugfreyjur, bar- þjónn og auðvitað flugmenn. 011 innrétting á flugvélinni er með miklum glæsibrag. Þar eru fin húsgögn, bar, rúm og annað, sem til þæginda er hægt að hugsa sér. Þennan ibúðarmikla farkostá Howard Sylvester Jr., sem er mikill fjármálamaður og umboðsmaður fyrir listamenn i Bandarikjunum. Hér á mynd- unum sjáum við þá félaga (talið frá vinstri: John Paul Jones, John Bonham, Jimmy Page og Robert Plant) þar sem þeir standa hjá leiguflugvélinni sinni. Á hinni myndinni sjáum viö hvað vélin er glæsileg að innan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.