Tíminn - 12.05.1974, Qupperneq 19

Tíminn - 12.05.1974, Qupperneq 19
Sunnudagur 12. mai 1974. TÍMINN 19 túnum og Helgi Ólafsson á Hvammstanga: einnig stjórnar Gestur Guðmunds- son karlakórnum og syngur einsöng. Undirleikarar: Tryggvi Jónsson og Sigriður Kolbeins. Kynnir Karl Helgason. 21.45 Um átrúnað: Úr fyrir- brigðafræði trúarbragða Jóhann Hannesson prófess- or flytur ellefta erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Guðbjörg Hlif Pálsdóttir danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 13. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00 Morgunleikfimi kl. 7.20: Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Morg- unbæn kl. 7.55: Séra Gisli Kolbeins flytur (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 8:45: Oddný Thorsteinsson heldur áfram lestri þýðing- ar sinnar á „Ævintýri um Fávis og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (19). Morg- unleikfimikl. 9.20. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atr. Morgunpopp kl. 10.25 Tékknesk tóniist kl. 11.00- Beaux Arts trióið leikur Trió I e-moll op. 90 eftir Dvorák/Jarmila Novotna syngur þrjú tékknesk þjóð- lög / Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Prag leikur ball- ettsvitu eftir Nedbal. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Hús málarans” eftir Jóhannes Helga. Óskar Halldórsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar Cecil Aronowitz og Amadeus- kvartettinn leika Strengja- kvintett i F-dúr eftir Anton Bruckner. Irmgard Seefried syngur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss. Erik Werba leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn 19.40 Um daginn og veginn Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli talar. 20.00 Mánudagslögin 20.25 Fjölbrautarskólinn.Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari flytur annað erindi sitt 20.45 „Hary Janos”, svita cft- ir Zoltan Kodály. Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Berlin leikur. Hljómsveitar- stjóri: Ferenc Fricsay. 21.10 íslenskt mál.Endurtek- inn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar cand. mag. frá laugardegi 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen Nexö. Þýðand- inn Einar Bragi, les (23). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur.Grétar Unnsteinsson skólastjóri talar um heimilisgarðyrkju. 22.35 H ljó m plötusa f n ið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunaudagur 12. mai 17.00 Endurtekiö efni. Heim- skautsleiðangur Pearys Bandarisk heimildamynd um landkönnuðinn Robert E. Peary og ferð hans til norðurskautsins á fyrsta tug aldarinnar. býðandi og þul- ur Þrándur Thoroddsen. Áður á dagskrá 26. april s.l. 18.00 Stundin okkar. Fyrst i þættinum sjáum við Súsi og Tuma, og þau eru svo sannarlega komin i sumar- skap. Jóhann fer i óvenju- lega ökuferð, en Glámur og Skrámur hafa hægt um sig heima við og ræða um at- hyglisverða bók, sem Skrámur er að lesa. Um þessar mundir er von á krí- unni til landsins. Þórunn Sigurðardóttir fer með tveim börnum i kriuvarp. Og siðast i þættinum heyr- um við fyrri hluta sögunnar um hestinn Sólfaxa eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. 18.50 Gitarskólinn 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Na mib-eyðim örkin Bresk fræðslumynd um viðáttumikinn eyðimerkur- fláka á vesturströnd Suður- Afriku. Þar fellur regn að meðaltali ekki oftar en einu sinni á hverjum manns- aldri, en þrátt fyrir það tekst ýmsum dýrategund- um að lifa þar af „landsins gæðum”. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.00 Ferðaleikflokkurinn Sænskt framhaldsleikrit. 7. þáttur. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 6. þáttar: Leikflokkurinn er aftur kominn á stúfana, og hyggst nú sýna sorgarleik eftir leikhússtjórann sjálfan i smábæ úti á landsbyggð- inni. Theodór og Jósefina ákveða sin i milli að yfir- gefa leikflokkinn, en áður en af þvi verður skýtur faðir Theodórs upp kollinum og lendir i áköfum deilum við leikhússtjórann. Veitinga- maðurinn, sem léð hefur leikflokknum húsnæði, hef- ur harðbannað fólki sinu að bera leikurunum nokkrar veitingar, en Sjövall tekst þó að telja ráðskonuna á að efna til mikillar veislu i fjarveru gestgjafans. 21.50 Heimsækið Norðurlönd Kynningarmynd, gerð i sameiningu af rikisreknum ferðaskrifstofum á Norður- löndum, til að vekja áhuga erlendra ferðamanna. Þýð- andi Jón O. Edwald. Að myndinni lokinni hefjast i sjónvarpssal umræður um efni hennar og vaxandi áhuga erlendra ferðamanna á tslandsferðum. Umræðum stýrir Haraidur J. Hamar. 22.40 Að kvöldi dags Séra Jón Einarsson i Saurbæ á Hval- fjarðarströnd flytur hug- vekju. 22.50 Dagskrárlok Mánudagur 13. mai 20.Ó0 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bandarikin Breskur fræðslumyndaflokkur um sögu Bandarikja Norður- Ameriku. 7. þáttur. Falinn cldurÞýðandi og þulur Ósk- ar Ingimarsson. 21.20 Viðlegufólk Norskt sjón- varp’sleikrit um vandamá! og félagsstöðu þeirra, sem að staðaldri verða að stunda vinnu fjarri heimili sinu. Höfundur Arnljot Eggen. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Leikritið er samið i ljósi uggvænlegra stað- reynda um fólksflótta frá mörgum norskum byggðar- lögum vegna atvinnuleysis og erfiðra llfskjara. (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 22.30 Oliukreppa og orkuskort- ur Sænsk fræðslumynd um orsakir oliukreppunnar og staðhæfingar manna um það, hvort hún sé raunveru- legt vandamál, eða ef lil vill að einhverju leyti imyndað. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö) 23.05 Dagskrárlok Bandarískur tónlistar- maður kynnir sér íslenzk þjóðlög Ameriskur tónlistarmaður, Steven Mosko, sem dvelur um þessar mundir á Islandi með styrk frá Fulbrightstofnuninni, hlaut nýlega verðlaun i sam- keppni um nútimatónverk fyrir ung tónskáld viðsvegar að úr heiminum. Verðlaun þessi eru veitt af the „Broadcast Music Inc.” sem er félagsskapur hliðstæður STEFI hér á landi. Um það bil 400 tón- skáld taka árlega þátt i þessari samkeppni. Verðlaunin eru fjár- upphæð og fri ferð til Banda- rikjanna til að taka á móti verðlaununum. Steven Mosko hlaut verðlaunin fyrir 5 minútna verk, „Night of the Long Knives” og er það samið fyrir soprano og niu hljóðfæri. Tón- skáldiðhefur áður hiotið verðlaun i þessari keppni fyrir tveimur ár- um. Fimm þátttakendur eru verðlaunaðir hverju sinni, og munu þeir taka á móti verðlaun- unum i New York um miðjan mai. Steven Mosko er 26 ára, fæddur i Colorado i Bandarikjunum. Hann lagði stund á tónlistarnám þar og við Yale háskóla og lauk brottfararprófi þaðan árið 1969 með „magna cum laude” auk sérstakrar viðurkenningar fyrir frábæra tónlistarhæfileika. Að loknu námi við Yale hlaut Steven styrk frá Carnegie-stofnuninni til að stunda kennslu við tónlistar- deild Yale i eitt ár. Að þvi loknu hóf hann nám við California Institute of the Arts og lauk masters prófi þaðan árið 1972. Hefur hann kennt við þann há- skóla siðan. Tónverk Stevens Mosko hafa verið leikin viða um Bandarikin og Evrópu. Meðal annars var verk eftir hann flutt við 8e Bienella de Paris i Frakklandi árið 1973 og annað verk, Lovely Mansions, i þýzka sjónvarpinu sama ár. Auk þess var verk eftir hann fiutt við The Museum of Contemporary Craft i New York, á tónleikum til kynningar á nútimatónlist. Eins og fyrr segir dvelur Steven Mosko um þessar mundir á tslandi með.styrk Fullbright- stofnunarinnar og stundar rannsóknir á Islenzkri nútimatón- list og islenzkum þjóðlögum og heldur fyrirlestra. Vinnur hann meðal annars að þvi að hljóðrita islenzk þjóðlög og hefur I hyggju að koma upp viðtæku safni þeirra til kynningar I Bandarikjunum, en Árnagarður mun fá afrit af þvi safni. Áhugi Stevens Mosko á is- lenzkri menningu og tónlist hófst er hann stundaði nám i norrænu jafnframt tónlistarnámi við Yale, og er hann dvaldi á tslandi um þriggja vikna skeið fyrir þremur árum. Eitt helzta áhugaefni hans hér, er að kynna sér áhrif is- lenzkrar menningar á islenzk þjóðlög og nútimatónlist og hefur hann i hyggju að ferðast nokkuð um landið i þvi skyni. Heilsurækt Atlas, æfingatimi 10-15 min. á dag. Árangurinn sýnir sig eftir viku tima. Likamsrækt Jowetts heims- frægt þjálfunarkerfi sem þarfnast engra áhalda eftir George F. Jowett heims- meistara I lyftingum og gllmu. Bækurnar kosta 300 kr. hvor. Vinsamlegast send- ið gjaldið i ábyrgðarbréfi. Likamsrækt, pósthólí 1115, Reykjavik. ALFNAÐ ER VERK 0ÞÁ HAFIÐ ER SAMVINNUBANKINN Þéttitækni h.f. — UM NOKKURRA ára skeið hefur starfað verktakafyrirtæki hér i Reykjavik undir nafninu Þétti- tækni, sem formlega var gert að hlutafélagi á s.l. ári. Þéttitækni h/f vinnur að þvl að finna varanlegar lausnir varð- andi húsaþéttingar almennt, ásamt hvers konar þéttingum i byggingariðnaði. Fyrirtækinu hefur orðið vel ágengt til lausnar ákveðnum lekavandamálum hús- eigna, svo sem viðgerðir á stein- sprungum, steinrennum og þétt- ingu sléttra steinflata. Fyrirtækið notar nær eingöngu Silicone þétti- efni, sem hafa reynzt mjög vel gegn þessum vanda og gefur fyrirtækið út 5 ára ábyrgðarskir- teini vegna viðgerða, sem fram- kvæmdar eru með þessum aðferðum, sem reynsla er fengin fyrir. Nú er fyrirtækið að hefja kynningu á klæðningarefni fyrir nýtt fyrirtæki slétt þök, sem einnig er mjög gott til viðgerða á pappaþökum og hvers konar vatnsþéttingu á slétt- um flötum, og rennum enda er efnið algjörlega vatnsþétt með yfir 300% teygjuþoli og hefur ótrúlega viðloðun, þegar það er soðið á stein, tré eða járn. Fyrirtækið keppir að þvi marki, að hafa ávallt til reiðu sér- menntaða menn á sviði mann - virkjaþéttinga i samvinnu við verkfræðinga, arkitekta og aðra, sem standa fyrir verklegum framkvæmdum. Þéttitækni h/f hefur nýlega fest kaup á bifreið, sem sérstaklega er útbúin til að veita þessa þjónustu út um lands- byggðina. Fyrir utan Stór- Reykjavikursvæðið eru hin svo- kölluðu lekavandamál einnig orðin mikil plága og hefur fyrir- tækið i huga ferðir bæði um Vest- firði og Austfirði i þessu skyni. Tilboð óskast Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar og vélar, sem verða til sýnis hjá Vélamiðstöð Reykjavikurboigar, Skúlatúni 1 og við birgðageymslur I Artúnshöfða, þíiðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. mai n.k. í Ártúnshöfða: I stk. Nordest ámoksturskrani 2 c.y. 1 stk. Bay City ámoksturskrani 1 c.y. í Skúlatúni 1: 1 stk. Th. Trader ’65 Yfirbyggð sendibifreið 1 stk. Th. Trader ’66 m/6 m húsi 1 stk. Volvo '60 Sorpbifreið 1 stk. Volvo '59 Sorpbifreið 1 stk. Volvo '65 Vörubifreið 6 t 1 stk. Mercedes Benz '66 Mannfl. bifr. 17 m 1 stk. Ford ’62 Vörubifr. 4 t 1 stk. Anglia ’66 Sendibill 1 stk. V.W. 130« ’62 Fólksbill 1 stk. Landrover ’68 Bensin 1 stk. Ford/Johnston ’68 Götusópur 2 stk. Scania Vabis ’63 Vörubifr. 12 t 4 stk. M.F. dráttarvélar ’63-’69 3 stk. Sláttuþyrlur 1 stk. Traktorgrafa JCB3 1 stk. Amokstursskófla JCB3 Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, fimmtudaginn 16 mai 1974, kl. 10.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Þrfr AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa á GJÖRGÆZLU og SVÆFINGARDEILD frá 1. júni n.k. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir svæfingardeildar. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5. Reykjavik, 10. mai 1974. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5, SlMí 11765

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.