Tíminn - 09.06.1974, Page 1
Auglýsingadeild
TÍAAANS
Aðalstræti 7
MINNA LENGRA
Tékkneska bifreiöa-
umboðið á Islandi
Auðbrekku 44-46
Kópavogi Sími 42606
Vestmannaeyingar heilsuöu Noregskonungi á sinn sérstæöa hátt. Miðja vegu milli lands og Eyja mætti fánum prýddur bátafloti Eyjamanna konungsskipinu og fyigdi þvi til hafn ar.
Timam' Gunnar.
rri V A R N A RMÁ LIN
1 moldviðri kosningabarátt-
unnar hefur aftur og aftur verið
reynt að afflytja stefnu Fram-
sólkarflokksins I varnar- og
öryggismálum. Þess vegna
finnst mér ástæða til þess i ör-
stuttu máli að skýra hana
nokkúð nánar.
Það hefur aldreiverið meining
okkar Framsóknarmanna að
rjúfa samstarfið við Vestrænar
þjóðir. Það er beinlinis tekið
fram i málefnasamningnum að
samstarfinu við Atlantshafsrik-
in skuli haldið áfram. Við
Framsóknarmenn höfum alltaf
lagt á það höfuðáherzlu, að eiga
samvinnu og samstarf við
Atlantshafsrikin og að tsland
verði áfram aðili að NATO. Það
hefur aldrei komið til greina að
rjúfa þessa samstöðu.
Eins er þessu farið að þvi er
varðar herstöðvarmáiin. Enda
þótt við stefnum að þvi, að hér
verði ekki her á friðartimum, þá
hefur það verið og er ásetningur
okkar að vinna að þessu stefnu-
máli okkar i fullri samvinnu við
Bandarikin og framkvæma það
i fullri vinsemd við þá. Þannig
hefur verið haldið á málinu og
þannig verður haldið á þvl með-
an við Framsóknarmenn förum
með það. Við leggjum höfuð-
áherzlu á, að eiga góð samskipti
og samvinnu við Bandarikin og
Atlantshafsrikin og munum þvi
vinna að stefnumálum okkar
um herlaust land á friðartimum
i fullri vinsemd við Bandarikin
og finna lausn á þvi máli i sam-
ræmi við það. Þetta á ekki að
vera erfitt i framkvæmd, enda
hafa Bandarikjamenn sýnt
skilning á sjónarmiðum okkar.
Markmið okkar er að tryggja
sjálfstæði og öryggi íslands og
islenzku þjóðarinnar fyrst og
fremst með aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og með þvi að
tryggja bandamönnum okkar
aðstöðu til þess að halda áfram
eftirliti sinu i Norðurhöfum,
jafnframt þvi sem aðstaða sé
fyrir hendi til varna með skjót-
um hætti, ef ófriðarblika skyldi
koma upp, en á friðartímum
verði hér ekki erlendur her.
Þessi stefna er hvorki stefna
Sjálfstæðisflokksins um varan-
lega hersetu, og óbreytt ástand,
né heldur stefna Kommúnista
um varnarlaustland, sem býður
hættunni heim. Þetta er hin
ábyrga, farsæla og sjálfstæða
stefna fyrir islenzka þjóð, sem
vill halda sjálfstæði sinu og
frelsi, þótt smá sé, tryggja stöðu
sina i hópi vestrænna þjóða,
gæta öryggis sins með veru i
varnarsamtökum Atlantshafs-
ins, láta Bandarikjunum i té að-
stöðu til öryggiseftirlits fyrir
Atlantshafsbandalagið á
Norðurhöfum og viðhalda hér
varnaraðstöðu af öryggisástæð-
um, sem gripa má til, ef ófriðar-
blika kæmi á loft, og það er
sannfæring min að þetta sé eina
leiðin til að binda á hæfilegum
varnartima enda á dvöl varnar-
liðsins hér.
Samhliða þessu viljum við
gera allt, sem i okkar valdi
stendur, til þess að örfa þá frið-
samlegu þróun alþjóðasam-
skipta, sem átt hefur sér stað að
undanförnu. Þess vegna leggj-
um við megináherzlu á jákvæða
þátttöku i starfi Sameinuðu
þjóðanna. Við fögnum friðsam-
legri samskiptum stórþjóðanna,
m.a. Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna og Bandarikjanna og
Kina. Við tökum virkan þátt i
Evrópuráðstefnunni um friö og
öryggi i álfunni og vonum aö
Vinarráðstefnan um samdrátt i
vigbúnaði megi bera árangur.
Jafnframt rekum við vinsam-
lega utanrikisstefnu gagnvart
öllum rikjum, þótt nánast sam-
starf sé eðlilega á milli okkar og
Norðurlanda og Atlantshafs-
rikjanna. Þessi utanrikisstefna
okkar sem er stefna Fram-
sóknarflokksins hefur leitt til
þess, að við eigum enga óvini
meðal rikja heims, ekkert riki
ógnar öryggi okkar og sjálfstæði
en við eigum góð samskipti og
viðskipti við alla nágranna okk-
ar bæði vestan og austan At-
lantshafs.
Árnaðarkveðjur Tímans á hátíðisdegi sjómanna