Tíminn - 09.06.1974, Side 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 9. júni 1974.
Sunnudagur 9. júní 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þú skalt búa þig undir það að fá einhverja viður-
kenningu i dag, en störfin ættir þú samt að bæta,
og endilega forðast að lenda i orðasennu við
sanrfstarfsmenn þina. Sýndu vini þinum áhuga.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Vera má, að i dag skjóti nýjar og skemmtilegar
hugmyndir upp kollinum, og það er alls ekki úti-
lokað, að hér sé um verkefni að ræða. Það má
lika vera, að þú fáir að kynnast þvi, að það er
gott að eiga góða að.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þú ert með eitthvað undir höndum núna, sem
hætt er við, að einhver eða einhverjir reyni að
tefja þig við. Láttu það ekki á þig fá, og haltu
ótrauður þitt strik, rétt eins og ekkert hafi i skor-
izt.
Nautið: (20. april-20. mai)
Þú skalt gæta þess alveg sérstaklega að tala
ekki af þér i dag. Þú skalt hafa það hugfast, að
áform þin koma engum við nema sjálfum þér og
þinum allra nánustu. Svo að þú skalt bara hafa
hægt um þig.
Tviburamerkið: (21. maí-20. júni)
Þetta er dagur heilabrota og bollalegginga, og
það er eitthvað, sem þú verður að taka afstöðu
til. Dagurinn verður skemmtilegur, þegar á lið-
ur, og aldrei að vita, nema þú lendir i skemmti-
legum félagsskap.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Áform þin og ráðagerðir skaltu ræða við skyld-
fólk þitt. Það kynni að vera, að einhver kæmi i
heimsókn til þin, sem ylli leiðindum eða óvænt-
um ágreiningsmálum, en þetta þarf ekki að vera
varanlegt.
Ljónið: (22. júli-23. ágúst)
Það er hætt við þvi, að þú verðir i hálfslæmu
skapi i dag. Það er eitthvað að hjá þér núna, og
þú skalt fara yfir það, sem þú hefur verið að
gera upp á siðkastið og endurskoða það i nýju
ljósi.
Jómfrúin: (22. ágúst-22. septj
Það er aldrei að vita, nema eitthvað kunni að
vera til i þessu, sem kunningi þinn segir þér i
dag, þótt þér finnist það ótrúlegt. Þú leggur of
mikla áherzlu á kynlifið til að vera fyllilega
ánægður.
Vogin: (22. sept-22. oktj
Þetta er svolitið skritinn dagur, og það er þó
vist, að ekki leiðist þér. Um afleiðingarnar fæst
þú hins vegar ekki til að hugsa, og þýðingarlitið
að benda þér á, að þær kunna að verða skritnar
lika.
Sproðdrekinn: (22. okt.-21. nóv.)
Nú verður þú að fara að athuga fjárhaginn nán-
ar og hafa auga með útgjöldunum. Þetta þýðir
ekki það, að þú eigir að neita þér um tilbreyting-
ar, en varastu að særa náinn ættingja þinn.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Aðrir munu þarfnast stuðnings þins og áhuga i
rikara mæli en áður. Þú skalt auka áherzluna á
það að fá sem allra mest út úr stöðunni, sem þú
hefur þegar náð og skalt reyna að halda, hvað
sem tautar og raular.
Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Stjörnumerkin eru þér hagstæð, og það gæti vel
orðið til að örva þig til að taka forystuna i þinum
hópi. Þessi ákvörðun þin gæti orðið talsvert
mikilvæg, og afdrifarik fyrir þig strax i kvöld.
t >4444 X
mmm
25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTUN
Ráðstcfnugestir fyrir utan Kjarvalsstaöi á föstudag en þar snæddu þau hádegisverð. Tímamynd:
Ráð heyrnleysingja
frá Norðurlöndum
— þingaði hér dagana 5.—7. júní
Gsal—Reykjavik. — Hér á landi
hafa verið staddir fulltrúar frá
félögum heyrnarlausra á Norður-
löndum, en þeir hafa myndað
með sér ráð, sem fjallar um mál-
efni heyrnarlausra. Þetta ráð
kemur saman tvisvar á ári
hverju, til skiptis á Norðurlönd-
um, en þetta er i fyrsta sinn, sem
ráöið þingar hér á landi. island er
ekki orðið beinn aðili að ráðinu.
Þingið hófst á miðvikudag og
lauk formlega á föstudag. Fundir
Heimilis
ánægjan
eykst
með
Tímanum
Viögerðir é fólksvögnum.
Höfum til sölu fólksvagna
Skiptivélar frá Danmörku.
Bílaverkstæðið
EKILL
BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199
hafa verið haldnir i húsakynnum
Heyrnleysingjaskólans við
öskjuhlið, utan fyrsti fundurinn,
sem fram fór að Hótel Holti. Á
fimmtudaginn var hópnum boðið
til borgarstjóra og á föstudag fór
hópurinn i ferðalag um Þingvelli,
Gullfoss og Geysi og viðar.
Erlendu þátttakendurnir á
þinginu hafa rómað mjög allar
viðtökur hér á landi, og óskaði
þingið sérstaklega eftir þvi, að
næsta ungdómsmót fyrir heyrn-
leysingja væri haldið á Islandi, en
mótið á að halda eftir tvö ár.
Mjög mörg og merk mál voru
til umræðu á þinginu, eins og vera
ber, og skal hér nefnt nokkuð af
þvi helzta:
Rætt var um félagsstarfsemi
heyrnleysingja um samræmingu
á merkjamáli innan Norðurlanda
og hvernig hæg't er að nota
hjálpartæki, um söfnun á rituðu
máli um málefni heyrnleysingja,
um skilgreiningu á hugtakinu
„heyrnarleysi” og „heyrnar-
deyfð”,ogum meiri samvinnu á
milli heyrnleysingja á Norður-
löndum.
1 sambandi viö umræður þings-
ins um skilgreiningu á áðurnefnd-
um hugtökum, var uppi sú skoðun
meðal ráðstefnufulltrúa, að
„heyrnarlaust fólk, væri fólk,
sem ekki gæti notað heyrnar-
tæki”.
Það skal tekið fram, að á þing-
inu sitja bæði heyrnleysingjar og
fólk með fulla heyrn. Þeir, sem
hafa fulla heyrn, er fólk, sem hef-
ur annað hvort eða bæði, starfað
mikið fyrir heyrnleysingja eða
hefur átt foreldra sem hafa verið
heyrnardauf eða heyrnarlaus.
Næsta þing verður haldið i
Sviþjóð.
Húsbyggendur —Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á
Stór-Reykjavikursvæðið með stuttum
fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar.
Borgarplast HF
Borgarnesi
Simi 927270.
Sveitarstjóri óskast
Neshreppur utan Ennis óskar að ráða sveitar-
stjóra.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Nes-
hrepps Hellissandi fyrir 22. júni n.k.
Hreppsnefnd
Nauðungaruppboð
Uppboð það á eígnum Málms h.f. Blönduósi sem auglýst
var i 87. tolublaöi Logbirtingablaðsins, verður fimmtu-
daginn 13. júni n.k.
Seld verður húseign fyrirtækisins og naglavélar.
Uppboðið hefst á skrifstofu Húnavatnssýslu kl 14 oe
verður fram haldið á eigninni sjálfri sama dag.
Sýslumaður Húnavatnssýslu.