Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. júnl 1974. TÍMINN 3 Hugsjón Moniku d Merkigili: Bílvegur yfir gilið fræga HJARÐFJOS IHALDSINS MONIKA HELGADÓTTIR á Merkigili hefur beöið mig aö koma á framfæri við blaðið Ieiðréttingu á frétt, sein það birti 29. inai. Aðalfréttin er að sjálfsögðu rétt, þar scm frá þvi var greint, að Monika sé að hverfa frá búskap og vilji selja jörð sina. Hún bað mig einnig að geta þess, að leiga kæmi engu siður til greina. Monika hefur búið á Merkigili frá árinu 1925, með öðrum orðum i 49 ár, nær fimm áratugi, en ekki ,,nær fjóra”, eins og i greininni segir. Það leiðréttist einnig, að dætur Moniku eru sjö, en ekki 9, enda heitir bókin um hana „Konan i dalnum og dæturnar sjð”. Sonur Moniku heitir Skarphéðinn og er ^ búsettur i Hveragerði. Monika er nú 72 ára gömul, og verður að telja, að heilsa hennar hafi bilað fyrir aldur fram. Ég vil að lokum geta þess, að það hefur lengi verið hug- sjón Moniku, að gerður yrði bilfær vegur yfir hið fræga Merkigil. Litil reisn finnst yfir verkum þeirra manna, sem 1 um samgöngumál héraðsins fjalla, ef þvi verki verður lengi slegið á frest, þar sem vegur sá myndi gera hvort tveggja i senn að koma einni mestu bú- jörð sýslunnar i stórbætt ? vegarsamband og opna hring- 1 veg um innansveitir Skaga- I fjarðarsýslu. t Gilsbakka, 3. júni 1974. \ Hjörleifur Kristinsson. i FYRIR NOKKRUM árum fundu menn upp þá tegund af fjósum, sem nefnd voru „hjarðfjós”. Þar gengu allar skepnur lausar: kýr, og kálfar og jafnvel nautin fengu að bregða á leik. Gamla „viðreisnin”, ihaldið og kratar, ráku alla sina hjörð i eitt mikið „hjarðfjós” og hinir miklu fjósa- meistarar, Eykon og Styrmir, tryggðu Ihaldsöflunum hreinan meirihluta viö borgarstjórnar- kosningarnar. Gylfi lánaði part af sinni litlu hjörð aðeins með „láns- og leigukjörum”, svo höfuðbóliö gæti hrósað sigri I fyrstu lotu og státað af sinum mikilleik frammi fyrir alþjóö. „En gjöf skal gjalda.” Þann 30. júni á að greiða skuldina að nokkru, svo „knörrinn” Gylfi Þorsteinsson komist til hafnar. Sem sagt: björgunarafrekið er hugsað þannig, að Gylfi, Eggert og hinn nýupprisni Björn Jónsson verði ekki úti undir fjósveggnum og krókni þar. Þvi að þá væri illa launuð dygg þjónusta. Islenzka þjóðin á nú um tvo kosti að velja i þessum kosning- um, semnúfara i hönd: Að endur- vekja hið glæsta timabil frá 1927, þegar ihaldsöflunum var kastað fyrirborð og Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson hófu sina glæstu framfarabyltingu, sem setur enn svip á allt þjóölif Islendinga. Þá gladdist þjóðin við hvern veg, hverja brú yfir vatnsfall og hvern skóla, sem reistur var við heita laug. Hinn valkosturinn er að dreifa kröftunum og kasta atkvæðum á óteljandi klofningslista, sem angurgapar og landshornalýður hafa hnoðað saman eftir miklar fæðingarhriðir. Þessir piltar, sem hafa verið kostaðir og kópaldir af almanna- fé , þurfa nú að fá það þrifabað, sem dugir þeim að minnsta kosti einn áratug. Islendingar munu minnast okkar 1100 ára byggðar bezt með þvi að láta „hjarðfjós” ihalds og krata vera fáliðað þann 30. júni næstkomandi. Breiðfirðingur. Vinnuvélar árg. ’67 Hy Mac beltagrafa árg. ’65 Broyt X2 hjólskófla árg. ’65 John Deere 2010 traktorsgrafa. föJ7öö SlMAR 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAVÍK SIG. S. GUNNARSSON Heilsurækt Atlas, æfingatimi 10-15 min. á dag. Arangurinn sýnir sig eftir viku tima. Likamsrækt Jowetts heims- frægt þjálfunarkerfi sem þarfnast engra áhalda eftir George F. Jowett heims- meistara i lyftingum og glimu. Bækurnar kosta 300 kr. hvor. Vinsamlegast send- ið gjaldið i ábyrgðarbréfi. Likamsrækt, pósthólf 1115, Reykjavik. Til sölu Heyvagn ný smiðaður Upplýsingar i sima 83351. Vönduð úr í úrvali PÓSTSENDUM MAGNÚS ÁSMUNDSSON Úra- og skartgripaverzlun Sími 17884 Ingólfsstræti 3. liiili'sll Urval af girðingarefni frá BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 i?aifA3ÍtÍB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.