Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 12. maí 1974 $b 4 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr) Þú getur ekki búizt við, aö allir aðrir samþykki allar hugmyndir þinar og ráðagerðir. Eins og er virðist þú gera þér alltof háar hugmyndir um sjálfan þig og framtið þina, en þetta þarftu að laga til þess að koma fram ákveðnum málum. Fiskarnir: (11). febr-20. marz) Það litur út fyrir, að i ástamálunum skjóti eitt- hvert vandamál upp kollinum, en þér tekst auö- veldlega að leysa það, ef ekki upp á eigin spýtur, þá má alveg búast viö þvi, að vinir þinir og ættingjar setji strik i reikninginn og breyti málum. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það er hætt viö þvi, að þrátt fyrir helgina eigir þú annrikt i dag, og það verður þér til mikillar ánægju. Hitt er annaö mál, að i tómstunda- eyðslunni verður þú lika að kunna að gera upp á milli þess, sem skiptir máli, og svo hins. Nautið: (20. april-20. mai) Það má alveg eins búast við þvi, að nautin létti af sér áhyggjum um helgina, og þá er nú liklega eins gott að vara við afleiðingunum, þvi að þetta er nefnilega ekki heppilegasta helgi ársins til ekemmtana, og má búast viö einhverjum leið- indum. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það má alveg eins búast við þvi, að það verði eitthvað um að vera hjá þér i dag, en þú munt hafa gaman af þvi öllu. Einkum munt þú kynnast manneskju, sem er kát og uppörvandi, og hið jákvæða viðhorf þessarar manneskju hefur góð áhrif á þig. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það litur út fyrir einhvern óróa innan veggja heimilisins, og ekki óliklegt, að þú lendir i deilu við þina nánustu, en deila þessi er þess eölis, að annar hvor aöilinn verður aö láta undan til þess að halda heimilisfriðinn. Þú skalt taka frum- kvæðið. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það má búast viö þvi, að þú verðir alveg sér- staklega framtakssamur og vel upplagður i dag eftir lægðina, sem verið hefur hjá þér upp á sið- kastið. Þú skalt beina kröftum þinum að réttum verkefnum, og þá mun hagur þinn batna til . muna. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það litur einna helzt út fyrir það, að allt, sem þú tekur þér fyrir hendur i dag, renni einhvern veginn út I sandinn, en þú skalt samt sem áöur ekki láta hugfallast. Þaö koma dagar af þessu tagi við og við, en þeir eru blessunarlega fáir. Vogin: (23. sept-22. okt) Þetta virðist ætla aö verða svolitið furöulegur dagur. Þér býöst nefnilega gullið tækifæri, en það er eins og þaö renni þér úr greipum, og það fyrireinskæran klaufaskap þinn og asnahátt. Þú hlýtur ámæli fyrir þetta hjá þeim, sem þekkja þig Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þetta er finn dagur, og það hlaypur betur á snærið hjá þér, en þaö er bara hætt við þvi, að árangurinn af þessu láni þinu komi ekki i ljós, fyrr en eftir nokkurn tima. Engu að siður hefur þetta gerzt, og það yljar þér svo sannarlega innan brjósts. Bogmaöurinn: (22. nóv-21. des.) Þetta er aldeilis finn dagur hjá þér. Þú færð tækifæri til að vera mikið utan heimilis, og þú hefur gott af þvi, af þvi að þú ert I rauninni alltof skyldurækinn. Þú hefur gott af þvi að hugsa. einstöku sinnum um sjálfan þig og það, sem þig varðar. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Þú skalt gæta sérstaklega vel að fjarhagnum i dag. Þér er ekki sýnt að fara með fjármuni, og það er aðallega aðgætnin, sem á skortir. Þetta má laga, og það eru llka þó talsverðar likur á aE mál, sem þér er afar hugleikið, muni ná fram af ganga. Ford Bronco — VW-sendibílar Land-Rover — VW-fólksbílar EKILL BRAUTARHOLTI 4 Bílo leigan Simar 2-83-40 og 3-71-99 Nýtt íslenzkt leikrit í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir næst komandi laugardag nýtt is- lenzkt leikrit, og heitir það ,,Ég vil auðga mitt land”, og nefnir höfundurinn sig Þórð Breiðfjörð. Allir, sem hlustaðhafa á þættina i útvarpinu ,,Frá útvarp Matt- hildi”, vita, að Þórður Breiðfjörð er höfundarnafn þeirra þremenn- inga eða þristirnis, en þessir ungu menn eru: Davið Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eld- járn. Þeir hafa sem kunnugt er hlotið mjög lofsamlega dóma fyr- ir þætti sina i útvarpinu á liðnum árum. Hrafn Gunnlaugsson hefur auk þess skrifað leikrit, bæði fyrir útvarpið og sjónvarpið hér. Allir stunda þessir ungu menn háskólanám um þessar mundir, tveir við erlenda háskóla og einn þeirra við Háskóla tslands. ,,Ég vil auðga mitt land” er nútimaleikrit, samið i mjög létt- um og gamansömum stil. Margir skemmtilegir og hnittnir söngvar eru i leiknum, og hefur Atli Heim- ir Sveinsson samið tónlistina við leikritið. Leikurinn er i þremur þáttum, leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, en leikmyndir eru gerðar af Sigurjóni Jóhanns- syni. Leikendur eru alls 23, en með helztu hlutverkin fara eftirtaldir leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Bessi Bjarnason, Ævar REIMAR CHARLESSON deildarstjóri skýrir frá þvi i siðasta Fréttabréfi SIS, að búsáhaldadeild Sambandsins sé i þann veginn að hefja innflutning á hringamélum, istöðum og hnökkum frá Bretlandi. Er stefnt að þvi að hafa jafnan á boðstólum allan varning, sem að hesta- mennsku lýtur. Nú þegar hefur deildin á boðstólum tvær stærðir hóffjaðra, Kvaran, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúla- son, Gísli Alfreðsson, Valur Gislason, Erlingur Gislason og fl. Eins og fyrr segir verður leikurinn frumsýndur laugardag- inn 11. mai, og næsta sýning verð- ur daginn eftir. en á hinn bóginn hefur henni ekki tekizt að ná sambandi við aðila, sem framleitt gæti handa henni nægjanlega mikið af skeifum. Fyrir allt þetta er mikil þörf og vaxandi, ekki aðeins i sveitum landsins, heldur einnig i kaup- stöðum. Ahugi fólks á hesta- mennsku eykst sifellt, og má til dæmis geta þess, að áhugamenn á Reykjavikursvæðinu eiga nú yfir tvö þúsund og fimm hundruð hesta. INNFLUTNINGUR Á REIÐTYGJUAA NÝ VÉL í INNANLANDSFLUG MANUDAGINN 6. maí kom til Reykjavikur Fokker Friendship skrúfuþota, sem Flugfélag ts- lands hefur fest kaup á og bætist nú I innanlandsflotann. Kaupin voru gerð með milligöngu norsks fjárfestingafyrirtækis og með ábyrgð Flugleiða h.f. Flugvélin er af sömu ger# og tvær fyrri Friendship skrúfuþot- ur félagsins, „Blikfaxi” og „Snarfaxi”, að öðru leyti en þvi, að á þessari nýfengnu flugvél eru stórar vörudyr, sem auðvelda vöruflutninga, og gera reyndar mögulegt að flytja stór stykki. Þessi Friendship skrúfuþota, sem keypt var af fyrirtæki I Þýzkalandi, ber einkennisstafina TF-FIP. Kaupverð var um 55 milljónir króna. Henni var flogið frá Dusseldorf, með viðkomu I Glasgow. Flugstjóri var Ólafur Indriðason, flugmaður Páll Stefánsson og vélamaður Henning Finnbogason. Heim með . flugvélinni komu Einar Helgason, yfirmaður innanlandsflugs, sem gekk frá kaupunum ytra, og Grét- ar Óskarsson frá Flugmála- stjörninni, sem annaöist skráningu. Viðstaddir komu Friendship- flugvélarinnar, er hún lenti á Reykjavikurflugvelli kl. 23.15 voru Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfélagsins, og all- margt starfsfólk. Þessi nýja skrúfuþota er sú fimmta i innanlandsflugflota Flugfélags Islands. Eftir nokkurra daga skoðun á verk- stæði félagsins mun hún hefja flug á innanlandsleiðum. A kom- andi hausti mun flugvélin svo verða máluð i litum félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.