Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
9
— Þetta byrjaði með matar-
eitrun vorið, sem Janne var
þriggja ára gömul. Ekki er
ómögulegt, að hún hafi orsakazt
af virus, sem siðan hafi orðið
upphafið að þessum banvæna
sjúkdómi. Ýmsir bandariskir
sérfræðingar telja, að hvitblæði
stafi af virusum. Nú vona menn
i Bandarikjunum, að ekki muni
liða á löngu þar til fundið verði
upp bóluefni, sem geti komið i
veg fyrir sjúkdóminn.
Janne náði sér ekki eftir
magaveikina. Hún var send á
Rikisspitalann til rannsóknar
nokkrum sinnum_. Siðan var
hinn skelfilegi dómur kveðinn
upp og foreldrarnir fengu að
heyra hann: Hin þriggja ára
gamla dóttir þeirra var með
hvitblæði.
Foreldrarnir urðu að horfa
upp á ráðleysi læknanna gagn-
vart þessum óttalega sjúkdómi.
Telpunni hrakaði stöðugt. Það
var ekkert eftir nema biða
dauðans.
Faðirinn segir:
— Við björguðum lifi Janne
daginn, sem við tókum hana af
sjúkrahúsinu, það var vorið
1972, og við gerðum það i trássi
við læknana. Við vitum nú, að
það bjargaði henni! Þá lét sam-
vizkan okkur ekki i friði. Við
Dorthe töluðum saman nótt eftir
nótt og dag eftir dag, við sváfum
ekki á næturnar. Áttum við að
þora að taka þessa miklu
ákvörðun og taka á okkur
ábyrgðina á þvi að taka hana af
sjúkrahúsinu og fara að ráðum
náttúrulæknanna? Við höfðum
komizt i samband við 28 ára
gamlan mann, sem hafði þjáðst
af hvitblæði sem barn og hafði
náð heilsunni aftur, með þvi að
neyta náttúrulyfja. Hvers vegna
ekki að reyna þetta? Janne hor-
aðist niður, hún var hvort eð er
dauðadæmd. Við urðum að
reyna allt, sem hugsazt gat, til
þess að bjarga barninu okkar,
sem við gátum ekki hugsað okk-
ur að sjá á bak. Fram til þess
tima hafði ég aldrei trúað á
lækningalyf þessara náttúru-
lækna. Ég hafði eiginlega gert
gys að þeim, án þess þó að vita,
um hvað þeir voru að tala — rétt
eins og svo margir aðrir gera.
Læknarnir urðu mjög æstir,
þegar foreldrarnir tóku Janne
heim af sjúkrahúsinu. Þeir
kærðu Grau-hjónin fyrir Barna-
verndarnefnd. Þess var krafizt,
að leyfi _yrði gefið til þess að
barnið yrði tekið af foreldrunum
og sagt var, að hún fengi ekki að
koma aftur á sjúkrahúsið, þótt
henni versnaði, ef hún kæmi
ekki strax. Foreldrarnir fengu
að heyra það viða að, að þeir
myndu myrða barnið sitt, með
þvi að hætta að gefa henni lyf
eins og t.d. Puru-Netholm og
Methotrexate.
— Við vorum tilbúin að flýja
með Janne, ef einhvern birtist,
sem ætlaði að taka hana af okk-
ur með valdi, segir faðirinn.
Á meðan skrifstofubáknið var
að velta málinu fyrir sér með
hraða snigilsins, rannsakaði
þekktur náttúrulæknir og lif-
efnafræðingur Otto Ballin,
Janne. Hann lagði siðan til, að
hún væri látin fá lyf frá Viggo
Berthelsen i Hellerup.
— Við þorðum i fyrstu ekki að
taka öll lyf af Janne, segir
Mogens, sem sýnir blaðamann-
inum þær tegundir lyfja, sem
Janne hafði verið ætlað að taka
á sjúkrahúsinu. — Við minnkuð-
um þó skammtinn um helming
og siðan hættum við alveg að
gefa henni lyfin.
Samkvæmt forskrift náttúru-
læknisins fékk Janne nú stóra
skammta af Scanalka—stein-
efnatöflum auk C-vitamin efnis-
ins Hycetamin. I Scanalka eru
lifsnauðsynleg steinefni, m.a.
kalium, kopar, kobolt, mangan,
zink, joð. Hycentamin er fram-
leitt úr þurrkuðum berjum
(nypon) en þessi berjategund er
þekkt fyrir það að vera mjög
auðug af vitaminum, sér i lagi
askrobinsýru. Janne var nú lát-
’in borða — og gerir reyndar enn
45töflur daglega af þessum lyfj-
um. Mikil breyting var gerð á
mataræði hennar. Hún fékk
eggjahvituauðuga fæðu, en hins
vegar var dregið úr fitu og
sykurinnihaldinu, og hún fékk
hrásaftir og grænmeti.
— Við áttum við mikla fjár-
hagsörðugleika að etja fyrst
eftir að Janne kom heim af
sjúkrahúsinu. Við þurftum
Formannaráðstefna
Læknafélags
Islands 1974
stundum að kaupa náttúrulyf,
ávexti og grænmeti fyrir um
1000 danskar krónuf (milli tiu
og tuttugu þúsund ísl. krónur) á
mánuði. Þess vegna höfum við
nú fenguð okkur garðland og
ræktum sjálf grænmetið.
Mogens vinnur tvöfalda
vinnu, hefur fengið peningalán
hjá móður sinni (hún á krá, sem
nefnist Stenlöse Kro) þegar
fjárhagurinn hefur verið hvað
erfiðastur. Dorthe varð hins
vegar að hætta að vinna úti, en
hún hafði unnið i skóbúð, til þess
að geta hugsað um Janne litlu.
Lyf læknanna fær maður ókeyp-
is, en náttúrulæknalyfin eru á
engan hátt greidd niður.
Á meðan pappirshaugarnir
um ,,mál Janne” hækkuðu stöð-
ugt tokst foreldrum hennar að
hætta við að nota læknalyfin
handa dóttur sinni. Þau voru i
sjöunda himni yfir þvi að sjá
barn sitt, sem hafði verið
dauðadæmt, snúa aftur til lifs-
ins, ef svo má að orði komast.
Þau segjast aldrei muni gleyma
þeim degi, þegar Janne eftir að-
eins eins mánaðar kúr gat sjálf
komizt út úr rúmi sinu. Hún
þurfti ekki lengur á hjálp að
halda við að standa eða ganga.
Fljótlega fór hún að vilja fá að
fara út og leika sér eins og önn-
ur börn. Hárið fór að vaxa og
það kom glampi i augun.
Siðast liðið haust fóru foreldr-
arnir með Janne til Frankfurt
til þess að láta færustu sérfræð-
inga i Evrópu á sviði hvitblæðis
rannsaka hana.
Eftir rannsóknina sagði hinn
þýzki læknir:
— Þetta er sannkallað krafta-
verk. Janne er einasta barnið,
sem ég hef rannsakað, sem er
algjörlega læknað af hvitblæði.
Fjölmargir ungir læknar i
Danmörku hafa fylgzt með
Janne af áhuga. Þeir standa ál-
gjörlega með Grau-fjölskyld-
unni, en þora ekki að koma fram
opinberlega og segja skoðun
sina á málinu, af ótta við, að
þeir eigi þá á hættu að missa at-
vinnuna, eða verða visað úr
læknafélögunum. Einn þessara
lækna hefur eindregið ráðlagt
Mogens að halda áfram með
steinefnatöflurnar.
— Hvers vegna geta læknar
ekki unnið saman, venjulegir
læknar og náttúrulæknar og
reyna að læra hvor af öðrum?
Þess spyr Mogens. Hvers vegna
eiga læknar að hafa einhvern
einkarétt á sjúkdómunum?
Þegar ég fór og sótti Janne á
sjúkrahúsið sögðu læknarnir:
Fái hún ekki lyfin sin getur hún i
lengsta lagi lifað i tvo til þrjá
mánuði. Nú er hún búin að lifa i
tvö ár og er heilbrigð. Við erum
þrátt fyrir það ekki róleg. Við
erum stöðugt á verði. Það verð-
ur að rannsaka blóð hennar
reglulega, og við reynum að
sjá til þess að hún fái ekki um-
gangsprestir, eftir þvi sem hægt
er. Það er alltaf hætta á að hún
veikist aftur.
Foreldrarnir hafa krafizt þess
að fá að sjá allar skýrslur, sem
til eru um sjúkdómssögu Janne.
Læknarnir neita að láta af hendi
allar skýrslurnar. Dönsk lög
heimila þeim, að halda eftir þvi,
sem þeir vilja — en þvi mun
vera öðru visi farið t.d. um lög i
Sviþjóð.
Jörgen Jacobsen lögfræðing-
ur Mogens Grau 'hefur stefnt
innanrikisráðuneytinu, sjúkra-
hússtjórn og yfirlækninum Erik
Ryssing, sem fulltrúa barna-
deildar Rikisspitalans, i þeim
tilgangi að fá öll þau plögg, sem
til eru varðandi Janne. Málið
var fyrst tekið fyrir 27. marz
s.l., en þvi var siðan frestað um
nokkrar vikur.
— Við viljum fá að sjá sjúkra-
skýrslurnar um Janne til þess
að fá úr þvi skorið, hvort um
nokkur mistök hefur verið að
ræða af hálfu læknanna á
sjúkrahúsinu. Fari svo að slikt
yrði uppvist, myndi ég ekki hika
við að ákæra læknana, og fara i
skaðabótamál segir faðirinn.
Janna er eina hvitblæðibarnið
i Danmörku, sem hefur hlotið
meðferð náttúrulækna. Hún er
einnig sú eina, sem er orðin
algjörlega heilbrigð af þeim
tuttugu börnum, sem lágu sam-
timis henni á deildinni 1972.
Sextán þeirra eru dáin. Foreldr-
ar þeirra þorðu ekki að brjóta i
bága við fyrirmæli læknanna og
fylgja forskrift náttúrulækn-
anna. Það var talið ólöglegt.
Á meðan foreldrarnir i Stén-
löse gleðjast yfir batnandi
heilsu dóttur sinnar heldur
striðið áfram milli löglegra
lækna og náttúrulækna. Hinn
þekkti lifefnafræðingur Otto
Ballin hefur verið dæmdur af
dönskum dómstólum fyrir að
nota hómópatalyf. Hann hefur
ekki látið þetta á sig fá, heldur
höfðað mál á hendur formanni
danska læknafélagsins fyrir
ærumeiðingar. Hann vill ekki
liða það, að vera kallaður
„svindlari, hættulegur kukklari,
fjárplógsmaður, sem reynir að
græða á dauða og sjúkdómum”.
Mogens segir:
— Við foreldrar hvitblæði-
barna höfum myndað með okk-
ur samtök til þess að mótmæla
meðferð læknanna, sem ekki
hafa aðeins sýnt sig að vera til-
gangslausa heldur hreint og
beint skaðlega. Það höfum við
Dorthe séð með eigin augum.
Við vonumst til þess að geta
hjálpað mörgum börnum, sem
að óþörfu hafa verið dauða-
dæmd i Danmörku.
1 dag erum við glöð yfir þvi,
að við skyldum hafa kjark til
þess að rjúfa hring eiturlyfj-
anna i tlma. Annars hefðum við
ekki átt annað eftir i dag en
sorgina og litið leiði til þess að
hugsa um........
(Þýtt og endursagt FB)
18. MAl s.l. var haldin i Domus
Medica ráðstefna formanna
svæðafélaga L.t. Aðild að L.i eiga
samtals 9 svæðafélög. Eitt þeirra
liefur heimili á erlendri grund, en
það er Félag isl. lækna i Bret-
iandi. Formaður L.Í., Snorri Páll
Snorrason, stýrði ráðstefnunni.
Helztu mál, sem fyrir ráðstefn-
unni lágu, voru framkvæmd laga
um heilbrigðisþjónustu, hlutverk
göngudeilda i heilbrigðiskerfinu,
kjaramál og samningar, sam-
skipti rikis og sveitarfélaga á
sviði heilbrigðisþjónustu og ný-
gerðar breytingar á almanna-
tryggingalögum.
Fyrir fundinum lá álit nefndar
læknafélagsins um hlutverk
göngudeilda, en þar kemur fram,
að æskilegt sé, að þessi þáttur i
starfsemi sjúkrahúsanna skuli
leysa eftirmeðferð sjúklinga eftir
legu á sjúkrahúsum og e.t.v.
starfa við forrannsóknir á þeim
sjúklingum, sem biða eftir
sjúkrahúsplássi. Ekki er talið
æskilegt, að göngudeildir sjúkra-
húsa verði opnar, þannig að þær
veiti öllum almenningi alhliða
sérfræðiþjónustu. Lög um heil-
brigbisþjónustu gera ráð fyrir, að
sérfræðiþjónusta, utan sjúkra-
húsa, fari fram á heilsugæzlu-
stöbvum eða hjá sérfræðingum,
sem starfa sjálfstætt á eigin
lækningastofum.
Um s.l. áramót tóku gildi, að
mestu leyti,ný lög um heilbrigðis-
þjónustu, sem samþykkt voru á
alþingi i april 1973. Um leið og
hafin er framkvæmd laga þess-
ara, breytist að miklu leyti upp-
bygging læknisþjónustunnar i
landinu, og i stað læknishéraða,
sem áður voru, eíu komin heilsu-
gæzluumdæmi, þar sem reka skal
almenna heilsugæzlu frá heilsu-
gæzlustöð. Verulegir erfiðleikar
hafa komið fram i sambandi við
framkvæmd hins nýja skipulags,
og er það m.a. þvi að kenna, að
lögin tóku ekki gildi að öllu leyti,
þvi að II kafli þeirra, sem fjallar
um hin nýju læknishéruð, stjórn-
unarumdæmi heilbrigðisþjónust-
unnar i landinu, öðlast ekki gildi
fyrr en með sérstakri samþykkt
alþingis. Einnig kom fram, að
verulega skorti á, að nægur timi
hefði verið til að undirbúa fram-
kvæmd hinna mörgu nýmæla,
sem lögin gera ráð fyrir.
Þá voru kjaramál og samning-
ar lækna til umræðu, og kom
fram, að kjör lækna, sem starfa
við sjúkrastofnanir eingöngu,
hafa farið mjög versnandi miðað
við aðrar stéttir á undanförnum
árum, en þó sérstaklega vegna
hinnar miklu kauphækkunaröldu
frá s.l. vetri, en kjör þessara
lækna höfðu þá verið ákveðin með
kjaradómi að fullu með 3% hækk-
un launa. Einnig kom fram, að
rekstrargrundvöllur sérfræði-
legrar læknisþjónustu er varla
fyrir hendi lengur.
L.t. hefur nú til sérstakrar at-
hugunar við samningagerð að af-
létta hinu óhóflega vinnuálagi,
sem hvilir á læknum, ekki sizt
héraðslæknum (læknum á heilsu-
gæzlustöbvum), og voru ákveðn-
ar sérstakar aðgerðir I sambandi
við yfirstandandi samningagerð
til að afla þessum læknum að-
stoðarfólks.
1 umræðum um samskipti rikis
og sveitarfélaga á sviði heil-
brigðisþjónustu kom greinilega
fram, að skortur á samvinnu og
eðlilegri verkefnaskiptingu milli
þessara abila hefur staðið þróun
heilbrigðisþjónustunnar i landinu
verulega fyrir þrifum. Fjárhag
flestra sveitarfélaga væri þannig
háttað, að tilgangslaust væri að
gera ráð fyrir verulegum útgjöld-
um vegna heilbrigðisþjónustu af
þeirra hálfu, nema til kæmi
endurskoðun á tekjustofni þeirra.
Talið var æskilegt, að svæða-
félög L.l. vinni með landshluta-
samtökum sveitarfélaga að þvi
að byggja upp forgangsröðun
framkvæmda innan kjördæm-
anna, á sviði heilbrigðismála.
Samþykkt var að sénda sér-
stakt dreifibréf til allra sveitar-
félaga i landinu varðandi þetta
mál.
Að siðustu var rætt um nýgerð-
ar breytingar á almannatrygg-
ingalögum, sem stjórn lækna-
félagsins hafði fengið til umsagn-
ar nokkru fyrir þinglok. 1 hinum
nýju lögum er að finna merk ný-
mæli, s.s. þátttöku I tannlækna-
þjónustu. Þar er hins vegar gert
ráð fyrir breytingum i sambandi
við greiðsluform fyrir lyf og
læknisþjónustu, sem læknafélagið
hafði varað við og telur að geti
verkað til rýrnunar á gæðum
læknisþjónustunnar i heild. Sér-
staklega átaldi læknafélagið þá
aðferð, sem hér er við höfð, að
veita stórkostlegum fjárfúlgum
til aukinnar þátttöku hins opin-
bera i útgjöldum almennings
.vegna heilbrigðisþjónustu, á
sama tima sem þessi þjónustu-
grein er að flestu leyti vanbúin
sakir skorts á fjármagni til upp,-
byggingar og sakir skorts á sér-
menntuðu starfsliði. Þá var • i
þessu sambandi lögð á það rik
áherzla, að þrátt fyrir mjög
aukna hlutdeild rikisvaldsins i
stofnkostnaði heilbrigðisstofnana
með lögum frá i april 1973. hafa
ekki fylgt auknar fjárveitingar til
nýbygginga i núgildandi fjárlög-
um.
RAUÐ
SOKKAR
ÞINGA
AÐ,
SKOGUM
Dagana 15.-17. júni 1974 halda
rauðsokkar ráðstefnu að Skógum
undir Eyjafjöllum. Aðalmál ráð-
stefnunnar verður skipulag
hreyfingarinnar, undangengið
starf, framtiðaráætlanir, o. fl.
Nákvæmri dagskrá veröur út-
hlutað við brottför.
Vegna skipulagningar er
nauðsynlegt að tilkynna þátttöku
sem allra fyrst, eða i siðasta lagi
sunnudaginn 9. júni i sima 16972,
Hjördis, eða 10153, Steinunn á
milli klukkan 20 og 24 daglega.
Þeir sem vilja og þurfa, eiga
kost á barnagæzlu á meðan á
fundi stendur.
Nú er Janne Grau, sem er sex ára gömul, heilbrigð aftur. Hér er hún með fjölskyldu sinni heima I
Stenlóse.