Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 12
HÚN RANN-
SAKAR
STREITU
AAEÐAL FÍLA
í KENÝU
Bandariskur sálfræöingur,
Phyliis Strickland, dvaldist fyrir
fjóruni árum I Kenýu og hreifst
þá svo af lífi vilitra dýra I Afríku,
aö hún sagöi upp stööu sinni i há-
skólanum i Buffaio og tók aö
kanna hætti fila, fjölskyldullf
þeirra og þá streitu, sem fram
kemur nieðal þeirra i þrengsium
þjóögarða. Sálfræöilegar rann-
sóknir hennar af þessu tagi hafa
leitt til margra nýrra uppgötvana
á þessu sviöi.
Phyllis Strickland haföi i sjö ár
verið ráðgjafi stúdenta, og meðal
annars leitazt við að kenna þeim,
hvernig þeir ættu að gera sér lifið
ánægjulegra. Loks fannst henni
timi til þess kominn, að hún
reyndi sjálf að gera sér lifið
ánægjulegra. Þá tók hún allt
sparifé sitt og hélt til Austur-Af-
riku.
,,Ég veit ekkert unaðslegra en
sveima fram og aftur um
sléttuna”, segir hún við gesti
sina, þegar hún ber á borð fyrir
þá kjúklinga og trönuberjasósu i
bjarma frá suðandi gasluktum á
myrkum kvöldum i Afriku. Utan
við smáhýsi hennar i þjóðgarðin-
um Tsavó i Kenýu væla hýenur,
sem farið hafa á kreik, þegar
dimmdi, og þegar liður á nótt get-
ur jafnvel ljón heyrzt öskra i
fjarska.
Þrjátiu þúsund fiiar
Phyllis Strickland ver öllum
stundum til þess að rannsaka
háttalag einnar filafjölskyldu.
Hvergi i heiminum eru fleiri filar
saman komnir en i þjóðgarðinum
i Tsavó. Þar er talið, að þrjátiu
þúsund filar séu á tuttugu þúsund
ferkilómetra svæði, sem mest-
megnis er þurrlend og ófrjó slétta
með runna á stangli. Phyllis
Strickland er fjörutiu og sex ára
gömul, og alla daga verður hún að
vera á ferli úti á sléttunni, svo að
hún missi ekki af filunum sinum.
Hún leggur af stað að heiman
klukkan 7 á morgnana i gömlum
jeppa, og hefur meðferðis minnis-
bækur sinar, mælitæki, ljós-
myndavél, myndir af eyrum fila
og töflu, er hún notar til þess að
ákvarða aldur fila eftir stærð
þeirra. Starf hennar er þáttur
Tsavó-áætlunar Kenýustjórnar,
og hlutverk hennar er fyrst og
fremst að rannsaka streituna,
sem gætir i þjóðgarðinum með
vaxandi fjölda dýra á afmörkuðu
Aðalfundur SAFF
AÐALFUNDUR Félags Sam-
bandsfiskframleiðenda — SAFF
— var haldinn i Reykjavik 20.
mai. A fundinum uröu mikiar
umræður um starfsemi frystihús-
anna, sjávarafurðadeildar
Sam handsins og stööu frysti-
iönaöarins i landinu, og aö lokum
samþykkti hann svofellda
ályktun:
„Aðalfundur Félags
Sambandsfiskframleiðenda,
haldinn I Reykjavik mánudaginn
20. mai 1974, bendir á, að hin
mikla þensla, sem rikt hefur i
þjóðfélaginu að undanförnu
ógnar nú atvinnuöryggi lands-
manna, þar sem rekstrargrund-
völlur undirstöðuatvinnuveganna
er brostinn.
Það er þvi krafa fundarins, aö
stjórnvöld geri nú þegar
ráðstafanir til að fisk-
iðnaðinum i landinu verði
skapaður viðhlitandi rekstrar-
grundvöllur”.
Þá var kosið i stjórn félagsins
til eins árs, og hlutu eftirtaldir
menn kosningu: Rikharð Jónsson
Þorlákshöfn, Arni Benediktsson
Reykjavik, Marteinn Friðriksson
Sauðárkróki, Benedikt Jónsson
Keflavik og Páll Andreasson
Þingeyri. Varamenn voru kosnir
þeir Jón Karlsson Innri-Njarðvik,
Asgrimur Halldórsson Höfn i
Hornafirði og Tryggvi Finnsson
Húsavik.
VOLVO
eigendur athugið
Verkstæði okkar verða lokuð vegna
sumarleyfa — sem hér segir:
Verkstæðið Suðurlandsbraut 16
frá 15. júli til 13. ágúst.
Eléttingaverkstæðið Hyrjarhöfða
frá 8. júli til 6. ágúst.
Umboðsverkstaeði okkar — Kambur h.f. i
Kópavogi — verður opið.
VELTIE HF
Suðuriandsbraut 16 • Revkjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200
TÍMINN
Sunnudagur 9. júni 1974.
þjást fílarnir af streitu?
svæði, hvaða áhrif þurrkarnir
miklu hafa á sambúð dýranna,
samheldni fjölskyldna og hópa
dýra, og loks hvernig hátterni fila
breytist eftir árstíðum.
Phyllis Strickland telur, að
rannsóknir hennar muni taka eitt
ár til viðbótar, og sennilega mun
hún leggja fram um eina milljón
króna af eigin fé til þessara rann-
sókna. Aður en hún kom til Afriku
hafði hún svo til ekkert kynnt sér
dýrafræði eða dýrasálfræði, og
upphaflega var það ekki heldur
ætlun hennar að efna til umfangs-
mikilla rannsókna. Hún reyndi
fyrst að fá ólaunað hjálparstarf
hjá dýrafræðingum, sem
stunduðu rannsóknir i Austur-Af-
riku. Það er aðeins fátt fólk, sem
á völ á sliku, og það er sjaldgæft,
að fólk sé ráðið fyrirvaralitið.
Um skeið var hún orðin úrkula
vonar um, að draumur hennar
rættist. Þá greip hún til þess ráðs,
að hún skrifaði hinum fræga
dýrasálfræðingi og Nóbelsverð -
launamanni, Konráö Lorenz, og
bar undir hann, hvort hugmynd
hennar væri kannski fjarstæða.
Konrad Lorenz svaraði henni.
Hann hvatti har.a til þess að
gefast ekki upp.
Þegar dr. Philip Glover, sem
stjórnar rannsóknunum i Tsavó-
þjóögarðinum, stakk loks upp á
þvi, að hún hæfi filarannsóknir
upp á eigin spýtur, greip hún
tækifærið fegins hendi.
— En ég hefði orðið jafnhimin-
lifandi, þótt Glover hefði stungið
upp á þvi, að ég rannsakaði
gazcllur eða kúdúa, segir hún.
Það varð feiknalegt uppistand,
þegar Phyllis Strickland kom i
þjóðgarðinn. Einn þjóðgarðs-
varðanna, sem hafði beyg af
gömlum, villtum filum, sagði við
starfsbræður sina:
— Fyrstu þrjá mánuði húkir
hún i kofa sinum og reynir að
fylgjast með filunum. Og svo
gefst hún upp.
Þetta gekk ekki eftir. En
stjórnendum þjóðgarðsins fannst
samt vissara að láta henni i té
afriskan leiðsögumann. Hann
heitir Antony Gakónó Gúthúa, og
hann hefur jafnan fylgt henni á
ferðum hennar um sléttuna.
Phyllis Strickland telur, að sál
fræðinám hennar og reynsla við
sálfræðileg störf hafi komið henni
að miklu gegni i Afriku. Þess
vegna hafði hún verið skyggnari á
ýmis tilbrigði i hátterni og við-
brögðum dýranna. Hún er til
dæmis glöggari en ella á það,
hvort dýr er hrætt, reitt eða bara
forvitið.
Aldrei hefur það borið við, að
villt dýr hafi ráðizt á hana. Samt
hafa gerzt atvik, sem henni eru
býsna minnisstæð. Eitt þeirra
gerðist, er hún var fyrir skömmu
komin i þjóðgarðinn. Hún var að
nálgast dálitinn hóp fila, sem
ekkert virtust annað en friðsemd-
in sjálf. Allt I einu tók einn fillinn
viðbragð, kjagaði i átt til hennar,
staðnæmdist skammt frá henni
og blés reiðilega.
— Ég varð alveg dauðhrædd,
segir Phylis Strickland. Ég þorði
ekki einu sinni að setja jeppann i
gang.Ég flýtti mér bara að loka
öllum gluggum.
Og þarna sat hún agndofa og
starði á filinn, sem loks sneri frá
og skokkaði til hópsins.
Þorri fila fer að óróast, þegar
jeppinn nálgast, en hin útvalda
filafjölskylda hennar hefur þó
fyrir löngu sætt sig við hnýsni
hennar. Hún kippir sér ekki
lengur upp við það, þótt Phyllis
Strickland og Anthony Gakónó
Gúthúa komi á jeppanum á hverj-
um morgni.
Sölun
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VORUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð tekin d sólningunni.
Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hiólbarða.
önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með
fullkomnum tækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
ARMULA7*30501 Ö84844