Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 10

Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 10
10 TÍMINN rr Sunnudagur 9. júnl 1974. — myndir frá heimsókn hans tii Akureyrar 1947 ÞEGAR OLAFUR V VAR KRÓNPRINS Ólafur Noregskonung- ur er góður gestur, sem öll islenzka þjóðin fagn- ar af heilum huga, þegar hann sækir okkur heim, og fáir þjóðhöfðingjar hafa unnið sér slikan sess i hjörtum þjóðar- innar sem hann. Skömmu eftir striðs- lok, eða i júlimánuði ár- ið 1947, meðan hann var krónprins Noregs, heim- sótti hann Island, af sér- stöku tilefni. Þá færðu Norðmenn íslendingum styttu af Snorra Sturlu- syni, sem stendur i Reykholti, og Ólafur krónprins afhjúpaði styttuna við vegleg hátiðahöld, sem þúsund- ir íslendinga sóttu. Flutti krónprinsinn snjallt ávarp við það tækifæri, og þótti at- höfnin og hátiðin öll hin virðulegasta. í það sinn heimsótti Ólfur krónprins Akur- eyri, og var honum tekið með miklum virktum af bæjarstjórn og bæjarbú- um. í gær barst Timanum safn mynda, sem teknar voru við það tækifæri og sýna ólaf krónprins á Akureyri árið 1947. Myndirnar tók Edvard Sigurgeirsson, ljós- myndari, og veitti hann Timanum góðfúslega leyfi sitt til birtingar þeirra. Þessar myndir eru skemmtileg upprifj- un fyrri tima, og skal nú gerð tilraun til að þekkja þá, sem þar sjást. Við veizluborðið sitja Ólafi krónprins á vinstri hönd Steinn Steinsen, bæjarstjóri, norski sendiherrann, Torgeir Anderssen-Rysst, og Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Hægra megin við krón- prinsinn situr Guð- mundur Eggerz , sýslu- maður. Andspænis krón- prinsinum sitja þeir Jón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri, og Axel Schiöth. Við þekkjum ekki manninn, sem snýr baki i okkur og situr innst en fremst á mynd- inni sjáum við ekki bet- ur en sitji Bernharð Stefánsson, alþingis- maður. Sitjandi á bekk i Lysti- garðinum eru Steinn Steinsen, Ólafur krón- prins, Guðmundur Eggerz og Torgeir Anderssen-Rysst, en mennina tvo yzt til hægri þekkjum við ekki. Á myndunum tveim af Ólafi krónprins einum er hann að flytja ávarp i Lystigarðinum og að skrifa nafn sitt i gesta- bók, að likindum i Akur- eyrarkirkju. BH r / w'i'í'

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.