Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 12. mai 1974. Sunnudagur 12. mai 1974. Ljósm. Gunnar Hörður Ágústsson listmálari MENNINGAR- ARFLEIFÐ í HÚSA- GERÐARLIST — Rætt við Hörð Ágústsson listmdlara Það er kunnara en frá þurfi að segja, enda hefur oft verið um það rætt, að byggingarefni Is- lendinga hefur öldum saman ver- ið litt varanlegt. Veggir úr torfi og grjóti hrundu, þegar þeim var ekki lengur haldið við, tóftirnar fylltust smátt og smátt og grasið greri yfir allt saman. Þvi hefur lika verið trúað á landi hér, að við ættum ekki neinar umtalsverðar þjóðminjar um húsagerð, utan þær sem jörðin geymir. Fyrstu friðunaraðgerðir En reyndar er málið ekki alveg svona einfalt, og þar sem nú er vaxandi hreyfing i þá átt að geyma þaö.sem geymt verður, og bjarga þvi, sem bjargað veröur, þótti okkur vel við eiga að heimsækja Hörð Ágústsson list- málara, en hann er flestum núlif- andi mönnum fróöari um islenzka húsagerð, bæði fyrr og siðar. Hörður var góöur heim að sækja, og nú er bezt að hefja spurning- arnar: — Hvenær hefst friðun húsa á tslandi? — Bein friöun hefst ekki fyrr en 1930, en aöhlynning að menning- arsögulega merkum húsum hefst i rauninni árið 1921, þegar Matthias Þórðarson þjóðminja- vörður gerir við Bessastaða- kirkju. Ég tel þetta sögulegt ár- tal, upphaf þess aö hugað sé að is- lenzkum húsum sem menningar- sögulega merkum hlutum. En eins og ég sagði, þá hefst ekki skjalleg friðun fyrr en árið 1930, þegar bænhúsið á Núpsstað var friðað. Það er fyrsta hús hér á landi.sem er formlega friðað. Mér finnst rétt að láta það koma fram, að Matthias Þórðar- son hafði áður gert tilraunir i þessa átt. Hann reyndi að friða stofu á Espihóli i Eyjafirði, en það tókst ekki, og er ástæðulaust að rekja það nánar. Hins má einniggeta — og það er ákaflega mikilvægt fyrir sögu islenzkrar byggingarlistar — að hann hjálp- aði Skúla bónda á Keldum til þess að byggja upp bæinn eftir jarð- skjálftann 1912, þannig að Skúli varð i rauninni einn af fyrstu mönnum, sem um þessi mál hugsuðu og lét sig þau varða, og við stöndum i ómældri þakkar- skuld við hann, vegna þess að á Keldum á Rangárvöllum eru langsamlega merkilegustu hús á Islandi að þvi leyti, að þau eru elzt og að þar er ásamt tveim eða þrem stöðum örðum að finna lykilinn að uppbyggingu torfhús- anna á miðöldum. — Hversu gamall er hann, bærinn sem núna er á Keldum? — Þessari spurningu er ákaf- lega vandsvarað. Það er vegna as, að islenzki torfbærinn var i ninni alltaf i byggingu. Hús gengu tiltölulega fljótt úr sér, en ipisjafnlega fljótt þó, og hvert hús Það er ekki neitt smáræði, sem Hörður Ágústsson listmálari hefur unnið i þágu íslenzkrar húsa- gerðarlistar og til þess að auka þekkingu okkar á henni. Með þrotlausum lestri gamalla máldaga og úttekta á jörðum hefur hann komizt á snoðir um stærð og gerð heilia sveitabæja og einstakra húsa svo hundruðum skiptir. Hann hefur gert grunn- teikningar, mælingar og útlitsteikningar af gömlum og löngu föllnum húsum með slíkri nákvæmni, að litlu mun skakka, og í mörgum tiivikum engu. Allt er þetta miklu meira verk en svo, að nokkur leið sé að gera þvi skil í þeim tveim blaðagreinum, sem hér fara á eftir, enda hefur Hörður lítinn hug á því að tala um sjálfan sig og sín verk. Það er íslenzk húsagerðarlist, sem hann er að fræða okkur um, en ekki það óhemjumikla starf, sem hann hefur á sig lagt til þess að öðlast þá vitneskju, sem hann býr yfir. Að sjálfsögðu er hér aðeins rætt um nokkurn hluta þessa mikla máls, enda virði hver sem vill. var endurbyggt svo oft sem þurfa þótti. Sum hús stóðu þó býsna lengi, eins og dæmin sanna. Elzta ártal, sem ég hef fundið á torfhúsi, er á syllu á Keldum, það er 1634. Þetta þýðir, að það er ver- ið að smiða upp skálann á Keld- um árið 1634. Syllan er að minnsta kosti áreiðanlega til, þegarárataliðergrafið i hana, og enginn efi er á að fleiri hlutir eru frá þeim tima eða jafnvel enn eldri. Nokkurs konar handrita- fundir Þegar Keldur ber á góma, er óhjákvæmilegt, aö manni detti fleiri bæir i hug. Ég hef stundum sagt, þótt sumum finnist það öfg- ar, að húsin á Keldum, gamli Hólabærinn i Eyjafirði og gömlu bæjarhúsin hans Skúla fógeta á Stóru-ökrum, séu eins konar handritafundir. Við finnum i þeim spýtur, samsetningar, strik og skreyti, sem segja okkur, hvernig þessar byggingar hafa verið gerðar á sinum tima — mið- öldum Islands. Umskiptin , byltingin á nitjándu öld, og reyndar á þeirri átjándu lika, var svo mikil, að heita má, að dregið hafi verið tjald fyrir skilning Is- lendinga á þvi, hvernig bæir voru byggðir hér fyrr á öldum. Ég hef nefnt þennan byggingarhátt staf- verk. Það geri ég til þess að tengja hann hinu norræna staf- verki, sem greinilega má sjá i norsku stafkirkjunum og vissum norskum húsum, sem byggð eru með stafverkslagi. Ég ^et ekki skýrt þetta nánar, allíd sizt i stuttu máli, ég verð aðeins að treysta á aðm menn trþi mér. En þetta er það timburverk, sem var ráðandi á Islandi allar miðaldir og fram á 18 öld. — En svo við vikjum aftur að friðunarmálunum. Hverjar voru næstu aðgerðir I þeim efnum, á eftir þvi sem þú nefndir áðan? — Það er skemmst af þvi að segja, að Þjóðminjasafnið og þjóðminjaverðir hafa haft forystu um friðun þeirra húsa flestra,sem nú eru friðuð. Þetta ber að meta og þakka þessum mönnum alveg sérstaklega. Matthias Þórðarson var þeirra fyrstur og hafði frum- kvæðið. 1 hans tiö voru meðal annars friðlýst bænhúsið á Núps- stað, Viðimýrarkirkja árið 1934 og bæjarhúsin á Kéldum um likt leyti, skömmu siðar Glaumbær og Sto’ru-Akrar. Við skulum ekki þreyta lesendur með alltof langri upptalningu nafna, en þarna er gert stórátak til þess að bjarga torfbænum. Verkinu var haldiö áfram Næsti maður á eftir Matthiasi var eins og kunnugt er dr. Kristján Eldjárn, núverandi for- seti Islands. Hann hélt áfram á sömu braut, og það var geysimik- iðfriðaðihans tið. Þá er það, sem timburkirkjurnar koma inn i þessa mynd. Reyndar hafði næsta verkefni Matthiasar, eftir að hann tók Bessastaðakirkju tak, verið Hóladómkirkja. Saga Hóla- staðar hafði verið með ýmsu móti, og er litlu við að bæta hina frábæru lýsingu Hannesar Péturssonar, skálds og rithöfund- ar, þegar menn reyndu jafnvel að berja og brjóta niður dómkirkj una. Það tókst reyndar ekki, en stuttu siðar tóku sig til einhverjir dugnaðarmenn og hreinsuðu innan úr henni allt innventarið. En sem sagt: A áratugunum á milli 1920 og 1930kemur Matthias Þórðarson til skjalanna, og það liggur við, að maður sjái hann á hlaupum á milli Hóla og Bessa- staða, bætandi fyrir annarra syndir, og þó fengu verk hans ekki að standa, eins og mörgum er kunnugt. Eitt af stórslysum i langri slysasögu er þaö, þegar Bessastaðakirkja er rúin innan- búnaði sinum i kringum 1940, en okkar ágæti Guðjón Samúelsson, lætur þar i staöinn þessa annar- legu smiðjSem þar er nú og sem ég tel að ætti að fjarlægja, en setja hið upprunalega aftur. Fyr- ir þessu vil ég færa tvær rök- semdir. 1 fyrsta lagi það, að þetta var i fyrsta skipti, sem menningarsögulega merku húsi var gert til góða,i öðru lagi vegna þess að þetta er ein af okkar fyrstu steinkirkjum, hún er frá 18. öld. Enn mætti nefna það, að ég tel, að núverandi innanbygging kirkjunnar samsvari ekki á nokk- urn hátt eðli hennar sem húss. En svo ég haldi áfram aö tala um þjóðminjaverðina, þá ber þvi sizt að gleyma, að núverandi þjóðminjavörður, Þór Magnússon, er mikill áhugamaður um friðun húsa og fylgir dyggilega fordæmi þeirra ágætu manna, sem á und- an honum voru i þessu embætti. Fyrir frumkvæði Methúsalems Methúsalemssonar á Burstafelli i Vopnafirði var sá bær friðaður á sinum tima, en svo glöggt stóð, að það munaði aðeins einu atkvæði á alþingi Islendinga, að málið næði fram að ganga. Það hefur löngum verið þungur róður I friðunarmál- um á íslandi. Segja má,að torfhúsin hafi ver- ið I sviðsljósinu á landi hér lengi vel. En svo fara menn að veita timburkirkjunum athygli smátt og smátt. En siðar timburhúsun- um. Sem dæmi um þetta má nefna stokkaskemmuna á Hofsósi, sem ég hef haldið fram, að væri eitt elzta hús á Islandi, þótt ég hafi ekki getað fullkannað það ennþá. Þá má nefna Staðarkirkju á Reykjanesi, sem vafalaust er eitt af okkar beztu verkum. Hún mun að öllum likindum vera eftir gull- og silfursmið, sem Magnús hét. Árbæjarsafn og Viöeyjar- stofa Það var mikill atburður, þegar rikið keypti Viðeyjarstofu og af- Fyrri grein henti hana þjóðminjaverði til uppbyggingar. Sú starfsemi stendur enn yfir og á vafalaust eftir að gera það nokkur ár i við- bót. Arið 1958 var byggðasafnið i Arbæ stofnað. Það þekkja flestir og er óþarft að fara um það mörgum orðum. Þá má og nefna endurskoðun þjóðminja- laganna og húsafriðunarnefnd, sem aðeins hefur starfað i fjögur ár, en á hennar vegum hafa þó nokkur hús verið friðuð. — Hver eru þau? — Ég get nefnt norska húsið i Stykkishólmi, skemma iólafsvik, og svo núna siðast hin virðulegu hús i Reykjavík, Dómkirkjan, Alþingishúsið, Stjórnarráðið, Landsbókasafnið, Menntaskólinn og bókasafn Menntaskólans, Iþaka. Rétt er að minnast einnig á frumkvæði annarra aðila. Ragn- hildur Pétursdóttir og Halldór Þorsteinsson i Háteigi keyptu Húsið á Eyrarbakka og björguðu þvi alveg þar með. Fyrir þetta ágæta framtak eiga þau skilið þökk og virðingu allra þeirra, sem einhverju láta sig varða menningarlega geymd. Þá var Bessastaðastofa endur- nýjuð i tilefni þess, að íslending- ar öðluðust fullveldi og stofnuðu forsetaembætti. Eins og ýmsir muna, þá gaf Sigurður Jónasson Bessastaði og Gunnlaugur Halldórsson endurbætti staðinn á mjög smekkvisan og menningar- legan hátt. — Siðan þetta var4hafa augu manna smám saman verið að opnazt fyrir gildi friðunar, og að þeim málum hafa ýmsir einkaaðilar unnið, sem of langt yrði upp að telja. Sumir héldu okkur vera öfgaseggi — Þetta er sem sagt fortiðin. En hvað er verið að gera nú á lið- andi stund? — Fyrst er frá þvi að segja, að fyrirfrumkvæði stjórnar Arbæjar og skipulagsyfirvalda borgarinn- ar fór fram mjög umfangsmikil könnun á gamla Miðbænum i Reykjavik, og I rauninni er þvi verki ekki lokið, þvi að niðurstöð- urnar liggja fyrir borgarráði og menntamálaráðherra. Þetta er i raun og veru stærsta verkefni, sem nú er unnið að, þvi að hér er um að ræða mesta átak,sem gert hefur verið til þess að friða hús i þéttbýli á Islandi. Það verður að segjast, þótt mér finnist hlutirnir ganga seint, þá hafa þeir þó mjakazt áfram. Og ég ber ekki á móti þvi, að mér þótti mjög ánægjulegt að vinna þetta verk ásamt Þorsteini Gunnarssyni, en það vorum við, sem það gerðum á sinum tima. Þaö var mikil sam- vinna á milli okkar og borgarráðs, við sýndum niðurstöðurnar við hver áfangaskil, ræddum við hina raunverulegu stjórnendur borgarinnar, kynntum þeim okk- ar sjónarmiö og þeir aftur sin á móti. Mér fannst afstaða manna yfirleitt vera mjög jákvæð, og skil ég þar ekkert á milli stjórnmála- flokka. Að visu voru sumir i upp- hafi nokkuð efagjarnir, héldu kannski.að við værum einhverjir öfgaseggir, sem vildu geyma hvaða kofa sem væri, og þvi mið- ur hefur þeim áróðri verið hald- ið uppi gegn okkur, en þegar þeir sáu,að við lögðum tram ákveðnar tillögur, sem virtust skynsamleg- ar, var strax farið að hlusta á okkur. Þetta hefur meðal annars haft það i för með sér, að menn hafa almennt fallizt á að friða um- hverfi Tjarnarinnar, svo og Stýri- mannastiginn. Um hitt stendur ennþá nokkur styr, það er að segja um hina frægu linu: Lækjargata frá Stjórnarráði og út i Láufásveg. Hluti af þessu svæði er Bernhöftstorfan sæla, sem flestir landsmenn hafa vist heyrt talað um. Þá er það Þingholts- strætið og krikinn við Tjörnina, þar sem Ráðhúsið átti að koma á sinum tima. — Má ég spyrja einnar nærgöngullar spurningar: Hvernig leizt þér á þá hugmynd að láta nýja ráðhúsið ná út I Tjörnina? — Já, það máttu. Og mér er ekki nein launung á svarinu. Ég barðist á móti þeirri vitleysu á fundum og i blöðum og hef alltaf verið hugmyndinni andvigur. Bændur og sjómenn eru ráðþægnari en ráðherrar — Þú spurðir áðan, hvað væri verið að gera. A vegum Þjóð- minjasafnsins er verið að vinna að uppbyggingu selsins I Skafta- felli. Nýlokið er viögerð á Kirkju- vogskirkju og Auðkúlukirkju. Og fyrst ég hef tækifæri til, langar mig að koma á framfæri þakk- læti, eða að minnsta kosti viður- kenningarorðum til þeirra sóknarnefnda, sem ég hef unnið með. Ég hef sagt það áður, og get endurtekið það hér, að mér finnst bændur og sjómenn vera ráð- þægnari en ráðherrar. Ég nefni sem dæmi sóknina i Hvammi i Norðurárdal og sóknina i Kirkju- vogi I Höfnum. Þessar sóknir eru kannski ekki bláfátækar i venju- legri merkingu þess orðs, en þær eru að minnsta kosti fámennar. Þó hafa þær i rauninni lagt miklu meira fram til varðveizlu is- lenzkrar menningararfleifðar en flestir eða allir aðrir. Það eru kempur eins og Guðmund ur Sverriss. og Jósep Borgarsson, sem mér hefur þótt einna ánægju- legast að vinna með. Annar er bóndi og hinn er sjómaður. Annar hafði forystu um endurbyggingu Hvammskirkju, hinn stjórnaði endurbyggingu Kirkjuvogskirkju i Höfnum. Næst langar mig að minnast dálitið nánar á húsafriðunar- nefnd og hvernig staðan er á lið- andi stund. Ég hef lagt fram ákveða athugun á þvi hvað gert hefur verið i friðunarmálum, og lika á hinu, hvað til er á tslandi af menningarsögulega merkum minjum. Húsafirðunarnefnd er núna að athuga þessi gögn og mun sfðan leggja þau fyrir menntamálaráðherra til athug- TÍMINN 1 þessu húsi var einu sinni starfræktur kvennaskóii, hinn fyrsti I Reykjavik. Seinna var húsið forskallaö og hét lengi Sjálfstæðishúsið en siðar Sigtún — og munu flestir kannast við það undir þeim nöfnum báð- um. unar. En hér kemur það til eins og viðar i okkar ágæta þjóðfélagi, að við viljum gera allt i einu. Vist er ekki neitt út á það að setja i sjálfu sér, þótt hugur sé i okkur Is- lendingum, en vandkvæðin við þetta eru aftur á móti þau, að stofnanir eins og Þjóðminjasafn- ið. Arbæjarsöfn, Húsafriðunar- nefnd og ýmis söfn úti á lands- byggðinni eru i fjárhagslegu svelti. Ég hef áður lagt á það áherzlu og skal itreka það enn á ný hér, að ef eitthvað á að gera af viti i þessum málum i framtið- inni, verður frumvarp þeirra Þórarins Þórarinssonar og Ingvars Gislasonar um húsa- friðunarsjóð að ná fram að ganga. Húsafriðunarnefnd þarf að fá starfskraft, Þjóðminjasafn og Arbæjarsafn sömuleiðis. Ég legg rika áherzlu á, að embætti húsameistara fái sérfræðing i uppbyggingu gamalla húsa, vegna þess að það embætti fæst ákaf- lega mikið við gömul hús. Ég hef stundum deilt á þetta virðulega embætti fyrir að fara ekki nógu góðum höndum um menningarsöguleg og merkileg hús, saman ber það sem ég sagði áðan um Bessastaðakirkju. Ég er ákaflega gramur yfir þvi, þegar húsameistaraembættið er að skemma verk þeirra manna, sem veitt hafa embættinu forystu. Þetta kunna að þykja þung orð, en þeim til staðfestingar leyfi ég mér að nefna Vifilsstaðahælið, sem Rögnvaldur Ólafsson teikn- aði og var hans mesta verk. Þetta verk Rögnvalds er nú i raun og veru búið að gereyðileggja sem listrænan hlut. Ég vildi gjarna, að við hefðum tök á að birta með þessari grein myndir af Vifils- staðahæli, áðuren þvi var breytt og eftir að þvi var breytt. Menn geta þá séð það, svart á hvitu, hvort ég fer ekki með rétt mál. Þetta er ekki endilega þeim einstaklingum að kenna, sem um málin hafa fjallað, heldur al- mennu ástandi i landinu. Mynd- list, i breiðustu merkingu þess orðs, hefur i rauninni orðiö undir i okkar iðnvædda lifsgæðaþjóð- félagi, þar sem kapphlaupiö um peningana hefur sett mestan svip á allt þjóðlifið. Sú öra umbylting, sem Islendingar hafa lifað (og hún er orðin nokkuð löng), hefur fáu þyrmt. „Hvað varðar mig um fortíðina?" Ég veit ekki, hvort ég á að lengja mál mitt með þvi að gefa á þvi skýringu, hvers vegna ég fékk áhuga á húsafriðunarmálum. Ég kom hingað heim til Islands eftir nám i útlöndum, sem ungur framúrstefnumaöur — abstrakt- málari — i kringum 1952. Siðan stofnuðum við, nokkrir vinir og samherjar, timaritið Birting, og skyldi boða ný sjónarmið i listum. Þá fór ég að lita eftir þvi, hvað við Framhald á bls. 21 Svona lítur Sigtún út núna, og geta menn svo spurt sjálfa sig, hvor stillinn þeim þykir fegurri, sá sem einu sinni var, eða hinn, sem nú rikir. Ljósm.G.E. mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.