Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 12. mai 1974. selabátar alveg við ströndina, og þegar ég var svo lítill, að ég var naumast talandi, þá dreymdi mig, að ég drap seli á hafísnum og drakk brennivín og lamdi fólk, menn og konur, með hnefunum. Ef til vill voru þetta aðeins draumar út af því, sem ég haf ði heyrt karlana seg ja f rá, en ég held ekki. Ég held, að þetta haf i verið draumur um það, sem ég gerði, áður en ég fæddist, á þeim tímum, þegar ég var annar maður. Ég óx upp og varð regluleg bulla. Vondur í mér og fyllibytta með af brigðum. Ég hefði aldeilis farið í hund- ana, ef ég hefði ekki eignazt góða konu. Konan mín var dóttir Ólafs Jónssonar, sem rak verzlunina á Þórshöfn. Þið þekkið hana og vitið, að hún er hæglát, lítil kona með augu og sál, og þegar ég sat og drakk, fann ég augu hennar hvila á mér, og enda þótt foreldrar hennar og ættingjar væru andvígir því, giftist hún mér samt. Enda þótt ég elskaði hana, hafði brennivínið samt tök- in á mér. Ég get svarið það, að ég hélt áf ram að drekka og líða fyrir það í tvö ár, eftir að ég hafði gift mig. Hún vissi, hvers konar djöf lar syndarinnar höfðu náð tökum á mér, en hvorki kvartaði hún né yf irgaf mig. Svo kom að þvi, að smánartilfinningin vegna þolin- mæði hennar og auðvirðileika míns braut mig niður, og ég hrinti þessum illu öflum frá mér, og mér lærðist, að maðurinn getur endurfæðzt af konu, ekki aðeins líkam- lega, heldur andlega. Það er ekki nema einn, sem getur frelsað sál manna, og það er kona. En ég held ekki, að skip geti lifað eftir dauða sinn eða birzt eins og manneskjan getur. Jónas svaraði ekki, og Eiríkur svaraði engu heldur. Þeir héldu áfram að dorga í hálfa klukkustund í viðbót. Þá var farið að létta til, og þeir sáu spölkorn frá sér, meðan þokan lyftist eins og blá slæða, unz fjöllin hjá Breiðafirði sáust greinilega. Það var eins og ósýnilegir kústar hefðu sópað þokunni á brott. Smátjásur héngu umhverf is sumar eyjarnar, en svo hurf u þær líka út í demanttært loftið, og Breiðaf jörð- ur lá sléttur og glitrandi í sólskininu. — Hvar er svo franski fiskibáturinn ykkar? spurði Jónas með beiskjublöndnum sigurhreim. Jón og Eiríkur skimuðu í allar áttir, Það var ekkert að sjá, hvorki skip né bát, enda þótt vera kynni, að bátur gæti leynzt handan við einhverja eyjuna. XIV. Heitrof Þegar Svala hefði mætt þeim Jónasi og Eiríki um morguninn, hafði hún staldrað við eins stutt og hún gat. Eiríkur ímyndaði sér, að hún hefði breytzt í framkomu gagnvart sér, og það var líka alveg rétt. Hún skammað- ist sín fyrir að horfa f raman í hann, og hún var hrædd við að vera nálægt honum. Hún, sem hvorki hafði þekkt til skammar né ótta, þekkti nú hvort tveggja. Skömm og ótti voru eins og tveir kjánalegir andar, sem notfærðu sér sakleysi hennar og komu henni til að blikna og roðna til skiptis. Hún var trúlofuð Ólafi Guðmundssyni, og allar hug- myndir hennar um ást og trúlofun voru fyrirfram tilbúnar, eins og þær komu fram hjá föður hennar og vinum. Þær voru einna líkastar þurrkuðum blómum, sem við f innum milli blaða í lítið lesnum bókum, en hafa einhvern tímann verið litfögur og Ijómandi. Og nú dreymdi hana um mann, rétt eins og Ólaf ur hefði aldrei verið til. Henni datt ekki í huga að rjúfa sambandið við Ólaf. Hún hafði lofaðað giftast honum, og það varð ekki aftur tekið.Loforð hennar var heilagt, og í hjarta hennar var Ólafur næstum helgidómur, alveg eins og hræðilegt skruðgoð, sem heiðinni stúlku skal fórnað fyrir f raman, og er í hennar augum ekki aðeins helgur dómur, heldur tákn, sem réttlætir dauða hennar. Þess vegna varð hún að hrekja þessa óra úr huga sín- um. Þeir áttu ekki heima þar, og þess vegna hratt hún þeimfrásér. Ensjá! í þeirra stað kom mynd Ólafs Guð- mundssonar. Þetta var ekki lengur mynd þess manns, sem hún hafði lofað að giftast. Helgidómurinn hafði á einhvern furðu- legan hátt misst helgimátt sinn — já, var meira að seg ja orðinn henni viðbjóðslegur. Hún hafði aldrei fundið til síks viðbjóðs í sálu sinni gagnvart nokkurri manneskju eins og skyndilega núna. Fram að þessu hafði hún verið vinur allrar veraldarinnar, andúð og viðbjóður voru henni óþekkt fyrirbæri, en nú voru þau þarna og virtust blómstra fagurlega í þeim farvegi, þar sem þau höfðu skotið rótum. Ást hennar á Eiríki hafði fæðzt á einni nóttu, en andúð hennar á Ólaf i var óragömul, hafði aðeins legið í dvala í sál hennar þangað til núna. Þetta var fyrirlitning sið- menntaðrar veru á ósiðmenntaðri, andúð æskunnar á ell- inni á vígvelli ástarinnar. Þennan dag gekk hún að störfum sínum eins og aðra daga, og faðir hennar, sem enn var með áhyggjur út af laxastigunum, tók ekki ef tir neinni breytingu í f ari henn- ar, — en þegar Ólaf ur Guðmundsson kom í heimsókn um kvöldið, var hún með höf uðverk og kom ekki niður. Á hverju ári tók Ólaf ur sér f rí í mánaðartíma eða hálf- an annan mánuð og fór til Kaupmannahafnar eða Eng- lands, og þar sem hann ætlaði að fara utan daginn eftir, brá honum illa í brún yf ir að hitta ekki unnustu sína áður en hann færi. ’Clark skipstjóriTfj ,-Ljós! Og eins konar vélar. Ég sagði honum að fara ekki hérna inn! Hvert hefur ,hann farið? & hvað hefurðu flækt okkur, flugstjóri? Hvar ertu eiginlega? Manny gengur inn i hellinn. m liii i i Sunnudagur 12. mai 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög- Louis Armstrong, Duke Ellington, Ella Fitzgerald og Fats Waller syngja og leika. 9.00 Fréttir. útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Ensk svita i g-moll eftir Bach. Helmut Walcha leikur á Sembal. b. Konsert fyrir pianó, fiðlu, selló og hljómsveit i C-dúr op. 56 eftir Beethoven. Géza Anda, Wolfgang Schneider- han, Pierra Fournier og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Berlin leikur: Ferenc Fricsay stj. c. Pianóverk eftir Chopin. Vladimir Asjkenazý leikur. 11.00 Messa i Dómkirkjunni Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Jóhannes úr Kötlum og ritverk hans. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur sjötta og siðasta erindið: „Barnsins trygga 'hjarta i heitum barmi”, nokkrar hugleið- ingar um stöðu Jóhannesar úr Kötlum i islenskum bók- menntum. 14.15 Að skrifa til að lifa — eða lifa til að skrifa?.Um rithöf- unda og útgáfustarfsemi á Islandi: — fyrri þáttur. Umsjónarmenn: Gylfi Gislason og Páll Heiðar Jónsson. 15.25 Miðdegistónleikar: Frá aiþjóðlegri tónlistarkeppni i Múnchen sl. haust. Verð- launahafar og Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Múnchen leika verk eftir Sjostakovitsj, Weber, Tsjai- kovský og Prokofjeff: Hans Zender stj. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17:10 ,,Vindum, vindum, vefj- um band” Anna Brynjúlfs- dóttir sér um þátt fyrir yngstu hlustendurna, — og er það lokaþáttur. 17.30 Stundarkorn með baritónsöngvaranum Bern- ard Kruysen, sem syngur lög eftir Fauré. Noel Lee leikur ó pianó. 17.50 Endurtekið efni. Rósa Þorsteinsdóttir flytur frá- sögu af Mörsu dóttur Siggu leistu (Áður útv. 12. des. i vetur). 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Afmæiistónleikar dr. Páls isólfssonar tónskálds. frá s.l. hausti. Einsöngvara- kórinn og þessir félagar hans syngja: Garðar Cort- es, Guðmundur Jónsson, Guðrún Tómasdóttir, Hall- dór Vilhelmsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Margrét Eggertsdóttir, Rut Magnússon, Sigurveig Hjaltested, Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og Þuriður Pálsdóttir. Pianóleikarar: Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Þorsteinn Hannesson kynn- ir tónleikana. 20.30 Á þjóðhátiðarári: I)ag- skrá undirbúin af þjóðhátið- arnefnd Ilúnaþings, hljóð- rituö á Blönduósi 27. f.m. Ávarp flytur formaður nefndarinnar, Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, séra Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur flytur ræðu, lesin söguljóð. Þrir kórar syngja : Karlakór Bólstaðarhliðar- hrepps og blandaður kór frá Hvammstanga og úr Mið- firði, svo og félagar úr Vökumönnum. Söngstjórar: Jón Tryggvason bóndi i Ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.