Tíminn - 09.06.1974, Qupperneq 13
Sunnudagur 9. júni 1974.
TÍMINN
13
Alþýðlegt merkisrit
um þjóðmenningu
Arbók hins islenzka forn-
leifafélags árið 1973 er komin út
fyrir nokkru, svo sem vera ber.
Ýmsir munu vera nokkuð
fáfróðir um fornleifafélagið og
er það vorkunn, þar sem það
lætur litið yfir sér. En aftan á
kápu árbókarinnar kynnir það
sig með þessum orðum:
„Hið islenzka fornleifafélag
gefur út Arbók, sem er fræðilegt
rit um menningarsöguleg efni,
einkum fornleifafræði, listsögu,
listiðnaðarsögu, þjóðháttafræði
o.fl. Ritið kemur út einu sinni á
ári, yfirleitt ekki minna að
vöxtum en 10 arkir. Félagar i
Fornleifafélaginu fá ritið fyrir
árgjaldið, sem nú er kr. 500.00.
Arbók fornleifafélagsins kom
fyrst út 1880 og er nú torgætt rit
frá upphafi”.
t þessari siðustu árbók er i
fyrsta lagi grein eftir Ólaf
Halldórsson um likneskjusmið.
Er þar greint frá tilsögn i litun
og skreytingu likneskja, svo
sem hana er að finna i gömlu
skinnhandriti frá þvi um eða
fyrir 1400. Sú grein er að sjálf-
sögðu þýdd eða endursögð. Gildi
hennar fyrir nútimalesendur er
ekki sizt málsögulegt. Ýmsir
munu hafa gaman af orðafari
þessarar ritgerðar en þar eru
m.a. á ferð tökuorð, sem fyrir
löngu eru fallin úr notkun og
hafa ef til vill aldrei náð að fe&ta
rætur.
Þá er ritgerð eftir Kristján
Eldjárn, sem er ritstjóri ár-
bókarinnar, um Þorláksskrin i
Skálholti. Kallar hann það
samtining um glataðan íorngrip
og er það orð að sönnu. En
þarna er sögð merkileg saga um
þennan fornhelga skrautgrip,
sem iúterskir biskupar settu til
hliðar* þar til Brynjólfur
Sveinsson lét endursmiða
skrfnið en árið 1802 er það selt á
uppboði, sem ónýtur eða
óþarfur kirkjugripur og hverfur
það þar með úr sögunni.
Margt er i óvissu um Þorláks-
skrin en þarna er dregið saman
það sem um það er vitað og
verður úr þessu fróðleg ritgerð
og skemmtileg aflestrar.
Þórður Tómasson skrifar
þarna ftarlega ritgerð um
meltekju á Herjólfsstöðum i
Alftaveri. Sú grein er skrifúð
eftir Hannesi Iljartarsyni á
Herjólfsstöðum. Þó að greinin
sé byggð á samtölum, sem eiga
sér stað fullum fimmtiu árum
eftir að melurinn var siðast
nýttur að fornum hætti er þetta
giögg og nákvæm frásögn, enda
fylgja henni ágætar skýringar-
myndir.
Trúlega þykir ýmsum grein
Nönnu ólafsdóttur um baðstofu
og böð til forna mestum
tiðindum sæta i þessari árbók.
Hugmyndir manna um
baðstofur á Norðurlöndum hafa
nokkuð verið að breytast að
undanförnu. Nanna vitnar m.a.
i bók eftir Ilmar Talve, en hann
heldur þvi fram að mjög sé
vafasamt að raunverulegar
gufubaðstofur hafi tiðkazt til
forna. Er þar skemmst frá að
segja, að Nanna reynir að færa
rök að þvi, að svo nnuni ekki
heldur hafa verið á íslandi.
1 fyrsta lagi minnir þessi
grein á það. hvað það er i
rauninni takmarkað, sem við
vitum um fornöldina. Nanna
getur um alla þá staði i
Sturlungu þar sem getið er um
bað eða baðstofur. Það er tvi-
mælalaust óhætt að fullyrða að
þar er fátt, sem á við gufubað.
En baðstofunafnið er staðreynd
og það finnst mönnum eðlilega
öfugmæli þegar um er að ræða
svefnherbergi eða dagstofu
Nanna telur, að bað geti hafa
merkt þvott — e.t.v. einkum eða
eingöngu úr volgu eða heitu
vatni. Slikur þvottur hafi verið
eins konar helgiathöfn, farið
fram i virðulegasta hluta
ibúðarinnar, sem hafi svo
dregið nafn sitt af þvi helgasta
og hátiðlegasta, sem þar var
gert.
Óneitanlega er þetta
skemmtileg skýring og fram-
bærileg. Vist er þaö. að
þvotturinn var snemma mikils
metinn. Nafn laugardagsins eitt
sér er þar ærin heimild.
Nanna minnist á frásögn
Eyrbyggju af berserkjum Viga-
Styrs og baðstofunni. Það er
aukaatriði i þessari grein að hún
segir: „sögnin um hráblautu
húðina (en útgefendur
Eyrbyggju benda á að hún er
gömul sögn og gæti verið
tilbúningur án nokkurs skyld-
leika við islenzkan raunveru-
leik)” Auðvitað er siikt hugsan-
legt, en það tiltæki að breiða
blauta húð á veg manna til að
verða þeim til falls, er svo eðli-
legt. að ekkert væri liklegra en
að fleiri en einn hefðu notað sér
það. Það er engin sönnun um
skyldleika sagna þó að slikt og
þvllikt komi fyrir i þeim
íiöðum”.
Vilji árbókin vera alþýðlegt
rit, ætti hún að fara sparlega i
það að birta skýringargreinar á
latinu og raunar ekki heldur á
ensku og þýzku. Séu slikar
tilvitnanir birtar, sem oft er
sjálfsagt, ætti að þýða þær.
Enn er i árbókinni grein um
brjóstlikan Thorvaldsens af
Jóni Eirikssyni eftir Else Kai
Sass. Ritstjórinn hefur þýtt og
segir um hana: „Greinin er
fyrsti kafli i verki hennar i
þremur bindum, Thorvaldsens
Portrætbuster I-III. Þar gerir
hún itarlega grein fyrir öllum
brjóstlikneskjum Thorvaldsens,
sem henni telst til að muni vera
um 178. Elzt af þeim ölium hefur
verið brjóstlikanið af Jóni
Eirikssyni konferenzráði, þótt
ekkert hafi varðveitzt af þvi
nema andlitið, sem er i Þjóð-
minjasafni tslands”. Else Kai
Sass er prófessor i listsögu við
Hafnarháskóla. En brjóst-
mynd þessa sendi Grimur
Thorkelin Bjarna amtmanni
Thorsteinsson að gjöf, en hún
brotnaði i fiutningum.
Punktar um Hraunþúfu-
klaustur er ritgerð eftir
Kristján Eldjárn. Þar er saman
dregið það helzta, sem ritað
hefur verið um Hraunþúfu-
klaustur i Vesturdal i Skaga-
firði. Þeirri grein lýkur svo:
„Um það leyti sem ég var að
ganga lrá þessum punktum
handa Árbók, kannaði Þór
Magnússon þjóðminjavörður
rústirnar i Hraunþúfuklaustri
nokkuð. llann gróf meðal
annars niður i stærstu tóftina og
kom þar niður á gott eldstæði á
miðju gólfi, mjög af sömu gerð
og langeldar eru i
fornbæjarústum. Þetta kynni
helzt að styðja það, að þarna
hafi verið litið býli i fornöld. En
eld þarf einnig i seljum og
jafnvel gæti verið goll fyrir
gangnamenn að vlja upp hjá
sér. Úr þessu mun sennilega
betur greiðast þegar Hraun-
þúfuklaustur verður grafið upp
til hlitar. Það verður sennilega
áður en mjög langt liður. Sú
rannsókn verður efalaust próf-
steinn á sumt i þessum
punktum. Það gerir ekkert til
þótt eitthvað saxist á þá. En ég
legg þá fram i þeirri trú, að þeir
spilli i engu fyrir þeim sem
uppgröftinn gera”.
Vera má, að fornleifa-
rannsóknir eigi eftir að styðja
hugmyndir Hákonar Bjarna-
sonar skógræktarst jóra að
menn hafi sótzt eftir þvi aö búa
sem næst öræfunum á fyrstu
öldum byggðarinnar. svo að
þeir gætu haldið fé sinu fyrir
ofan skóga til þess að betur
nýttist dýrmætustu afurðir
þcss, ullin. Þá var það ullin og
kýrin, sem réðu genginu, og
enn er það lilandi mál á tungu
þjóðarinnar að komast i álnir,
en það er raunverulega aö eiga
sér ullarvoð. En þetta er nú
bara eitt dæmi þess, hvert
hugurinn leitar, þegar lesin er
árbók fornleifafélagsins.
Enn eru i þessari árbók
nokkrar smágreinar, aliar læsi-
legar vel og fróðlegar. Þar á
meðal eru minningarorð
ritstjórans um tvo visindamenn,
sem unnu að uppgreftrinum að
Stöng i Þjórsárdal. Dananan
Aage Roussell og Sviann
Marten Stenbergér. Þá er enn
ótalin skýrsla um þjóðminja-
safnið 1972 og frásögn af
aðalfundi fornleifafélagsins.
Þessi orð eru skrifuð i þeirri
trú, að með þvi sé greiöi geröur
einhverjum þeim, sem yndi
hafa af umhugsunarefnum eins
og þeim, sem árbókin er helguð,
en hafa ekki gert sér ljóst hvilikt
merkisrit við eigum, þar sem
hún er.
II. Kr.
Ólafur Þ. Jónsson kemur
heim og syngur í Þrymskviðu
HINN kunni óperusöngvari Ólaf-
ur Þorsteinn Jónsson er nýkom-
inn til landsins frá Þýzkalandi til
þess að syngja eitt af aðalhlut-
verkunum i óperunni „Þryms-
kviðu” eftir Jón Ásgeirsson, sem
sett er upp sem liður i Listahátið-
inni og er fyrsta islenzka óperan,
sem sýnd er á fjölum Þjóðleik-
hússins.
Ólafur hefur starfað sem fast-
ráðinn óperusöngvari i Þýzka-
landi um tiu ára skeið. Siðustu
þrjú árin hefur hann dvalizt i
Mainz.
Auk þess hefur hann sungið
fjölda gestaleikja i ýmsum borg-
um Þýzkalands og i Sviss,
Austurriki og Luxemburg.
Þetta er i annað sinn sem ólaf-
ur syngur hlutverk i Þjóðleikhús-
inu eftir að hann hóf störf er-
lendis. Hið fyrra var aðalhlut-
verkið i „Brosandi landi” eftir
Franz Lehar fyrir nokkrum ár-
um, en þar hlaut hann ágæta
dóma.
Ólafur dvelur hér heima fram i
ágústbyrjun en heldur þá aftur til
Þýzkalands.
Frumsýning á „Þrymskviðu”
er hinn 14. júni.
Ólafur sem Sigaunabarónninn i samnefndri óperu eftir Johan Strauss.
Ólafur Þ. Jónsson óperusöngvari.