Tíminn - 09.06.1974, Page 6
6
Sunnudagur 9. júnl 1974.
margir Reykvikingar muna
járnbrautarferð frá öskjuhlið
og niður til hafnarinnar? Saga
járnbrautar á íslandi varð
ekki lengri, — billinn sigraði,
og svo kom flugvélin.
Myndin af Austurstræti i
Reykjavik er frá svipuðum
tima og járnbrautin, að ég
hygg. Otgefendur póstkorts-
ins Egill Jacobsen og Björn
Kristjánsson. Menn geta borið
myndina saman við hið nýja
Austurstræti.
t Reykjavik má enn sjá
furðumiklar andstæður,
gamalt og nýtt. Litið á
myndina frá 23. júli 1969. Þið
sjáið gamalt býli við Suður-
landsbraut. Kýrnar liggja
jórtrandi i grasinu, alifuglar
hlaupa heim úr baldursbráar-
breiðunni, hey sést á túninu og
i baksýn er nýtizkuleg byggð
og jafnvel háhýsi efst á hæð-
inni. Þau bera við loft og
Esjuna!
Kannast einhverjir við
myndina af útisamkomunni
undir Bjólfi á Seyðisfirði?
Búningar fólksins geta e.t.v.
gefið bendingu um aldur
myndarinnar. Félag, Bjólfur
að nafni, mun um skeið hafa
starfað á Seyðisfirði. Seyð-
firðingur, Einar Björnsson
skrifstofumaður i Reykjavik,
léði undirrituðum þessa
mynd, og gullborunarmynd-
ina. Ég man fyrst eftir Einari
sem hávöxnum knattspyrnu-
kappa I liði Gagnfræðaskólans
á Akureyri.
Gull i Vatnsmýrinni! —
Vorið 1905 var borað eftir
vatni vestan undir öskjuhlið-
inni i Reykjavik. Þegar járn-
smiður var að hreinsa jarð-
borinn, fundust á honum gul
korn og gylltar rákir frá 119
feta dýpi.
Islendingur, sem unnið
hafði að gullgreftri vestur i
Klondyke, fullyrti að þetta
væri gull. Nú varð uppi fótur
og fit, sagan flaug um allt.
Stofnað var hiutafélagið
Málmur til gullleitar og gull-
vinnslu. Margir lofuðu hluta-
fé, en eitthvað gekk innheimta
þess misjafnlega, þegar mesti
móðurinn rann af mönnum.
Hið gyllta, sem upp kom á
bornum, reyndist vera verð-
laus brennisteinskis og smá
vegis kopar. Talið var þó að
einhver vottur hafi fundizt af
gulli i sumum sýnishornum,
en fljótt þótti sýnt, að alls ekki
mundi borga sig að vinna það.
Búið var að kaupa alldýrar
borvélar. — Sjá mynd
Magnúsar Ólafssonar ljós-
myndara frá gullborunar-
timanum. — Engan grunaði
vist 1905, að flugvöllur ætti
eftir að mala gull á þessum
slóðum.
Önnur mynd Magnúsar
sýnir grjótnám i öskjuhlið,
liklega árið 1912 eða 1913.
Grjótið var notað i hafnar-
gerðina i Reykjavik og var
flutt á járnbrautarvögnum.
Það þótti mikið sport að aka i
járnbrautarvagni. Skyldu
Ausfcqretrœti. Reykjavik
Austurstræti 1912
Ingólfur Davíðsson
Byggt og búið
í gamla daga
XXV
Gamalt býli við Suðuriandsbraut i Reykjavlk 23. júll 1969. Há
hýsi á Laugarásnum. Esja I baksýn
Gullfundurinn I Vatnsmýrinni 1905
Samkoma undir Bjólfi á Seyðisfirði
Grjóttekja I öskjuhiið 1912 eða 1913. Grjótið flutt á járnbrautar-