Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. mai 1974. TÍMINN 5 Grátið í pósti Þegar eitthvað amar að tilfinningalifi fólks, og það hefur áhyggjur, eða ber óvildarhug til einhvers, er bezta lækningin að geta hallað sér að öxl einhvers, leysa frá skjóðunni og gráta. Að minnsta kosti heldur finnski sálfræðingurinn Nils Liefsen þessu fram, og hann býðst til að losa svolitið um til- finningalif hvers, sem þarf á þvi að halda,og að menn skrifi sér og segi allt af létta. Sál- fræðingurinn fær hundruð bréfa á hverjum degi, og brennir þau öll ólesin. Hann segir, að að- ferðin gefist vel. Annar sálfræðingur i Finn- landi réðst heiftarlega að Lief- sen og ámælti honum harðlega fyrir að hafa fólk að fiflum og skrifaði honum og jós úr skálum reiði sinnar og vanlætingu. Tveim dögum siðar baðst gagnrýnandinn afsökunar i dag- blaði. Hann skýrði svo frá. að eftir að hann sendi Liefsen bréfið hafi honum létt mjög og kenndi þá engrar andúðar á að- ferð hans lengur. Sem sagt, aö- ferðin stóðst eldraunina. Ævisaga Nivens komin út Það virðist vera útbreiddur sjúkdómur meðal kvikmynda- leikara, að þeim finnist þeir verða að skrifa minningar sinar. Nú hefur David Niven bætzt i hóp þeirra, sem slikt gera. 1 bókinni er mjög litið talað um kvikmyndir, en þeim mun meira fjallar leikarinn um eiginkonur sinar. David Niven segir frá hinum hörmulega dauðdaga fyrstu konu sinnar, Primmie. Primmie datt niður stiga i veizlu, sem haldin var til heiðurs henni. Læknarnir sögðu, að henni stafaði engin hætta af fallinu, en tveimur dögum siðar var hún látin, aðeins 25 ára gömul. David vildi ekki við nokkurn mann tala lengi á eftir, hann var mjög langt niðri af sorg. Þá hitti hann sænsku konuna, Hjördisi Genberg, og tiu dögum siðar voru þau gift. Þetta hjónaband ætlaði að enda með öðru slysinu. David ætlaði út á fuglaveiðar og vildi, að Hjördis færi með honum. Hún færðist undan og sagði: — Ég er viss um að ég verð fyrir skoti. Vegna þrábeiðni fór hún að lokum i veiðiferðina, og fékk skot i andlitið. Læknunum tókst að tina yfir 30 blýflisar úr andliti hennar, og þrátt fyrir það er enn blýflis i augntóftinni. Eftir þetta hefur David Niven orðið að trúa öllu þvi, sem Hjördis segist finna á sér og eigi eftir að gerast. Hjónaband þeirra Hjördisar og Davids hefur enzt i 25 ár, og hér eru þau með tvær dætur sinar, Fionu og Kristinu. 4 Pils með buxnaklauf! Hún er ánægð með sig þessi danska dama, sem hér sýnir okkur samkvæmisklæðnað frá fyrirtækinu Sös Drasbek. Þetta var sýnt á vorsýningunni hjá þeim og „sló i gegn”, eins og það er kallað. Pilsið er selt sér, og svo er hægt að fá öðruvisi blússu við það, því að það eru ekki allar konur, sem hafa vöxt sem hæfir svona klæðnaði. En svo er það venjuleg skyrtu- blússa, sem er notuð lika með þessu pilsi, og þá ýmist með stuttum eða löngum ermum. Þessi klæðnaður, sem myndin er af, er úr súkkulaðibrúnu, silkikenndu efni. Finnst ykkur hún ekki fin? Biluð taugakerfi 48 ibúar i litlu þorpi skammt frá Arósum fengu boðskort. Yður er hér með boðið — eins og áður — n.k. laugardag. Allir skildu við hvað var átt. Þetta þýddi, að Axel Musen og Astrid Anderson ætluðu að gera fjórtándu tilraunina til að ganga i hjónaband. 1 öll þau þrettán skipti, sem þau ætluðu að láta gefa sig saman i þorps- kirkjunni, biluðu taugar væntanlegrar brúðar og athöfn- inni var slegið á frest. Aumingja Astrid var að von- um miður sin vegna slapp- leikans, en læknar gátu sagt henni ástæðuna. Hún fór i ferðalag til Austurlanda fyrir nokkrum árum og fékk þar malariu. Hún var læknuð af sjúkdómnum að öðru leyti en þvi, að taugaspennan sem hún fékk ávallt, þegar hún ætlaði að ganga fyrir altarið með sinum heittelskaða, olli þvi að henni sló niður og varð fárveik. 1 fjórtánda sinn virtist hún vera búin að yfirvinna kviða sinn og mætti i kirkjunni á til- settum tima. En þá mætti brúðguminn ekki. Hann lá heima, hafði fengið alvarlegt taugaáfall og treysti sér ekki til kirkju. Hann verður að spyrja konuna sína Mark Philips hefur verið látinn fara á námskeið, þar sem hann á að læra að aka alls kyns herfarartækum. Ef hann er ekki alveg viss um, hvernig hann eigi að fara að, getur hann alltaf spurt konuna sina, önnu prinsessu. Hún hefur fengið að aka Chieftain-skriðdrekum i Þýzkalandi og brynvörðum bilum i Hong Kong. Myndirnar eru af Mark og önnu, sinu i hvoru hertækinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.