Tíminn - 09.06.1974, Page 11
TÍMINN ''
11
Surinudagur 9. jfinl ^1974.
Sigríður E. AAagnúsdóttir og Jónas Ingimundarson:
Ætla að enda velheppnaða
hljómleikaferð um landið
— með hljómleikum í Stúdentaheimilinu
Miðasala að Laufósvegi 8 kl. 14 — 18
sími 28055
KAUPFÉLAGVestur-Húnvetninga
HVAMMSTANGA ö
Gsal-Reykjavik — Sigriður E.
Magnúsdóttir, söngkona og Jónas
Ingimundarson, pianóleikari eru i
þann mund að ljúka hijómieika-
ferð sinni um landið, að þessu
sinni. Hafa þau ákveðið siðustu
hljómleikana, sem verða i Stú-
dentaheimilinu við Hringbraut á
sunnudaginn 9. júni kiukkan
fimm. Meðal efnis á þessum
hljómieikum, verða tvö lög eftir
Jórunni Viðar og Skúla Halldórs-
son við þjóðvisur, og hafa þau
ckki verið flutt áður opinberlega.
Á blaðamannafundi með tón-
listarfólkinu kom fram, að hljóm-
leikaferð þeirra um landið þvert
og endilangt væri talsvert seinna
búin, en þau hefðti ætlað i fyrstu.
Þau hófu ferð sina um mánaða-
mótin febrúar/marz og héldu alls
sjö hljómleika, auk þess sem þau
heimsóttu skólafólk á Akureyri og
skemmtu þeim.
Fóru Sigriður og Jónas þessa
hljómleikaferð mest á eigin veg-
um, og aðeins að takmörkuðu
leyti á vegum tónlistarfélaga.
Hins vegar sagði Jónas, að
kveikjan að hljómleikum kæmi
oft frá tónlistarfélögum.
— Tónlistarfélögin úti á landi,
eru það fátæk, sagði Jónas og
hafa oftast nóg á sinni könnu með
að halda starfandi tónlistarskóla,
þó hér séu undantekningar á, eins
og t.d. á Akureyri og tsafirði.
Þá kom fram á fundinum, að
brýna nauðsyn ber til að skipu-
leggja hljómleikaferðir og raunar
alla list um landið, og vonuðust
Sigriður og Jónas að slik skipu-
lagning liti dagsins ljós fyrr en
seinna.
— Það er i rauninni fásinna, að
flytja mikið æfða og vel undir-
búna dagskrá aðeins einu sinni,
eins og algengt er með okkar
ágæta listafólk, sagði Jónas. Það
þyrfti að skipuleggja alla list
gegnum skólakerfið, ef vel ætti að
vera.
Þá sagði Jónas, að það gæti
ekki talizt gróðavon að ferðast
s^ona um landið, enda væru pen-
ingarnir ekki neitt keppikefli i
sjálfu sér.
— Ánægjan er mikil okkar meg-
in og það er engin lausn, að gefast
upp, sagði Jónas.
Sigriður sagði, að þeim Jónasi
hefði hvarvetna verið vel tekið og
ekki væri annað hægt að segja, en
að ferðin hefði heppnazt mjög vel.
Góður hljómieikasalur
Fulltrúar félagsstofnunar stú-
denta og háskólans hafa sam-
eiginlega skipulagt tónlistar-
starfsemi innan háskólans á
næsta skólaári.
Fyrirhugaðir eru allt að tiu
hljómleikar og verða þeir haldnir
i sal stúdentaheimilisins, en hann
hefur fengið á sig einkar gott orð
fyrir góðan hljómburð.
— Það er mjög ánægjulegt, að
VÖRUFLUTNINGAR:
REYKJAVÍK — HVAMMSTANGI
Afgreiðsla á Vöruflutningamiðstöðinni, Borg-
artúni 21
Listahótíð í Reykjavík
Tónleikar í Hóskólabíói
mdnudaginn 10. júní kl. 21.00.
Sinfóníuhljómsveit
Islands
Stjórnandi:
Alain Lombard
Einleikari:
Jean Bernard
Pommier f
Kaupfélagið útvegar félagsmönnum sinum nauðsynjavörur eftir þvi, sem
ástæður leyfa á hverjum tima, og tekur framleiðsluvörur þeirra i umboðs-
sölu.
svona góður hljómburður er hér
innan veggja skólans, sagði Þor-
steinn Gylfason, sem á sæti i
undirbúningsnefnd þessa máls.
Hátiðarsalur háskólans hefur
nefnilega verið alræmdur fyrir
lélegan hljómburð, sagði Þor-
steinn.
Sagði Ingólfur Hjartarson, sem
einnig hefur unnið að framvindu
þessa máls, að háskólinn mundi
leggja til hljóðfæri.
— Það er stefnan, að í þessum
sal fari fram viðtækari menn-
ingarstarfsemi, en að snæða mat,
sagði Ingólfur og brosti.
Sigriður E. Magnúsdóttir og
Jónas Ingimundarson ætla að
halda hljómléika i þessum sal á
sunnudaginn klukkan fimm, en
salurinn mun rúma um tvöhundr-
uð manns i sæti.
— Stærðin á þessum sal er mjög
hrifandi, sagði Sigriður þvi mér
finnst þessi hljómleikasalir, sem
Reykjavik býður upp á, annað
hvort of stórir eða litlir.
— Með þessum hljómleikum
þeirra Sigriðar og Jónasar, fáum
við um leið tækifæri til að gera
betrumbætur, sagði Ingólfur, og
lagfæra það sem miður fer.
Það skal tekið fram, að hljóm-
leikar Sigriðar og Jónasar eru
opnir öllum almenningi, og að
þvi leyti óviðkomandi starfsemi
stúdenta og háskólans en þeirra
hljómleikar á komandi vetri,
verða aðeins auglýstir innan
veggja skólans.
Miðar á hljómleika Sigriðar E.
Magnúsdóttur og Jónasar Ingi-
mundarsonar, verða seldir við
innganginn.
Sigríður E. Magnúsdóttir söngkona og Jónas Ingimundarson, pianó-
leikari, Timamynd: Róbert.
Það er alkunnugt i Vestur-Húnavatnssýslu, og
raunar viðar, að söluverð á aðfluttum vörum er v,
lægra hjá KVH en viðast annars staðar. Þó fá (,
félagsmenn endurgreitt nokkuð af Vöruverðinu * *
um hver áramót i viðskiptareikninga og st$fn- >
sjóðsreikninga.
Fró Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur
Guðsteinn Þengilsson læknir hættir störf-
um sem heimilislæknir hinn 1. júli 1974.
Samlagsmenn sem hafa hann sem
heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu
samlagsins, hafi með sér samlagsskirteini
sin og velji lækni i hans tað.
Sjúkrasamlag Reykjavikur.