Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 12. mai 1974. Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974 VESTFIRÐINGAR halda sameiginlega þjóöhátið i Vatns- dal I Vatnsfirði þ. 13. og 14. júli i ár. Það erengin tilviljun, að Vatns- fjöröur var valinn sem hátiðar- svæði', en tvennt ber þó hæst, en það er að Flóki Vilgerðarson (Hrafna-Flóki) réði skipi sinu i Þrælavog i Vatnsfirði og hafði þar ársdvöl og hitt, að náttúrufegurð er þar söm og á dögum Flóka og staðurinn aðlaðandi til dvalar ungum og öldnum. Á Lónfelli upp af Vatnsfiröi munu þeir Flóki hafa staðið, er þeir gáfu landinu nafn. Dagskrá verður mjög fjöl- breytt, og má þar nefna, að vikingaskipi með gapandi trjónum og skarað skjöldum verður siglt inn Vatnsdalsvatp, og stiga þar á land fulltrúar forfeðr- anna og flytja sögulegan þátt, sem saminn hefur verið i þessu tilefni. Þá verður flutt hátiðar- ræða, kórar syngja, leiksýningar, iþróttasýningar, lúðrasveit leikur og dans verður stiginn á 2 pöllum á laugardags- og sunnudags- kvöld. A sunnudaginn hefst dagskráin með guðsþjónustu undir berum himni, sem allir prestar fjórðungsins standa að, ásamt vigslubiskupi. Allir kirkjukór- arnir syngja við messuna, sem hefst með prosessiu kennimanna okkar að messustað. Þá verður sitthvað gert fyrir yngstu gestina, svo sem að fluttir verða leikþættir, siglt verður um Vatnsdalsvatn með þá sem þess óska, og i ráði er að halda uppi gæslu fyrir þá allra yngstu. Tjaldsvæði. Hver sýsla ásamt tsafjarðarkaupstað hefur sitt afmarkaða tjaldsvæði með hliði, sem merkt er tákni héraðsins. Ætlast er til að brottfluttir Vest- firðingar, sem munu fjölmenna á hátíðina, búi i tjaldbúð sinnar heimabyggðar og dvelji með vinum og frændliði hátiðis- dagana. Komið verður upp vatns- leiðslu og hreinlætisaðstöðu. Bilastæðier fyrir 2000 bifreiðar. Minjagripir. Þjóðhátiðarnefnd hefur látið gera 2 veggskildi úr postulini, annar er með mynd af nafngift Tandsins, teiknaðri af Halldóri Péturssyni, en hinn af landvætti Vestfirðingafjórðungs, griðungnum, sem er jafnframt okkar fjórðungsmerki. Þá hafa verið gerð barmmerki, gull og silfurlituð, bilmerki, fánar og veifur. Pósthús.I ráði er að starfrækja pósthús á hátiðinni, og notaður verður sérstakur póststimpill. Gefin verða út umslög með merki. hverrar sýslu og Isafjarðarkaup- staðar, og verða þau seld á hátiðinni, og ef til vill eitthvað fyrr. Matvælaverzlun. Starfrækt verður matvælaverzlun með helztu nauðsynjar, ennfremur verður félögum og félaga- samtökum úr hverju byggðarlagi gefinn kostur á að reka sölutjöld. Föstudagurinn 12. júii alm. fridagur á Vestfjörðum. Þjóðhátiðarnefnd hefur i hyggju að fara fram á að öllum fyrir- tækjum og -stofnunum i fjórðungnum verði lokað föstu- daginn 12. júli, svo að þjóðhátiðargestir hafi nægan tima til að koma sér fyrir þannig að ekki skapist óþarfa þrengsli við tjaldstæðin. Fjölskyldutónleikar. Komið hefur til tals að efna til fjöl- skyldutónleika á föstudags- kvöldið 12. júli, þar sem kvnnt Vatnsdaiur I Vatnsfirði verður klássisk tónlist, popp- tónlist og alls kyns tónlist flutt, bæði af hljómsveitum og hljóm- plötum með fúllkomnu magnara- kerfi. Sem sagt tónlist fyrir alla fjölskylduna. Fjölmenn hátið. Þjóðhátiðarnefnd vonast til að allir Vestfirðingar, bæði heima- menn og þeir sem burt eru fluttir, leggist á eitt um að gera þessa hátið sem gæsilegasta, minnug þess, að við erum saman komin á 1100 ára afmæli byggðar á Islandi til að hylla forfeður okkar fyrir kjark, áræði og þrautseigju á umliðnum öldum. Þjóðhátiðarnefnd mun kapp- kosta að hátiðin geti farið fram með sem mestum menningar- brag, svo hún geti orðið öllum til ánægju, sem hana sækja, bæði gestum og heimamönnum. Þess vegna verður haft mjög strangt eftirlit með þvi, að vin verði ekki haft um hönd. I Þjóðhátiðarnefnd Vest- firðinga eru: Marias Þ. Guðmundsson framkvstj. fyrir Isaf jarðarkaupstað, form., Kristinn Hannesson skólastj. fyrir Norður-Isaf jarðarsýslu, Bergur Torfason, bóndi Felli, fyrir Vestur-Isaf jarðarsýslu, Andrés Ölafsson prófastur Hólmavik fyrir Strandasýslu, Þórarinn Þór prófastur Patreksf. fyrir Barðastrandarsýslur. Framkvæmdastjóri Þjóð- hátiðarnefndarinnar er Páll Ágústsson kennari, Patreksfirði. Fáein orð um ÚT ER KOMINN 29. árgangur af Árbók Landsbókasafns, fróðiegt rit og vandað, eins og jafnan áð- ur. Fyrst skrifar dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður um Landsbókasafnið 1972. Þar kemur meðal annars fram, að „bókakostur Landsbókasafns var i árslok 1972 samkvæmt aðfanga- skrá 306.094 bindi prentaðra bóka og hafði vaxið á árinu um 11.198 bindi.” Þá eru i grein landsbóka- varðar taldir allir þeir aðilar, ein- staklingar og stofnanir, sem gefið hafa safninu bækur, og eru þá fyrst taldir islenzkir gefendur, en siðan erlendir. Þessu næst er rætt um hand- ritadeild, og þess meðal annars getið, að handritakostur safnsins hafi I lok þess árs sem um ræðir, verið 12.510 skráð handrit. Þá er og rætt um þau störf, sem unnin hafa verið innan deildarinnar, skráningu nýrra handrita og könnun safnsins. „T.a.m. hefur veriö kannað skipulega, hvaða handrit þarfnist viðgerðar, og er sýnt, að verkefnin eru þar geysi- RAFSTILLING Dugguvogi 19 Viðgerðir og stilling- ar á rafkerfi bif- reiða. . Startarar — Dína- móar. Simi 84991. Dugleg telpa á tólfta ári óskar aðkomast á gott svcitaheimili. Hefur verið I sveit áður. Einnig 10 ára drengur einhvern smá tima. Þarf ekki að vera á sama bæ. Sími 2-53-86. mikil,” segir landsbókavörður. Næstikafli fjallar um þjóðdeild Landsbókasafns. Þar kemur meðal annars þetta fram, sem Alla íyigi^ Tímanum onur t með fróðlegt rit mörgum mun fróðlegt þykja: „Islenzk bókaútgáfa 1971 reyndist samkvæmt aðföngum vera: 397 bækur (yfir 48 s.) 141 bæklingur (5-48 s.) 215 timarit 78 blöð 141 ársskýrslur, reikningar o.s.frv.” Þá er rætt um sýningar á þjóð- deildarefni 1972 og sitthvað fleira. Næst er rætt um aðsókn, notkun bóka og handrita, lesendafjölda, útlán og tölu lántakenda. Ritgerðinni lýkur með nokkrum orðum um væntanlega þjóðar- bókhlöðu. Næst á eftir grein landsbóka- varðar kemur skrá um Islenzk rit 1971, þá Islenzk rit 1944-1970, við- bætir og leiðréttingar, og þar næst skrá um rit á erlendum tungum eftir islenzka menn eða um islenzk efni. Allar þessar skrár eru teknar saman af As- geiri Hjartarsyni bókaverði. Þar er um mikið mál að ræða, enda nær þetta efni allt frá bls. 13 til 120, að báðum siðum meötöldum. Þessu næst er birt erindi eftir Guðmund Finnbogason. Það heit- ir Notkun bóka og bókasafna, en Guðmundur ræddi við stúdenta um notkun bóka og bókasafna, jafnframt æfingum i Landsbóka- safni, haustið 1918 og næstu árin þar á eftir. Þetta erindi, sem hér birtist, er frá 1920, og það er enn i góðu gildi, þrátt fyrir rösklega hálfrar aldar ævi. Það er gaman að virða fyrir sér skrá um þátt- takendur i sliku námskeiði árið 1923. Þar eru meðal annarra Finnur Sigmundsson, Þorkell Jó- hannesson og Þórhallur Þorgils- son, sem allir urðu starfsmenn Landsbókasafnsins, þótt siðar yrði, og tveir hinir fyrrnefndu landsbókaverðir. Þá er þaö enn fremur ljóst af skránni, að nám- skeiðin hafa ekki verið einskorð- uð við stúdenta, þvi að þar er t.d. Þorleifur Erlendsson', kennari frá Jarðlangsstöðum. Næst kemur ritgerð eftir Jón Samsonarson, sem heitir Hvila gjörði hlaðsól. 1 undirfyrirsögn stendur: „Spássiuvisa i rimna- bók”. Þetta er öldungis bráð- skemmtileg lesning, en að öðru leyti verður henni ekki lýst hér, þvi að það væri ómannúðlegt gagnvart þeim visnavinum, sem eiga eftir að lesa greinina, og ég trúi að þeir verði margir. Þeir sem gaman hafa af að kynnast ferli visna og sögum,sem þeim eru tengdar, ættu ekki að láta þessa grein framhjá sér fara. Haraldur Sigurðsson skrifar grein sem heitir Sæmundur Magnússon Hólm og kortagerð hans. Það er sá hinn sami Sæ- mundur sem Bjarni Thorarensen orti um frábært erfiljóð, er flestir nútimamenn þekkja. Hér er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir kortagerð Sæmundar, rakið hvar á landinu hann hefur verið kunnugastur og, hvar þekk- inguhans þrýtur. Greinarhöfund- ur telur, að Sæmundur hafi verið „harla ófróður um landshætti, þegar heimahögum og strand- lengjunni sunnan jökla sleppir, þar sem leið hans hefur sennilega legið I og úr skóla haust og vor.” (Sæmundur var frá Hólaseli i Meðallandi). Haraldur birtir með greininni myndir af kortum eftir Sæmund, en getur þess, að þau séu „i rauninni fjarska ófullkom- in. Undirstaða þeirra er hvorki mælingar né staðarákvarðanir, heldur ágizkanir og hrösul sjón- hending.” En grein Haraldar Sigurðssonar er hin fróðlegasta, ekki sizt það sem þar segir um Fiskivötn eða Veiðivötn, eins og þau eru oftast nefnd nú á dögum. Þá er aðeins eftir að geta um grein Grims M. Helgasonar, Handritasafn Einars Guðmunds- sonar á Reyðarfiröi. I rauninni er óþarft að kynna þessa grein fyrir lesendum Timans, þvi að hún birtist i heild hér i blaðinu 16. janúar siðast liðinn. Það vita all- ir, sem hlustað hafa á útvarps- erindi Grims, að honum er sú list lagin að tala um fræðileg efni á svo ijósan og alþýðlegan hátt, að hverjum sæmilega skynsömum manni er vorkunnarlaust að hafa af þvi full not. Þannig er einnig Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður þessi grein. Hún er bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar. Að lokum má láta þess getið, að áskrift að Árbókinni kostar að- eins kr. 350.00. Hún kom fyrst út árið 1944 og kostaði þá þrjátiu krónur árgangurinn, og það sakar ekki að geta þess lika, að enn er hægtað eignast hana alla frá upp- hafi fyrir lágt verð. Arbókin er prentuð á góðan pappir og frágangur er allur hinn vandaðasti. -VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.