Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. mai 1974. TÍMINN 3 Ræðuhöld og reykelsi Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leiktjöld: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Lórus Ingólfsson Leikstjórn: Gunnar Eyjólfsson Söngstjórn: Carl Billich ÞJÓÐLEIKHUSIÐ Jón Arason Sjónleikur í fjórum þóttum eftir AAatthías Jochumsson í leikgerð Gunnars Eyjólfssonar Mælska Matthiasar Jochums- sonar er með ólikindum. Hún er ákaflega hrifandi, þegar honum tekst bezt upp eins og i fjórða at- riði (eða sýningu) annars þ.átt- ar, er aðalpersónan mælir þessi orð: ...,,0g hér stend ég, hinn gamli Jón Arason, frá Hólum, yzta og minnsta biskupsdómi allrar kristninnar, sá eini biskup á Norðurlöndum, sem ekki hefur kné sin beygt fyrir Belzibúl, sem einn þori að segja: nei, þótt allir segi já. Hér sjáið þér hinn siðasta kaþólska biskup á þessu landi, hvitan og lotinn, rægðan, dómfelldan, fyrirdæmdan, útlægan! o.s.frv....”. eða i öðru atriði fimmta þáttar, þegar sama per- sóna er að verja kirkju sina og kenningu fyrir sira Sveini og segir þá m.a. „Fipa mig ekki! — Kirkjan er fimmtán alda gamall guðspja llam aður, postuli, pislarvottur, spekingur, löggjafi og drottnari, sem jafn lengi hef- ur lært við háskóla Drottins heilaga anda. Hún kann að hrasa eins og Pétur, en hún átt- ar sig aftur og sér sinn Drottin, henni verða mismæli, en hún leiðréttir sjálf sin orð, þvi sál hennar er sannleikans andi. Hún getur sjúknað, villzt um stund og orðið hrelld og hrædd, en hún reisir sig æ aftur og rétt- ir, og er þá ung og spánný, þvi að hennar andi er sannleikans, hún elskar ljósið, er ljósið, lifið, saltið —” eða þegar Þórunn, biskupsdóttir, lýsir söknuði sin- um með svofelldum orðum i fyrsta atriði fjórða þáttar: „...Kona, sem ekki elskar, er engin kona, hún er ekki neitt. — Nú er ég norðrið, sem er dautt án sólarinnar. Komdu úr suðr- inu, sól, með ljósið, hann föður minn, lifið, hann unnusta minn, og vorið og sumarið, báða þá bræður mina!” og enn fleiri dæmi i þá veru eru sjálfsagt auðfundin i metnaðarfyllsta og viðamesta leikriti séra Matthi,- asar. Leikskáldið missir á hinn bóg- inn ekki sjaldan taumhaldið á gammi sinu sem geisar þá stjórnlaust og stefnulaust út um viðan völl, lcsandanum til litils gamans eða afþreyingar. Stundum berst þjóðskáldið eins og hvert annað rekald með flaumi orða sinna, sem vilja helzti oft færa heilar eða hálfar hugsanir i kaf. Hefði Matthias verið gætnari maður, gjörhug- ulli og andófsharðari, hefði allt farið á betri og farsælli veg. Hefði hann aðeins getað los nað endrum og eins úr iðukastinu eða ef honum hefði af tilviljun skilað upp á þurra eyri, þar sem hann hefði verið tilneyddur til að biðleika i orðvana, en hollu aðgerðarleysi um hrið, hefði það getað orðið honum til frjórri ihugunar og notadrýgri heila- brota en raun var á. Hvað vakir i raun og veru fyrir séra Matthiasi? Ætla mætti, að það væri annað og meira en að endursegja merki- lega kafla úr sögu þjóðarinnar — kafla, sem auk heldur hljóta að vera sérhverjum sæmilega læsum íslendingi kunnugir og hjartfólgnir i senn. 1 leikritinu um Jón Arason er hvorki fólginn nýr sögulegur skilningur, gegn- lýsing né krufning. Það skortir þvi sárlega bakþanka, „undir- hyggju” (orð' er notað hér i já- kvæðari merkingu en almennt gerist) og rétta undirstöðu, sem léði þvi dýpt, vidd og styrk eða með öðrum orðum þá eiginleika er ekkert sannfagurt og stór- brotið leikhúsverk má án vera. Sálarlifslýsingar höfundar eru flestar svo nálægt yfirborðinu, að naumast er hægt að tala um djúpar hræringar i þvi tilviki. Byggingu sjónleiksins er ým- issa bóta vant. Rás atburða er ekki markaður þröngur og af- markaður farvegur, heldur fell- ur ailt i sibreytilegum kvislum eins og Skeiðará yfir sinn sand. Vel á minnzt, orðaflaumur Matthiasar er alls ekki ósvipað- ur meiri háttar jökulhlaupi. Ef gamla griska reglan um að láta allt gerast á einum og sama stað hefði aðeins verið virt, hefði leikurinn áreiðanlega orðið samfelldari heild eða meitlaðri skáldskapur. Hefði til að mynda ekki verið þjóðráð að láta leik- inn bæði byrja og enda i Skál- holti? Við það hefði sitthvað komizt i listilega farsælla horf og innviðirnir styrkzt til muna. 1 leikskránni kemst þjóðleik- hússtjóri m.a. svo að orði: „Fræðingar munu geta fundið ýmsa galla á b yggingu leiksins og gerð... o.s.frv. ...” Hér er óbeint látið i veðri vaka, að menn viti um gallana, en vilji hins vegar ekki benda á þá eða halda þeim á loft. Hefði það ekki veriðhægur vandi fyrir sérlærð- asta fræðinginn að greina frá þeim lið fyrir lið? Allvel hefur höfundi tekizt að ljá Marteini Einarssyni og eftir- töldum börnum Jóns, Þórunni, Ara og Birni, séreinkenni og á- kveðið svipmót. Að minu viti er lýsingin á aðalpersónunni hins vegar helzti einhæf og ein- strengingsleg. Mikið hefði sú persóna vaxið við það eitt að gera skapgerð hennar úr fleiri ólikum þáttum. Of mörgum orð- um er eytt I það að lýsa Hóla- biskupi sem óstýrilátum ribb- alda og oflátungi, sem nærist nærri einvörðungu á sjálfshóli og hégóma. Við aukapersónur er litil sem engin rækt lögð, enda eru þær yfirleitt bæði svip- lausar og atkvæðalitlar. Eðlileg orðaskipti eða samtöl fyrirfinnast hér engin. Leikper- sónur ræðast ekki við eins og i venjulegu leikriti heldur flytja þær ræður hver i kapp við aðra. Ræðutimanum er að visu ákaf- lega óréttlátlega skipt, þar sem Hólabiskup einokar hann að mestu leyti i krafti embættis sins og valds eða eins og Einar Hjörleifsson Kvaran orðar það i snjöllum ritdómi, sem birtist i tsafold 10. okt. árið 1900: „En auðvitað tekur Jón Arason að jafnaði orðið af hverjum, sem hann talar við, á likan hátt eins og leikhetjur Byrons gera, svo að það, sem aðrir eru þá látnir segja, verður litið annað en inn- skot i ræður þær, sem hann flyt- ur. Og er það ein sönnun þess, að þó að M.J. sé mikið skáld, þá er hann ekki leikskáld”. Úr þvi að ég minntist á Einar H. Kvaran er ekki úr vegi að vitna i aðra málsgrein úr rit- dómi hans. Þar stendur: „En að þvi, er til formsins kejnur, verð- ur aðalgalli ritsins sjálfsagt sá, hve litið samband er á milli samræðnanna og athafnanna. Það er svo sjaldan, að það, sem sagt er, hefir nokkur áhrif, verður tilefni til nokkurrar at- hafnar. Samtölin likjast þvi fremur, að vera eyðufyllir milli stórræðanna”. Þvi hefur verið ákaft fjölmiðl- að, að Jón Arason sé viðamesta og mannfrekasta sýning Þjóð- leikhússins til þessa og er þá ó- beint gefið i skyn, að slikt sé einskonar trygging fyrir list- gæðum. Fjöldi leikenda er ekki endilega sýningu til farsældar og listræns framdráttar. Magn eða mannfjöldi helzt ekki alltaf i hendur við gæði og listfengi. A þvi vill tiðum vera mikill mis- brestur eins og ýmis átakanleg dæmi sýna og þar á meðal Landið gleymda vansællar minningar. Leikstjórinn, Gunnar Eyjólfs- son, hefur unnið verk sitt af dugnaði og áhuga, einurð og ó- bilandi trú á málefnið og með- ferð höfundar á þvi. Við hljótum að vera sviðhæfingarmanninum þakklát fyrir að hafa dregið efn- ið rækilega saman eða með öðr- um orðum fellt niður langa kafla, sem eru til einskis annars en trafala og ama. En enda þótt styttingarnar séu allar til stór- bóta. megna þær vitanl. ekki að breyta kjarna leiksins og bæta. Trúin er sögð flytja fjöll, en henni er hins vegar um megn að blása verulega ferskum anda i verk, sem er með fjarskalega litlu lifsmarki fyrir. Margt er gert bæði til augna- gamans og eyrnayndis og þar er ekkert til sparað. Sjaldan hefur verið borið meira i leiktjöld, tréskurð, búninga eða með öðr- um orðum alian ytri leikbúnað. Það er þeim mun meira ánægjuefni að geta vottað, að tilkostnaður og listfengi vegi hér salt sem það er sjaldséðara fyrirbæri. Sigurjón Jóhannsson, Lárus Ingólfsson, Jón Bene- diktsson og Bjarni Stefánsson eiga allir riflegar þakkir skildar hver fyrir sinn skerf svo og þjóðleikhúskórinn fyrir sina ágætu frammistöðu. Leikstjórinn fylkir yfirleitt liði sinu af hyggindum og út- sjónarsemi, enda ber fjöldaleik- ur af einstaklingsframtaki i þessari „sögulegu” sýningu. Lokaatriðið er til að mynda ó- gleymanlegt i kyrrlátri reisn sinni og stilfestu. Gunnari Eyjólfssyni hefur á hinn bóginn tekizt miður að laða fram beztu hæfileika aðalleikendanna, sem er ef til vill ekki nema vonlegt eins og allt er i pottinn búið. Þótt Rúrik Haraldsson láti að vísu mikið að sér kveða, er biskupinn kveður syni sina hinztu kveðju, en þó einkum i atriðinu, þegar hann ræðir við framliðna fyrirrennara sina, ( sem er um leið leikstjórnar- legt afrek), gerir hann ýmsu öðru heldur slæleg skil og flaustursleg eins og t.d. þeim ræðum, sem vitnað er i i upp- hafi þessa máls. Þar er hann m.a. of hraðmæltur. Túlkun Rúriks skortir svo greinilega al- vöruþunga og stilfestu i ein- stökum mikilvægum atriðum, að menn geta ekki varizt þeirri hugsun, að hér sé unnið með hálfum huga og hangandi hendi. Þótt Hákoni Waage séu mis lagðar hendur á hann enguað siður nokkrar virðingarverðar leikstundir. Jafnbeztu tilþrif sýna þau Gisli Alfreðsson. Sunna Borg og Sigmundur örn Arngrimsson. Frammistaða annarra leikenda gefur ekki til- efni til sérstakra ummæla. Ég hygg, að i eftirfarandi orð- um Einars H. Kvaran sé fólginn allur sannleikurinn um Matthi- as Jochumsson sem leikskáld: „Fyrir hvern mun vill hið ágæta ljóðskáld vort vera leikskáld jafnframl En naumast getum vér öðru trúað en að það verði dómur bókmenntasögunnar is- lenzku á ókomnum timum. að þess hafi honurn verið varnað”. R-vik 30. april Halldór Þorsteinsson Certina-DS: úrið, sem þolir sitt af hverju! Certina-DS, algjodega áreiöanlegt úr, sem þolir gifurleg hogg, hita og luilda, i mikilli hæö og á rmkiu dýpi, valn gufu. lyk jgvxæt jpi-'nj jp.t fsZ r i s r Oj lilllllllililill!||i|l||||llill#. I ■!i:iii:i!iaaiiiij|j!jiijáa!!! Cei'.ma kurlii i'réres SA Grenrhén/S^itzcrland Meó DS (DS merkir "double security" tvöfallt öryggi) hefur Certina framleitt einstakt armbandsúr, úr sem eru i fullri • notkun þegar önnur stöóvast. Llr fyrir þá, sem bjóða hættunum byrginn, hafa ævintýrablóó i æóum, taka áhættur, sýna áræóni og hugrekki, þá sem eru kröfu- harðir vió sjálfa sig. Hiö sérstæöa DS byggingarlag. Certina-DS lætur sér ekki nægja venjulega höggdeyfa til verndar jafnvæginu Certina hefur til vió- bótar mjög teygjanlega fjöórun. sem verndar allt '-erkió Þaó má segja. aö þaó fljóti innan i kassanum fyrir tiistilii sérstaks höggdeyfikerfis, sem' er utan um verkið. Þanmg hefur Ceitma-DS fengió auknefnió sterkasta ur i heimi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.